Morgunblaðið - 29.09.1966, Side 8

Morgunblaðið - 29.09.1966, Side 8
8 MORGU N BLAÐID ’ Fimmtudagur 29. sept. 1966 ÚTVARP REYKJAVÍK Nú haustar að, blöð falla af trjám og gras fölnar. Um lang- an aldur hefur mér fundist haust fð leiðinlegasti tími ársins, og hlakkaði þó til þess er ég var, barn og unglingur af því að mér þótti gaman að læra. í>ótt farið sé að hausta er þó, enn þá fullur mánuður, ef að vanda læt ur, þar til vetrardagskrá ríkis- úrvarpsins hefst. Vonandi verð- ur hún ágæt í vetur, því ætla má að útvarpið hafi nú, eða ætti sig hafa, náð fullum þroska og getu, er aðstandendur þess hinir helstu eru önnum kafnir við að stofnsetja sjónvarp. Sumir eru þó hræddir við, að sjónvarps-vís ir sá, sem hefjast á í haust, muni draga frá útvarpinu. Hvað sem Alþý’ðublaðið segir, þá er ég, eins og Sigvaldi Hjálmarsson ritstjóri, á þeirri skoðun, að sjón varp okkar verði lengi lélegt. Annars er það undarlegt aftur- hald hjá því blaði að vilja ein- okun á sjónvarpi. Vonandi ná sjónvarpsunnendur brátt erlend- um stöðvum og sleppa þannig við lélegt íslenzkt sjónvarp ein- göngu. Persónulega er mér sama um þetta, ég hef ekki sjónvarp og hef ekki hugsað mér að fá mér það í bráðina, en ég get vel unnt þeim er vilja, að horfa á erlend sjónvörp, jafnvel þótt sjónvarpað sé frá Keflavíkurflug velli. Ameríkumenn eru hér sam kvæmt beiðni okkar og ber að virða það og þakka, méðan þörf þykir, en jafnframt óska þess og vona að friður eflist í heimi, svo hér verði ekki þörf annars vamarsliðs en þess, er við get- um sjálf kostað, þ. e. öflugt lög- reglulið, er gæti hrund.ið árás- um ójafnaðarmanna. Magni Guðmundsson, hagfr. talaði um hið sorglega slys er skipið Pourquoi pas? fórst fyrir 30 árum og 39 menn drukknuðu. Það voru ógleymanlegir haust- dagar, 1936. Ræða Magna var skilmerkileg og ágætlega flutt — Öðru máli var að gegna um erindi það, er Ámi Björnsson flutti um Sauðafell, höfuðbólið gamla. Hann talaði svo hart og óskýrt að hlustendur höfðu lítil not af því sem hann sagði, sem ég annars hygg að hafi verið frððlegt. — Fluttar voru nokkr- ar vísur, eftir Hjálmar Þorsteins son frá Hofi, hann er, sem kunn- ugt er, ágætlega hagmæltur mað ur og margar vísur hans snilld- arlega kveðnar og góður skáld- skapur. Hann varð áttræður ný- lega og óska ég honum góðra daga. f kvöld: Þáttur Hólmfrfðar Árnadóttur og Brynju Benedikts dóttur var fróðlegt viðtal við skrifstofustjóra Húsnæðismála- stjórnar. Skrifstofa þessi hef- ur starfað í 10 ár og lánað stór- fé til bygginga. Allir þekkja vandræði fólks með að koma upp þaki yfir sig og fjölskyldu sína og þann mikla dugnað sem fjöldi hefur sýnt í þessum mál- um með kvöldvinnu og helgi- dagavinnu. Nú kvað skrifstofu- stjóri þessi bæinn (borgina) vera að hefja byggingu 1250 íbúða í nýju hverfi, ætti að lána kaup- endum 95% af byggingarkostn- aði, en aðeins félögum í Alþýðu- sambandi íslands væri veitt þessi hjálp. Sjálfsagt má lesa um þetta allt í einhverjum reglugerðum og ályktunum frá yfirvöldunum. En samt var fróðlegt að heyra manninn lesa það upp og svara spurningum spyrjanda — Þá var taíað við Örnólf Thorlacius, menntaskólakennara, er sagði frá sinni eigin reynslu í þessum málum. Hann og kona hans keyptu hú? „tilbúið undir tré- verk“ og var frásögn Örnólfs mjög skemmtileg því maðurinn er gæddur góðlátlegri kímni og segir vel frá — Sagt var að ný húsaleigulög væru nú í vænd- um. Ég vil bæta því við, að ég tel að ein íbúð, hæfilega stór, ætti að vera skattfrjáls til ríkis og bæjar fyrir hverja fjölskyldu. Það er gersamlega rangt og ó- þolandi skattarán að taka fé af fólki þótt það eigi þak yfir höfu'ðið. Má afla skatta á marg- an annan sómasamlegri hátt bæði fyrir riki og bæ. Það er nákvæmlega eins og að leggja skatt á eftirlaun. Slíkt á auð- vitað ekki að líðast og verður að afnema með lögum, nú þeg- ar. Læikritið „Nornin" eftir Val- entin Chorell var borið uppi af afbragðs leikurum. Að öðru leyti var það meingallað, þar sem nornin (Elín) var geðveik kona og ekki sjálfrá’ð gerða sinna. Slíkt er ekki skáldskapur. Hjörtur og Vésteinn sáu um skemmtilegan þátt á sunnudags- kvöld. Sigurður Ingjaldsson frá Balaskarði sagði þar frá göng- um, líklega fyrir síðastliðin alda mót, látlaust og trúverðuglega. Þ>á var þáttur um heilagan Tóm as af Kantaraborg og loks um danska fyndni. Kjartan Jóhannsson verkfræð ingur talaði um daginn og veg- inn 19. þ. m. Var auðheyrt að hann hefur farið víða um heim, dvalið í Chicago, verið í Pakist- an, Mexico og viðar t. d. í Suð- ur-Ameríku. Hann sagði hina al þekktu sögu um negravandræð- in í U.S.A. Negrarnir vanþróa’ð- ir, laUr hneigðir til glæpa og hvítir menn lítilsvirða þá oft- ast, jafnvel í Norðurríkjunum. Negrar heimta tafarlaust jafn- rétti við hvíta en skilja ekki að fyrst verður að mennta þá og manna. — Svipað er ástand- ið hjá svonefndum þróunarlönd- um, t. d. Pakistan og S. Ameriku. Þar er menning almennings á lágu stigi, en heimtufrekja mik- il. Þá talaði ræðumaður um skatta hér, og skattheimtu og ó- kosti við það fyrirkomulag sem nú er, sagði að t. d. Svíar hefðu komið á hjá sér staðgreiðslu, þ. e. að menn greiddu jafnóð- um og fjár var aflað en ekki eftirá eins og verið hefur. Hér eru stjórnarvöldin stöðugt að „athuga málið“. Skoraði á menn að lesa skýrslu Hagráðs. Þetta var athyglisverð ræða, en eng- in leið til að rekja hana nánar í þessu stutta máli.. Sakamálaleikrit „Gerðu skyldu þína Scott“ er nú hafið. Eftir J. P. Wynn, þýð. Óskar Ingi- marsson. Leikstjóri Baldvin Halldórsson. Lífgar sjálfsagt upp á dagskrána næstu fimm vik- ur, hjá mörgu fólki. — Jón Gísla son póstfulltrúi sag'ði sögu höf- uðbólsins Kaldaðarness (Kallað- arness) og mæltist vel og skör- uglega, enda mjög fróður mað- ur. — Jóhannes úr Kötlum las prýðilega að vanda nokkur snilld arkvæði þj óðskáldsins Hannes- ar Hafstein. — Ævar Kvaran flutti erindi er hann nefndi Lánleysinginn, var það um Jóhann konung er nefnd ur hefur verið Jóhann landlausi og uppi var um ár 1200 (d. 1216). Hann var að flestu leyti hinn versti maður, en þó höguðu ör- lögin því svo, að óstjórn hans varð einmitt til þess, að hann var neyddur til að undirrita frelsisskrá Breta, Magna Carta (1215), sem enn er í gildi að mörgu leyti og varð fyrsti visir að brezku þingræði. Þá hafði þingræði verið hér úti á fslandi frá 930 sem kunnugt er. Jóhann var því ekki alveg „lánlaus" að lokum. Jóhann Hjálmarsson sá um út varpsþátt helgaðf.n Þorsteini skáldi frá Hamri. Talaði hann við skáldið, en Ingibjörg Step- hensen og skáldið sjálft lásu upp kvæði. Óskar Halldórsson las upp þátt, er Þorsteinn hefur rit- að, um Egil Snotrufóstra Staf- feld, er svo var nefndur, gáfu- maður af góðum ættum en lenti í óreglu og vesaldómi erlendis og varð andlegt vesalmennL Ágætlega gerður þáttur og vel fluttur. í sfðasta þætti mínum hafa orð ið nokkrar leiðar prentvillur og brenglanir. Málshættinum „sá á kvölina sem á völina“ hefur ver ið snúið við og gerður að „sá á völina sem á kvölina“, sem er hringavitleysa. Þá gat ég um hv framburðinn, var það gert að„ho“. Fleiri prentvillur voru þar, sem lesa má þó í málið. Þorsteinn Jónsson. — Haustsýning Framhald af bls. 10 Þorvaldar Skúlasonar, enda eru þar á ferð tveir af fremstu mynd listarmönnum okkar, og verður ekki um það deilt. Að lokum vil ég endurtaka það, er ég sagði hér í upphafi, að ég er furðu ánægður með Haustsýninguna, eftir að hafa legið í nokkurskonar myndlista- fylliríi í London og París að undanförnu. Það getur stundum verið ánægjulegt að koma heim, og hve ánægjulegt hefði ekki verið að sjá þessa sýningu í húsakynnum, er henni hæfðu. Valtýr Pétursson. 2 círa ábyrgð 5 fafnar greiðstur Olivetti skólaritvélar eru ekki dýrar, en til þess að allir geti eignazt beztu skólaritvél- arnar, bjóðum við kaupendum að fá þær með 5 jöfnum afborgunum. olivetti Yfirburða gæði og skrilthæfni Olivetti ferðaritvéla skipa þeim i fremsta sæti á heimsmarkaðinUm. Við bjóðum yður þijár gerðir Olivetti ferðaritvéla, sem allar eru frábærar að gæðum og styrkleika. Fullkomin viðgerðarþjónusta á eigin verkstæði. G. HELGASON og MELSTEÐ HF. Rauðarárstíg 1. — Sími 11644. Til sölu 2ja herb. 68 ferm. 8. hæð við Ljósheima. 2ja herb. 72 ferm. jarðhæð við Kleppsveg. 2ja herb. kjallaraíbúð við Eikjuvog. Útborgun 350 þús. Tvær 3ja herb. íbúðir í há- hýsum við Sólheima. Tvær 2ja herb. íbúðir við Skipasund. Bílskúr fylgir annarri íbúðinni. 3ja herb. 1. hæð við Úthlíð. 5 herb. 1. hæð við Laugateig, sérhitaveita, teppi. 5 herb. 1. hæð ásamt 45 ferm. bilskúr við Rauðalæk. Allt nýtt í eldhúsi, falleg íbúð. 5 herb. 3. hæð við Lönguhlíð, lág útborgun. Vönduð steinhús ásamt stór- um bílskúr í Smáíbúða- hverfi. / smiðum Glæsilegar 4ra og 6 herb. íbúðir við Hraunbæ (111,5 og 135 ferm). 5 herb. 2. hæð við Hrnunbæ, svalir móti suðri. Verð 770 þúsund. 2ja—3ja herb. (75 ferm) jarð- hæð við Hraunbæ, verð 440 þúsund. 150 þúsund eru lánuð til 15—20 ára. 5 herb. 3. hæð tilbúin undir tréverk við Framnesveg. 70 þús. er lánað til 5 ára. íbúð- in er grófmúruð nú þegar. 4ra herb. 1. hæð ásamt bíl- skúr við Sæviðarsund. Selst í fokheldu ásigkomulagi (í fjórbýlishúsi). 3ja herb. 2. hæð við Reynimel. Ath. Allar þessar ibúðir verða fokh. fyrir I. okt. Komið skoðið kaupið og sækið um hús- næðismálalá n strax (fyrir I. okt.) áður en jboð er af seint til að fá lán úr næstu úthlutan. Mjög glæsilegt hús í smíðum í Arnarnesi. Fasteignasala Sigurðar Pálssonar byggingameistara og Gunnars Jónssonar lögmanns. Kambsvegi 32. Símar 34472 og 38414 29. Fiskibátar til siilu Seljum og leigjum fiskibáta af öllum stærðum. Leggjum áherzlu á að aðalvélar og öll siglingar- og fiskileitartæki séu í góðu lagi. Getum í flest- um tílfellum boðið upp á hag- kvæm lánakjör og hóflegar útborganir. SKIPA. SALA _____OG____ SKIPA- LEIGA , VESTURGÖTU 5 Sími 13339. Talið við okkur um kaup og sölu fiskiskipa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.