Morgunblaðið - 29.09.1966, Page 28
28
MORGUNBLAÐID
Fimmtudagur 29. sept. 1966
Bab Thomas:
HVER LIGGUR
f GRÖFMINNI
— Sagði Henry nokkuð um,
hvað lögreglan vildi mér?
spurði hún.
— Nei, írú.
— Segðu þá Henry, að ég komi
niður undir eins og ég er klædd.
— Já, frú. Vill frúin fá ofur-
lítið að borða fyrsj,?
■— Nei, ekkert. Ég er ekkert
svöng.
Janet gekk út og Edith nall-
aði sér aftur á bak í rúminu og
blés reyknum i loft upp. Hún
velti því fyrir sér, hvort þetta
mundi verða annað en skamm-
vinnur skrípaleikur. Hvað gat
hún hugsanlega sagt, ef lögregl-
an færi nú að saka hana Um að
hafa myrt systur sína? Kannski
hafði hún rekizt á einhver
verksummerki, sem kæmu upp
um þetta bragð hennar. Og þá
hryndi öll þessi vandlega gerða
áætlun hennar í rúst.
Hún settist upp í rúminu og
drap í vindlingnum. Askorunin
beið hennar niðri og það var
eins gott að bregðast manniega
við henni. Hingað til hafði hún
verið úrræðagóð Kannski gæti
hún sigrazt á þessari nýju
hættu?
Hún fór fram úr og valdi sér
einfaldan, svartan kjól. Lengi
sat hún fyrir framan spegihnn
og sjálfstraust hennar jókst, er
hún greiddi á sér hárið eins og
Margaret hafði gert. Loks le't
hún á sjálfa sig með velþóknun
og gekk til dyranna.
Þar sem hún stóð úti í gang-
inum, fannst henni draumurinn
ljóti vera kominn aftur. Hann
var eins og svo margir aðrir
hveimleiðir draumar, sem hún
hafði átt, þar sem hún fann
sjálfa sig villta í óþægilegu og
óviðkunnanlegu umhverfi. Nú
stóð hún hérna í þessu stóra
húsi, sem hún var talin kunoa á
fingrum sér, en samt þekkti
hún ekkert af því nema sveín-
bergið þar sem hún hafði sofið
í nótt.
Grænlandshundurinn stóð fyr-
ir neðan stigann og sá hana, og
samstundis tók hann undir sig
stökk og þaut tii hennar. Hún
klappaði hundinum eins og ósjálf
rátt, meðan hún hugsaði út
næsta leik sinn, en gekk svo
hægt niður stigann. Henry kom
út úr brytabúrinu sínu og varð
hverft við, er hann sá, hve hund-
urinn lét vel að henni.
— Komdu, Duke, komdu!
kallaði hann snöggt. Hann horfði
hissa á, er hundurinn gekk
áfram við hlið hennar, eins og
lamb. Edith tók eftir svipnum á
honum.
— Hvar er logreglan, Henry?
sagði hún.
— Þeir bíða í setustofunni,
frú.
En hvar var setustofan? Hún
reyndi að hugsa það út. — Ég
held ég verði að tala við þá
hérna, sagði hún.
Hún þóttist sjá einhvern undr-
unarsvip á stirðnuðu andliti
brytans. Hún vissi, að viðmöt
hundsins við hana hafði vakið
hjá honum undrun. Skyldi hann
gruna, að hún væri alls ekki
Margaret? Var hann að prófa
hana?
Hún sá hann ganga að eikar-
hurðinni að setustofunni. — Það
gerir annars ekkert til, Henry,
8
sagði hún. — Ég skal tala við
þá þar.
— Já, frú. Viðbrögð hans voru
algjörlega ópersónuleg, eins og
endranær, er hann opnaði dyrn-
ar fyrir hana.
Edith gekk inn i setustofu de
Lorca með hátíðleik, er huldi
hræðsluna, sem inni fyrir bjó.
Stofan var geysistór og búin að
— Ég verð að hætta að tala — ég þarf að búa til matinn.
öllu með miklum smekk, sem
ættin var fræg fyrir. Þegar hún
kom inn, stóðu upp tveir leyni-
lögreglumenn, hávaxnir og vel-
búnir.
— Góðan daginn, herrar mín-
ir, sagði hún.
— Ég er Garcia liðþjálfi, sagði
laglegi, hörundsdökki lögreglu-
maðurinn. — Og þetta er Hay-
ward liðþjálfi. Hún kinkaði
kolli og settist á legubekkinn,
og benti þeim að fá sér sæti.
— Við erum hér viðvíkjandi
systur yðar, frú de Lorca. Henni
sem rak veitingastofuna í
Temple Street, sagði Garcia. —
Hún fannst látin í gærkvöldi.
Edith lét tortryggnina skína út
úr svip sínum. — Það er ómögu-
legt, sagði hún. — Ég sem var
sjálf hjá henni í gærkvöldi.
— Því miður er þetta satt,
sagði Garcia. — Þetta virðist
hafa verið sjálfsmorð. Og hún
skildi eftir bréf til yðar.
— Hræðilegt! Hún fór að
gráta og þetta voru ósvikin tár,
enda þótt þau væru ekki vegna
Margaret. Orðin vöktu fögnuð
hjá henni. Þetta virtist vera
sjálfsmorð.
Lögreglumennirnir létu hana
vera í næði með sorg sína stund-
arkorn en viku svo að efninu
aftur. — Okkui þykir leiðin-
legt að leggja þetta á yður, frú
! de Lorca, sagði Garcia. En líkskoð
unin heimtar, að þér komið til
að þekkja líkið.
i Nú var hryllingur hennar eng
in uppgerð. — Æ, nei, sagði hún.
Ég gæti beinlínis ekki komið
mér að því!
- Ég er hræddur um, að hér
sé ekkert undanfæri, sagði
Garcia. — Þið áttuð víst ent,.n
önnur skyldmenni, eða hvað?
— Nei.
É 52SCLÍON MEÐ
PARKER „45“ skólapenninn er sterkur penni, sem
þolir álag ungra eigenda. PARKER er ávallt
fremstur, gerir skrift yðar hreinlegri og áferöar-
fallegri. PARKER „45“ skólapenninn er trausrur
fylginautur í skólanum.
PARKER „45“ skólapenninn er serstaklega sniömn
fyrir skólafólkið. Hann er mjög hreiniegur í notKun
— Þér skiptið aðeins um blekhyiki og hann er reiöu-
búinn til að skrifa næstu 10000 orðin. Blekhylkm
fást í uppáhalds bleklit yðar. PARKER „45“ genr
skriftina ánægjulega fyrir skólafólk á öllum aian.
PARKER „45“ Student kr. 160.00
PARKER „45“ Junior kr. 218.00
PARKER „45“ Standard kr. 331.00
A PRODUCT OF«J>THE parker PEN COMPANY— makers of the WORLD'S most wanted pens
Parker 45
i — Þá verðið þér því miður
að gera þetta.
— Og Johnson höfuðsmaður
þarf líka að tala við yður, frú,
bætti Hayward við. — Bara
nokkrar formlegar spurningar,
svo að hann geti lokið við mái-
ið.
— Já, en hvaða upplýsingar
gæti ég gefið? sagði Edith í mót
mælaskyni. Ég var alveg ókunn-
ug öllum högum systur minnar.
— Að því er við bezt vitum,
voruð þér síðasta manneskja,
sem sá hana á lífi, sagði Garcia.
Edith sá, að hér var ekkert
unuanfæri. — Gott og vel, sagði
hún. — Ég skal vera tilbúin eíiir
fáeinar mínútur.
12.
Garcia fylgdi Edith inn í skrif
stofu Johnsons höfuðsmanns og
kynnti hana. Johnson sem var
gildvaxinn, vingjarnlegur maó-
ur, mælti:
— Þetta er Hobbson liðþjálfi,
vinur systur yðar.
Edith var feginn, að hún
skyldi vera með andlitsblæju,
■ að ekki gat sézt, að hún
._.maðist neitt víð Hobbson. En
jafnvel bak við blæjuna, var hún
óróleg yfir því, að hann skyldi
vera viðstaddur þetta óróvekj-
andi mót þeirra. Hann heit
áfram að stara á hana og hún
velti því fyrir sér, hversu mik-
ið af svip hennar hann gæti séð
í sólbjartri skrifstofunni.
Johnson leiddi hana til sætis
og hélt áfram, hóglega: Ég skil
vel, að þetta hefur komið illa
við yður, frú de Lorca, sv na
rétt ofan á andlát manns yður.
Ég skal vera eins stuttorður og
ég get.
— Þakka yður fyrir. Henni
var forvitni að vita, hvort að
Jim mundi þekkja röddina.
Johnson sneri sér að hraðrit-
aranum, sem sat þar skammt frá,
og hélt áfram: — Rétt vegna
skýrslunnar — þér áttuð systur,
sem hét Edith Philips?
— Já.
— Hobbson liðþjálfi þekkti
ungfrú Philips í nokkur ár —
og barþjónninn hennar, Daniel
Lister líka — og þeir segja báð-
ir, að hún hafi aldrei nefnt það
á nafn, að hún ætti nokkra syst-
ur, fyrr en í gær.