Morgunblaðið - 29.09.1966, Blaðsíða 30
•r« v n w v «« k #t c# i u
jnmmtutíagur zy. sept. I96t>
Umntræður um „einræiis-
herra" í danskri knattspy rnu
Athyglisvert fyrirkomulag
6SIGUR danskra knattspyrnu
manna í landsleikjum að und-
anfórnu hafa verkað eins og
atomsprengjur meðal danskra
knattspyrnuunnenda. Danir
töpuðu fyrir Finnum 1—2 og
héldu síðan til Búdapest og
töpuðu 0—6 fyrir ungverska
landsliðinu í „þjóðakeppn-
inni“ eða með öðrum orðum
bikarkeppni landsliða. Dönsk-
um blöðum ber saman um að
sá ósigur hafi getað verið
helmingi meiri, því svo gjör-
samlega léku ungversku snill
ingarnir sér að Dönunum.
Stóð 3—0 eftir stundarfjórð-
ung og 5—0 í hléi. Rifjuðu
blöðin upp „Breslau-hneyksl-
ið“ en þar beið danskt knatt-
spyrnulandslið mesta ósigur
sinn 8—0 fyrir mörgum árum.
Til gamans má geta þess að
Berlingske Tidende hafði í
leikhléi í leik Dana og Ung-
verja beðið Ijósmyndara að
stilla sér upp við danska mark
ið og taka mynd er Ungverjar
skoruðu 9. mark sitt. Það yrði
sögulegt er „Breslau-hneyksl-
ið“ yrði yfirstigið.
Og nú ræða menn hvað til
bjargar megi verða fyrir
danska landsliðið — og danska
knattspyrnu. Knud Lundberg
hinn frægi leikmaður, blaða-
maður og læknir, ritar á
sunnudaginn grein í Aktuelt
undir fyrirsögninni: „Gerið
hann að einræðisherra" og
birtum við hér glefsur úr
þeirri gein.
Fjallar greinin um Jörgen
Leschly, feril hans og þekk-
ingu og það talið einasta bjarg
ráðið að hætta með sundur-
leita landsliðsnefnd en skipa
beri einræðisherra í danska
knattsprynu — og hann eigi
að heita Jörgen Leschly, af
því að enginn þekki betur til
alþjóðaknattspyrnu og danskr
ar knattspyrnu.
í greininni segir m.a.:
„Fyrirkomulag okkar með
5 landsliðsnefndarmenn, þjálf-
ara og framkvæmdastjóra,
hefur marga vankanta.
f fyrsta lagi er mjög erfitt
að finna fimm — eða sjö —
menn, sem gerþekkja bæði al-
þjóða knattspyrnu og beztu
leikmehn Danmerkur. Þetta
hefur ekki tekizt.
í öðru lagi skapar það að-
eins upplausn, þegar svo
margir kokkar eiga að hræra
í graútnum — og sérstaklega
ákveða, hvað í hann á að fara.
Það er kominn tími tií að
við lærum að skilja að knatt-
spyrna hér í landi er ekki svo
frábrugðin annarri knatt-
Reykjavíkur-
æótið hefst um
miðjan október
REYKJAVÍKURMÓTIÐ í hand-
knattleik hefst um 15. október
og eiga þáUtckut.ilkynningar að
berast Handknattleiksráðinu 1.
október. Reiknað er með að
leikið verði í íþróttahöllinni í
Laugardal að minnsta kosti leik-
ir meistaraflokka karla og
kvenna og et.v. einnig leikir í
2. fl. karla.
spyrnu, að viðhalda eigi allt
öðru kerfi á skipulagi mála
en talið er bezt víðast annars
staðar.
Bæði vegna leikmannanna
Jörgen Leschly
— vrður hann einræðisherra
danskrar knattspyrnu?
Evrópu
bikarkeppni
ÞRÍR leikir í keppni meistara-
liða um Evrópubikar fóru fram
í gær.
í Málmey vann Atletico
Madrid heimalið.'C Málmey með
2—0.
í Glasgow vann Celtic sviss-
neska liðið Zurich 2—0.
í Liverpool vann Liverpool
rúmenska liðið Ploesti einnig
með 2—0.
og vegna árangursins er kom-
inn tími til að við fáum ein-
ræðisherra 1 knattspyrnu. Og
hann á að heita Jörgen Lesc-
hly Sörensen. Að sjálfsögðu á
hann að hafa landsþjálfara
til ráðstöfunar og hjálpar.
Og að sjálfsögðu á hann að
hafa í sinni þjónustu eins
marga aðstoðarmenn (njósn-
ara) og hann vill — *ienn,
sem hann getur haldið fundi
við eða rætt við einslega eftir
því sem hann sjálfur kýs.
Og þetta á ekki að vera ævi
starf — sem Jörgen Lesc-
hly heldur ekki vill. Hann vill
heldur vera skólakennari —
og það getur hann jafnframt.
En öll ábyrgðin á að hvíla
á hans herðum. Það á öllum
að vera ljóst, ekki sízt leik-
mönnunum.
í greininni bendir Knud
Lundberg á að alls staðar í
heiminum hafi menn tekið
upp þann hátt að láta einn
mann fá heiðurinn — og
ábyrgðina. Austurríkismenn
voru víst fyrstir til er Hugo
Meissl skapaði á sínum tíma
hið fræga „Wunderteam" sem
náði jafntefli móti Englending
um £ Englandi. Síðan hafa all-
ar stærri „knattspyrnuþjóðir”
farið að dæmi þeirra. Síðastir
urðu Englendingar, sem fengu
Alf Ramsey völdin í hendur
— og hann sigraði í Heims-
meistarakeppninni.
Lundberg segir: Fyrirkomu-
lag okkar með val í landslið
er úrelt og gamaldags — eins
og svo margt annað í danskri
knattspyrnu. Einræðisherra —
framkvæmdastjóri, eða hvað
hann verður nefndur er lausn
in. Rökstyður hann uppá-
stungu sína á Leschley Sören-
sen með því að rekja ferin
hans, minna á hans frægðar-
tíma hjá Milan og segir sög-
una um það er Milan fékk
honum óútfylt tékkeyðublað
en undirskrifað og buðu hon-
um að skrifa þá upphæð er
hann vildi fá fyrir eitt keppnis
tímabil til viðbótar. Leschley
Sörensen hafnaði tilboðinu og
tók upp sitt kennarastarf, sem
hann metur mikils.
Glefsur þessar úr grein
Knud Lundbergs eru hér birt
ar af því að knattspyrnufor-
ystan hér á landi á ekki við
minni vandamál að stríða en
Danir. Og hvað snertir val í
landslið á tillagan um „ein-
ræðisherra" ekki síður heima
hér á landi en þar. Vandinn
er bara að velja manninn, en
séu menn sammála um að taka
upp þetta fyrirkomulag, þá
finnst maðurinn án efa. Og
því fyrr — því betra.
— A. St.
f borgakeppninni vann Dun-
fermline norska liðið Frigg með
3—1 og ér því komið í 2. umferð
með saman'agða markatölu 6—1.
22-1-75
Judoæfingar að byrja
MÁNUDAGTNN 3. október hefj-
ast vetraræfingar í JUDO á veg-
um hins nýja félags juðomanna,
JUDOKWAI. Verður vetrarstarf
semi félagsins langtum fjölþætt-
ari nú en að undanförnu, má
nefna m. a. að r ú verða skipu-
lagðir sérstakir æfingatímar
fyrir kvenfólk. Einnig verða
skipulögð kapprnót og e.t.v. verð
ur haldið meistaramót félagsins
í judo.
Enska
knattspyrnan
9. umferð ensku dejldarkeppn-
innar fór fram s.l. laugardag og
urðu úrslit leikja þessi:
1. deild
Blackpool — Manchester City 0-1
Chelsea — Arsenal 3-1
Leeds — Everton 1-1
Leicester — Aston Villa 5-0
Liverpool — Sunderland 2-2
Manchester U. — Burnley 4-1
Newcastle — Fulham 1-1
Sheffield U — Sheffield W. 2-2
Tottenham — N. Forest 2-1
W.B.A. — Stoke 0-1
West Ham — Southampton 2-2
2. deild
Blackburn — Ipswich 1-2
Bolton — Wolverhampton 0-0
Carlisle — Bristol City 2-1
Charlton — Cardiff 5-0
Coventry — Bury 3-0
Derby — Huddersfield 4-3
Norwich — Preston 1-1
Plymouth — Crystal Palace 1-0
Portsmouth — Millwall 0-1
Hull — Northampton 6-1
í Skotlandi urðu úrslit m.a.
þessi:
Ayr ■— Dundee U. 0-7
Clyde — Kimarnock 1-3
Dundee — Celtic 1-2
Rangers — Aberdeen 3-0
St. Mirren — Motherwell 0-5
Staðan er þá þessi: 1. deilð
1. Chelsea 14 stig
2. Stoke 13 —
3. Tottenham 13 —
4. Leicester 12 —
5. Manchester U. 12 —
2. deild
1. Boston 14 stig
2. Ipswich 13 —
3. Hull 12 —
4. Coventrjr 12 —
5. Crystal Parace 12 —
Reynt verður að haga æfing-
um svo að sem flestir geti notið
þeirra, einnig verður reynt að
haga svo til, að starfsmannahóp-
ar eða fétcg. sem óska eftir að
æfa judo í sér tíma á öðrum
tíma dags en hin almenna dag-
skrá tekur til, geti komist að.
Aðstaða til æfinga er nú góð,
ágæt steypiböð og heitar ker-
laugar til að hvílast í eftir
erfiða æfingu.
Æfingaskráin verður fyrst um
sinn, sem hér segir:
Námskeið fyrir byrjendur 18
ára og eldri verður á þriðjudög-
um og fimmtudögum kl. 8 — 9
s.d.
Námskeið fyrir kvenfólk verð-
ur á mánudögum kl 7,30 — 8,45
og á fimmtudögum kl. 5,30 — 7
s.d.
Æfingar fyrir „old boys“ verða
á þriðjudögum og föstudögum
kl. 6,15 — 7,15.
Drengir 10 — 14 ára eiga að
æfa á þriðjudögum og föstudög-
um kl. 5 — 6.
Almennar æfingar verða svo
á mánudögum kl 8,45 — 10, og
miðvikudcgum og föstudögum
kl. 8 — 10
í þessar almennu æfingar er
ætlast til að mæti allir, sem ein-
hverja reynslu hafa í judo og
svo auðvitað nemendur í byrj-
endanámskeiðinu jafnóðum og
þjálfari þe'.rra telur þá hæfa til
þess.
Æfingar fara fram í húsi
Júpiter & Mars, á Kirkjusandi,
efstu hæð gengið inn í n. a. enda
hússins, frá Laugalæk.
12 badminton-
veUir í
íþróttahöllinni
TBR fœr þar tíma
AÐSTAÐA Tennis- og band-
mintonfélags Reykjavíkur stór-
batnar með tilkomu íþróttahall-
arinnar í Laugardal. Fær félag-
ið til umráða tíma tvo daga i
viku þar. Eru 12 veliir á hallar-
gólfinu. Og af þessum sökum er
hægt að veita fleirum úrlausn
með tíma en áður.
Þeir sem sótt hafa um æfinga-
tíma í vetur hjá TBR eru beðnir
að vitja æfingaskírteina á skrif-
stofu ÍBR í Laugardal milli kL
5 og 7 í dag og á morgun og
kl. 2—5 4 laugardag.