Morgunblaðið - 17.11.1966, Síða 4
4
MORCU N BLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. nóv. 196S
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 35135
OC 34406
SENDU M
IMAGINIÚSAR
SKIPHOLT'. 21 SÍMAR 21190
eftir lokun simi 40031
*.*S>SÍM11-44-44
\mm
Hverflsgötu 103.
Daggjald 300
og 3 kr. ekinn km.
Benzín innifaliö.
Síml eftir lokun 31160.
LITLA
bíloieigon
fng-ólfsstræti 11.
Sólarhringsgjald kr. 300,00
Kr. 2,50 ekinn kílómeter.
Benzin innifalið í leigugjaldi
Sími 14970
BÍIALEIGAIM
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
BÍLALEIGA S/A
CONSUL CORTINA
Sími 10586.
Kr. 2,50
á ekinn km.
300 kr. daggjald
RAUOARÁRSTfS 31
SÍMI 22022'
Fjaðlir, fjaðrablóð. hljóðkútar
púströr o.fl. varahlutir
í margar gerðir bifreiða.
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Sími 24180.
VEGG, BORÐ,
GÓLF OG
LOFTLAMPAR
frá hinum heimsþekktu
holienzku verksmiðjum
raak
Amsterdam.
Br. Ormsson hf.
Lágmúla 9. — Sími 3Ö820.
Sjónvarpsgestir
„Ein í vandraeðum" skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mig langar til þess að spyrja
þig ráða í vandamáli sem ég á
við að stríða, kannski geta les-
endur þínir einnig gefið góð
ráð.
Áður en ég átti því láni að
fagna að eignast sjónvarp, hugs
aði ég ekki út í hve mikla
plágu ég losnaði við, þ.e. „sjón-
varpssýkisgesti". Stundum hafði
ég að vísu lesið aðsend bréf
„dönsku blaðanna“ um vand-
ræði fólks í þessu efni en satt
að segja datt mér í hug að þar
kæmi til kasta sparsemi Dana,
þeir hreinlega tímdu ekki að
gefa fólki þessu kvöldkaffi.
En nú er ég komin á aðra
skoðun. Þetta er hreinasta
plága, látum vera að gefa fólki
kaffi (ég er löngu hætt að baka
sérstaklega handa svona gest-
um, þeir fá bara það sem til
er), en bara það að geta aldrei
vitað hvort maður fái að vera
í friði með sinni eigin fjöJ-
skyldu, húsið getur fyllst af
fóLki, sem eingöngu er komið til
tþess að „hór£a“, allir þurfa að
fá stól, og oft er það svo, að
hreinlega fer ég sjálf fratm úr
stofunni, því það er ekki rúm
fyrir mig inni.
Hvers vegna kaupir þetta
fólk sér ekki sjónvarp? Mér
skilst a'ð greiðsiuskilmá'lar séu
svo góðir að hver og einn geti
átt tæki, sem kærir sig um. Ég
spurði einu sinni mann nokk-
um hvers vegna hann keypti
sér ekki tæki, svaraði hann því
til að hann ætlaði fyrst að sjá
hvernig íslenzka stöðin yrði
hjá mér, áður en hann festi
kaup á tæki. Hugsa sér, hvílik
frekja.
Ég er ekki að halda því fram
að sjónvarpseigendur vilji ekki
gjarnan fá tii sín fólk stöku
sinnum, bæði til þess að
„hor£a“ og spjalia, en því þá
ekki að gefa húsráðendum kost
á að bjóða til sín því fólki, sem
það gjarnan vilL fá í heimsókn.
Hvað á að gera í svona til-
felli, þegar ómögúlegt er að
segja hreint út að maður vilji
ekki fá fólk svona oft. Ég er
satt að segja búin að fara í
kringum efnið „eins og köttur
í kringum heitan graut“, en
annað hvort er það fólk, sem
ég á í höggi við sérlega tor-
næmt, eða þá svona tillitslaust.
Annars mætti skrifa Langt
mál um hve heimilum manna
er lítil virðing sýnd oft og tíð-
um, a.m.k. finnst mér ekki ná
nokkurri átt að fólk geti ekki
verfð óhnllt á sínum eigin heim
iium í skauti sinnar eigin fjöl-
skyldu. í>að minnsta sem fóLk
getur gert, er að hringja á und-
an sér til þess að vita hvernig
stendur á, ef það getur ekki
beðið eftir því að fá heim-
boð.
Og að lokum langar mig til
þess að ljúka lofsorði á íslenzka
sjónvarpið. Mér finnst það hafa
farið fram úr öllum vonum mín
um, satt að segja hafði ég enga
trú á að þa'ð yrði skemmtilegt,
en það er nú eitthvað annað.
Og tæknilega hliðin (sem að
almenningi snýr) virðist vera
100%, am.k. getur ekki venju-
legur áhorfandi séð annað en
þetta séu þaulvanir menn sem
sjá um útsendingarnar. Maður
er nú svo sem ýmsum vankönt-
um kunnugur úr því banda-
ríska, enda verður trúlega að
gera ráð fyrir truflunum og alls
kyns bilunum, sem mér finnst
satt að segja ekkert að segja
við. Ef ég gæti fundið a'ð ein-
hverju, þá eru textarnir látnir
hverfa of fljótt og eru heldur
óskýrir, en að því hefur verið
fundið á öðrum vettvangi og
verður væntanlega lagfært við
fyrstu hentugleika.
Með vinsemd og virðin.gu.
„Ein í vandræðum“.
Meiri sóðaskapur
Lesandi skrifar:
„í þætti Velvakanda í Morg-
unblaðinu 12. þm. er bréf með
frásögninni „Burt með sóð-
ana“. Bréfritari ásakar þar ung
an mann, sem hann telur eiga
heima í Kópavogi, fyrir að
kasta tómri mjólkurhyrnu út
um bilglugga „út á mitt Aust-
urstræti". Ég hrökk við þegar
ég las niðurlagið: „Það getur
verið að umraeddir mannasiðir
tíðkist í Kópavogi, en við líð-
um þetta ekki í hjarta Reykja-
vikur“. Er maðurinn að gera
gys að veslings Reykvíkingum?
Sóðaskapur af því tagi, sem
hann réttilega fordæmir, hefur
verið liðinn í „hjarta Reykja-
víkur" óátalið að mestu um ára
tugi. Hvernig er um áð lítast
t.d. árla á mánudagsmorgni eft-
ir góðviðrishelgi á nýlega end-
urbættum götum borgarinnar?
Bréfsneplar, eldspítur, sígar-
ettu- og vindlastúfar, sælgætis-
umbúðir, tómir vindlingapakk-
ar, ávaxtahýði, hettur af gos-
drykkjaflöskum, flöskubrot,
tómar mjólkurhyrnur og jafn-
vel matarleyfar, að ógleymd-
um haugum af vindlingastúfum
sem sýnilega hafa verið inni-
hald öskubakka bifreiða.
Umgengnds sóðaskapurinn á
götum borgarinnar er svo of-
boðslegur, að furðulegt er að
herferð skuli ekki vera hafin
fyrir löngu gegn þessum ó-
sóma. Lakast er þetta einmitt
í „hiarta Reykjavíkur", á
Lækjartorgi og nágrenni þess.
Það er eins og fólki finnist sjálf
sagt að kasta allskonar drasli
beint niður fyrir tæmar á sér
hvar sem það er statt. Hér er
ekki um að sakast við sérstakar
manntegundir. Þessi ósiður er
of almennur til þess. í hinum
fjölmenna rusJakastarahópi get
ur að líta fínar frúr og virðu-
lega embættismenn, og við
hverju er þá að búast t.d. af
börnum, sem sjá fordæmin.
Er bömum í skólunum og á
heimiLunum bent á að það sé
ekki háttur siðaðra manna að
kasta bréfarusli o. þ. h. á al-
mannafæri? Vafasamt. Og ekki
bera kjörstaðir barnanna —
sjoppunágrennin — þess vott.
Þjóðhátíðardaginn 17. júní
síðastliöinn átti ég leið um há-
tíðarsvæðið. Það mun hafa ver-
ið á milli nóns og miðaftans.
Allt var þá með ró og spekt og
fór vel fram, eins og blöðin orð-
uðu það, en að líta yfir hátiðar-
svæðið og nágrenni þess var
bókstaflega eins og áð líta yfir
sorphaug. Spjöldum hafði verið
komið fyrir á svæðinu, sem á
voru skráð mjög hógvær til-
mæli um góða umgengni. Ár-
angur: Enginn. Ég hef átt tal
við nokkra þá, er göturnar
hreinsa og töldu þeir að götu-
sóðaskapur í borginni faeri
mjög í vöxt. Má gera ráð fyrir
að sá vöxtur stafi af fólksfjölg-
un og bættum efnahag.
Ég hefi þá trú að unnt sé að
uppræta umgengnis-ómenning-
una á götum Reykjavíkur, að
mestu eða öllu leyti á skömm-
um tíma, ef rösklega er að unn-
ið, og er ég vi'óbúinn að ræða
það nánar ef tilefni gefst
Friðrik Stein&son".
★ Dráttarvélaslysin
Hafnfirðingur skrifar;
„Kæri Velvakandi!
Enn einu sinni hefur orðið
hörmulegt banaslys, er dráttar-
vél valt út af veginum, og ung-
ur piltur lét þar líf sitt. Þessi
síendurteknu banaslys vekja
mann til umhugsunar um hvort
ekki sé mögulegt að draga úr
eða afstýra með öllu, þessum
geigvænlegu slysum. Mönnum
hefur komið til hugar að láta
útbúa stálgrindur á dráttarvél-
arnar til varnar ökumanni.
Hvart þetta kemur að gagni
skal ósagt látið, en þó get ég
fallizt á að slíkt sé til bóta.
En það sem fékk mig til að
senda þér þessar linur, eru
þankar mínir um að orsaka tii
þessara hörmulegu slysa sé e. t.
v. að leita í stýrisútbúnaði drátt
arvélanna. Ég á þar við, að svo
sem allir vita er stýri dráttar-
véla og bíla ólíkt að því leyti
að stýri þeirra fyrrnefndu er
mjög lítið (doblað) en bíla hina
vegar mun meira, m. ö. o. stýri
dráttarvéla þarf ekki að hreyfa
nema mjög lítið til þess að hjói-
i-in snúi mjög mikið tii þeirrar
hliðar, sem stýrið er hreyft. Nú
er það svo, að þeir er dráttar-
vélum stjórna, þurfa oft að líta
aftur fyrir sig, til að líta eftir
kerru sem oft fylgir þessurn
tækjum. Er þá nokkuð fráLeitt
að láta sér til hugar koma, að
ökumenn slikra véla taki í ó-
gáti örlítið í stýrið um leið og
þeir Mta aftur eða til hliðar.
Hvað gerist þá á tæki með slíkt
stýri? Það hlýtur að þjóta út
til hliðar, og þá út af vegi, ef
ekki eru sérstaklega snör hand-
tök við höfð.
Því vil ég biðja þá er láfa
þessi mál til sín taka, að at-
huga þetta atriði, kanna hvort
úrbóta á framangreindurn
stýrisútbúnaði er ekki þörf.
Mér er ljóst að þessi útbúnað-
ur á stýri dráttarvéla er til að
auðvelda stjórn tækisins við
jarðvinnslustörf, en ég held að
það verði samt að breyta stýr-
inu á þeim, ef það mætti verða
iil að forða banaslysum.
Með beztu kveðju.
H. Á“.
Ritarastarf
Starf eins ritara við sakadóm Reykjavíkur er laust
til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist fyrir 25. þ.m. tii skrif-
stofu dómsins, Borgartúni 7, þar sem gefnar eru
nánari upplýsingar um starfið.
Sakadómur Reykjavíkur.
Óskum eftír
meðeiganda í Mtlu loftpressufyrirtæki, (hlutafélag)
sem getur verið á loftpressubíl. Hluthafi þarf ekki að
leggja fram nema ca. 50.000 kr. Tilboð sé skilað á
afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 20. þ.m. merkt:
„Framtíð — 8280“.
Ráðskona óskast
til að sjá um mötuneyti stutt frá Reykjavík. Húsnæði
á staðnum. Uppl. í símum 93-5115 og 93-5124.
IXIýjung — Nýjung
Grófir netsokkar og peysur.
Munstraðir sokkar og peysur í sömu gerð.
(Qcuéíta
Austurstræti 7 — Sími 17201.