Morgunblaðið - 17.11.1966, Page 12

Morgunblaðið - 17.11.1966, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17 nóv. 1966 SAMBÁND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA: ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN • ... •• • - • RITSTJÓRI: ÁRMANN SVEINSSON Þróttmikið Byggðaþing S. U. S. á Suðurlandi: Stöndum saman um stórhug og framfarir Efldar verði markaðsrarmsóknir land- búnaðarins - Komið verði á fót rannsóknarstofnun skólamála Atvinnumál EITT megineinkenni hins ís- ' lenzka þjóðfélags í dag er, að verkefnin blasa hvarvetna Tið, en vinnuafli þjóðarinnar er ákveðinn stakkur skorinn. Þess vegna er brýn nauðsyn •ð samhæfa skynsamlega tækni og -vísindi nútímans hinu frjálsa framtaki, halda vinnufriði og hagnýta sem bezt það afl, sem í þjóðinni býr. íslendingar eru nú á góðri leið til aukinnar nýting- ar gæðá landsins, alþjóð til hagsældar. Ungir Sjálfstæðis- menn þakka forustu , núver- andi ríkisstjórnar við að marka þá leið, en hafna hinni, sem leiðir til aftur- halds og hafta. Landbúnaður Frá öndverðu hefur landbún- aður verið hornsteinn íslenzkra atvinnuvéga. Þegar aðrar at- vinnugreinar tóku að myndast í landinu var vinnuaflið frá hon- tim runnið. Engu að síður hefur íslenzkum landbúnaði tekizt að skila síriu meginhlutverki fylli- lega. En það er að sjá lands- mönnum fyrir árlegum neyzlu- ▼arningi landbúnaðarvara. Þing- ið leggur áherzlu á, að þeirri meginstefnu verði haldið áfram, «ð landbúnaðinum sé gert kleift *ð gegna þessu hlutverki í þjóð- •rbúskapnum. Ennfremur telur þingið, að efla beri mjög mark- •ðsrannsóknir landbúnaðarins á •rlendum vettvangi, og beina síð •n framleiðslunni á þær brautir, sem slíkar rannsóknir leiddu í ljós áð skynsamlegar væru. Þingið þakkar þá forustu, sem ▼eitt Hefur verið í landbúnaðar- málum að undanförnu, þar sem tekizt hefur að greiða úr ýmsum ▼andamálum landbúnaðarins jafn óðum og þau hafa skapazt. Áhrif þeirrar forustu hafa m. a. komið fram í aukinni ræktun, stækkun búa, betri afkomu bænda, enda •ukinni framleiðslu, þrátt fyrir minnkandi vinnuafl. Þingið þakkar sérstaklega nú- ▼erandi landbúnaðarráðherra þá forustu, því fremur sem vitað er, að skammsýnir menn, bæði utan þings og innan, hafa leynt og ljóst reynt að grafa undan trú manna á íslenzkum landbúnaði. Sjávarútvegur Sjávarútvegur og fiskiðnaður, er sá undirstöðuatvinnuvegur, sem skapar mest verðmæti og veitir flestum atvinnu og ekki er annað sjáanlegt, en sjávarútveg- ur muni um ófyrirsjáanlega framtíð enn sem fyrr standa undir langstærstum hluta gjald- eyrisöflunar þjóðarinnar. Þess vegna er þjóðarnauðsyn að halda áfram úppbyggingu og þróun þessa atvinnuvegar. A undanförnum árum hefur komið vel í ljós, hversu þýðing- armikið er að hagnýta nýja tækni í ríkum mæli og auka fiskiðnaðar- og fiskirannsóknir. Væntanlegt fiskirannsóknarskip, sem ríkisstjórnin hefur haft for- göngu um að láta smíða, er spor í rétta átt. í þessu sambandi vill þingið benda á hinar stórstígu framfarir, sem orðið hafa í bol- fiskveiðum landsmanna á síðustu árum og leggur áherzlu á að unnið verði skipulega að aukinni framleiðni bolfiskveiðanna. Þing- ið telur að bæta verði aðstöðu þeirra fiskiskipa, sem eiga nú í tímabundnum erfiðleikum og tel- ur tímabært og sjálfsagt að land- helgi okkar verði hagnýtt sem bezt þó í fullu samráði við fiski- fræðinga og með tilliti til vís- indalegrar verndunar miðanna. Iffnaffur Það er stolt Sjálfstæðismanna, að flokkur þeirra hefur haft alla forustu um upphaf stóriðju á ís- landi og Byggðaþingið vekur at- hygli á, að það átak hefði verið óhugsandi án þeirrar viðreisnar- aðgerða, sem áður voru unnar í íslenzku efnahagslífi. Ungir Sjálfstæðismenn á Suð- urlandi fagna því sérstaklega, að stórvirkjun við Búrfell, er senn orðin að veruleika. Þeir telja, að með henni skapist aflgjafi stór- aukinnar iðnþróunar á Suður- landi, ef rétt er á málum haldið. Þingið telur nauðsyn á fræðilegri rannsókn væntanlegrar iðnþró- unar á Suðurlandi og hagkvæm- ari nýtingu þeirra möguleika, sem þegar eru fyrir hendi, en sannanlega munu stóraukast á næstu árum. SAMGÖNGUMÁL Hafnir Byggðaþing ungra Sjálfstæðis- manna fagnar þeim áföngum, sem náðst hafa í hafnarmálum Sunnlendinga: a Með því að gera Þorlákshöín að landshöfn og létta þannig óbærilegum byrðum af sýslun- um og tryggja jafnframt var- anlegan framgang þessa hags- munamáls. b Með hafnarbótum, sem unnið er að á Eyrarbakka, Stokks- eyri og Vestmannaeyjum. Þing ið þakkar forystu Sjálfstæðis- manna í þeim málum, bæði í héraði og á Alþingi. c Byggðaþingið telur, að vinna beri ötullega að frekari fram- gangi hafnarmála í kjördæm- inu og bendir sérstaklega á það, að Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla eru enn þá hafnlausar. Vegamál Um vegamál, ályktar þingið eftirfarandi: a Þingið lýsir ánægju yfir þeim áhrifum, sem vegalögin írá 1963 hafa þegar haft hér aust- an fjalls, en bendir á, að þótt margt hafi áunnizt í vegamál- um á Suðurlandi á síðustu ár- um telur þingið nauðsynlegt, að fjármagn til vegagerðar verði enn aukið. b Þingið fagnar þeirri ákvörðun að Austurvegur verði um Hell- isheiði o gleggur áherzlu á að gerð hans með varanlegu slit- lagi verði hraðað. Flugmál Byggðaþingið fagnar þeim á- föngum, sem náðst hafa í flugvallarmálum Vestmannaeyja með gerð þverbrautar og að mal- bikun vallarins hafin. Jafnframt treystir þingið því, að áfram verði unnið að því að fullgera flugvöllinn. Samgöngur á sjó Byggðaþingið vekur athygli á nauðsyn þess, að samgöngur á sjó milli Vestmannaeyja og lands verði öryggari en nú er. Póst- og símaþjónusta Byggðaþingið lýsir ánægju yf- ir því sem áunnizt hefur í auk- inni póst- og símaþjónustu á Suð urlandi með tilkomu hinna sjálf- virku stöðva, sem nýlega voru reistar og annarra, sem unnið er að. FÉLAGSMÁL Heilbrigðismál Byggðaþing ungra Sjálfstæðis- manna fagnar þeim undirbún- ingi, sem unninn hefur verið í sjúkrahúsmálum Sunnlendinga. Þetta mál er það brýnt og undir- búningur það vel á veg kominn, að tryggja verður framgang þess með því að taka bygingu sjúkra- hússins inn á framkvæmdaáætl- un nú í vetur. Skattamál Byggðaþingið lýsir fylgi sínu við þá ætlun ríkisstjórnarinnar að innheimta opinberra gjalda fari fram jafnóðum og tekna er aflað. Sjónvarp Byggðaþingið fagnar byrjun hins íslenzka sjónvarps og hvet- ur til þess, að fyrirhugaður end- urvarpssendir á Stóra-Klifi í Vestmannaeyjum verði settur upp hið fyrsta svo allir Sunn- lendingar geti orðið aðnjótandi sjónvarpsins eins fljótt og auðið er. MENNTAMÁL Byggðaþing ungra Sjálfstæðis- manna í Suðurlandskjördæmi gerir svofellda ályktun um menntamál: Þingið harmar hvað treglega hefur gengið að endurskoða og endurbæta skólalöggjöfina eða framkvæmd hennar. í því sam- bandi telur þingið að leggja beri höfuðáherzlu á eftirfarandi: a Komið verði á fót rannsóknar- stofnun skólamála, sem vinni stöðugt að endurbótum á fram- kvæmd löggjafarinnar. b Yfirstjórn skólamála verði færð meira út í kjördæmin ásamt fjármálavaldi á hverji/ svæði fyrir sig. LOKAORÐ Byggðaþing ungra Sjálf- stæðismanna á Suðurlandi hvetxu: alla, sem tryggja vilja framfarir og stórhug í þjóð- málum að standa fast saman í baráttunni, sem framundan er í vetur og vor. Það er aug- ljóst hvaða áhrif það hefði ef þeim mönnum, sem harðast hafa barizt gegn mestu þjóð- þrifamálunum, væri falin framkvæmd þeirra. Þá væri hin leiðin farin, þ.e. í öfuga átt við það, sem nú horfir. Tökum höndum saman hvar í sveit, sem við stöndum, og tryggjum sigur Sjálfstæðis- flokksins um land allt. Ályktun Byggðaþings S. U. S. á Austurlandi: Bjarfsýni fólksins fái áfram notið sín Hraðað verði byggingu menntaskóla á Austurlandi - Síld og annað sjávar fang verði betur nýtt - Virkjun við Lagarfoss ATVINNUMÁL Byggðaþing ungra Sjálfstæðis- manna á Austurlandi, háð á Reyðarfirði 6. nóvember 1966, fagnar þeim stórfelldu framför- um, er orðið hafa í atvinnumál- um á Austurlandi síðastliðin nærfelld tvö kjörtímabil. Grundvöllur atvinnulífsins er framtak einstaklinga og félaga og ber að haga stuðningi ríkis- valdsins, svo sem verið hefur með það fyrir augum að bjart- sýni fólksins fái notið sín. Leggur Byggðaþingið áherzlu á að treysta beri enn betur grundvöll efnahagslífsins í fjórð- ungnum á næstu árum. Síld- veiðarnar fyrir Austurlandi hafa gjörbreytt lífi fólksins og af- komu, og hafa þær með öflugum stuðningi ríkisvaldsins leyst úr læðingi orku og athafnir, sem merki sjást í verksmiðjum og söltunarstöðvum bæði fullbún- um og í byggingu. En síldveiðar með þeim hætti, er verið hafa, og nýting síldarinnar í bræðslu og söltun, skapa ekki nægilegt öryggi um afkomu til frambúð- ar. Þess vegna leggur Byggða- þingið áherzlu á að leitað verði nýrra atvinnugreina, og þá fyrst og fremst með því að vinna verðmætari vörur úr síld og öðru sjávarfangi, jafnframt því, sem efldur verði hvers konar annar iðnaður. Landbúnaður verði efldur og iðnaður úr land- búnaðarvörum. Framtíðarverkefnin á Austur- landi á atvinnusviði eru jöfnum höndum í auknum landbúnaði og fiskveiðum og þó sérstaklega meiri nýting framleiðslunnar svo og auknum þjónustuiðnaði, nýting vatnsorku, jarðhita og jarðefna, sem finnast kunna í þeim mæli að vinnsla þeirra sé arðvænleg. Sérstakur gaumur sé gefinn að skógrækt til arðs og yndis. Byggðaþingið leggur áherzlu á að með festu og öryggi verði unnið að útfærslu landhelginnar að því marki, að íslendingar nái yfirráðum landgrunnsins alls. SAMGÖNGU-, ÞJÓNUSTU- OG MENNINGARMÁL Byggðaþingið fagnar þeim *am félagsumbótum, sem fram heíir miðað síðustu ár, svo sem með hafnarframkvæmdum á Austur- landi, samgöngubótum á landi og í lofti. Þar ber einkum að nefna hin miklu átök í brúar- gerðum í Austur-Skaftafellssýslu og nýjan flugvöll á Arnarnesi, Hornafirði, og skóla er risið hafa víðsvegar í fjórðungnum. Þingið samþykkir eftirfarandi höfuðmarkmið í samgöngu-, og menningarmálum: 1. Hafnarframkvæmdir verði sem hraðastar til að bæta enn aðstöðu á höfnum Austanlands til móttöku afla, vöruafgreiðslu og skipa- og bátalegu. Stuðn- ingur ríkisvaldsins við hafnar- gerðir miðast við að fjárhags- afkoma hafnanna sé tryggð án óhæfilegra byrða sveitarfélaga. 2. Flugvellir verði bættir, sér- staklega höfuðflugvellirnir, og aðstaða og öryggi treyst. Enn- fremur verði tekin til athugunar bygging nýrra flugvalla í fjórð- ungnum og flugsamgöngur innan fjórðungsins. 3. Vegagerð þarf að auka um allan fjórðunginn. Er þar um aff ræða eina höfuðundirstöðu at- vinnu-, félags- og menningarlífs. Leggja ber áherzlu á höfuðsam- gönguleiðir, svo sem tengslin við aðra landshluta og sem allra fyrst verði gert stórt átak í fulln- aðargerð vega milli þéttbýlustu staða á Austurlandi. Verði leitað allra tiltækra ráða um aukið fjármagn, til vega- og brúar- gerða. 4. Skólamannvirki rísi sem fyrst, er veiti fyrst og fremst alia Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.