Morgunblaðið - 17.11.1966, Side 21
Fimmtudagur 17. nóv. 1966
MORGU N BLAÐIÐ
21
Guðmundur Magnússon
kaupmaður — Minning
T. 16. maí 1903 — D. 8. nóv. 1966
GUÐMUNDUR Magnússon, kaup
maður, anadaðlst 8. þ.m. í sjúkra
húsi borgarinnar. Hann var
íæddur að Dýrastöðum i Norður
órdal 16. maí 1903. Foreldrar
hans voru þau hjónin Magnús
Erlingsson, bóndi þar og kona
hans Ágústína Torfadóttir. Eftir
að foreldrar hans brugðu búi
var hann með þeim á ýmsum
bæjum í Nobðurárdal til átján
óra aldurs, en síðan þrettán ár
vinnumaður í Hjarðarholti í Staf
holtstungum, að undanskildum
nokkrum vertíðum í Ytri-Njarð-
vík. Að lokinni barnafræðslu
var hann einn vetur í skólanum
i Hvítárbakka og annan í skól-
•num að Laugum í Þingeyjar-
•ýslu. Stóð hugur hans jafnan
mjög að búsýslu þótt annað yrði
hlutskipti hans í lífinu. Systkini
hans, sem enn eru á lífi eru Þór-
arinn, skósmiður og íþrótta-
frömuður, Torfi, bóndi í Hvamrni
( Hvítársíðu og Vigdís, húsfreyja
( Reykjavík.
Ári'ð 1935 fluttist hann til
Reykjavíkur' og sama ár kvænt-
ist hann eftirlifandi eiginkonu
•inni, Sveinbjörgu Klemenzdótt-
ur, sem stofnað hafði prjóna-
Btofunna Hlín hér í borg. Eign
uðust þau hjó tvo syni, Hilmar
«g Magnús.
Ég kynntist fyrst Guðmundi
eftir að hann kvæntist Svein-
björgu, en hún var og hefir ver-
ið einn af mínum tryggustu við-
Bkiptavinum. Þau hjón ráku um
óratugi prjónastofuna og nú síð-
ustu árin verzlunina Hlín.
Fyrir rúmum tuttugu árum
eignuðust þau hjón jörðina
Litla-Skarð í Stafholtstungum,
og fyrir tilstilli Guðmundar
eignaðist ég jörðina Grafarkot,
en jarðir þessar liggja saman.
Báðum jörðunum fylgir vei'ði-
réttur í Norðurá.
Fram að þeim tíma hafði ég
óspart gert grín að þeim mönn-
om, sem gátu dögum saman ver-
18 að dunda við laxveiði. Þó lét
ég tilleiðast fyrir áeggjan Guð-
mundar að reyna þetta undir
handleiðslu hans og tilsögn. Og
þar með var ég búinn að taka
bakteríuna. Guðmundur var
afbragðs veiðimaður, og hefi ég
fáa menn séð jafnast á við hann
( leikni og sérstaklega í með-
ferð hans með lax á línu, enda
missti hann mjög sjaldan lax.
Það að ég eignaðist jörðina, og
hann fékk mig út í veiðidelluna,
var fyrsti stóri greiðinn, sem
Guðmundur gerði mér. Síðan höf
um við verið vefðifélagar, og hef
ir aldrei borið skugga á þann
félagsskap.
í litlum hvammi á lækjar-
bakka í landi Grafarkots, stutt
frá veiðihúsi mínu „Stekknum",
byggðu þau hjón sér undurfagr-
•n sumarbústað og nefndu hann
„Lækjarhvamm“. Grasið fékk
aldrei næði til að gróa í göt-
unni milli þessara bústaða.
Það, sem einkenndi Guðmund
mest, var vinsemdin og glaðværð
im. Allra vandræði vildi hann
leysa svo fremi hann átti þess
kost. Mér er ekki kunnugt um
o’ð hann hafi nokkurn tíma troð-
16 illsakir við nokkurn mann,
og vildi heldur sjálfur bíða tjón
en að á aðra væri gengið. Gest-
risni hans, og ekki síður konu
hans, var svo mikil að nærri of-
rausn stappaði. Aldrei var hann
glaðari en þegar gest bar að
garði, og ánægðastur var hann
því fleiri sem kunningjarnir
voru í kringum hann.
Ekki bar hann það utan á sér
þótt stundum væri erfitt og á
móti blési. Síðastl. niu ár átti
hann vfð vanheilsu að stríða, og
mátti því búast við kallinu, sem
enginn kemst undan, hvenær
lem var. Samt kom mér fráfali
hans nú á óvart, því að undan-
förnu hafði hann verið sæmilega
hress.
Fyrir utan sökhuðinn verður
mér þakklæti efst í huga. Þakk-
læti fyrir langa og trygga vin-
áttu. Þakklæti fyrir góðvild hans
og hjálpsemi. Þakklæti fyrir
margar ógleymanlegar samveru-
stundir uppi við Norðurá, og
ekki hvað sízt fyrir góðvild hans
í garð barna okkar hjóna og
barnabarna, enda tel ég að
mannkostir hans hafi komið hvað
skýrast i Ijós í samskiptum hans
vfð börn og unglinga.
Þegar dauðinn hrisstir hramm,
hratt upp slítur rætur,
fellur lauf við „Lækjarhvamm"
lækurinn hljóðan grætur.
Það verður dauflegra við
„Stekkjar“-veiðarnar eftir að
Guðmundur er horfinn, en þó er
eitt víst, að hver steinn og hver
blettur mun vekja hugljúfar end
urminningar um liðnar samveru-
stundir.
Þessi orð skulu nú ekki höfð
fleiri, en að endingu vil ég votta
eftirlifandi eiginkonu og sonum
og systkinum hins látna inni-
lega samúð.
Magnús Þorgeirsson.
t
LÍFIÐ er fyrirbrigði, sem enginn
skilur. Menn koma og hverfa, og
þannig heldur hringrásin áfram
um aldir. Við spyrjum en fáum
ekki svar, nema þau, sem trúin
veitir. Og eins og skáldið sagði:
En aldrei sá neinn þann sem
augað gaf
— og uppsprettur ljóssins ei
fundnar né skýrðar.
Með beygðum knjám og með
bænastaf
menn bíða við musteri allrar
dýrðar.
En autt er allt sviðið og harðlæst
hvert hiið
og hljóður sá andi, sem býr þar.
(E. B.)
Aldrei er mannlegur andi eins
or’ðvana eins og þegar hann
stendur andspænis dauðanum.
Hvað er hægt að segja, — Þá er
þögnin innfjálg. En þegar við
kveðjum látinn vin, er margs að
minnast og margs að þakka, þótt
orðin' hljómi fátækleg í eyrum.
En það er ljúfleg athöfn að
leggja blómsveig á gröf látins
vinar og minnast hans með þakk
læti fyrir samfylgdina og vinátt-
una á liðinni ævi. Þess vegna
finn \ég mig knúðan til að rita
nokkur fátækleg orð í þakklæt-
is- og' kveðjuskyni vi'ð minn
kæra vin, Guðmund Magnússon,
sem nú hefur verið kvaddur á
braut.
Guðmundur sá dagsins ljós a‘ð
Dýrastöðum í Norðurárdal þann
16. maí 1903. Hann var fimmta
barn hjónanna Ágústínu Torfa-
dóttur og Magnúsar Erlingssonar
bónda, er þar bjuggu. Þegar Guð
mundur fæddist var fátækt í
landi. Hjónin á Dýrastöðum
voru ekki áuðug af þessa heims
gæðum, en þau áttu gnægð af
góðleika hjartans til að bjóða
alla velkomna, sem bar að gaiði.
Magnús bóndi átti ekki jörðina,
sem hann bjó á, og því gat ör-
yggið brugðizt áður en varði.
Eigi liðu mörg ár frá fæðingu
Guðmundar, yngsta barnsins, er
Magnús varð að hrekjast af jörð-
inni og flytjast búferlum með
barnahópinn. Eigi var um
marga kosti að velja. Magnús
flutti fjölskyldu sína á kostárýra
jörð, sem Desey hét og er nú
komin í eyði. Bær þessi bar nafn
me'ð réttu, því að þegár Norð-
urá flæddi yfir bakka í leys-
ingum á vorin eða á vetrum, þá
var bærinn umflotinn á alla
vegu, og er vötnin frusu, stóð
bærinn eins og þúfa upp úr frer-
anum. Þarna komst Guðmundur
og systkini hans í kynni við ein-
angrun og allsleysi fátæktar á
æskuárum sínum. Þarna dvöld-
ustu þau í fjögur löng ár. Þá
tók Magnús sig aftur upp með
fjölskyldu sina, og næstu árin
er hann á ýmsum stöðum í sveit-
inni, heilsuveill eftir vosbúð og
erfiði liðinna ára. Guðmundur
var ávallt í föðurhúsum. Er
hann hafði aldur til, var hann
sendur í heimavistarskóla í sveit
inni til að læra lestur og skrift
og kristin fræði. Og svo líða ár-
in. Nítján ára að aldri ræ'ðst
hann sem vinnumaður að Hjarð-
arholti. Það varð hver að bjarga
sér sem bezt gegndi. Þar dvelst
Guðmundur næstu þrettán árin.
Má ætla að þar hafi farið sæmi-
lega vel um hann, því að ávallt
síðar bar hann hlýhug til þessa
heimilis. En árslaunin á þeim
tíma voru mögur og vinnu-
mennskan því ekki arðvænleg.
Leita varð því til fanga annars
staðar. Guðmundur ré'ðist til út-
róðra suður með sjó á vetrarver-
tíðum. Til þess þurfti vissulega
dugnað og hörku, en sjálfsbjarg-
arviðleitnin var Guðmundi í blóð
borin. Og sjórinn virtist eiga að
ýmsu leyti vel við hann, þótt
hann væri úr „moldu vaxinn.“
ÖU sin æviár var Guðmundur
unnandi góðra bóka. Þetta átti
djúpar rætur í eðli hans. Hann
hafði ávallt langað til að læra,
en tækifæri til þess voru lítil.
Samt tókst Guðmundi að komast
í Hvítárbakkaskólann, er var
eins konar menningarmiðstöð
Borgarfjarðar á þeim árum. Þar
var hapn einn vetur. Síðar var
hann einn vetur í alþýðuskólan-
um að Laugum í Þingeyjarsýslu.
Þetta' var öll hans skólaganga,
en hún veitti honum þá undir-
stöðu, sem gaf honum skilning
og víðsýni í mannlegum sam-
skiptum síðar á ævinni.
En svo verða straumhvörf í
lífi hans. Þrjátíu og tveggja ára
kveður Guðmundur Borgarfjörð-
inn og flyzt til Reykjavíkur. —
Eigi vissi hann hvaða örlög biðu
hans í höfuðborginni, nema það,
að þar beið unnusta hans, sem
hann gekk að eiga. Konan, sem
hann valdi sér fyrir lífsförunaut
var Sveinbjörg Klemenzdóttir
frá Hvassafelli, sem sér nú á bak
manni sínum. Það er óhætt að
segja nú, að þetta hafi orðið þeim
heillaspor þótt framtiðin væri
óviss og lífsróðurinn erfiður. —
Guðmundur var orðinn heilsu-
veill og ekki ti.l þungra átaka:
hafði hann fengið sjúkleika í höf
uðið eftir mislinga, er olli hon-
um þjáninga. En hann var nú
ekki lengur einn. Hann hafði nú
eignazt konu, sem hugsaði um
hann, hlúði að honum og reynd-
ist honum fórnfús og dyggur lífs
förunautur til hinztu stundar.
Atvikin höguðu því svo, að þau
gátu komið sér upp smáverzlun
með prjónles, sem Sveinbjörg
framleiddi. Þetta var smátt í
fyrstu, en svo er oft um nytsamt
brautryðjendastarf, eins og
þetta var. Þetta blessaðist vonum
framar og með hjálp góðra og
skilningsríkra manna. Guðmund
ur studdi konu sína með ráðum
og dáð, og á nokkrum árum varð
þetta að arðvænlegu fyrirtæki:
Prjónastofunni Hlín, sem margir
kannast við. Hamingjan blessaði
starf þeirra. Hagur þeirra hafði
vænkazt, og gátu þau nú farið
að njóta ávaxtanna af erfiði
sínu. Þau sköpuðu sér fallegt
heimili með þrautseigju og þol-
inmæði. Og sá andi, sem ríkti
þar, var andi gestrisni, gjafmild-
ar og fórnfýsi. Berði maður þar
að dyrum, komu sannir vinir til
dyra. — Þessi ástríku hjón eign-
Uðust einn sori barna, sem vegna
heilsu sinnar krafðist þrotlausr-
ar umhyggju elskandi móður.
En þeim nægði ekki að elska
einn dreng og eignuðust þau ann
an efnisdreng, sem nú stendur
við hlið móður sinnar í söknuði
hennar.
Og nú er Guðmundur vinur
minn búinn að ljúka vegferð
sinni í þessum reynsluheimi. Og
þegar ég nú kveð hann í hinzta
sinn, er mér ljósara en fyrr
hversu mjög vinátta hans hefur
auðgað tilveru mína í þau þrjá-
tí-u ár, sem við höfum þekkzt.
Á vináttu okkar bar aldrei
skugga. Engum hef ég kynnzt,
sem var traustari í vináttu sinni
en hann. En þáð, sem var einn
sterkasti þátturinn 1 eðlisfari
hans, var gleðin. Þessi fölskva-
lausa gleði var segullinn í per-
sónuleika hans. Þessi gleði hans
gladdi aðra; og ef hann gladdi
þá ekki með brosi sínu, þá gladdi
hann þá með gjöfulli hönd, því
að hann vildi hvers manns
vanda leysa, sem til hans leituðu.
Og konan hans stóð við hlið
hans og lagði blessun sina yfir
oll hin góðu verkin. Hans vilji
var hennar vilji og gagnkvæmt.
Og er ég sá hann seinast á
banabeði, komu mér í hug þessi
spakvitru orð, sem höfð eru eft-
ir andlegu mikilmenni: „Sá, er
geymir í hjarta sinu ást á sann-
leikanum, hann mun lifa en ekki
deyja, því að hann hefur dreypt á
veigum ódauðleikans." í brjósti
Guðmundar barðist göfugt
hjarta, hjarta, sem unni sannleik
og réttlæti. Og ef þetta jarð-
neska líf er reynsluskóli mann-
legra sálna, sem ég trúi, þá er
ég viss um, að Guðmundur vin-
ur minn hefur útskrifast með
beztu einkunn. Og ég get tekið
undir með skáldinu, sem kvað:
Vor andi, er vó og mældi him-
inhjólin,
á hæðum varir, þegar slokknar
sólin.
í eilifð drekkur sál vor Sunnu
erfi. (E. B.)
S. Sörenson.
t
„Floginn ertu sæll til sóla
þá sortnar hið neðra.“ J. H.
ÞESSAR ljó’ðlínur hafa leitað
fast á huga minn, frá því ég
frétti lát vinar okkar Guðmund-
ar Magnússonar kaupmanns, því
ekki efa ég það að til sóla og
söngvalanda hefur leið hans leg-
ið, hins glaða prúða drengskap-
armanns.
Hverjum þeim, sem honum
kynntust varð hann hugljúfur og
ógleymanlegur fyrir hjartahlýju
og velvild til alls og allra, engan
veit ég er bar kala til hans, enda
væri sá hinn sami kalinn á
hjarta.
Ekki er það ætlun mín að rekja
hér ætt eða æviferil Guðmund-
ar, enda af öðrum gert, heldur
er nú þakklætið efst í huga mín-
um, hjartans þökk fyrir allt,
hverja stund frá fyrstu kynnum,
tryggð hans og vináttu í mina
garð og fjölskyldu minnar um
áratugi.
Engum manni hef ég kynnzt
um dagana, sem átti léttari lund
e’ða glaðara og hlýrra viðmót.
Það mátti segja um hann að
gleðin geislaði frá honum, þó
hafði hann við langvarandi van-
heilsu að stríða og fékk sannar-
lega sinn skerf mældan af and-
streymi lífsins, en þeim, sem ekki
voru því kunnugri gat dulist það,
því þá var Guðmundur sárþjáð-
ur ef hann átti ekki gleðibros og
gamanyrði á vörum, en þess skal
líka minnst að hann stóð ekki
einn, við hli'ð hans stóð konan
hans traust og örugg í hverri
raun uns yfir lauk. Þau sneru
bökum saman og studdu hvort
annað í stormum lífsins, voru
hvort öðru skjöldur og skjól.
Guðmundur var frábær heim-
ilisfaðir, ég vil raunar segja hús-
faðir, því þeim, sem í húsi han»
bjugggu var hann sannur vinur
og hjálparhella.
Fegurð unni Guðmundur hvort
sem hún birtist í náttúrunni, fag-
urri hljómlist eða fögru ljóði,
heimili hans ber þess fagurt
vitni, enda var hann framúrskar-
andi snyrtimaður á öllum svið-
um. Nú er hann horfinn sjónum
okkar um sinn, en minningin um
hann vakir í hugum ástvina han*
og samferðamanna, hún er fögur
og hlý og mild eins og vorblær-
inn, sem leikur í laufi bjarkanna
í hvamminum hans fagra. Ást-
vinum þínum sendum við okkar
hjartanlegustu samúðarkveðjur.
Svo kveðjum vi’ð þig í þeiiri
heilögu trú að sú sýn er þér birt-
ist á siðustu lífsdögum þínum
sé þér nú orðinn dásamlegur
veruleiki. Hafðu þökk fyrir allt,
já hjartans þökk. Guð blessi þig.
R. J. M.
Lögfræðingur
með nokkurri reynslu óskar eftir starfi. Þeir sem
áhuga hafa leggi uppl. inn á afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m.
merkt: „Áhugi—083 — 8282“.
Srndisveinn óskast
fyrir hádegi.
S. Árnason & Co.
Sími 222 1 4.
Kókosdyramottur
fyrirliggjandi
Ó. V. JÓHANNSSON & COMPANY
Hafnarstræti 19, símar 12363 og 17563.