Morgunblaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 4
4 MORCmNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. nóv. 1966 BÍLALEICAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDUM IVIAOIMÚSAR SKIPHOLTI 21 SIMAR21190 eftir lolcun slmr 40381 ” SÍM11-44-44 \mmm Hverfisgötu 103. Daggjald 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifalið. Sími eftir lokun 31100. LITLA bíloleigiui Ingólfsstræti 11. Sótarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzin innifalið í leigugjaldi Simi 14970 BÍIJVLEIGAM VAKUR Sundlaugaveg 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGA S/A CONSUL CORTINA Simi 10586. Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. Fjaðiir, fjaðrablöð. hljóðkútar púströr oJL varahlutir i margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖBRIN A.E.G. HÁRÞURRKUR, 2 gerðir. BRAUBRISTAR, 2 gerðir. KAFFIKVARNIR STRAUJÁRN Br. Ormsson hf. 1 Lágmúla 9,________ Hundar og kettir Utan af landi berst þetta bréf: „Velvakandi góður, Ég las grein í Mbl. hinn 20. okt. um hundapestina, sem komin er upp þarna á suður- landinu. Segir greinarhöfund- ur, að talið sé, að þetta muni hafa borizt hingað með ein- hverjum smygluðum hundi; og segir hann það raunar furðu- legt, að menn skuli gera sér leik að því að taka slíka áhættu. Ég er greinarhöfundi inni- lega sammála, hvað þetta snert- ir, jafnvel þótt ég ætli ekki að gráta mörgum tárum yfir þeim ósjálegu og ónothæfu hunda- kvikindum, sem kallaðir eru „fjárhundar" og þarna kunna aðfalla. íslenzkir bændur vita fæstir hvað góður fjárhundur er. Er þar um að kenna skorti á áhuga hjá fjárbændum á að koma upp ræktuðu kyni, halda því hreinu og temja hunda sína. Allir vita, hvemig fór með gamla og góða íslenzka fjár- hundakynið. Hafa stundum ver ið gerðar tilraunir hér með skozka fjárhunda, en þær jafn- an runnið út í sandinn fyrir asnaskap. Ég held, að ekki sé stór skaði skeður, þótt „fjár- hundunum“ fækki eitthvað. Það er verra með minkahund- ana. f sama blaði og umrædd grein er sá ég frásögn af björg- un kattaí úr ljósastaur. í þeirri frásögn er lítillega minnzt á síamsketti, sem sagt er, að tals- vert hafi verið flutt inn af. Og nú langar mig til að spyrja þig, Velvakandi góður; Er leyfilegt að flytja með sér ketti erlendis frá?, og annað: Hvað meinti sá, sem skrifaði þá grein, þegar hann sagði, að jafnvel mætti temja þá í hlut- verk varðhunda á heimilum? Ég hef kynnzt þessum kött- um erlendis, en aldrei heyrt get ið um þetta. Og eitt enn: Hvar er hægt að fá svona kött? Mér er sama, hvort þú birtir þetta bréf, en ég yrði þér þakk- látur fyrir svör við spurning- unum. ,Voffi“. 'fc Síamskettir Ég hringdi í yfirdýra- lækni til þess að fá leyst úr spurninginni um innflutning- inn. í lögum um innflutning á búfé er lagt bann við innflutn- ingi á hundum og köttum, sagði hann. Landbúnaðarmálaráðu- neytið getur hins vegar veitt undanþágu, þegar mikið liggur við, en þá eru gerðar viðeigandi varúðaráðstafanir. Kvikindin eru bólusett áður en þau eru flutt hingað — og síðan verða þau að vera einangruð hér heima í allt að þrjá mánuði. Venjulega eru slíkar undanþág- ur ekki veittar öðrum en þeim, sem eru að flytja búferlum — og tiltölulega flestar undanþág- urnar fá starfmenn erlendra sendiráða hér. Hvar hægt er að fá síams- ketti? í erlendum stórborgum eru verzlanir, sem selja alls konar kvikindi — þar á meðal síamsketti — að ég veit bezt. Og, hvort hægt er að temja þá í hlutverk varðhunda? Þarna er Velvakandi rekinn á gat. En tamdir sem ótamdir geta þeir bitið — svo mikið er víst. Ég ráðlegg „Voffa“ að hugsa ekki meira um innflutning síamskatta. Hann gæti vafa- laust gert sjálfum sér og þjóð- inni margt þarfara. Okkur vantar allt annað en fleiri ketti. Gestagangpur Ein í sveitinni skrifar: „Kæri Velvakandi. „Ein í vandræðum" skrifar góða og réttmæta grein þann 17. nóv., um frekju og ágang fólks. Ég, sem þessar línur rita, á heima í sveit, svo að sjónvarpsgestir trufla mig ekki. En það eru aftur á móti bless- aðir sumargestirnir. Sumarið er sá tími, sem við sveitafólkið byggjum alla okkar afkomu á og þar af leiðandi höfum við ekki tíma til að taka okkur helgarfrí eða sumarfrí, en á þessum tíma tekur kaupstaðar- búinn sér helgarfrí og sumar- frí. Kunningjarnir, halda að þeir geri okkur mikinn greiða með því að koma kannski með 2—3 börn, fimm sex manns í allt, og segja oft og tíðum:, „Já, við ætlum nú að gista í nótt,“ og stundum verða það fleiri en ein nótt. Umstangið í kring um þetta fólk er svo mikið, þar sem margt fólk er fyrir í heim- ili og nóg að gera í heyskap, að það gerir okkur ekki greiða með þessum heimsóknum. Mjög sjaldan kemur fyrir, að fólk hringi og spyrji hvernig á standi og hvort það megi koma heim, en þó eru til undantekn- ingar. Hinn hlutinn er miklu stærri, sem veður með frekju inn á heimilin og sezt upp. Hjá mér eru níu manns í heimili allt árið, þar af fimm smábörn, og óhjákvæmilega verða alltaf einhverjir að ganga úr rúm- um, þegar margir næturgestir koma. Það er ekki orðið vin- sælt hjá mér. Næsta sumar er ég ákveðin í að nota hrein- skilnina, og segja að gistihúsin séu allt i kring og þar skuli það gista. Ég segi eins og „Ein í vandræðum“ að það er gam- an að fá gesti, í kaffi og til að spjalla við, en það er allt annar handleggur. „Ein í vand- ræðum“ verður að nota hrein- skilnina. Það er hið eina sem dugar í þessu tilviki Ég býst við að margir móðgist, én er það ekki allt í lagi að það fólk sem ekki kann nokkra kurt- eisi hverfi úr kunningjahópn- um? Ekki græt ég það! Beztu kveður — E“. Guttormur J. Guttormsson Lesandi skrifar: í örstuttri fréttagrein um lát öndvegisskáldsins Gúttorms J. Guttormssonar í Morgunblað- inu í gær (fimmtudag) var fæðingardagur hans talinn 5. september. Þessi missögn hefir að vísu sézt á prenti áður, en svo oft- er búið að leiðrétta hana að ætla hefði mátt að hún væri kveðin niður. Hið rétta er að Guttormur var fæddur 21. nóvember 1878, og getur þá hver og einn reiknað út, hver aldur hans varð. Þá var þar einu sinni flagg- að með „Kanadapistlinum“. Það er nú svo sem engin nýj- ung. Óskilabréf Steinunn Bjarnadóttir hjá ræðismannskrifstofu ís- lands í New York skrifar okkur bréf, sem hún hefur fengið, en á ekki. Sendandi bréfsins er Alec Perin í London. Hann hef- ur kynnzt einhverri nöfnu Steinunnar og skrifað henni til Reykjavíkur. En á bréfinu er ekkert heimilisfang utan REYKJAVIK, ICELAND og pósturinn hér hefur sent það áfram til New York. Nú liggur þetta bréf hjá símastúlkunni okkar hér á Morgunblaðinu og bíður þess, að hin rétta Steinunn Bjarna- dóttir vitji þess þar. Mýtt Mýtt Mýtt Hreinsim loðkápur loðhúfur kvenhatta VIC „kilohreinsum“ allan fatnað. EFNALAUGIN LINDIN Skúlagötu 51. Afgreiðslustúlka getur fengið atvinnu hálfan eða allan daginn í sér- verzlun við Laugaveginn í desember og jafnvel lengur. Æskilegur aldur ekki yngri en 20 ára. Upplýsingar í sima 10525. - 3ja herb. íbúð - bílskúr 3ja herb. mjög hugguleg íbúð (teppalögð) ásamt bílskúr. Mjög gott verð. Má skipta útborgun. Fasteig namiðstöðin Austurstræti 12, sími 14120, heimasími 10974. Söngmenn — Söngmenn Söngsveitina Filharmóníu vantar söngmenn vegna æí'inga á Missa Soiemnis eftir Beethoven, sem flutt verður í lok apríL Upplýsingar gefur form. Sig- urður Þórðarson í síma 14842 eftir kl. 19.00. STJÓRNIN. Drengjabuxur úr terylene, stærðir: 2—6, verð kr. 260.— R.Ó. búðin Skaftahlíð 28 — Sími 34925. Umboðsmaður Stór norskur matvælahringur og tæknilegir efna- framleiðendur óska eftir að komast í samband við umboðsmann með föst viðskiptasambönd. A/S NOPAL, Sissener & Co, Harbitzallen 3, Oslo Norge.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.