Morgunblaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. nóv. 1966 Framhald af bls. 1. misjafn, heyfengur misjafn, tíð- arfar ólíkt og annað, sem við allir þekkjum. Þessar miklu sveiflur á okkar atvinnuvegum hljóta að sjálfsögðu mjög að hafa áhrif á efnahagsþróunina og þó ekki síður hitt, sem einnig veld- *ur miklu um, að atvinnuvegirn- ir gefa ákaflega misjafnlega mik inn arð af sér. En eðlilegt er, að menn sækist eftir sem jöfnust- um tekjum og þeir, sem telja sig verða afskipta, reyna því að gera það, sem í þeirra valdi stendur til þess að fá hlut sinn fcættan miðað við hina, sem bet- ur mega hverju sinni. Þetta verð ur þeim mun meira áberandi og 'reynir frekar á, þegar lang- vinn velgengni á sér stað hjá einhverjum atvinnugreinum um frám flestar hinna. Þessi ein- kenni hafa mjög lýst sér nú á seinni árum og þá er það eink- um sú gerbreyting, sem orðið hef ur á síldveiðum, sem úrslitaþýð- ingu hefur haft fyrir okkar efna .jiagsþróun. Við munum allir þau ár, og það þarf ekki að líta langt aftur 1 tímann, þegar síldveiðar voru hér nánast sagt litlar sem engar ár eftir ár. Þó að mikið fé hefði verið lagt fram til að afla síldar með káupum á veiðiskip- um, með byggingu verksmiðja í landi og öðrum ráðstöfunum, liðu mörg ár svo, að þetta fé kom að litlu sem engu gagni. Og enn eru það heilir landshlutar, sem áður fyrri höfðu mikla vel- gengni af síldveiðum, sem þeir njóta nú lítt eða ekki. Aftur á móti hefur síldin veiðzt meira en nokkurn mann gat grunað út af Norðausturlandi hin síðustu ár og á köflum éinnig hér fyrir Suð urlandi og Suðvesturlandi. En fyrst og fremst er það hin mikla veiði fyrir austan, sem gerbreytt hefur tekjumöguleikum, ekki einungis síldarstarfsfólks, útvegs manna sjómanna, verksmiðju- fólks og annarra, sem að þessari ^tarfsgrein vinna, heldur hafa þessi miklu vppgrip orðið til þess að auka tekjur landsfólks- ins í heild, svo að verulega mun- ar um. Þessi breyting hefur orð- ið enn áhrifaríkari vegna þess að samfara mjög aukinni veiði hef- ur a.m.k. hin síðustu missiri verð lagsþróun verið íslendingum hag stæð varðandi síldarafurðir, þ.e. a.s. þangað til nú á þessu árL Óhagstæð verðlagsþróun. í stað hagstæðs verðlags áður, hafa síldarafurðir, einkum síldar mjöl og síldarlýsi fallið mjög verulega í verði, þannig að telja mætti til hreinnar ógæfu og hefði riðið þessum atvinnuvegi að fullu, ef veiðin hefði ekki reynzt jafnmikil, sem raun ber vitni. Segja má, að veiðimagnið eða aflamagnið bæti að verulegu leyti upp það tjón, sem síldveið arnar hafa orðið fyrir vegna verðfalls á þessu ári. Ekki svo að skilja, að hægt sé að segja, að síldarafurðir séu í sérstaklega lágu verði. Það er meira verð- breytingin sem hér kemur fram. Það, hversu þeir höfðu komizt í hátt verð áður, hversu fallið á afurðunum verður snöggt og mik ið, er mjög lagað til þess að valda verulegri röskun á högum allra þeirra, sem sitt eiga undir síld- inni og þá þar með þjóðarheild- arinnar, samkv. því, er ég áður sagði. • Þessar miklu tekjur, sem menn hafa haft af síld undanfarin ár, hafa svo leitt til aukinnar kröfu gerðar annarra stétta, sem hafa a.m.k. að nokkru viljað nálg- azt þær tekjur, sem menn hlytu af því að starfa við síldarútveg- inn. Allir viðurkenna raunar, að það sé eðlilegt, að sjómenn, sem mikið leggja á sig og lifa í hættu og við erfiðari kjör en aðrir, beri meira úr býtum, en hitt er einnig eðlilegt, að menn vilja ekki, að munurinn á afkomu verði allt of mikill, enda er sumpart í lög- gjöf fyrirmæli um það, að tekj- ur þýðingarmikillar stéttar í landinu, bænda, eiga beinlínis að miðast við tekjur annarra stétta, þannig að þetta sjónarmið er við urkennt af löggjafanum og hef ur lengi verið, eða a.m.k. nú í nær aldarfjórðung. Það hefði þó verið erfitt að standa undir þeim hækkunum, sem menn þannig hafa talið eðlilegt að fá á sínu kaupgjaldi, lífskjarabótum eða hvernig við viljum orða það, ef ekki hefði einnig verið samfara hagstæðu verðlagi á síldarafurð- um hin síðari ár hagstætt verðlag á bolfiski, fyrst og fremst saltfiski ekki eins gott á skreið, en einnig allhagstætt og stundum mjög hagstætt verð á hraðfrystum fiski. Nú hefur á þessu ári einnig orðið breyting að þessu leyti, þannig að þær höfuðútflutningsafurðir lands- manna, annars vegar síldarafurð irnar og hins vegar hraðfrysti íiskurinn hafa fallið í verði. Síld arafurðirnar miklu meira, hrað- frysti fiskurinn minna og svo, að umdeilanlegt er, að hve miklu leyti verðfallið er enn farið að koma niður á framleiðendum hér innanlands; þrátt fyrir það, að sannanlegt sé, að vissar verð- breytingar hafi orðið. Þessar verð breytingar eru þó, að því er menn enn hafa fregnir af, mun minni heldur en verðbreytingarn ar hjá síldinni, en eru einnig al- varlegar og alvarlegri en ella af því að hraðfrystihúsin áttu áður í vök að verjast og sá bátafloti, sem fyrir þau hefur fiskað, svo að ekki sé talað um togarana. Þeir eru í sérstöðu að þessu’ leyti vegna þeirrar samkeppni, sem þessir aðilar hafa orðið að halda uppi við síldveiðarnar, sem hef- ur aftur leitt til þess að mun minni stund hefur verið lögð á þorskveiðar heldur en áður. Efnivaran þar af leiðandi minni, sem í hraðfrystihúsin fæst og mikið af hinum dugmiklu sjó- mönnum, sem áður lögðu fyrst og fremst fyrir sig bolfiskveiðar eða þorskveiðar, leggur nú höf- uðstund á síldiveiðarnar. Allt er þetta lagað til þess að hafa mikil áhrif og verður ekki framhjá því komizt, þegar litið er á þróun okkar efnahagslífs. Þær verð- hækkanir, sem hér hafa orðið inn anlands síðustu 2—3 ár standa í nánu sambandi við þessa þróun, sem ég hef nú lítillega rakið, þó að fleiri atriði komi þar einnig að sjálfsögðu til. Þessi þróun hef ur ekki orðið til þess að skapa okkur teljandi örðugleika út á við meðan þessar verðhækkanir stóðu og hið háa verðlag var greitt fyrir afurðirnar. En vegna þess hversu miklir baggar hlóð- ust á þessar útflutningsgreinar í kaupgjaldi og öðrum kostnaði, verða þær skjótt varar þess og lenda í örðugleikum, þegar slík gjörbylting á sér stað í verðlagi eins og nú hefur fram komið. Og einmitt af.því að allur al- menningur, launþegar og aðrir hafa fyllilega fengið sinn hlut af vaxandi þjóðartekjum undanfar- in ár, þjóðartekjum sem fyrst og fremst hafa vaxið af þeim ástæð um, sem ég hef stuttlega greint, er eðlilegt, að menn verði nú einnig skjótlega að taka tillit til þeirra breytinga, sem þannig hafa orðið á verðlagi útflutnings vörunnar. Enda má í raun og veru segja, að það gangi kraftaverki næst, að stór atvinnugrein, kostn aðarsöm og þar, sem mikið hlýt ur ætíð að fara í súginn eins og við síldveiðar, skuli þó standast eftir þetta mikla verðfall, sem orðið hefur. Og skýringin á því er, eins og ég segi, aflamagnið, sem er svo mikið, að það bætir upp verðhrunið og er mun meira heldur en menn fyrir fáum ár- um, jafnvel 1—2 missirum, hefðu talið líklegt, að hér gæti fengizt. En þarna eiga hraðfrystistöðvarn ar, vinnslustöðvar og útvegs- menn við sýnu meiri örðugleika að etja, eins og ég áður sagði. Nú er það að vísu svo, að enn liggur ekki fyrir, hve þeir örð- ugleikar eru miklir. Bæði hygg ég, að nokkuð sé nú á huldu um afkomu hraðfrystiiðnaðarins í heild á undanförnum árum, þó að yfirleitt muni hann hafa kom- izt skaplega af, en eins er það ekki enn ljóst, hversu mikið eða alvarlegt þetta verðfall á hrað- frysta fiskinum er, þó að það sé vafalaust nokkuð. En hvað sem því líður, er ljóst, að sá atvinnu vegur muni ekki þola nýjar álög ur, nýjar kauphækkanir eða ann- an aukinn tilkostnað og hið sama gildir þá því fremur um síldveiðarnar, eins og Ijóst má vera. En þessar hafa verið okkar tvær aðaltekjulindir á undanförn um árum. Úr því að svo er kom- ið, er eðlilegt, að gerðar séu ráðstafanir til að firra þessa þýðingarmiklu atvinnugreinar, sem segja má, að þjóðlífið eigi meira undir nú en nokkrum öðr um, skakkaföllum. Það má e.t.v. deila um, hversu þær ráðstafan- ir þurfa að vera róttækar, og ég tek fram, að enn er ekki svo, að öll kurl séu komin til grafar, þannig að menn geti í heild átt- að sig á öllum einstökum atrið- um í þessum efnum, en víst er, að minni ráðstafanir en þær, sem í þessu frv. eru ráðgerðar nægja ekki. Ríkisstjórninni hefur - verið það ljóst, frá því þessi umbreyt- ing varð á sl. sumri, að ráðstaf- anir í svipaða átt, eins og hér er nú lagt til að lögfesta, yrði að gera. Það hefur áður komið fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar á sl. hausti, þegar þing kom saman m.a. með stóraukn- um niðurgreiðslum á vöruverði og hækkunum á fjölskyldubót- um til þess að halda vísitölu og verðlagi niðri, en segja má, að þær ráðstafanir séu beinn þátt- ur í þeim ráðagerðum, sem fram er haldið með þessu frv. Viðræður við verkalýð og vinnuveitendur. Við höfum þegar nú um nokkrar vikur haft samráð bæði við verkalýðshreyfinguna og samtök vinnuveitenda og ein- staka undirdeildir í þeim stéttar hópum báðum, ef svo má segja, um það, hvernig bregðast ætti við því nýja vandamáli, sem hér blasir við. Og ætlan okkar var í fyrstu sú, og sú sem ég hefði talið æskilegasta, að reyna að ná samkomulagi við aðalatvinnu- stéttir landsmanna um verðstöðv un og kaupgjaldsstöðvun um svipað tímabil eins og verð- stöðvunarheimildin í þessu frv. nær til. En sannast bezt að segja hefur slíkt samkomulag enn ekki tekizt. Ég vil þó taka alveg skýrt fram, að viðræður okkar við fulltrúa verkamanna og for seta Alþýðusambandsins hafa verið mjög vinsamlegar og lýst skilningi þessará aðila á þeim vanda, sem nú steðjaði að, en þeir hafa talið, að enn væru of- mörg óviss atriði, sem ekki væri hægt að áíta sig á til hlítar, til þess að þeir teldu sér fært að setjast að eiginlegri samnings- gerð um þessi mál. Það er ekki mitt að segja til um, hvað þeir muni telja sér fært, áður en yfir lýkur, en vitanlega væri það langæskilegast og mest öryggi í því fólgið, ef þessir aðilar teldu sér fært að gera bindandi samn- ing um kaupgjald til nokkurra mánaða, um festingu kaupgjalds fram yfir rnitt næsta ár, eða helzt til 31. október. En jafnvel, þó að slíkt takist ekki, er á hitt að líta, að sama gagni að nokkru, þó ekki til hlítar, kæmi það, ef takast mætti að skapa festingar- ástand þetta tímabil, í hvaða formi, sem það yrði ofan á að slíkt mætti verða. Atvinnurek- endur sjálfir töldu sér þann kost vænztan, án beins atbeina ríkis- stjórnar eða ríkisvaldsins á sl. sumri, að gera samning einung- is frá því í júní fram til 1. okt. og töldu sér þá enn fært að hækka kaupgjald um 3,5%. Ég hefði þá talið miklu æskilegra að samið væri til eins árs, en verka lýðurinn lét þess engan kost og atvinnurekendur töldu þá .slíkan samning til skamms tíma vera betri en engan samning. Síðan má segja að samningslaust hafi verið, en þó hafi ríkt sæmileg kyrrð, og viðfangsefnið hlýtur að verða áð skapa skilyrði fyrir samningsgerð, til eins árs ef hún er möguleg, en ef ekki, þá að minnsta kosti til eins langs tíma og frek- ast eru föng á. Við höfum einnig haft um þetta mál, eins og ég sagði, samráð við fulltrúa vinnu veitenda og einstaka hópa úr þeirra röðum. — Þeir hefðu vafa laust talið æskilegra að alhliða samningar kæmust á"og vitanlega er það, að kaupmenn bæði verzl unarráð, stórkaupmenn, smákaup menn og eins iðnrekendur, eru auðvitað ekki hrifnir af slíkri verðbindingu sem hér er ráðgerð, en þó hygg ég, að þeir skilji nauðsyn þess, að eittíhvað í þá átt sé gert, eins og nú horfir, þó að þeir vafa- laust, að minnsta kosti flestir hefðu kosið að geta náð um það frjálsu samkomulagi annars veg- ar við ríkisvaldið og hins vegar við verkalýðinn. En þar sem verkalýðurinn hefur ekki enn talið sig fúsan eða reiðubúinn til samningagerða, en hins vegar nauðsynlegt að ótvíræð heimild til verðstöðvunar væri fyrir hendi, jafnvíðtæk og í þessu frv. er ráðgert, taldi ríkisstj. ekki fært né rétt að bíða með að bera þetta frv. fram. Það er von okkar, að það geti orðið til þess. að undirbúa frekari samnings- umleitanir og vonandi samnings- gerð, skapa það andrúmsloft, sem nauðsynlegt er til þess að það öryggi fáist í þessum efnum, sem ég áður lýsti og varðar miklu að geti staðið nokkra hríð. En eins og fram kemur í frv. er það forsenda fyrir því að beitt verði heimildinni til verð- stöðvunar, að ekki verði kaup- hækkanir, er geri verðstöðvun- ina óframkvæmanlega. Hér er auðvitað nokkuð matsatriði á ferðum, svö sem eðli máisins samkvæmt hlýtur að verða, en vitanlega skilja allir, að aimenn- ar kauphækkanir, mundu kippa grundvellinum undan þeirri til- raun, sem hér er verið að gera. Það má þá einnig halda því fram, að hreinlegra hefði verið að bera fram till. um bindingu á kaup- gjaldi einnig. Slíkt hef ég, og enginn í ríkisstj., ekki talið eðli- legt eða fært, þegar af þeirri reynslu, sem öll slík bindingar- áform hafa áunnið sér hér. Ég hygg, að ef verulegur árangur eigi að nást, sé skilyrði þess, að það sé Skilningur hjá hinum fjölmennu almannasam- tökum, að hér sé um nauðsynja- mál að ræða, sem þau verði sjálf að eiga þátt í að leysa, og það mundi einungis verka til ills eins, ef beita ætti ófyrirsynju lögþvingun, svo mjög sem þessi samtök eru þvílíkum afskiptum ríkisvaldsins andvíg. Um efni frv. í einstökum atrið- um sé ég ekki ástæðu til að fjöl- yrða. Það skýrir sig sjálft. Það er víðtæk heimild til handa ríkisstj. til að stöðva verðhækk- anir. Þar er ákvæði um, að ef þessari heimild verði beitt, eigi stöðvunin að gilda frá því, að frv. var lagt fram á Alþ., en slíkt er nauðsynlegt, til þess að ekki verði farið í kring um á- kvæði frv. og þau gerð að engu, og þá eru einnig heimildir til þess að gerðar verði ráðstafanir til að halda í sama gjaldstiga og sl. ári, gjöldum til sveitarfélaga, bæði útsvörum, aðstöðugjaldi og öðrum þeim gjöldum sem sveit- arfélög og raunar aðrir opinber- ir aðilar hafa vald til að inn- heimta. UMRÆÐUR Eysteinn Jónsson (F): Þetta frumivanp fjallar vissulega ekki um kjarnan vandans, sem er m. a. vandamál sjálfra atvinnuveg- anna, þ.e. viðureignin við þá stórfelLdu dýrtíð, sem á eftir að koma upp á yfirborðið, þótt reynt sé að fela hana. Hann er einnig fólginn í sjálfheldunni, sem ríkisibúskapurinn er kom- inn í, vegna óðaverðbólgunnar. Þetta frumvarp er ekki frum- varp um verðstöðvun, heldur frumvarp um verðlagseftirlit á samia grunni og núverandi lög um verðlagseftirlit fjalla um, ef undan eru skilin ákvæðin, sem i þessu frumvarpi eru og fjalla um iheimild til að foanna hækkun á gjiöldum til sveitarfélaga. Ég fæ ékki betur séð, en hæstvirt ríkisstjiórn skorti ekki heimild til verðlagseftirlits. Hins vegar hefur hún síféllt hrósað sér a£ þvi, að hún leysti vörur undan verðliags.ákvæðum, enda væri það hagkvæmast fyrir land og þjóð. Það hljóta því að vera þung spor, þegar forsætisráðherra lýsir þvi yf-ir, að taka þurfi nýja stefnu, eftir að hafa fylgt hinni stefn- unni í átta ár. Veiðbólgan hefur vaxi’ð þrisv- ar til fjórum sinnum meira htér en í helztu viðskiptalöndum okk- ar, og það er helzta orsöikin til vandræða atvinnuveganna, og ef þessi þróun hefði ekki gerzt, stæðu þeir betur að vígi, En ntú berjast allir útfilutningsatvinnu- vegirnir í bökkum, og útflutn- ingsmöguleikar þeirra eru í raun eyðilagðir. Og samt ihefur sára- lítið hækkað kaupmáttur launa á þessu tímafoili, þrátt fyrir auknar þjóðartekjur. Fyrirtæki eiga mjög erfitt með að greiða kaup, þannig, að dýrtíðin er enn ekki öll komin inn í verðlagi’ð. Þess vegna hljóta launþegar að knýja á til leiðréttingar kjörum sínum. Það sjá allir, að svona getur þetta ekki staðið .til lengdar, og eins hljóta allir að viðurkenna, að það getur tekið Langan tíma að leiðrétta þessa skekkju. Ef við víkjum að ríkisbúskapnum, blasir við, því miður, a'ð ekki eru horfiur á öðru en því, en ríkisútgjöLdin hækki um a.m.k. einn milljarð. Niðurgreiðslur eru nú þegar komnar upp í 750 millj. ef miðað er við heiit ár, og eru þá ekki með taldar niðurgreiðsl- ur á smjöriíki og saltfiski. í'fjár- Lög vantar nú 252 miilj. til nið- urgreiðslna, og er þá ekki með- talin niðurgreiðsla á saltfiski og smjörlíki. Þá hafa fjölskyldu- bætur einnig verið hækka’ðar um 32 milij. Þá kemur einnig tii út- gerðin, og það eru engir smá- munir, sem þangað verða að fara, ef ekki á að hengja alla út- gerð hægri hengingu. Ég þori ekki að nefna neinar tölur, en víst er að þær skipta hundruðum milljióna, og þá eru ríkisiútgjöld- in komin upp í fimm milljarða, Og hvar ætlar riíkisstjórnin að fá þessa fimm milljarða? Það verður aldrei fLutt inn svo mikið af tertubotnuim, áð stjórnin fái þár fié. Gylfi Þ. Gíslason (A): Ég tel rétt, að það komi fram, að AI- þýðuflokkurinn styður einhuga þessa stefnu, og á 31. filokksþingi ALþýðuflokksins var einróma samfþykkt að styðja þessa stefnu. Ef framleiðslukostnaður hækkar meir innanlands, verður það til þess, að útflutningur minnkar, og þá versna lífskjör almenninga í landinu. Það ríður þvá mikið 4. að menn sameinist í lausn þessa vanda. Og mér er miki’ð til efis, að almenningur og jafnvel þing- menn geri sér næga grein fyrir því, hvað hefiur gerzt. Miðað við verðlag 1965 er heild arframleiðsla sjávarafurða nú 80 millj. kr. minni en á sama tíma í fyrra. Og ef borið er saman meðalverð þessa árs og þess síð- asta sézt, að það hefur hækkað um 2%. Hvernig er verðlag i dag, ef verðið nú hefði gillt allt árið? Þá væri þorskverðið 3—4% meira heldur en í fyrra, en hin3 vegar verð á loðnu og síld hefði lækkað um 28%, þannig að heild arlækkunin væri 13%. Og fróð legt væri að umreikna þetta i Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.