Morgunblaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 17
MORGU N BLAÐIÐ 17 Hreinn Benediktsson, prófessors Móðmlskennsla og skólapúlitík FYRIR nokkru birti ég hér |hugulum lesanda jafnvel að f blaðinu ritdóm um nýútkomna kennslubók í ísl. setningafræði fyrir gagnfraeðaskóla. Var út- koma þessarar bókar þar höfð að tilefni til að kanna fræði- lega undirstöðu þessa þáttar í móðurmálskennslu í skólum, svo að unnt mætti verða að gera sér grein fyrir, hvar við værum á vegi stödd í þessum efnum. Var niðurstaða ritdóms- Ins í skemmstu máli sú, að þenn an þátt í námsefninu skorti í megindráttum fræðilegan grund yöll. Þessi ritdómur hefur orðið Jólianni skólameistara Hannes- syni á Laugarvatni tilefni mik- illar og merkrar greinar í Mbl. laugard. 12. þ.m., og ber grein- in titilinn „Fræðimennska og kennslubókapólitík.“ Víkur skólameistari þar að mörgum mikilvægum atriðum, er ættu að stuðla að nánari umhugsun um og athugun á ýmsum þátt- um í skólamálum hérlendis. Skal í því máli er hér fer á eftir, vikið að höfuðþáttum í grein skólameistara, en í henni má segja að ritdómur minn sé ræddur frá þremur meginsjónar miðum, sem lýsa mætti svo: (1) vettvangur ritdómsins, form og tilgangur; (2) hin fræðilegu viðhorf; og (3) það sem kalla mætti (sbr. titil greinarinnar) hið „kennslubókapólitíska" sjón armið'. Skulu þessar þrjár hliðar ræddar nokkuð, hver um sig. Skólameistari leggur á það mikið kapp í grein sinni að leiða rök að því, að ritdómur minn hefði ekki átt að birtast í Morgunblaðinu, sem er eins og kunnugt er stærsta dagblað landsins og kemur fyrir augu tugþúsunda manna, t.d. kennara og nemenda, heldur hefði hann átt að birtast á öðrum vettvangi, t.d. íslenzkri tungu, sem er flest um lesendum Mbl. eflaust aló- kunnugt tímarit um íslenzka og almenna málfræði, gefið út af vanefnum, einu sinni á ári eða tæplega það, í nokkrum hundr- uðum eintaka, af Bókaútgáfu Menningarsjóðs í samvinnu við Félag ísl. fræða. Jafnframt lýs- ir skólameistari þeirri skoðun skiljast að það væri skoðun hans, að Háskólinn og Háskól- ans menn ættu að láta sér nægja að sitja að sínum fræðum í sínu horni, ræðast við í sínum fag- ritum, en að blanda fræði- mennsku sinni helzt sem minnst í dægurmál þjóðfélagsins. En þeir sem þekkja Jóhann skóla- meistara vita að þessi hugsun- arháttur er honum eins fjarri og nokkuð getur verið. Enda er það vitaskuld mála sannast, að hÉLskóli hvers lands er hlekk- ur í menntunarkerfi þess og að gengi hans og framtíð ræðst að verulegu leyti af því, hvað þeir hafa til brunns að bera er koma til náms í háskóla hverju sinni úr lægri skólum; þyrfti Háskól- inn að byrja frá rótum í mennt- un nemenda sinna, er hætt við að árangur yrði minni en skyldi. Það liggur því í hlutarins eðli, að háskólakennari hafi áhuga á „kennslu og kennaramenntun“ almennt, og fyrir áhuga mínum á skólamálum var gerð ótvíræð grein í inngangskafla ritdóms- ins. í þessu sambandi leggur skóla meistari á það ríka áherzlu, að með þvi að birta ritdóminn í fræðitímariti hefði verið „meira svigrúm til að skýra fræðilegan grundvöll dómsins,“ en eins og ritdómurinn sé, nægi hann „ekki venjulegum blaðalesanda til neins raunverulegs skilnings á því, hvers vegna bókin er for- dæmd“, enda væri það „ótrú- lega glöggur leikmaður sem lært gæti nóg af þessum ritdómi til að losa sig að gagni við þau málfræðilegu hindurvitni sem öruggt má telja að hann hafi lært í skóla." Um þetta atriði er það að segja, að mér hefur vitaskuld aldrei dottið sú firra í hug, að hægt væri að ná þessu marki í einum ritdómi. Ef að því marki væri stefnt í ritdómi, yrði sá dómur eflaust svo lang- ur að tæpast myndi nokkur end- ast til að lesa hann, hvort sem hann birtist í fræðiriti eða á öðrum vettvangi. Og mér hefur að sjálfsögðu heldur aldrei kom ið til hugar að einn ritdómur gæti valdið þeirri „byltingu í móðurmálskennslu", sem skóla- meistari virðist bíða eftir að ger- ist, og ekki hef ég heldur nokkru vera verkefni kennslubókarhöf- undar. En þar við bætist svo að vafamál getur verið, hversu mikið erindi fræðilegar skil- greiningar hugtaka eigi inn í ur byrjendakennslubækur, nema þá ef til vill sem niðurstaða þeirrar meðferðar sem hugtökin hljóta í bókinni. í staðinn kann að vera vænlegra til árangurs að leggja áherzlu á í kennslu- bók að sýna nemendum með nægilegum fjölda ólíkra dæma, lr hvað í hugtökunum felist, hvern ig þeim sé beitt, og hvert gagn sé að þeim. En athugaði skóla- meistari vandlega þau dæmi Hreinn Benediktsson. sinni, að það sem væntanlega hafi ráðið skrifum mínum hafi ... • * „ -u a smni alasað „nokkrum manm verið eðlilegur ahugi hja mer a „ómengaðri fræðimennsku", og sé þá einnig „kannske jafneðli- legt að áhugi hans [þ.e. minn] beinist fyrr að öðru en kennslu og kennaramenntun“, en það er sú hlið málsins sem skólameist- ari sem framhaldsskólakennari leggur höfuðáherzlu á. fyrir að valda ekki af sjálfs- dáðum og á svipstundu slíkri byltingu hér á landi“, eins og skólameistari ber mér á brýn og kallar „hróplega ósanngirni.“ Aftur á móti álasaði ég höf. bókarinnar fyrir, „að hafa ekki gripið tækifærið til að endur- , . , , „ . skoða a.m.k. eitthvað“ af „þeirri Skólameistara^hefur þo^eflaust dómadagsvitleysu sem hingað til hefur verið kjarninn í setn- verið ljóst, að markmið mitt var á engan hátt að stofna til neinna nýjunga eða framfara í fræðun- um, þannig að af þeirri ástæðu gat ritdómurinn ekki átt er- indi í lítt útbreitt fræðitíma- rit. Og ekki er heldur í kennslu bók að vænta neinna fræðilegra nýjunga, sem ástæða gæti ver- ið til að kynna eða ræða í fræði tímariti. Skólameistara er og eflaust kunnugt um þær athug- anir sem fram hafa farið á und- anförnum árum á þeim þætti í starfsemi Háskólans sem veit að menntun væntanlegra kenn- ara, og um niðurstöður þeirra athugana, og hefði hann án telj- andi fyrirhafnar getað kynnt sér að engu sérstöku áhugaleysi á „kennslu og kennaramenntun" var þá fyrir að fara hjá mér. Af ingafræðikennslunni", eins og skólameistari orðar það sjálfur. I stuttu máli hefur mér aldrei komið til hugar — og á slíkt er ekki minnzt í ritdómi mín- um — að í þessm efnum yrði nein „bylting" „á svipstundu“, heldur verður að starfa á allt annan hátt að þessum málum, eins og vikið skal að síðar. f framhaldi af þessu kvartar skólameistari undan því, að enda þótt ég sé „óspar á að for- dæma“ fánýti skilgreininga bók- arinnar, séu dæmi mín „um rétta eða einhvers nýta skilgreiningu.. harla fá.“ „Varla getur þó skóla- meistari hafa búizt við að ég myndi færast það í fang í einni blaðagrein sem við virðumst grein skólameistara kynni óat- vera sammála um að ætti að sem ég fjalla um í ritdómnum, sæi hann að þau greinast eftir meðferð í tvo hópa, sem eru mjög líkir að stærð: annars veg- ar dæmi sem ég lét mér nægja að gagnrýna meðferð höf. á; hins vegar dæmi þar sem ég sýndi að einhverju leyti aðrar leiðir í greiningu en höf. fór. í stað þessa fullyrðir skólameistari að „oft stappi nærri“ að dæmi mín „séu röng og ummæli höfund- ar mistúlkuð“, en sér þó ekki ástæðu til að finna þessum orð- um sínum stað með einu ein- asta dæmi. Það hefur verið reynzla af þeim kennslubókum í setningafræði sem notaðar hafa verið, að fljótlega hefur sýnt sig í kennslu að skilgrein- ingar þeirra passa alls ekki við raunveruleg dæmi úr máli. Þá hefur óhjákvæmilega orðið að grípa til þess ráðs að líía svo á, að ekki beri að taka skil- greiningarnar bókstaflega, heldur verði að aðhæfa þær máltilfinn- ingu og heilbrigðri skynsemi, þ.e.a.s. það hefur nánast verið undirskilið að í þeim óteljandi fjölda tilvika sem skilgreining ar kennslubókanna passa ekki við, beri hreinlega ekki að taka þær alvarlega. Það sem ég gerði aftur á móti í ritdómi mínum var aðeins það, að taka skil- greiningar bókarinnar eins og þær standa, bókstaflega, svo sem gera ber um bækur sem eiga að vera reistar á fræðileg- um grundvelli, og athuga hvert þær skilgreiningar leiddu, án hinnar hefðbundnu „mistúlkun- ar.“ Loks eyðir skólameistari miklu médi í að sýna fram á að ritdómurinn hafi verið „ósann- gjarn“ og „sennilega skaðlegur.“ Einkum finnur hann að því, að ég hafi fyrst „eftir dúk og disk“ sagt að vitaskuld þurfi ekki að taka fram, að ekki sé rétt að leggja höf. beint allt það til lasts sem fundið hafði verið að. En skólameistari segir að vita- skuld hafi einmitt þurft að taka þetta fram skýrt og skorinort, þar sem ég hafi áður í ritdómn- um með orðalagi mínu gert höf- undinn persónulega ábyrgan fyrir öllu sem að var fundið, en höf. hafi þar þó aðeins byggt á hefð sem eigi sér langa sögu. Ekki skal deila við skólameist- ara um orðalagsatriði. En í þessu sambandi vil ég þó segja það, að sá sem tekur að sér að semja fræðirit eða rit sem á að byggja á fræðilegri undirstöðu (eins og kennslubækur eiga að gera), hann tekst á hendur ábyrgð sem fræðimaður, ekki sem ein- staklingur, á þeim fræðikenn- ingum sem hann leggur til grundvallar, þ.e.a.s. hann skrif- ar um leið undir þær, ef svo mætti að orði komast, og gerist því sem fræðimaður „meðsek- ef því er að skipta. Um leið og hann gefur út bók, tekur hann því á sig áhættuna á fræði legri gagnrýni, því að í útgáfu bókar er ekki einungis fólginn heiður, heldrn- og áhætta og ábyrgð. Þetta á við í enn rík- ara mæli ef bókarhöfundur beit vafasömum fræðisetningum eða aðhyllist umdeilda fræðiaf- stöðu gégn betri vitund, eins og skólameistari gefur í skyn að nm sé að ræða í þessu tilviki að því er varðar samband kommu- setningar og setningafræði eða málfræði almennt. Hins vegar getur bókarhöfundur firrt sig fræðiábyrgð, eftir því sem hon- um þykir rétt, og eru formál- ar bóka oft notaðir til þess, sem og til að gera grein fyrir hjálp- argögnum, ritum sem stuðzt hafi verið við o.s.frv. En höf. umræddrar bókar gerði enga slíka fyrirvara. En á hinn bóginn er mér ljúft að harma það, að tilefni til þess- arar könnunar á móðurmáls- kennslu skyldi þurfa að vera útkoma kennslubókar, sem er óhjákvæmilega tengd nafni eins manns öðrum fremur, þ.e. höf- undarins, samkennara Jóhanns skólameistara og skjólstæðings. Ég hef vissulega enga ástæðu né vilja til að vera „óvingjarn- legur“ í garð höfundar, eins og skólameistari telur mig vera. Og að „þakka höfundi það sem vel hefur tekizt", eins og skólameist ari bendir á að sé m.a. hlut- verka ritdómara, hefði fáum ver- ið ljúfara en mér, ef efni hefðu staðið til. Um þann „skaða“ sem ritdóm- ur minn muni „sennilega" valda er skólameistari næsta fáorður. Verða því lesendur sjálfir að reyna að gera sér í hugarlund hverjum ritdómurinn geti vald- ið tjóni, og síðan að meta það tjón gegn því tjóni sem léleg kennslubók getur valdið kennslu og í menntun þeirra mörgu nemenda sem gert er að nota hana. Raunar er svo að sjá sem skólameistari vilji ekki gera mikið úr þessum „skaða,“ því að seint í grein hans er þessu snúið upp í það, að eins og rit- dómurinn sé, verði „minna gagn“ að honum „en efni standa til.“ En ritdómur sem hefur þegar orðið einum af mikilhæf- ustu og virtustu skólamönnum þjóðarinnar tilefni til blaða Fyrri hluti greinar þar sem hreyft er jafn mörgum og mikilvægum við' fangsefnum í okkar kennslu- málum, og sem hefur því vænt anlega orðið fleirum tilefni til íhugunar á vandamálum sem ekki hefur verið nægilega sinnt — sá ritdómur hefur þegar gert sitt gagn og náð því marki sem honum var sett. II. Um hina fræðilegu hlið í sjálfu sér ekki þörf langs máls. enda segist skólameistari vera „síður en svo ósammála þeim fræðilegu viðhorfum" sem lagði til grundvallar, heldur sé hann þvert á móti „innilega sammála" mér um þörf kennslubók af allt annarri gerð Bjóst ég raunar alls ekki við öðru af manni með þann lær dóm og þá starfsreynslu við há- skóla og menntaskóla sem Jó hann skólameistari hefur. Skólameistari segir þannig að „hin fræðilega undirstaða í bób dr. Haralds er hin sama og í þeim bókum sem notaðar hafa verið undanfarna áratugi . . .,“ en þeirri undirstöðu lýsir hann, eins og áður greinir, sem „þeirri dómadagsvitleysu sem hingað til hefur verið kjarninn í setn- ingafræðikennslunni." Hann not ar hér að vísu sterkara orð en ég um það sem ég kallaði „villu lærdóm“, þ.e. lærdóm sem leiðir nemendur afvega. Því þótt mjög margt sé alrangt í hinum hefð- bundna lærdómi, er þó til sitt- hvað í honum sem má standa, a.m.k. með verulegum breyting- um, og vart hefur skólameistari ritað þau orð í fullri alvöru, að „afturför frá fyrri kennslu- bókum í þessari grein sé lítt hugsanleg." Hugtök eins og t.d. „frumlag“, „umsögn", „andlag", eða „einkunn", sem rík áherzla var lögð á í eldri bókum halda vissulega gildi sínu og nytsemi, þó að beita verði þeim á mjög annan hátt en áður. Hin „greini lega og hrapallega afturför" í fræðilegu tilliti frá eldri bókum sem ég talaði um í ritdómnum, og vil standa við, er því ein- mitt í því fólgin, að er farið var inn á þá í sjálfu sér rétt- lætanlegu braut að skera efnið niður, þá féll brott tiltölulega mest af því sem helzt var bitastætt á í fræðilegu tilliti í eldri bókum, en það sem fjar- stæðukenndast var fræðilega séð, hefur helzt orðið eftir. En þrátt fyrir það að við Jó- hann skólameistari séum þannig greinilega sammála um að sá fræðilegi grundvöllur sem byggt hefur verið á sé alrangur, eru þó tvö atriði er snerta hina fræðilegu hlið sem rétt er að ræða nokkru nánar. Annað er það, að skólameist- ari telur mig hafa ratað í vanda ummælum mínum um 3. kafla bókarinnar og fordæmi ég hann 3vi „að heita má ummælalaust“ Telur skólameistari þennan kafla einna helztan kost bókar- innar, þar sem hann miði öðr- um köflum fremur að því sem ég hafi talið hið eiginlega hlut- verk setningafræðikennslunnar, en fyrsta þátt þess taldi ég_ vera ,að gefa nemendum nokkra innsýn í uppbyggingu íslenzks máls.“ Hér er þó um misskiln- ing að ræða, sem er sennilega tengdur orðinu „uppbygging." í ritdómnum var þetta orð notað sem nýyrði, í þeim skilningi að >ví var gefin ný merking fræði- legs eðlis, dg er vissulega vel skiljanlegt að lesendur hafi ekki gætt þess. Ekki er unnt á þessum vettvangi að ræða þetta fræði- lega hugtak, en skólameistara er það eflaust vel kunnugt og kemst að því hvað við er átt t.d. með því að snúa því á er- lent mál. En um 3. kaflann er það að segja, að hann er jafnvel enn fjær því en sumir aðrir kafl ar bókarinnar að gefa innsýn í „uppbyggingu" íslenzks máls. Hvort kaflinn geti samt stuðlað að því að „glæða málskyn nem- enda og bæta málbeitingu þeirra og málsmeðferð“, skal ég ekki ræða hér, heldur vitna aðeins til dæmis sem ég tók úr kaflan- um, en í honum eru fleiri dæmi af svipuðu tæi. Telur skóla- meistari að kaflinn geti haft þetta hlutverk, og að setninga- fræðikennslan sé vænlegasti vettvangur fyrir það efni. En ég myndi þó halda að einnig mætti rökstyðja þá skoðun, að efni þessa kafla ætti betur heima í sambandi við æfingar í stíla- eða ritgerðasmíð, og þá jafnvel fremur sem munnlegar leiðbein ingar í kennslustund en kafli í kennslubók. Annars er það misskilningur að ég hafi ratað í nokkurn vanda með þennan kafla, heldur taldi ég aðeins rétt að helga öðrum þáttum bókar- innar meira rúm í ritdómi sem var þegar orðinn lengri en átt hefði að vera, af þeirri ástæðu að ég taldi, og tel enn, að kafl- inn sé „setningafræði að mestu eða öllu óviðkomandi." En samt efast ég ekki um að rökræður um þessa fullyrðingu við skóla- Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.