Morgunblaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MiSvikudagur 30. nóv. 1966 SVO SEIM kimnugt er af fréttum lenti Ilamraíeilið í töIuverSum hrakningum, er vél þess bilaði suður af Vest- mannaeyjum nú á dögunum. Mbl. reyndi að ná tali af skip- stjóra skipsins svo og 1. vél- stjóra og fá þá til þess að segja frá andrúmslofti um borð þessa daga, sem skipið var að hrekjast unc.'an vindi og stór- sjó á opnu hafi, þar sem sjó- próf höfðu ekki farið fram, gátu þeir ekki upplýst blaðið um neitt þar að lútandi, en hins vegaT kom það fram í við tölum við þá, að tveir farþegar voru um borð, Hermann Þor- steinsson ásamt konu sinni og fór blaðið þess á leit við hann, að ha'fln segði lesendum, hvað á da/'ana dreif um borð með- aná vélarbiluninni stóð. Her- mann sagði: Þessa mynd tók Hermann um borð í Hamrafelinu, þegar það rak fyrir vindi og stórsjó, vélvana suður af Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Eins og sjá má var mikill sjór og gekk hann yfir skipið. Um borð í Hamrafelli vél- vana á opnu Atlantshafi Viðtal v/ð Hermann Þorsteinsson, er var farþegi i hinni sögufrægu ferð skipsins fyrir skömmu — Það mun hafa verið um kl. 11 á föstudagsmorguninn 11. nóv sl. að ég varð þess var að vél skipsins stöðvaðist, ferð in fór af því og hreyfingar þess allar breyttust í úfnum sjónum. Allt frá því er við sigldum frá strönd Portúgal höfðum við notið góðs byrjar og á fimmtudag stóðu vonir til, að við næðum Reykjavík- urhöfn seint á föstudagskvöld, ef veður héldist óbreytt. En aðfaranótt föstudags breyttist áttin í hliðarvind. Á föstudags morgun var komið ofsarok og var þá séð að við myndum ekki koma til Reykjavíkur fyrr en að morgni eða jafnvel á hádegi á laugardag. — En sú áætlun átti líka eftir að breytast, því um kl. 11 á föstudagsmorgun stöðvað- ist skipið og lagðist flatt í ölduna. Hamrafell er gott sjó- skip og fullhlaðið er það mjög stöðugt. Að minnsta kosti hefi ég, landkrabbinn, aldrei orð- ið sjóveikur þar um borð, hvernig sem viðrað hefir. — í fyrstu var talið að ekki væri um stórvægilega bilun að ræða og eftir bráðabirgðaat- hugun og viðgerð var aftur siglt af stað skömmu eftir há- degið, en þá kom á daginn að bilunin var alvarlegri en svo, að unnt væri að halda ferð- inni áfram að svo komnu. SV- áttin fór vaxandi eftir því sem á daginn leið og brátt var komið fárviðri með einum 11- 12 vindstigum í verstu hryðj- unum og haugasjór fylgdi þessu veðri. — Mér var hugsað til þess, að ef við hefðum verið á litlu skipi, hefði útlitið ekki verið sem glæsilegast, en þetta stóra skip varðist vel og hafði ég aldrei á tilfinningunni að um neina teljandi hættu væri að ræða þarna úti á opnu hafi, líklega um 100 sjómíltir SA af Vestmannaeyjum, þar sem skipið stöðvaðist fyrst. Það hefði hins vegar ekki verið neitt gaman að vera staddur í Reykjanesröstinni undir þess um kringumstæðum — eða jafnvel annars staðar nærri landi — Þegar vélin bilaði áttum við eftir um sólarhringssigl- ingu til Reykjavíkur og hvarfl aði þá víst ekki að neinum að rúm vika myndi líða unz við kæmumst á ákvörðunarstað. Það liðu sem sé 5 sólarhring ar og 5 klukkustundir frá því vélarbilunarinnar varð fyrst vart og þar til viðgerð þeirri lauk er nægði til þess að hægt væri að sigla heim, að vísu aðeins á hálfri ferð og tók þessi lokasigling rúma tvo sólar- hringa og vorum við svo hepp- in að fá hagstæðan byr á þeirri leið og létti það auðvitað og flýtti fyrir. — Fannst ekki skipstjóran- um, að hann hefði áhyggjur af að bera ábyrgð á svona stóru skipi stjórnlausu í sjó- gangi á reginhafi? — Ríkharð Jónsson er þrek- mikill og reyndur sjómaður, athugull og ágætur skipstjóri. Hann sagði ekki margt, en heldur fannst mér brúnin síga og svipurinn þyngjast, er skip- ið stöðvaðist. En ég dáðist að framkomu hans og öllum við- brögðum undir þessum kring- umstæðum. Rósemi hans, festa og gott skap hafði góð og uppörvandi áhrif á okkur hin, þannig að þrátt fyrir nokkra óvissu um tíma og all-langan biðtíma meðan á vélarviðgerð stóð, var líðan okkar ágæt og við héldum gleði okkar allan tímann — óttalaus. Bæði meðan við vorum um borð og einnig eftir að við komum í land hefi ég orðið var við furðu yfir því að útgerð skipsins skyldi ekki láta senda skip okkur til aðstoðar. Slíkt var ástæðulaust, Hamrafell var aldrei í neinni hættu. — Eftir að vél skipsins bil- aði og það rak undan sjó og stormi varð mér hugsað til þess, að fyrr í þessari ferð, þá hafði skipstjóri, í spjalli við okkur mn skipstapa og óveður, skýrt svo frá, að skip, sem rekur á hafi úti væri ekki í svo mikili hættu, og það væri svo til óþekkt, að skip sem svo væri ástatt fyrir færist. Hins vegar er skipi, sem and- æfir eða siglir móti miklum sjávargangi miklu hættara. — Einnig varð mér hugsað til þess mikla munar, sem er á hafskipi og loftskipi, þegar svo umfangsmikla vélarbilun ber að höndum. Hér var þó að- staða betri en í loftinu og ráð- rúm meira til að ráða bót á bilun og bjarga sér. — Og allan tímann unnu vélamennirnir að viðgerð? — Já, og raunar er starf þeirra fyrst og fremst umtals- Hermann Þorsteinsson vert í þessu sambandi. Það var þrekvirki við svo óblíðar aðstæður að ljúka með góðum árangri svo umfangsmiklu inn gripi og mikilli viðgerð á þess- ari stóru vél. — Emil Péturs- son, 1. vélstjóri — sá ágæti maður — vann linnulaust all- an tímann ásamt vélstjórum sínum og aðstoðarliði. Því miður voru aðstoðarmennirn- ir ýmsir ekki vanir slíkri vinnu því festa hefur ekki verið mik il í undirmannaliði á Hamra- felli síðustu árin, þar eð sigl- ingar þess hafa verið langar og oft og tíðum hefir skipið verið mánuðum saman í ferð- um, án þess að koma í ísL höfn. íslendingum fellur ekki, að dveljast langdvölum frá fjölskyldum sínum. — — Ég þóttist sjá og skilja að 1. vélstjóri væri undir þungu fargi meðan á viðgerð vélarinnar stóð, enda mæddi fyrst og fremst á honum þessa dagana. — Lengst af þeim 10 árum sem Hamrafell hefir ver ið í eigu íslendinga, hefir Em- il verið 1. vélstjóri skipsins og hefir með mikilli sam- vizkusemi unnið þar giftu- drjúgt starf. Þessi óvænta bil- un kom því sem reiðarslag og þarf karlmennsku til að taka slíku — og gera gott úr. — Meðan á þessari látlausu vinnu í vélinni stóð fór ég að fá vonda samvizku yfir að- gerðarleysi mínu og bað því bátsmanninn — sem einnig tók þátt í viðgerðinni — að spyrjast fyrir um það niður í vélarrúminu, hvort ekki væri not fyrir óþreyttan „bagsara“ (en svo nefna þeir „altmul- ig“-menn um borð sem fást við gólfþvotta og aðrar hrein- gerningar o.fl.) þar niðri. Ekki þótti þörf fyrir eða ástæða til að bæta við slíkum liðs- kosti. —• — Fórstu niður í vélarrúm? Hvernig var þar umhorfs? — Jú, einn daginn gerði ég það. —• Veltingur var mik- ill og við bættist að allir stig- ar og gólf í vélarrúminu voru löðrandi í sumolíu og flughál. Þarna voru svefnlitlir og lún- ir menn að taka upp stóra og þunga vélarhluta og ljóst var að slysahætta var yfir- vofandi allan viðgerðartím- ann og var 1. vélstjóri mjög þakklátur og glaður yfir því eftirá, að ekki skyldi verða neitt slys í sambandi við þessa viðgerð. — Nei, ég veit ekki í hverju bilunin lá, en ég sá þarna niðri stórar legur, sem greinilega vpru úr lagi gengnar. — Hvað rak ykkur langt? — Líklega um 30-40 sjómíl- ur á sólarhring, fyrst í norð- austur og síðan í suður. Um 100 sjómílur munu hafa verið milli staðar þess er skipið stanz aði á og þess, er við lögðum aftur upp frá að viðgerð lok- inni. — Meðan skipið rak töld- um við farþegarnir ekki ástæðu til að spyrja margs, því eins og ég sagði fyrr, hvarflaði aldrei að okkur, að um neina hættu væri að ræða Við vissum að við vorum á opnum sjó og að það væri ein- ungis spurning' um tíma, hve- nær viðgerð lyki og við kæm- umst heil í höfn. f útvarpinu heyrðum við daglega fréttir af skipinu og vissum af þeim að menn í landi höfðu í byrj- un gert sér of góðar vonir um skjóta viðgerð á skipsvélinni. — Leiddist ykkur ekki þessa fimm sólarhringa? — Flestir voru of önnum kafnir til að hafa tíma til þess, en við hin, sem ekkert gagn gerðum, vorum fundvís á við- fangsefni til að stytta okkur stundir. Svo hagar til í Hamra- felli að vistarverur skipverja eru á tveimur stöðum miðskips og afturá og er svokölluð stormbrú (göngubrú) þar á milli. í verstu veðrum er hægt að blotna þar á brúnni af sjó- roki, en aldan sjálf nær aldrei þangað upp. — í miðskipinu eru vistarverur skipstjóra, stýrimanna, loftskeytamanns, bryta og einnar þernu, svo og klefar farþega. Afturá eru svo vistarverur annarra skipverja. Við hjónin vorum miðskips og auk þess — fyrir utan fyrr- nefnda skipverja — kona og ungur sonur 1. stýrimanns og kona loftskeytamanns, en aft- urá var kona 4. vélstjóra og sonur þeirra ungur. Miðskips sá Eiríkur litli —■ stýrimannssonurinn — fyrir fjörinu, því hann hafði ekki áhyggjur af néinu og var jafn- an í góðu skapi og lék við hvern sinn fingur — og okkar hinna með. Hann var því vin- ur allra og stytti okkur marg- ar stundir. í ferðinni vorum við búin að lesa einhver reið- innar ósköp, bæði eigið nesti svo og margar góðar bækur úr hinu ágæta bókasafni Tóm- stundafélags Hamrafells. Hamrafells-bíó sýndi í ferð- inni ýmsar skemmtilegar kvita myndir, lánaðar í viðkomu- höfnum skipsins frá Norsta Velfærdsrád. Þegar því verð- ur við komið eru höfð skemmti kvöld um borð í skipinu á mið- vikudags- og laugardagskvöld- um og er þá sýnd kvikmynd eða spilað Bingo eða spiluð félagsvist. — En síðustu sólarhringana um borð í skipinu var um annað að hugsa hjá skipshöfninni en slíka hluti og fundum við hin miðskips þá upp á því að spila „Olsen-Olsen“ og annað slíkt við hæfi byrjenda. Við geng- um að þessu með áhuga og fjöri og Eiríkur litli flutti sig á milli okkar og lagði hverj- um gott orð í spilamennskunni þótt ekki væri nema 3ja — tæp lega 4ra — ára. Tíminn var þvi furðu fljótur að líða, og þótt- umst við í lokin meira að segja vera komin í „tímahrak“ eins og þeir stóru í Havana, sem útvarpið flutti okkur góðaír fréttir af. — Meðan á ferðinni stóð barst okkur fréttin um það, að búið væri að ganga frá sölu Hamrafells. í Norður-Afríku höfninni Ceuta við Njörvasund (Gibraltar) tók skipið brennslu olíu á útleið og komu full- trúar (Indverja) hinna vænt- anlegu kaupenda um borð f skipið þar til að skoða það, en endanleg ákvörðun lá þá ekki fyrir um kaupsamninga. —. Sala skipsins varð að sjálf- sögðu tilefni margvíslegra um ræðna þar um borð. í spjalli mínu við skipverja kom greini lega í ljós, að þeir sáu eftir skipinu. Eftir tvær ferðir með skipinu var mér farið að þykja vænt um það, og hvað þá um hina, sem í áratug hafa meira og minna átt heimili þar um borð, en í des. n.k. eru 10 ár frá því skipið kom undir ísL fána. — Hamrafell er fyrsta og eina skipið í stórskipaflokki, 16730 smálestir að stærð og var það á sínum tíma keypt í trú og trausti þess, að þörf væri fyrir það til flutnings á olíum til Islands. — Hinni ísL áhöfn skipsins — ekki hvað sízt yfirmönnum þess — hefir frá fyrstu byrjun verið ljós þýðing þess að vel tækist til með útgerð þessa fyrsta ísL millilanda - olíuflutningaskips, því framhald slíkra siglinga hlyti að byggjast á því, að vel tækist til með þetta fyrsta stóra tank-skip í höndum ísL farmanna. — Það hefir verið yfirmönnum þessa skips — og mörgum undirmönnum einnig — metnaðarmál að skapa góða, ísl. reynslu af þesu skipi, og þess vegna hefir oftlega verið unnið af enn meiri áhuga og dugnaði um borð í þessu skipi sl. 10 ár, en algengt er á öðr- um skipum. — Hér var um að Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.