Morgunblaðið - 10.12.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Lauf'prdagur 10. des. 1966 Frá vinstri; Ólafur Halldórsson, cand. mag, próf. Guðni Jónsson, próf. Hreinn Benediktssoa og próf. Einar Ól. Sveinsson. Bókaútgáfa Handritastofnunar Islands: Stofnunin fær styrk frá UNESCO til að skrá íslenzk handrit erlendis Bazcer Kvenfél. Hallgrímssólcnar ALDRiEI hefi ég orðið svo for- framaður að koma til Aaistur- landa. En ef ég kæmist ein- hverntíma til Tyrklands eða ír- an, færi ég á bazar svo fljótt Sxi því yrði við komið. Ég hefi alltaf gert mér í hugarlund, að aust- ttrlenzkir bazarar séu sérkenni- legir og skemmtilegir. Þar er byggt þak yfir heila götu, karl- ar með túrbana á höfði sitja á stjéttinni með alls konar varn- ing, en úlfaldar og asnar spá- sjera innan um vörustaflana, og láta eins og þeir séu heima hjá »ér. — Svo er auðvitað prúttað upp á líf og dauða, og víst er um það. að allir þessir kaupa- hjeðnar eru samtaka um að vilja hafa sem allra mest fyrir snúð »nn, selja sem dýrast — og auð- vitað til ágóða fyrir sjálfa sig, •áns og gengur og gerist. Svona bazar er ekki til í Reykjavík. Og þó er alltaf verið að auglýsa bazar í Reykjavík. Á neykviskum bazar ægir mörgu saman. En við afgreiðzluna eru «kki viðsjálfr. prangarar, heldur dskulegar konur með bros í augum, — og vörurnar eru ekki fluttar á bazarinn til að fram- leiðendur eða kaupmenn hafi mest upp úr þeim heldur er þetta al’lt saman fengið að gjöf. Sumar konurnar hafa sjálfar saumað, prjónað eða ofið, — og aðrar hafa útvegað gjafir frá kunningj um sínum eða velviljuðum kaup mönnum í borginni. Enginn er wikinn á því, sem fram er boð- #5. Kaupandinn fær vöruna með sanngjörnu verði, én seljandinn fær ekkert — ekki nokkurn skapaðan hlut, því að ágóðinn fer allur til einhvers góðs mál- efnis, sem verið er að vinna fyrir, ahnenningi til hagsbóta. — Þetta er munurinn á bazarn- ttm í Teheran og bazarnum, siem verður á laugardaginn 10. des. i norðurálmu Hallgrímskirkju. Hann hefst kl. 2 e.h. og síðan verður hann svo lengi frameftir deginum, sem þörf gerist. Einnig opinn eftir kvöldmat. — Kven- félag kirkjunnar stendur að þessum bazar, og ágóðinn renn- ur til kirkjunnar, sem öll þjóðin aóendur að. Ég vil leyfa mér að skora á alla, sem þessar línur lesa, að styðja félagskonur í góðu starfi. Séu menn orðnir of sein- ir til að gefa mumi eða kaupa muni, mætti gefa peninga. En þeir, sem koma á bazarinn, fá um leið tækifæri til að sjá hluta hins nýja safnaðarheimilis og staðsett er í norðurálmu bygg- ingarinnar. Þar verða starfsskil- yrði fyrir presta og diakonissu, kvenfélag og bræðrafélag. Þessi hluti byggingarinnar er nú að verða fullbúinn, svo að Hall- grímssöfnuður fer senn að hafa betra tækifæri en verið hefir, til að gegna sínu mikilvæga hlut verkL — Þákika öllum, sem styrkja málefni Hallgrímskirkju. íslendingar! Sýnið þakklæti yðar í verki. Jakob Jónsson. Jólafundur Vor- boðans í Haf nar- firði Næstkomandi sunnudaggkvöld heldur Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðinn hinn árlega jólafund sinn í Sjálfstæðishúsinu í Hafn- arfirði. Jólafundir Vorboðans eru á- vallt mjög fjölsóttir, enda til þeirra vandað hverju sinni, svo sem föng hafa verið til. Svo mun og verða að þe.ssu sinni. Meðal annarra dagskrárliða jólafundar Vorboðans, annað kvöld verður sýnikennsla ýmissa þátta jólaundirbúningsins. Þá er rétt að geta þess, að á þessum jólafundum sínum drekka kon- urnar sameiginlega kaffi og hafa um hönd happadrætti, sem á- vallt setur skemmtilegan svip á jólafundina. Rétt er svo að geta þess, að fundur þessi hefst kl. 8, og eru konur beðnar að athuga breytt- an fundartíma. Frá F.H. MEÐLIMIR knattspyrnudeildar F.H. eru áminntir um að aðal- f-undur deildarinnar verður hald inn n.-k. þriðjudagskvöld 13. des. í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði og hefst kl. 20.00. — Á VEGUM Handritastofnunar Islands er komin út vísindaút- gáfa af Svarfdæiasögu, sem Jón- as Kristjánsson cand. mag. bjó til prentunar og skrifar inn- gang að. Þetta er annað ritið í safninu „Rit Handritastofnunar Islands. Hið fyrsta var Skarðs- bók, sem kom út 1958 á vegum Handritaútgáfunefndar Háskól- ana. Handritastofnun fslands var komið á fót með lögum nr. 36 1962. Tilgangur hennar er að vinna að aukinni þekkingu á máli, bókmenntum og sögu ís- lenzku þjóðarinnar fyrr og síð- ar. Þetta skal hún gera með öflun og varðveizlu gagna um þessi efni, rannsóknum á heim- ildum um þau, útgáfu handrita og fræðirita og hverju öðru, sem stutt geti að þessu mark- miði. Af ritasafninu „Islenzk hand- rit“, sem í eru ljósprentanir hafa áður komið út; Tvíblöðungaflokkur; 1. bindi. íslendingabók Ara fróða með inngangi eftir Jón Jóhannesson. 2. bindi. Early Icelandic Script eftir Hrein Benediktsson. Fjórblöðungaflokkur; 1. bindi. Kvæði Jónasar Halgrímssonar í eiginhandaráriti. Einar Ól. Sveinsson og Ólafur Halldórs- son sáu um útgáfuna. Attblöðungaflokkur: 1. bindi. Sigilla Islandica. Magnús Már Lárusson og Jónas Kristjánsson sáu um útgáfuna. Væntanlega kemur út á næsta ári eitt bindi í tvíblöðungaflokki ljósprentun af rímnabókinni í Wolfenbuttel. Inn í ritsafnið Rit Handrita- stofnunar íslands hefur verið tekið sem 1. bindi Skarðsárbók, Jakob Benediktsson gaf út. 2. bindi Svarfdælasaga, sem fyrr er nefnd. Þá eru Riddarasögur og hafa þessi bindi komið út af þeim; 1. bindi Dínus saga drembláta, Jónas Kristjánsson bjó til prent- unar. 2. bindi. Viktors saga og Blávus, Jónas bjó einnig til prentunar. 1 undirbúningi er nú útgáfa eftirfarandi rita: 3. bindi. Fær- eyingarsaga, Ólafur Halldórsson bjó til prentunar. . bindi Lárent- ius saga biskups, Árni Björnsson bjó til prentunar. 5. bindi. Árna saga biskups, Þorleifur Hauks- son bjó til prentunar. 6. bindi. Hjálmþórs saga og Ölvis R. Harris bjó til prentunar. 7. bindi. tslenzk rithöfundatöl og sagnatöl frá siðaskiptum til síð- ari hluta 18. aldar. Jón Símonar- son bjó til prentunar. Ennfremur eru í undirbúningi fyrsta bindi af Rímnasafni, sem á að taka við af Rímnasafni Finns Jónssonar og ná til siða- skipta. Aðalútgefandi er Ólaf- ur Halldórsson. Á blaðamannafundi með pró- fessor Einar Ól. Sveinssyni, próf. Hreini Benediktssyni, próf, Guðna Jónssyni og Ólafi Hall» dórssyni cand. mag., sagði próf. Einar, að fyrir milligöngu Menntamálaráðuneytis hefði Handritastofnunin fengið styrta frá UNESCO til að láta skrá ís- lenzk handrit erlendis, þau sem óskráð eru eða miður vel skráð kunna að vera og láta síðan gera filmur af þeim eða ljóg- myndir, eða raunar öllum ís- lenzkum handritum, sem eftir verða erlendis þegar Danir hafa skilað til fslands þeim handrit- um, sem hin kunnu lög gera ráð fyrir. Þá gat próf. Einar gjafa til Handritastofnunarinnar, sem borizt hafa á undanförnum ár- um. Auk þess hafa stofnuninni borizt handrita- og bókagjaíir, m.a. frá dönskum konum til merkis um vinarhug þeirra. Prófessorinn sagði að lokum, að unnið hefði verið um skeið að húsi fyrir Handritastofnun- ina. Er það svo á veg komið, að búast má við, að unnt verði áð- ur en langt um líður að birta aðalteikningar, og von er til, að unnt verði að hefja byggingu á komandi vori. Eyjólfur K. Sigurjónsson löggiltur endurskoðandi Flókagötu 65. — Sími 17903. Sigurðux Haukur Guðjónsson. skrifar um BARNA- OG UNGLINGABÆKUR STROKUBÖRNIN Höfundur: Hugrún. Útgefandi; Bókaútgáfan FróðL Offssetprent hf. Bókbindarinn hf. Torfi Jónsson teiknaði kápo. ÉG las þessa bók mér til mik- illar ánægju. Höfundi hefir vissulega tekizt að gæða bókina því lífi, er til þarf, svo hún haldl athyglinni vakandi frá upphafi til enda. Segir hann í noikkrum íormálsorðum, að sagan sé til erðin eftir samnefndu leikriti, er hann samdi fyrir barnatíma út- varpsins. Slíkt er barnabók kost- «r. Atburðarásin verður hraðari Og minna lagt upp úr löngum •viðslýsingum, sem að visu geta glatt sjónir aldiaðra, en börn hafa enga þolinmæði, t.þ.a. horfa á, svo þau njóti. Sögupersónur eru fáar en einkar skýrar. Lýsing höfundar af hoftróðunni, frænku barn- anna er mjög miskunnarlaus og hefi ég vart séð slíkum auðleg- um geldkindum betur gerð skil. Að vísu má um það deila, hvort ekki sé nornareðli frænkunnar um of dregið fram, en höfund- ur ætlast sjálfsagt til þess að enginn lesandi blekkist t.þ.a. gera hana að fyrirmynd sinni. Aðalsöguhetjurnar, Anna og Pétur, eru aðlaðandi börn, laus við væmni okkar hinna full- orðnu og skemmileg á flestan hátt. Andstæðu frænkunnar finna lesendur í öðlingshjónun- um Magnúsi og Sigríði á Völl- um. Þeim er mjög þokikalega gerð skil, þó finnst mér renna út í fyrir höfundi, er hann lýsir viðræðum barnanna og Magnús- ar eftir heimsókn frænkunnar að Völlum. Fæ ég ekki betur séð, en sú síðan hefði mátt falla út, því þar kemur í ljós annar Magnús, en höfundur lýsir fyrr og síðar í bókinni. Mál höfundar er létt og skemmtilegt, enda agað til hlýðni. Til lýta tel ég, að borgin sem börnin heimsækja frænku sína í skuli heita Reykjavík. Lítil börn sem strjúka þaðan, ná aldrei á einni nóttu, þó hraðstíg séu, því umhverfi, er heimland Valla prýðir í bókinni. Silík aug- ljós skekkja 1 staðsetningu sög- unnar hlýtur að veikja sann- leiksgildi hennar 1 augum ungra lesenda. Letur bókarinnar er skemmti- legt og prentun góð. Þó hugsaði ég oft meðan á lestri stóð: Getur verið að magn prentsvertunnar hafi verið of mikið fyrir annars mjög góðan pappír? Á stöku stað gætir of mikils hraða í afrétt- ingum á síður. Prervtviluir eru nokkrar. Ekki veit ég, hvort sami mað- ur og gefið var upp að gert hafi káputeiknmgu hafi og gert mynd ir bókarinnar. Sjálfsagt eru þær dregnar af list, en ekki eru þær að sama skapi fallegar. Bók- in segir Önnu 10 ára, Pétur 7. Slikt fæ ég ekki lesið úr mynd- um eins og t.d. á bls. 73. Sem heild er þetta eiguleg bók og bæði höfundi og útgefanda til sóma. jólabækurnar fást hjá okkur einnig úrval af enskum, amerískum og þýzkum bókum til jólagjafa. Lítið í gluggana. Hafnarstræti 9. Símar 11936, 10103. SnobjörnH(rasson&&.h.f THE ENGIISH B00KSH0P

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.