Morgunblaðið - 28.12.1966, Blaðsíða 22
r
22
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 28. des. 1988
Friðarboðskapur jólanna ríkti
ekki á ensku knattspyrnuvöllunum
AÐ vanda voru annatímar hjá
ensku knattspyrnufélögunum
um jólin og tvær umferðir leikn-
ar, sem ævinlega eru taldar hafa
mikil áhrif á endanlega stöðu
liðanna.
Liverpool virðist vera að ná
sér eftir stóra tapið gegn holl-
enska liðinu Ajax í Evrópubikar
keppninni og vann Ohelsea tví-
vegis með 2-1 Liverpool komst
iþar með um stund á toppinn á
ensku töflunni — hafði sömu
stigatölu og Manch. XJth, en betra
markahlutfall. Manch. Utd. vann
svo Sheffield Utd í gær með
2-0 og komst aftur í efsta sæti
töflunnar með 32 stig eftir 23
leiki. Liverpool er með 30 stig
eftir 22 leiki
Boðskapur jólanna um frið og
sáttfýsi var ekki í heiðri hafður
1174
bókaðir
KNATTSPYRNAN í Eng-
landi verður grófari og gróf
ari ef dæma má af dómara-
skýrslum. í öðrum hverjum
leik að meðaltali fá leikmenn
1. deildarliðanna „bókar“
dómarinn einn eða fleiri.
Þetta er hin sára staðreynd
sem blasir við forystumönn-
um enskrar knattspyrnu eftir
happasællt ár, sem m.a. færði
England I fyrsta sinn heims-
meistaratitil í knattspyrnu.
Margir telja ástæðuna vera
hærri Iaun og meiri spennu
meðal atvinnuleikmanna.
Á s.l. keppnistímabili voru
1174 leikmenn „bókaðir" og
þar með kærðir til aganefnd-
ar enska sambandsins — fyrir
„óheiðarlegan Ieik“ slagsmál
eða mótmæli við dómara. Al-
drei hafa slíkar kærur verið
fleiri.
1962-3 voru kærurnar 1001,
1036 árið eftir. Þá gaf sam-
bandsstjórnin út áskorun og
aðvörun til leikmanna og féll
þá fjöldi kæranna niður í
879. En þegar árið eftir hækk-
aði fjöldi kæranna á ný og
nær nú hámarki.
á ýmsum enskum knattspyrnu-
völlum og upp úr sauð á stöku
stað. Sheffield Utd. hafði alger
tök á Manch. Utd. í fyrri leikn-
um en þar þurfti að taka 15
manns úr umferð og aðrir þrír
voru fluttir í sjúkralhús særðir
eftir flöskukast.
f „jóla-leik“ Chelsea og Liver-
pool gerði Marvin Hinton
(Chelsea) sjálfsmark á 21. mín
er hann ætlaði að bjarga í horn.
Liverpool kemst svo í 2-0 fyrir
hlé en í þeim síðari minnkaði
Chelsea bilið.
51920 manns sáu síðari leik
sömu liða í Liverpool. Fyrri
hálfleikurinn var markalaus, en
síðar komst Liverpool í 2-0 fbr-
ystu en Ohelsea minnkaði bilið
undir lokin.
Hér koma svo úrslit leikjanna
um jólin:
1. deild.
Arsenal — Sauthampton 4-1
Blackpool — West Ham 1-4
Burnley — Stoke 0-2
Leeds — Newcastle 5-0
Leicester — Fuliham 0-2
Liverpool — Chelsea 2-1
N. Forest — Everton 1-0
Sheffield U. — Manchester 2-1
Sunderland — Aston Villa 2-1
W.B.A. — Tottenham 3-0
2. deild:
Birmingham — Northampton 3-0
Bristol City — Bolton 1-1
Cardiff — Crystal Palace 1-2
Carlisle — Blackburn 1-2
Coventry — Rotherham 4-2
Derby — Wolverhampton 0-3
Hull — Huddersfield 2-0
Ipswieh — Charlton 0-0
Millwall — Norwic'h 2-1
Portsmouth — Plymouth 2-1
24. des.
1. deild.
Chelsea — Liverpool
Newcastle — Leeds
2. deild:
Preston — Bury
Wolverhampton — Derby
26. desember.
1-2
1-2
2-2
5-3
27. des.
1. deild.
Aston Villa — Sunderland 2-1
Fulham — Leicester 4-2
Manchester U. — Sheffield U. 2-0
Sheffield W. — Manchester 1-0
Southampton — Arsenal 2-1
Stoke — Burnley 4-3
Tottenham — W.B.A. 0-0
Á myndinni eru þeir, sem kepptu til úrslita, talið að framan:
Helgi, Jón, Haraldur, Jóhannes, Hörður og Jafet.
Unglingamót í badminton
UNGLMGAMÓT í badminton, I húsi Vals, laugardaginn 17. des.
einliðaleik, var haldið í íþrótta- | í mótinu tóku þátt um 30 ungl-
Pele sem áhuga-
maöur í Þýzkalandi ?
PELE, brasiliski knattspyrnu-
kappinn, mun innan skamms
flytjast til V-Þýzkalands til að
ljúka námi í logsuðutækni.
S-Amerísk blöð hafa skrifað
um það að ferli Pele sem knatt-
spyrnumanns sé lokið. Pele hefur
sjálfur sagt að hann hygðist
skipta um bústað en neitað því
að hann hefði lagt knattspyrnu-
skóna á hilluna.
— Nú ætla ég mér að slappa
af um tíma eins og venjulegur
maður. En ég mun væntanlega
Ieika með þýzku liði sem hver
annar áhugamaður.
Þýzkum blaðamönnum hefur
ekki tekizt að fá upplýst hvaða
þýzkt lið er um að ræða eða nán
ar um Þýzkalandsdvöl hins fræga
brasiliska knattspyrnu-milljóna-
mærings.
ingar frá T.B.R., K.R. og Í.A.
Þetta er í annað skipti, sem
unglingamót er haldið og er ætl-
unin að halda það framvegis síð-
asta laugardag fyrir jól. í mót-
inu voru leiknir margir skemmti-
legir leikir og sýndu unglingarn-
ir mjög mikinn áhuga. Keppt var
í þrem flokkum. í unglingaflokki
sigraði Haraldur Kornelíusson
T. B. E. Hörð Ragnarsson Í.A.
15-9 og 15-12. í drengja-
flokki sigraði Jóhannes Guðjóns-
son Í.A., Jafet Ólafsson T.B.R.
11-6 og 11-3 og í sveina-
flokki sigraði Jón Gíslason T.B.R.
Helga Benediktsson T.B.R. 15-10,
9-11 og 1-11.
Fyrstu og önnur verðlaun voru
veitt í hverjum flokki. Auk þess
voru veitt sérstök verðlaun fyrir
góðan leik og var það vandaður
badmintonspaði og hiaut hann
Jóhannes Guðjónsson Í.A. Spað-
ano gaf Leifur Miiller, einn af
félögum T.B.R.
2. deild.
Black'burn — Carlisle 2-0
Huddersfield — Hull 1-1
Northampton — Birmingham 2-1
Norwic'h — Milwall 1-1
Plymouth — Portsmouth 0-0 Rotherham — Coventry 1-1
Staðan er þá þessi:
1. deild:
1. Manchester U. 32 stig
2. Liverpool 30 —
3. Stoke 29 —
4. Chelsea 28 —
5. Leeds 27 —
2. deild:
1. Wolverhampton 30 stig
2. Coventry 29 —
3. Ipswich 28 —
4. Blackburn 28 —
5. Millwall 28 —
Forsetinn stniiestir lög
Á FUNDI ríkisráðs í Reykjavík
í dag staðfesti forseti íslands
eftirgreind lagafrumvörp:
1) Frumvarp til laga um heim
ild til verðstöðvunar.
2) Frumvarp til laga urr
breyting á lögum nr. 29/1956, um
atvinnuleysistryggingar.
3) Frumvarp til laga um breyí
ing á lögum nr. 68/1934, um
útvarpsrekstur ríkisins.
4) Frumvarp til laga um brey'
ing á lögum nr. 34/1963, um
verðjöfnun á olíu og benzíni.
5) Frumvarp til laga um breyt
ing á lögum nr. 45/1963, um
iðnlánasjóð.
6) Frumvarp til laga um heim-
ild fyrir ríkisstjórnina til að
ábyrgjast lán til kaupa á síldar-
flutningaskipi o.fl., og
7) Frumvarp til fjárlaga fyrir
árið 1967.
Ennfremur staðfesti forseti al-
þjóðafjarskiptasamning, sem gerð
ur var í Montreux 12. nóv. 1965,
skipaði J. Guy Gauvreau aðal-
ræðismann íslands í Montreal
og frú Margaret Ellen Lahey
ræðismann íslands í Ottawa og
veitti Brian D. Holt viðurkenn-
ingu sem ræðismanni fyrir
Stóra-Bretland í Reykjavík.
Þá voru staðfestar ýmsar af-
greiðslur, sem farið höfðu fram
utan ríkisréðsfundar.
Ríkisráðsritari 23. des. 1966.
(Frétt frá ríkisráðsritara)
Frá happdræiti
Styrktarfélags
vangefinna
Dregið var í happdrætti Styrkt
arfélags vangefinna á Þorláks-
messu, en vinningsnúmerin eru
innsigluð og varðveitt hjá borg-
arfógetaembættinu þar til skil
hafa borizt af öllu landinu, sem
væntanlega verður um miðjan
janúar.
Siglfirðingar
fengu jólatré
frá Herning
Siglufirði, 27. des.
AÐ KVÖLDI Þorláksdags var
kveikt á jólatré á Ráðhústorgi,
en tréð er vinargjöf frá Herning,
vinabæ Siglufjarðar í Danmörku,
en Siglufj arðakaupstaður hefur
um árabil fengið sent tré þaðan.
Jóhann Jóhannsson, skólastjóri
varaformaður Norræna félags-
ins á Siglufirði, afhenti tréð, en
danski vararæðismaðurinn hér,
Egill Stefánsson, tendraði ljós á
trénu. Karlakórinn Vísir söng
jólalög og Lúðrasveit Siglufjarð-
ar lék nokkur lög.
Hér - hefur verið sæmileg tíð
fyrir jólin, þó nokkur snjókoma
hafi verið. Jólahald fór fram með
friði og spefct. — Stefán.
Á aðfanga-
dagskvöld
Jóla
ÞAÐ væri að bera I bakka-
fullan lækinn að tala um allt
jólaUmstangið og hinn ytra undir
búning jólanna, eins og hann
gerist nú um stundir. Sama væri
og hitt að hnjóða í útvarpið og
þá sem undirbjuggu dagskrá jól
anna og tóku þátt í flutningi
hennar. Ég ætla heldur að láta
hvort tveggja ógert, en stikla á
því helzta, sem hreif mig þetta
jólakvöld.
Látum veðrið og hálkuna liggja
milli hluta þetta kvöld og unuan
farna daga, en vert er að geta
þess að mest mun það vera lög
reglunni og SFÍ að þakka, að
-kki urðu fleiri slys um þessar
mundir.
Ég byrja á því að ég og dóttir
mín fórum í sóknarkirkju okkar
hér í Hlíðahverfinu og erum
komin þangað klukkan hálfsex.
oéra Arngrímur sté í stólinn,
krossaði sig og flutti tilþrifa-
nikla ræðu, og fannst mér öll
framkoma hans yfirlætislaus og
jX maðurinn mjög í áliti mínu.
-ig stóð allan tímann í kirkjunni
an dóttir mín sat og eftirlét ég
írú einni sæti mitt hjá henni.
Förum síðan heim í aliri hálk-
unni. Matur beið á borðum,
kveikt var á jólaljósunum hjá
myndum nýlátinna ástvina. Ekki
má gleyma hinni dásamlegu svítu
nr. 3 í g. dúr eftir Bach. Svo
kemur vinur okkar dr. Páll, sezt
að orgelinu og leikur jólasálma,
en söngmenn syngja einsöng og
tví-söng, en við hlustum hug-
íangin.
Eftir aftansönginn og máltíðina
er dóttirin orðin óþreyjufull eftir
að sjá jólagjafirnar og er þvi
gengið að jólatrénu og gjöfun-
um útbýtt. Ein bezta jólagjöfin
til allra sem hlustuðu á útvarpið
tel ég hafa verið þá, er tilkynn-
ingin sem kom um það að
sænska skipið, sem sagt hafði
verið frá fyrr um daginn, að
hafði verið að sökkva, væri úr
allri hættu.
Að lokum vil ég minnast þesa
atburðar, sem ég tel verða tal-
inn merkastan þetta jólakvöld,
en það var messa biskupsins, dr.
Sigurbjörns Einarssonar í sjón
varpinu. Hin tæknilega hlið upp
tökunnar var með ágætum og
prédikun biskups, alvöruþungi
hennar, látleysi og hin fágaða
framganga hans verður sjálfsagt
öllum, sem sáu og heyrðu ó-
gleymanlegt.
Það rifjaðist þarna upp fyrir
mér koma hans til Hólmavíkur
fyrir tveim til þremur árum.
Kallaði hann þá börnin til sín,
en ég var þar staddur ásamt
dóttur minni og þótti börnunum
öllum gott að koma á biskups-
fund. Hann ræddi við börnin og
kenndi þeim eitt vers úr Passíu-
sálmunum:
Ég fel í sérhvert sinn
sál og líkama minn
í vald og vinskap þinn
vernd og skjól þar ég finn.
aldrei hef ég skilið betur en
þegar blessuð börnin hlupu til
þessa drottins þjóns, orð meist-
arans: Leyfið börnunum, að
koma til mín og bannið þeim
það ekki, því að slíkra er guðs-
ríkið.
Engan hef ég heyrt flytja frið
arbæn með meiri alvöruþunga en
biskupinn þessa jólanótt, og þá
komu mér í hug orð Jóns biskups
Ögmundarsonar, að hvenær sem
hann heyrði góðs manns getið,
minntist hann fóstra síns, ísleifs
biskups, sem verið hefði „allra
manna snjallastur, allra manna
vænstur, allra manna beztur".
Mál þetta skal ég svo ekkl
lengja, en að lokum vil ég þakka
bæði útvarpi og sjónvarpi, og
öllum þeim sem þar voru að
verki þessa jólanótt.
Gleðilegt nýtt ár í guðs friði.
Á annan í jólum,
Guðmundur HraundaL