Morgunblaðið - 28.12.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.1966, Blaðsíða 24
I Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins 297. tbl. — Miðvikudagur 28. desember 1966 ísing rýfur síma- og rafmagnslínur Jólin haldin við kertaljós í Mýrdal Litla-Hvammi, Mýrdal, 27. des. A®FANGAI>AG jóla var hér nokkuð frosthart, en á jólanótt brá til snjókomu. Á jóladag var hér iðulaus stórhríð með frosti allan daginn, en blotnaði undir kvöld og var slyddubylur fram eftir kvöldi með þeim afleiðing- um, að mikil ísing hlóðst á síma- og rafmagnslínur. Háspenrmlínan frá Sogi til Víkur í Mýrdal fór illa af ísing- unni og brotnuðu 9 staurar vest- an við Skeiðflöt. Einnig slitnuðu rafmagnslínur á nokkrum stöð- um. Mnður fyrir bifreið SLYS varð á Miklubraut á móts við samkomuhúsið Lídó lun kL hálf tvö í fyrrinótt, en þar var ekið á mann með þeim afleið- ingum að hann lærbrotnaði. Slysið varð með þeim hætti, að maðurinn sem fyrir bifreiðinni varð gekk eftir syðri akbrautinni á móti umferðinni. Var hann í fylgd með tveimur félögum sín um og höfðu þeir stöðvað bifreið og ætluðu að stíga inn í hana. Bifreiðastjórinn segir, að mað- urinn hafi kcanið í veg fyrir bifreiðina og hafi hann séð hann of seint, til þess að unnt hafi verið að forða slysL Maðurinn sem slasaðist var fluttur iærbrotinn á Landakots- spítala, en geta má þess að hált var á gangstéttum, að sögn lög- reglunnar og munu mennirnir því hafa freistazt til að ganga á akbrautinnL Við urðum því rafmagnslaus á jólakvöld og héldum jólin við kertaljós hér í sveitinni. Víkur- þorp hafði rafmagn frá diísilstöð þar. Var þvi svo einnig hleypt á rafmagnslínur til mikils hluta af sveitinni í gærkrvöldi. Verður stöðin í gangi, þar til viðgerð er lokið á línunni. Símalínur biluðu einnig víða í Mýrdal af völdum ísingarinn- ar, aðallega við Skeiðflöt. Vagurinn um Mýrdal lokaðist í bylnum, en var ruddur á ann- an í jólum og er nú greiðifær. Miklar hálkur eru þó. Nokkuð hetfur rignt í dag og er snjóinn óðum að taka upp. — Sigþór. Samið í gær við Rússa um kaup á flökum og heilfrystum fiski Samningaviðraeðttm ekki lokið í IVfioskvu - lýkur ef til vill í dag MORGUNBLAÐIÐ átti i gær símtal við dr. Kristin Guð- mundsson, sendiherra í Moskvu, og spurðist fyrir um samninga- viðræður þær, sem þar hafa far- ið fram um kaup Rússa á fryst- um fiski. Sendiherrann sagði, að búið væri að semja um verð á flökum og heilfrystum fiski, en þó væri um bráðabirgðamagn að ræða. Dr. Hermann Einarss. fískiiræðingur, lútinn Beið bana i umferðaslysi i Aden á jóladag DR. Hermann Einarsson, fiski- fræðingur, beið bana á jóiadag í nmferðarslysi I Aden, þar sem hann starfaði á vegum FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Dr. Hermann Einarseon fædd- ist 9. deseanber 1913 í Reykjavík, sonur hjónanna Einars Her- mannssonar, yfirprentara, og Helgu Helgadótbur. Hann varð stúdent frá MR 1934, mag. scient. í dýrafræði f t á Kaupmannahafnarbáskóla 1941. Starfaði hann í Höfn til 1945 og lauk doktorsprófi þar um ljósátu Norður-Atlantsihafs- ins. Hann stanfaði sem fiskifræð- ingur hjá Atvinnudeild Háskóla íslands 1946-1956 og vann að sjó- og svitfrannsákmim, svo og síld- arrannsóknum. Hermann starfaði í Istanbul 1956—‘1958 á vegum FAO og skipulagði fisk- og hafrannsóknir fyrir Tyrkland. Starfaði við fiskideild Atvinnudeildar 1958— 1080. Hann réðist afbur til FAO og starfaði í Perú við skipulagn- ingu haf- og fiskirannsókna þar. í Perú var Hermann, þar til hann fór til Aden á sl. vori. Fjöldi vísindalegra ritgerða og greina Skrifaði dr. Hermann í fræðigrein sinni. Hann var kvæntur öldu Snæ- hókn. Hefðu samningar einmitt tekizt gær. Dr. Kristinn kvað enn eftir að semja um ýmis atriði, svo sem síldarsölur, en hann sagðist von- ast til að unnt yrði að ljúka samningunum í dag, miðvikudag. „Samningamennirnir, sem komu að heiman, eru búnir að vera hér líklega meira en hálf- an mánuð“, sagði dr. Kristinn, „en þeir eru Arni Finnibjörnsson, framkvæmdastjóri Sölumiðstöðv ar hraðfrystihúsanna og Bjarni V. Magnússon, framkvæmda- stjóri Sjávarafurðadeildar SÍS. l>á er hér einnig til samninga- viðræðna við Rússa Guðmundur Jörundsson, útgerðarmaður, en hann hefur selt Rússum heilfryst an fisk úr togara sínum, Narfa“. Að lokum kvað dr. Kristinn veður vera gott og Moskvu, ekki kalt, því næði ekki 20 gráðum. milt 1 frostið í VETRARHÖRKUNUM endurnar á Tjöminni þakk- látar fyrir hvern brauðmola, sem þeim er gefinn. Svo er einnig með gæsirnar hér á ! myndinni, sem þiggja með þökkum brauðmola úr hendi hugulsamra. En ekki má I gleyma öðrum fuglum him- ; insins. I»að kostar ekki mikið ! að henda til þeirra brauð- mylsnu eða komi út um gluggann, en veitir gleði og : ánægju, ekki sízt bömum. ; — Ljósm.: Sv.I>. ! Skipbrotsmennirnir flestir farnir heim Réttað í málinu í Rretlandi - fulltrúar útgerðar og vátrygg- ingafélags koma hingað í GÆRMORG UN fóru utan skipbrotsmenn af brezka togaran uoi Boston Wellvale sem strand- 6 Bretar grunaðir um innbrot og þjófnaði Hermann Einarsson Á aðfaranótt annars í jólum var brotizt inn í skartgripaverzl un Kornelíusar Jónssonar á Skóia vörðustíg oð stolið þaðan skart gripum, aðallega gullhringum fyrir um 6000 krónur. Hringt var á lögregluna sem þegar kom á vettvang og þá voru innbrotsþjófarnir horfnir, en glöggur lögregluþjónn rakti slóð þjófanna að húsi þar í grennd og við rannsókn kom í ljós að þar bjuggu 8 Bretar, sem komið höfðu hingað til lands í haust og vetur í atvinnu- og kvennaleit að því er þeir tjá lögreglunni. Bretar þessir eru algjörir heimshornaflakkarar og að sögn lögreglunnar sem kom í húsnæði þeirra og var umgengnin mjög léleg, sváfu þeir í fletum á gólf inu um alla íbúðina. Tveir mann anna hafa gefið það upp að þeir vinni við höfnina, en hinir munu ekki vinna að staðaldrL 1 gær voru sex af Bretunum 8 enn í fangahúsinu við Skóla- vörðustig og er rannsókn máls- ins ekki lokið. Friðsöm jól í Keflavík Keflavík 27. des. Jólahátíðin hér fór virðulega og friðsamlega fram. Bærinn var skreyttur jólatrám, þar á meðai stóru tré frá vinabænum Krist- ianssand í NoregL Veður var frekar erfitt þessa daga, snjókoma, kuldi og storm- ur. Engin slys eða önnur óhöpp hentu þessa daga og eru nú fram undan jólatrésskemmtanir barna, bæði á vegum kaupfélagsins og kvenfélagsins. aði við fsafjarðardjúp á fimmtu- daginn var. í hópnum sem fór með flugvél frá Loftleiðum til Glasgow voru 16 skipsverjanna, en vestur á ísafirði eru skipstjóp inn og sá er verið var að flytja þangað vegna naflaslits er tog- arinn strandaði, — en hann er rúmliggjandi þar. Á morgun fimmtudag eru vænt aniegir hingað til lands Páll Aðalsteinsson skipstjóri sem kera ur á vegum útgerðarfélagsins Boston Deepsea Fishing Co. — eigenda hins strandaða togara, og fulltrúi frá vátryggingafélag- inu. í>eir munu hraða för sinni vestur og kanna ástand og horf- ur á strandstað með tilliti td möguleika á björgun Ðoston Welivaie. Togarinn mun lítið sem eklkert hafa hreyfzt frá þvi hann strandaði, en sjór er i vél- arrúmi og er þar flóð og fjara eins og fréttaritari MbL á ísa- firði komst að orði. Að því er Einar Einarsson, full trúi bæjarfógeta á ísafirði, tjáði Morgunblaðinu í gær verðup ekki réttað þar við embættið vegna strands togarans. Einar kvað ekki hafa verið óskað eftir því að sjódómur yrði á ísafirði vegna strandsins og bjóst hann við því, að sjódómur yrði haldinn í Bretlandi er skipstjórinn kæmi þangað. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.