Morgunblaðið - 28.12.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.12.1966, Blaðsíða 3
Miðvíkuðagur 28* des. 1966 MORCU NBLAÐIÐ 3 23 fangar siuppu úr brezkum fangeisum yfir hátíöarnar - Dm 500 hafa fluið á árími Plymouth, 27. des. NTB-AP AF tuttugu og þremur föng- um, sem sluppu úr brezkum fangelsum yfir jólahátíðina eru þrettán enn lausir, en þyrlur og f jölmennt lögreglu- lið leitar þeirra. Jafnframt fer vaxandi gagnrýnin á á- stand fangelsismálanna í Bret landi, en eftir því, sem meiri uoplýsingar eru gefnar um lélegan öryggisútbúnað í fangelsunum flýja fleiri fang ar dag frá degi. Nú munu um fimm hundruð fangar hafa sloppið úr hrezkum fangels- um á þessu ári. Eftir að njósnarlnn George Blake, slapp úr haldi fyrir rúm- um tveimur mánuðum var stkip- uð nefnd, undir forsæti Mount- battens lávarðar, til þess að kanna ástand fangelsismála í landinu og koma með tillögur til úrbóta. í síðustu viku birti hann skýrslu, þar sem sagði, að ekkert fangelsi í öllu landinu (hefði nægilegan öryggisbúnað. Þá þegar höfðu fangar verið að sleppa úr haldi vikum saman, einn og einn í senn, en síðustu dagana hafa þeir sloppið í stór- hópum, síðast á annan jóladag sluppu átta fangar úr Dartmoor fangelsinu og þrír úr Leyton. Ekki er vitað með hvaða hætti fangarnir í Leyton komust burt, en í Dartmoor hafði svo háttað, eð 24 fangar voru í leikfimi í úti húsi frá aðal fangahúsinu, og var þar aðeins einn vörður að gæta Bíllinn kom d nr. 34573 Á AÐFANGADAG var dregið hjá borgarfógeta í happdrætti Krabbameinsfélags Reykjavikur. Vinningurinn, sem er Pord bif- reið, kom á miða númer 34573. Handhafi vinningsmiðans er beðinn um að snúa sé til skrif- stofu Krabbameinsfélagsins að Suðurgötu 22. þeirra, auk leikfimikennarans. Fangarnir réðust á þá, slógu þá niður og tóku af þeim lyklana, — klifruðu síðan yfir fangelsis- múrinn, sem er um 10 metrar á 'hæð. Einn náðist en átta kom- ust burt, og hurfu sjónum fanga varðanna út á heiðina umhverf- is. Svarta þoka var og súld sem skýldu föngunum á flóttanum. Montbatten, lávarður, hefur gert ýmsar tillögur til endurbóta og þegar verið hafizt handa um að framkvæma sumar þeirra, m.a. að setja upp sjónvarpseftir- litskerfi. Einnig hefur hann lagt til, að byggt verði fullkomið fangélsi fyrir hættulega fanga á eyjunni Wight. Kópovogur: Jólokgnaður JÓLATRÉSFAGNAÐUR Sjálf stæðisfélaganna í Kópavogi verð ur haldinn í Sjálfstæðishúsinu, Borgarholtsbraut 6, fimmtudag- inn 29. des. kl. 4 Jólasveinninn Kertasníkir kemur í heimsókn. Aðgöngumiðar afhentir í skrif- stofu Sjálfstæðisfélaganna mið- vikudag og fimmtudag kl. 2-5, sími 40708. Takið miða tíman- lega því húsrými er takmarkað Nefndin. Tónleikar ó ó morgun FIMMTUDAGINN 29. desember verða 7. árskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar fslands á þessu starfsári haldnir í Háskólabíói og hefjast kl. 20,30. Þetta verða næst seinustu tónleikar hljóm- sveitarinnar á fyrra misseri, og tnun endurnjýun áskriftarskír- iteina fyrir síðara misserið hefj- ast í byrjun janúar. 1 Stjórnandi er að þessu sinni Ragnar Björnsson, en fjórir ein- leikarar koma fram, þeir Krist- ján Þ. Stephensen, Gunnar Egil- son, Hans P. Franzson og David Ifice. Öll verkin, sem flutt verða á tónleikunum eru eftir Mozart. Þau eru frá ýmsum skeiðum ævi ihans. Leikin verða Serenata Notturna í D-dúr, sem Mozart samdi á unglingsárunum, kon- sort-sinfónía (fyrir blásarakvart ett og hljómsveit), sem hann samdi liðlega tvítugur að aldri, g-moll sinfónían nr. 40, sem Moz art samdi tíu árum síðar og for leikurinn að óperunni „Töfra- flautan“, sem samin var nokkr- um mánuðum áður en hann dó. Verkefnavalið mun .þvi veita á- hevrendum prýðilega yfirsýn yfir feril hins dáða snillings. Vinur Sukarnos dæmdur til dauða Djakarta, 27. des. AP-NTB OMAR Dhani, fyrrum yfir- maður flughers Indónesíu var í dag dæmdur til dauða fyrir sérstökum herrétti í Djakarta. Var hann sekur fundinn um að hafa átt aðild að eða aðstoðað við byltingar tilraunina haustið 1965. Þegar dómurinn var lesinn upp var tekið fram, að Dhani hefði borið við yfirheyrslur, að Súkar- no forseti hafi vitað um bylting aráformin og enga tilraun gert til þess að hindra framkvæmd þeirra. Hann hefði þvert á móti sagt við Subandrio, utanríkisráð herra, er hann sagði honum frá ráðagerðunum um aftöku hers höfðingjanna sex, — „gott, mjög gott“, — og klappað honum á herðarnar. Hershöfðingjarnir sex voru myrtir í byltingartilrauninni 1. október 1965. Dhani bar einnig fyrir rétt- inum að hann hefði eingöngu hlýtt fyrirskipunum frá Sukarnó forseta en þá staðhæfingu tók rétturinn ekki gilda, taldi hann sjálfan bera ábyrgð á aðgerðum sínum. Þegar kunnugt varð um dauða dóminn yfir Dhani urðu kröfu- raddirnar í Djakarta og víðar um brottvikningu Sukarnos úr emb- ætti enn háværari, þingfulltrúar kröfðust þesss að Sukarno yrði leiddur fyrir rétt óg fjórir áhrifa ríkir Muhameðstrúar menn hafa sakað Sukarno um að vinna að því að auðvelda kommúnistum að taka til starfa á ný. Yfirmaður fangelsismála í Dja- karta hefur upplýst að 10,000 Bíll lennur ó lækni Á FIMMTA tímanum I gær rann fólksbíll á Ólaf Þorsteinsson, lækni, þar sem hann var á gangi norður gangstéttina við Póst- hússtræti. Ólafur var fluttur í Slysavarðstofuna, en meiðsli hans munu ekki alvarlegs eðlis. Slysið varð með þeim hætti, að bíllinn var á leið austur Kirkjustræti og ætlaði ökumað- ur að beygja suður Pósthús- stræti. En bíllinn rann þá beint austur yfir gatnamótin og upp á gangstéttina austan megin Póst- hússtrætis, þar sem Ólafur var á gangi. Sauðárkrókur HIÐ árlega spilakvöld Sjálf- stæðisfélaganna verður n.k. föstu dagskvöld í Bifröst og hefst kl. 8.30. Séra Gunnar Gislason flytur ávarp og spiluð verður félags- vist. Góð spilaverðlaun veitt meðlimir kommúnistaflokksins, sem nú er bannaður, sitji í fang- elsum hingað og þangað um Indó nesíu — en a.m.k. 140.000 félags- bundnir kommúnistar séu frjáls- ir. Mikið hefur verið um funda- höld yfirmanna hersins og Su- karnos forseta að undanförnu m.a. vegna hinnar hörðu gagn- rýni á forsetann Hann hafði við orð fyrir nokkrum dögum, að vera kynni að hann færi til út- landa innan skamms og mundi þá taka með sér nokkra blaða- menn. Sukarno hefur áður brugð ið sér út fyrir landsteinana, þegar gagnrýnisöldurnar hafa risið hátt heima fyrir. Á mánu- dag tilkynntu hins vegar yfir- menn hersins, að þeir hefðu náð samkomulagi . við Sukarno um það hvernig fjarlægja skyldi þær hindranir, sem staðið hafa í vegi fyrir því að stjórnin gæti komið umbótaáætlun sinni í fram- kvæmd. Á laugardag var lagt fyrir þing Indónesíu fjárlagafrumvarp sem unnið var með aðstoð sér- fræðinga frá alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. Er þar gert ráð fyrir ýmsum mikilvægum ráðstöfun- um til þess að reyna að koma efnahag landsins á réttan kjöl. 1 frumvarpinu er ákvæði um aukna fjárfestingu og ráðstafanir er tryggi að forseti geti ekki þjóðnýtt eignir erlendra aðila. Svonhildur Þorsteinsdóttii lótin FRÚ Svanhildur Þorsteinsdóttir, rithöfundur, lézt í Reykjavík á annan dag jóla. Svanhildur fæddist 17. nóv ember 1905 í Reykjavík, dóttir Þorsteins Erlingssonar, skálds, og Guðrúnar Jónsdóttur Erlings, konu hans. Hún var gift Sæmundi Stef- ánssyni, stórkaupmanni, og áttu hjón tvo syni, Þorstein og Stefán. Árið 1943 gaf Svanhildur út bókina Álfaslóðir, sem er safn af smásögum. Átti hún allmargar sögur óprentaðar er hún lézt. Þá hafði hún einnig umsjón með útgáfu á verkum föður síns. Auk þess skrifaði hún margar greinar í blöð og tímarit. Svanhildur átti sæti I stjórn Rithöfundafélags fslands og ís- lenzka PEN-klúbbsins. Hafnarfiarðar- vegurinn teppfist m jóladag Á jóladag gerði stórhríð í Reykj avík og nágrenni. Varð er á leið daginn mjög þung færð í út- hverfum borgarinnar og á Hafnar fjarðarvegi við Hraunsholtslæk myndaðist mikill skafl. Festist þar fjöldi bíla og dæmi voru þess að Hafnfirðingar, sem dvöld ust í Reykjavik urðu að gista þar um nóttina. 1 skaflinum við Hraunsholt festist strætisvagn, er ætlaði út fyrir veginn, vegna bifreiða sem fastar stóðu á veginum. Reynd- ist um tíma erfitt að aðstoða hifreiðarnar, en brátt tókst að ryðja skaflinn og gekk umferð þá greiðlega. Sem dæmi um umferðaröng- þveitið sem myndaðist í sumurn úthverfunum má geta þess að lögreglan reyndi að koma manni í efstu hús í Árbæjarhverfi og urðu þeir frá að hverfa. Mikið var um árekstra í Kópa vogi samkvæmt upplýsingum lög reglunnar þar, en geysileg um- ferð var um Hafnarfjarðarveg á aðfangadag, svo vart hefur sézt annað eins. Samkvæmt upplýsingum lö reglunnar á Selfossi var mil hálka á vegum austan fjalls, ( engin óhöpp urðu, þrátt fyr hálkuna. Séro Jakob Jónsson slasast DOKTOR Jakob Jónsson varð yfir fyrir slysi á Þorláksmessu og hefur legið rúmfastur yfir hátíðina. Slysið varð í umferð inni á Þorláksmessukvöld rétt við Miklatorg. Var presturinn á leið yfir götuna er hann datt um stag, sem lá á milli tveggja bif- reiða. Hann hlaut áverka á fæti og var fluttur á Slysavarðstof- una þar sem gert var að meiðsl- um hans. Dr Jakob biður bílstjórana á bílunum sem taugin lá á milli góðfúslega að hafa samband við sig í síma 15969 *MSTEINAR Hinar félagslegu þariir Kröfumar um fullnægingu hinnm margvíslegu félagslegu þarfa aukast stöðugt í þjóðfélagi okk- ar, eins og reynslan hefur einnig sýnt í hinum háþróuðu velmeg- unar og velferðarþjóðfélögum Vestur Evrópu og Norður Ame- iku. Yngstu árgöngunum fjölgar jtöðugt, þannig að óhætt er .að fullyrða, að hinir yngstu árgang ar séu nú helmingi fjölmennari en árgangar þeirra, sem komnir eru fram yfir miðjan aldur. Það kallar á stöðugt fleiri skólastof- ur um leið og kröfur til bættrar menntunar kalla á aukin kennslu tæki og betur menntaða kenn- ara. Eftir því sem læknisfræð- inni fleygir fram og hún á auð- veldara með að lina hinar marg- víslegu þjáningar, sem hrjá mann inn, verður þörfin fyrir sjúkra- rými og hvers kyns rannsóknar- stofnanir stöðugt meiri, og þess vegna aukast kröfurnar um byggingu fleiri sjúkrahúsa. Breyttir þjóðfélagshættir gera það að verkum að fleiri konur vinna úti en áður og í framhaldi af því koma auknar kröfur um fleiri barnaheimili en áður, og samvizka nútímamannsins krefst þess, að meira sé gert en áður fyrir þá, sem við bágan hag búa. Þannig aukast kröfurnar á hinu félagslega sviði og gleypa stöð- ugt stærri hlut af skattgreiðsíum hins almenna skattgreiðanda í- landinu. Heilbrigð skynsemi og nútíma tækni Við lausn þessara viðamiklu verkefna er nauðsynlegt að sam- an fari heilbrigð synsemi og beit ing nútíma tækni til hins ýtrasta. Skólabyggingar, sjúkrahús og barnaheimili eru mjög dýrar stofnanir og verða stöðugt dýrari vegna þess að sífellt eru gerðar meiri kröfur til gæða þeirra án þess þó að menn staldri nægilega oft við til þess að íhuga, hvort hinar auknu kröfur séu í nokkru samræmi við heilbrigða skyn- semi. Við íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þróun á uridanförnum árum og munum verða hennar rækilega varir á næstu árum. Þess vegna ber brýna nauðsyn til að byggingar- mál slíkra félagslegra stofnana séu tekin til rækilegrar athugun- ar og endurskoðunar, og nýtízku legum vinnubrögðum og tækni beitt við undirbúning og fram- kvæmd slíkra bygginga. Að skól ar verði byggðir á sem allra ó- dýrastan og hagkvæmastan hátt, og þess gætt að nýta það fjár magn sem fyrir hendi er á hverj um tíma, sem bezt, þannig að ekki sé fest fé í mörgum fram- kvæmdum, sem ef til vill er ekki hægt að Ijúka nema á löng um tíma, vegna þess að f jármagn inu hefur verið dreift um of. Að leitað sé ailra skynsamlegra leiða til þess að fullnægja þörfinni fyrir aukin sjúkrarými á sem ódýrastan og hagkvæmastan hátt og þess gætt að í slíkum bygg- ingum sé ekki farið út í öfgar i sambandi við hin nýtízkulegu tæki, sem tilheyra sjúkrahúsum nútímans. Og að spyrnt verði fót um við þeirri þróun, að böru séu alin upp á stofnunum, en ekki heimilum, eins og tíðkast hefur á þessu landi fram að þessu, um leið og sjálfsagt er aff fullnægja eðlilegri þörf fyrir barnaheimili vegna þeirra sem af sérstökum heimilisástæðum námsönnum eða veikindum þurfa að koma börnum sínum fyrir á slikum heimilum. Ef við gætum þess ekki nú þegar að taka full nægingum hinna margvíslegu félagslegu þarfa í þjóðfélaginu föstum tökum er hætt við að hin fjárhagslega byrði af þeim verffi harla þungbær í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.