Morgunblaðið - 30.12.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.1966, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ FöstuiJagur 30. des. 1060 Ailsherjarverkfal! boðað í S-Vietnam Vinstrisinncoir Vcrkamannaflskksmenn gagnrýna Brown ufanríkssráðhcrra Saigon, 29. des. — NTB. ALÞÝÐUSAMBAND S-Vietnam fyrirskipaði í dag 12 klst. alls- herjarverkfall frá og meS kl. 06:00 að staðartima á föstudag til stuðnings hafnarverkamönn- um í Saigon, sem eru í verk- falli. Hafnarverkamennirnir, sem eru 5,000 talsins, hafa verið í verkfalli síðan á mánudag til þess að mótmæla því, að banda- riskir hermenn hafa verið látn- ir vinna störf 600 þeirra. í kvöld bárust þau tíðindi frá Saigon, að allir þeir 5.000 hafnar verkamenn, sem eru í Saigon, væru komnir í verkfall, en bandarískir Ihermann hafa losað skip, sem flutt hafa hergögn. í tilkynningu frá Alþýðusamband inu í S-Vietnam um málið segir: „Við getum ekki látið eins og ekkert hafi í skorizt er félögum vorum er ógnað af sulti og fá- tækt. Við verðum að gera okkar til þess að tryggja að verkfall hafnarverkamannanna nái ár- angri“. Á miðvikudag gerðu banda- rískar flugvélar 70 árásir á sam gönguæðar og önnur skotmörk hernaðarlega mikilvæg í N-Viet nam. Þotur frá flugmóðurskip- inu „Kitty Hawk“ vörpuðu sprengjum að járnbrautarlínum við vefnaðarbæinn Nam Dinh 7i2 km. sunnan Hanoi. í S-Viet- nam hafa bandarískar þyrlur eyðilagt 196 fljótabáta Viet Oong kommúnista á sl. 3 dög- um. Á þessu ári hafa þyrlur þá eyðilagt meira en 2.000 fljóta- báta skæruliða við óshólma Mekongfljótsins. Tvær bandarísk ar þyrlur voru skotnar niður af Viet Cong mönnum á miðviku- dag. Bandaríska herstjórnin í Saig- on greindi frá því í dag, að alls hefðu 6.516 bandarískir her- menn fallið í Vietnam á sl. fimm árum. í sl. viku féllu 109 Bandaríkjamenn í bardögum Helsingfors - NTB. Athi Karjalainen, utanríkis- ráðherra Finnlands, hefur verið boðið ásam konu hans í opin- bera heknsókn til Rúmeníu 16.—19. febrúar nk. þar, en alls eru nú í landinu 376.000 bandarískir hermenn. Hin opinbera víetnamska frétta stofa hefur greint frá því, að ákveðin samtök andkommúnista í Bandaríkjunum ráðgeri að setja á laggirnar alþjóðlega sveit sjálfboðaliða til þess að berjast í S-Vietnam. Áheyrnarfulltrúi S-Vietnam hjá Sameinuðu þjóð- unum, Nguyen Duy Lien, er sagður hafa greint stjórn sinni frá þessu. Vinstri armur brezka Verka- mannaflokksins gagnrýndi í dag George Brown, utanríkis- ráðherra, fyrir að hafa sagt ný- lega að árásir Bandaríkjamanna á N-Víetnam hefðu að öllum Mk- indum ekki valdið almennum Iborgurum fjörtjónL Benda vinstrimenn í flokknum á, að einn að3toðarritstjóra New York Times, Harrison Salisibury, hafi annað um þetta að segja en Brown. Er brezka þingið kemur saman á ný, ráðgera vinstrimenn í Verkamannaflokknum (sem er flokkur Browns) að bfðja Brown um að gera grein fyrir því á hvern hátt þessar röngu upiplýs- ingar, sem þeir nefnda svo hafi foorizt honum. Talsmaður utan- ríkisráðuneytjsins sagði í dag, að ráðuneytið kannaði nú blaða- Frá vottum Jehóva LANDSMÓTI votta Jehóva lauk á sunnudaginn. Þrátt fyrir slæmt veður var mótið vel sótt. Nýju litkvikmyndinni, „Guð get- ur ekki logið“, var vel tekið. Myndin fylgir aðalþráð Biblí- unnar. Margir sögulegir staðir koma fram í kvikmyndinni. Einn ig er sýnd hvemig förnmenja- fræðin hefur staðfest sannleiks- gildi Biblíunnar. Myndin mun verða sýnd í Reykjavíik á næet- unni og seinna um allt land. í lokaræðu mótsins var bent á hvernig starf votta Jehóva hef- ur tekið miklum framförum hér á landi, eins og í flestum löndum þar sem vottarnir starfa, en þau eru 199. Skuggamyndir voru sýnd ar frá mótum, sem haldin voru í Þýzkalandi síðast liðið sumar. (Fréttatiikynning). fregnir um að borgarar hafi orð- ið-fyrir fjörtjóni vegna sprengju kasts. Talsmaðurinn bætti því og við, að stjórnin kannaði einnig opinfoerar bandarískar yfirlýsing ar þess efnis, að Johnson forseti hefði aldrei gefi'ð samþykki sitt til þess að sprengjum væm varp að á skotmörk í N-Vlíetnam, sem ekki væru hernaðarlegs eðlis, og að forsetinn telji, að ekki hafi verið brotið í bága við fyrirmæli hans. M. JohmtssðB vonn Ben! Lorse". Dr. med. Ester Ammund.se n, heilbrigðismálastjóirL 7 bólusettir fengu lömunarveiki Donsk skýrsla breytir áhættuútreikningum 1 SAMBANDI við bólusetn- ingarherferð gegn lömunar- veiki, sem fram fór í Dan- mörku í marz- og maímánuði á þessu ári, komu upp nokk- ur lömunarveikistilfelli, sem sennilegt var, að rekja mátti að meira eða minna leyti til bólusetningarinnar. Á fundi danska heilbrigðisráðsins hinn 20. des. sl. var skýrt opinber- lega frá rannsókn, sem nefnd sérfræðinga hafði fram- kvæmt á öllum þeim sjúk- dómstilfellum, sem grunur hafði leikið á. Alls var þar um 19 tiTfelli að ræ'ða. Ellefu þessara sjúkl- inga munu ekki hafa haft löm unarveiki. Hvað snertir fimm af sjúklingunum segir í skýrslunini, að þeir hafi feng- ið bráða foarnalömunarveiki, sem sennilega standi í sam- bandi við bólusetninguna. Til viðfoótar þessu hlaut einn sjúklingur mikla lömun á fót- um, en hvað það tilfelli varð- ar, treysta sérfræðingarnir sér ekki til þess með sama öryggi og um hin tilfellin fimm að setja fram þá sjúk- dómsgreiningu, að um barna- iömun hafi verið að ræða. — Loks hefur níu ára gamall drengur frá Grænlandi verið lagður á sjúkrahús fyrir mán- úði með lömun, sem á rót sína að rekja að því er allt bendir til, til foráðrar barnalömunar- veiki, sem hann fékk rúmlega mánuði eftir bólusetninguna. Það er þannig um sjö til- felli að ræða, þar sem ekki er unnt að útiloka, að það sé orsakasamband milli sjúk- dómsins og bólusetningarinn- ar. — Bóluefni það, sem notað var, var svonefnt Safoinibólu- efni og var ástæðan til þess sú, að það veitir langvarandi vörn gegn sjúkdómnum. Var Ibólusetningarefnið keypt í Kanada og höfðu tvær milljón ir manna verið bólusettar með foólusetningarefni af þessari framlei'ðslu, án þess að það hefði nokkurt sjúkdómstilfella í för með sér. Nefnd sérfræðinganna foend ir hinsvegar á það í greinar- gerð sinni tiT heilforigðismála- stjórnarinnar, að við ófuli- nægjandi foólusetningu muni verða mjög mikil hætta á far- öldrum á barnalömunarveiki í Danmörku. Nauðsynlegt sé því að sjá svo um, að ónæmi Ibúanna fyrir sjiúkdóminum verði látið vera svo öflugt, að vörn sé að gegn sjúkdómin- wn. Dr. med. Ester Ammundsen heillbrigðismálastjóri sagði m. a. er hún ásamt sérfræðingun- um, sem rannsóknina höfðu framkvæmt, gerðu grein fyrir niðurstöðum hennar, að Ihörmulegt væri, að foólusetn- ingin hefði haft þessar afleið- ingar í för með sér. Samkv. þeim upplýsingum, sem fyrir hendi hefðu verið um foólu- setningu á 100 millj. manns um allan heim, hefði við þær fimm millj. foólusetninga, sem framkvæmdar voru í Dan- mörku tölfræðilega ekki átt að eiga sérstað nema eitt sjúk dómstilfelli. Þegar hún var spurð að því, hver væri skýringin á þess- um mun, svaraði hún, að þar gæti hún aðeins gefið sitt heimatilbúna svar. Hún væri ekki í neinum vafa um, að vegna þeirra tölufræðilegu upplýsinga, sem fyrir hendi væru, hefði verið gerð grein fyrir öllum þeim tilfellum, sem s j úkdómsskývsla hefði verið gefin um. Hún gæti hins vegar vel gert sér það í hug- arlund, að í stórborg eins og New York eða á mörgum svæðum Sovétríkjanna væru margir foreldrar, sem ekki myndu setja sjúkdómstilfelli, sem kæmi til t.d. mánuði eftir bólusetninguna í sambandi við hana. í Danmörku hefðu embættislæknar, praktiser- andi læknar, sjúkrahús og sjúklingarnir sjálfir verið at- hugúlli varðandi hugsanlegt samband þeirra í millL Áhættan ennþá lítil. Þess vegna er það sennilegt, að það efni, sem nú er birt, muni vekja áhuga um allan heim. Það veitir líka nákvæm asta yfirlit, sem unnt er að fá, um þá áhættu, sem er sam- fara bólusetningu með lifandi veikt SabinbóluefnL Er áhættan nú samkv. skoð un yðar það mikil, að í fram tíðinni verði ekki hægt að mæla með þessari bólusetn- ingaríegund? var Ester Amm- undsen heilbrigðismálastjóri m.a. spurð að og svaraði hún því þannig: Hér get ég sagt það, sem ég myndi ráðleggja sérhverjum, ef ég væri spurð einslega: Hættan á þvi að fá lömunar- veiki fyrir þann, sem ekki er bólusettur, er svo alvarleg, að það er varhugavert að láta ekki bólusetja sig. Þetta gildir einnig, enda þótt áhætt an samfara bólusetningu hafi verið dálítið meira en reikn- að var með. Þrátt fyrir það að mjög lítið er af veirunni í Danmörku eins og er getur þar orðið breyting á snögg- lega. Á ferðalögum og vegna hinna mörgu heimsókna ferða fólks hingað, er mikil hætta á smitun fyrir hendi Annars er áhætta til staðar við hvers konar bólusetningu sem er og við sérhverja læknisaðgerð. Það er hins vegar miklu meiri áhætta fólgin í því a'ð tryggja sig ekki. MARTIN Johansson jók enn íorystu sína á afmælisskákmóti sænska skáksambandsins er hann 1 gær vann Bent Larsen. Hefur Martin Johansson nú forystu með 3 vinninga í þremur skák- um. í 3. umferð vann Paul Keres ungan Svía Rune Litsberger, Stalhlberg og Böök sömdu jafn- tefli og einnig Kinnmark og Högberg. Johansson er efstur með 3 vinn., Keres 2.5, Stáhlberg, 2, Skjöld 1.5 og biðsk. Lestina reka. Svein Johannesén og Bent Lar- sen með engan vinning. LÆGÐIRNAR sem sjást á við Faxaflóa og með suður- kortinu frá í gær voru báðar ströndinni til Austfjarða. Frek nærri kyrrstæðar. Fyrir norð- ar eru horfur á að veður an snjóaði og sömuleiðis á breytist lítið fram yfir ára- norðanverðum Vestfjörðum, mót. en stillt og bjart veður var —Kinverjar nær Framhald af bls. 1. tekið fyrri tilraun sína, heldur stigið nýtt skref í áttina til fram leiðslu fullkominnar vetnis- sprengju. Mikil hátíðahöld voru í Kína í dag í tilefni sprengingarinnar í gær, og tóku rauðu varðlið- arnir m.a. þátt í þeim. Trumfou- sláttur heyrðist um alla Peking og þúsundir manna gengu þar um götur, ellegar söfnuðust sam- an fyrir framan aðalstöðvar kommúnistaflokksins. Þeir, sem með málum fylgjast í Peking, benda á, að blöð í Kína hafi einkum lagt áherzlu á stjórn málalega þýðingu sprengingar- innar. Lítur svo út sem yfir- völdin hyggist nota framfarir á sviði landbúnaðar og stjórnmála, svo og þessa nýju sprengjutil- raun, til þess að gefa hreyfingu rauðu varðliðanna og menning- arbyltingunni, lit mikils árang- urs á mörgum sviðum. í blöðum í Kína svo og á spjöldum, sem borin voru í Pek- ing í dag, mátti sjá slagorð sem sögðu að sprengjan væri hinn „ríkulegi ávöxtur hinnar miklu menningarbyltingar öreiganna". Útvarpið í N-Vietnam lýsti því yfir í dag, að framfarir Kín- verja á sviði kjarnorkunnar væru mikilsvert framlag til verndar heimsfriðarins og enn- fremur hvatning þjóð Vietnam í baráttu hennar gegn Banda- ríkjamönnum. Japanlr unnu öll gullverð- laun í sundkeppni Asíuleik- anna á dögunum. Voru þau 28 talsins. í 19 greinanna settu Japanir ný mótsmeL Tveir japanskra keppenda, unnu fjögur gullverðlaun hvor. Tnnglnyndiz frá Luna 13 Moskvu, 29. des. (AP-NTB) Sovézka tunglflaugin „Luna 13“, sem lenti á tunglinu á að- fangadag jóla, mun ef til vill senda áramótakveður til jarð- ar, að sögn Tass fréttastofunnar. Fer það eftir því hvort næg orka verður eftir í geymum flaugar- innar. ézk yfirvöld hefðu veitt honum heimild til að bhta myndir, sem vísindamönnum stöðvarinnar tókst að ná frá Luna 13. Segja sovézkir vísindamenn að þessar nýju myndir séu mjög verðmæt ur viðauki við þær myndir, sem áður hafa verið birtar í Sovét- ríkjunum. Við lendinguna sendi flaugin til jarðar myndir frá tunglinu, og eru sumar þeirra teknar úr mjög lítilli hæð. Sir Bernard Lovell, forstöðumaður Jodrell Bank rannsóknarstöðvarinnar í Bretlandi tilkynnti í dag að sov- Landslið Kongó I knatt- spyrnu vann landslið Rúm- eníu 18. des sl. með 3-2 í leik sem fram fór í Kinshasa í Kongó. I hálfleik stóð 1-1. Úr slitin koma mjög á óvarL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.