Morgunblaðið - 30.12.1966, Side 12
12
MORGUNBLAÐID
Fostudagur 30. des. 1966
Nokkur orö um bók Arna Úla
Árni Óla:
Sagt frá Reykjavík.
ísafoldarprentsmiðja 1966.
REYKJAVÍKURBÆKUR Árna
Óla, hins ágæta fræðimanns, eru
nú orðnar sex. Eru þær Fortíð
Reykjavíkur (útg. 1950), Gamla
Reykjavík (1954), Skuggsjá
Reykjavíkur (1961), Erill og
ferill blaðamanns (1963), Horft
á Reykjavík (1964) og svo ofan-
nefnd bók, Sagt frá Reykjavík
er kom út nú fyrir jólin. Orsakir
urðu til þess að ég gat ekki,
eins og ég þó hafði ætlað mér,
skrifað nokkur orð um bókina
fyrir jól, hitt er svo annað mál,
að það þarf yfirleitt ekki að
hvetja menn til að ná sér í bæk-
ur Árna Óla, þær renna jafnan
út, enda ágætlega vel ritaðar,
vandaðar að efni og frágangi öll-
um bæði frá hendi höfundar og
útgefenda. Um Reykjavík, sögu
hennar og íbúa frá öndverðu til
vorra daga, munu víst engir
menn vita meira en Árni. Áður
höfðu þeir Klemens Jónsson,
ráðherra og dr. Jón Helgason,
biskup mikið ritað um höfuð-
borg vora og margir aðrir lagt
nokkuð til þeirra mála t. d. Helgi
Hjörvar. Ndkkuð margt af því
er Árni Óla segir frá í hinum
áðurnefndu sex bókum er fjalla
um Reykjavík og fólkið þar er
auðvitað endurtekningar á því
er allir þessir fræðimenn hafa
ritað, en Árni kemur ætíð fram
með nýtt og fyllir upp í, þar sem
áður vantaði, leiðréttir margt og
setur fram skoðanir sínar á vafa
atriðum. Þessi rit Árna verða
áreiðanlega grundvallarvísindi
fyrir þá, er enn vilja athuga
sögu Reykjavíkur og höfuðstað-
arbúa nánar á komandi tímum.
Það er augljóst að hann hefur
lagt hina mestu alúð við að fara
með öll mál er um ræðir á þann
hátt, sem hann telur réttast og
aldrei flaustrað neinu af. Auk
þess að vera grúskari er Árni
Óla gáfumaður, hugkvæmur og
nærgætinn miklu meira en í
meðallagi. Telja verður hiklaust
að það sé hinn mesti fengur fyrir
höfuðstaðinn að Árni réðist í
það stórvirki, að semja þessar
bækur. Vil ég nú lítið eitt geta
síðustu bókarinnar sem er 259
bls. i allstóru broti en þó ekki
of stóru, prentuð á ágætan
pappír, prentvillulítil og prýdd
mörgum góðum myndum.
Bókinni er skipt í 18 kafla.
Er fyrsti kaflinn um ferðir
þeirra Ingólfs og Hjörleifs til ís-
lands og svo ferð Ingólfs vestur
með strönd landsins þar til hann
íann goðamyndir sínar (öndveg-
issúlur) við Arnarhól í Reykja-
vík. Stóð þessi fyrsta langferð
á fslandi í þrjú ár. Hún hófst við
Ingólfshöfða, en lauk í Reykja-
vík. Hvort Ingólfur byggði fyrsta
bústað hér á Arnarhóli eða við
endann á götu þeirri er nú heitir
Aðalstræti skiptir engu máli.
Hvorttveggja var í Reykjavík og
fjölda margir landnámsbæir hafa
verið fluttir um set. — Næsti
kafli Höfuðbólið og Austurpart-
ur, er enn um þetta mál, hvar
upphaflegur bústaður landnáms-
mannsins hafi verið. Árni heldur
að hann hafi verið við sunnan-
vert Aðalstræti, má vel vera en
þó tel ég líklegra að verið hafi
austan við Læk, en fljótt (eftir
70—100 ár) verið fluttur vestur
fyrir. En, sem áður sagt, skiptir
þetta engu máli og verður aldrei
fullsannað. Mjög mikill fróðleik-
ur er í þessum kafla um ábúend-
ur hinna fornu jarða í Reykja-
vík. (Því upphaflega mun öll
víkin frá Laugarnesi vestur að
Árni Óla
Örfiriseyjargranda hafa verið
nefnd Reykjavík vegna „reykj-
anna“ eða gufunnar úr laugun-
um, bæði þar sem þær eru nú
í svonefndum Laugadal og svo
laugum er þá voru í Örfirisey).
— Þriðji kaflinn heitir Gömul
hús í Reykjavík. Er það langur
kafli og stórfróðlegur og fylgja
margar ágætar teikningar eftir
Atia Má. Þá er kaflinn Kona í
stríði við iögin um viðureign
Jórunnar Guðmundsdóttur frá
Króki í Ölfusi og yfirvaldanna
hér. — Langur kafli, með mynd-
um, er um kirkjur hér í höfuð-
staðnum (1965). Þá er fróðleg
frásögn um Gvendarbrunna og
vatnsveituna, er var eitt hi'ð
mesta nauðsynjaverk og afar
mikið átak. Man ég vel haustið
1909 er hið hreina, góða vatn
tók að streyma til okkar þáver-
ins. Sama spurning er á vörum
allra þeirra, er fræðast vilja um
sköpun höfuðborgar fslands. Hér
skal nú reynt að leysa úr því
„hvernig hófst“ því að allmikinn
fróðleik er að finna í framvindu
tímans í Reykjavík. Þó skal að-
eins farið yfir gelgjuskeið bæj-
arins, fram að þeim tíma er
hann taldist aldargamall," segir
höfundur bókarinnar. Sem dæmi
vil ég nefna: „Alþingi var í
fyrsta sinni háð í Reykjavík
1799 og þá í Hólavallaskóla".
„Fyrsta íbúðarhúsið í Austur-
stræti lét ísleifur Einarsson yfir-
dómari reisa 1802. Hús þetta
stendur enn og er nú Haraldar-
búð“. Það hlýtur að hafa kostað
Árna Óla margar stundir og
mikla elju að tína saman allan
þann fróðleik sem er í þessum
kafla bókarinnar.
Læt ég svo staðar numið. þótt
margt fleira mætti rita um þessa
ágætu bók og fróðlegu.
Þorsteinn Jónsson.
Ungur lögfræðingur
óskar eftir framtíðaratvinnu. Tilboð sendist af-
greiðslu blaðsins fyrir 5. janúar n.k. merkt:
100 — 8148“.
Jörð til leigu
Ein bezta bújörð hér á landi, mjög vel í sveit sett,
er til leigu á vori komanda. Lágt eftirgjald.
Nánari upplýsingar gefur
BJÖRN SVEINBJÖRNSSON, Hrl.,
Sölvhólsgötu 4 (Sambandshúsið)
símar 12343 og 23338.
andi íbúa Reykjavíkur, áður
Iþorðum við aldrei að bragða
ósoðið vatn. Vegleysur og fyrstu
vegir er næsti kafli, lýsing á
fyrstu götum hér, o. fl. Næst er
Hvenær varð Reykjavík höfuð-
borg. — Baráttan við myrkrið
er auðvitað um átak borgarbúa
að fá sæmilega lýsingu. Þegar
sá er þessar línur ritar fluttist
hingað 1907 um haustið mátti
svo heita að Reykjavík væri al-
myrkvaður bær allan veturinn.
Aðeins olíuluktir með löngu
millibili. Svo kom gasið og loks
rafmagnið. — Svo rekur hver
kaflinn annan: Áttir í Reykja-
vík. Mótak og mómýrar, Versta
ár þessarar aldar (Spánska veik-
in 1919), Gamlir siðir o. s. frv.
Einu sinni verður allt fyrst er
langur og afarfróðlegur kafli.
Segir höfundur í upphafi kafl-
ans „Hvað var upphaf eða hversu
hófst, eða hvað var áður,“ spurði
Gangleri í Hávahöll, er hann
vildi fræðast um sköpun heims-
2
LESBÓK BARNANNA
á dögum er fólk svo til-
litslaust að það hugsar
einungis um sig sjálít".
„En ert þú >á nokkuð
betri?“ spurði vindhan-
inn. „Hugsar þú um nokk
uð nema sjálfan þig?“
„Jú, hreytti Grísinn út
úr sér, ..soðnar kartöfl-
ur! Fyrst þú ert svona
hátt uppi, getur þú sagt
mér, hvort þú sérð land-
ið, þar sem soðnar kart-
öflur vaxa?“
„Um það hefur þú oít
spurt“, svaraði vindhan-
inn, „og ég hefi jafnoft
sagt þér,' að hvergi er
slíkt land að sjá".
„Spurðu vindinn, hvort
hann viti um það“.
„Get það ekki. Vínd-
urinn heldur kyrru fyr-
ir“.
„Hvar?“ spurði Grís-
inn.
„Hér“, svaraði vind-
haninn.
„Hm“, hugsaði Grís-
inn, ,4yrst vindinum,
sem fer þó svona víða,
finnst þetta bezti staður-
inn til að leggja sig, þá
hald ég að ég reyni að
halda áfram miðdegis-
blundinum mínum. Þú
skalt ekki voga þér að
fara aftur að ískra“
kallaði hann til vindhan-
ans.
Hér eru átta mislitir kettir. Þeir sýnast ólíkir, en
samt eru tvcir þeirra eins litir. Hverjir eru það?
Skrítlur
Dýralæknir einn hafði
búið til meðal handa sj úik
um hesti. Það var duft,
sem hann afhenti ungum
aðstoðarmanni sánum og
bað hann að gefa hestin-
um iþað.
Hann sagði honum, að
hann ætti aða koma duft
inu fyrir í röri. Hann
æfcti að stinga rörinu upp
í munninn á hestinum
og tolása því síðan niður
í háls hans.
Þegar hann litilu síðar
toom út í hestlhúsið til að
vita, hvernig þetta hefði
gengið, sá hann sér til
mikillar undrunar, að að-
stoðarmaðurinn stóð á
miðju gólfi og baðaði út
öliium öngum.
„Hvað hefur komið
fyrir?“ spurði hann.
„Hvar er meðalið?“
Aðstoðarmaðurinn hóst
aði og stundi og gat lengi
vel ekki komið upp
nokkru orði, en að lok •
um gat hann sagt:
„Hesturinn blés fyrst.“
Dómari: „Hvers vegna
voruð þér að berja kon-
una yðar?“
Kærði: „Ég var með
því að sýna henni að það
væri ekki rétt, sem hún
hafði sagt, að hún væri
illa gift“
Hven.'g
kemst
ntúsin
a»
ostinum.
RaSningar úr jélablaði
Talnaþraut:
Kínversiki múrinn.
Múrsteinarnir eru 192.
(Þessi hluti múrsins er 16
múrsteinsþykktir á hæð
og 12 múrsteinsbreiddir á
lengd. Þar sem þykíkt
imúrsins er jötfn lengd
múnsteinanna verður
dæmið svona einfalt:
16x112 = 192).
Hver á hvað?
1-B. 2-C. 3-A. 4-E. 5-F.
6.D.
Þrír eins.
Nr. 2-9 og 15
Sápukúlur:
Nákvæmlega 107 kúlur.
Ráðning af bls. 2 í
þessu blaði: Kettirnir
nr. 1 og 5 eru eins
Skrítla
Verksmiðj ust jóra
nokkrum þótti verka-
mennirnir latir við vinn-
una. Einu sinni þegar
hann kom í Verksmiðj-
una, segir einn þeirra:
„Hafið þér nokkuð á
móti að við opnum
glugga hérna á vinnusala
um?“
„Nei, það er nú öðrti
nær. Ég hef alltaf heyrt
sagt, að það sé hollt að
sofa fyrir opnuru
gluggum".