Morgunblaðið - 30.12.1966, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.12.1966, Qupperneq 13
Fostuðagur 30. des. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 13 — Kv'ikmyndlr Framhald aí bls. 11 Sigurður ekki tekið á sig sömu mynd fyrir hugskotssjónum allra, og má 'því kannski segja, að það sé óhlutdræg afstaða að gagnrýna þetta atriði. Gunnar Gjúkason er heldur ekki svo garpslegur sem ég hafði hugsað mér hann. Hins vegar sýnast Brynhildur og Guð rún (Grímhildur) betur valdar. Einkanlega Brynhildur. Hún ber þann harða valkyrjusvip, sem henni hæfir, en undir hvassri brún bregður fyrir leiftr um af þeim ástareldi, sem gerði hana höfuðpersónu mikils ör- lagaleiks. Guðrún er mjúklynd- ari, og er það í samræmi við þá sögu, sem við þekkjum bezt. En af hinum fjórum höfuðleikend- Litmyndir — Svart-hvítt Látið mynda börnin í jólafötunum. Litmynd tilbúin 60 sek. eftir myndatöku. Pantið tíma. Sími 20900. STUDIO GUÐMUNDAR, Garðastræti 8. Símaskráin 1967 auglýsing til símnotenda í Reykja vík, Kópavagi og Hafnarfirði Útgáfa símaskrár fyrir árið 1967 er í undirbúningi. Símnotendur eru beðnir að senda skriflegar breyt- ingar við nafna- og atvinnuskrá, ef einhverjar eru sem allra fyrst og eigi síðar en 14. janúar 1967. Breytingar sem berast eftir þann tíma, má búast við að verði ekki hægt að taka til greina. Nánari upplýsingar gefnar í síma 11000 og á skrif- stofunni í Landssímahúsinu Thorvaldsensstræti 4. herbergi nr. 206 á II. hæð. Reykjavík, 27. desember’ 1966. BÆJARSÍMINN f REYKJAVÍK. ViBskipfa og fer&aiólk athugið Hótel okkar í Glasgow er á hljóðum stað í verzlun- arhverfinu. Við stefnum að góðri en ódýrri þjónustu. Eins manns herbergi kostar 30 shillinga á dag. AGNEWS HOTEL 165—7 Hill Street Glasgow C3. Byggingarnefnd Sýningar- og íþróttahúss í Laugar- dal, óskar að ráða framkvæmdastjóra frá næstu áramótum til að annast rekstur hússins. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf skal senda til formanns bygg- ingarnefndarinnar, Jónasar B. Jónssonar, Tjarnar- götu 12, eigi síðar en 6. janúar n.k. Byggingarnefnd Sýningar- og íþróttahúss í Laugardal. Einkaritari Óskum eftir að ráða einkaritara til starfa % eða allan daginn. Stúdentspróf eða önnur hliðstæð menntun nauðsynleg. Eiginhandarumsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, svo og meðmæli ef fyrir hendi eru sendist skrifstofu okkar fyrir 31. des. 1966. IIAGTRYGGING H F. Eiríksgötu 5, Reykjavík. Atvinna Óskum eftir að ráða stúiKU til starfa við vélritun og símavörzlu. Eiginharidarumsóknir ásamt upplýs- ingum úm menntun og fyrri störf, svo og meðmæli ef fyrir hendi eru sendist skrifstofu okkar fyrir 31. des. '66. HAGTRYGGING H F. Söludeild Eiríksgötu 5, Reykjavík. \ um finnst mér Karin Dors hæfa bezt sínu hlutverki, hlutverki Brynhildar. í kvikmyndinni er Brynhild- ur nefnd drottning íslands og það er til íslands, sem Sigurð- ur vitjar hennar upphaflega, ríð ur vafurlogann og vinnur ást hennar. Ekki er ég svo fróður, að ég viti, hvort það er í sam- ræmi við einhverjar fornar þýzkar sagnir, að Brynhildur hafi um skeið verið tigin kona hérlendis og hinn frægi vafur- logi brunnið hér. Senurnar frá íslandi eru flest ar áhrifamiklar og fagrar. Sig- urður kemur skipi sínu að landi við Dyrhólaey, en síðar sjást skyndimyndir af Surti, Þingvöll um, Gullfossi og Geysi og fleiri velþekktum stöðum. Á Þingvöll- um heyr Gunnar síðar einvígi við Brynhildi, og er Sigurður þá ósýnilegur aðstoðarmaður hans. En Brynhildur hafði heit- ið því, eftir að Sigurður yfirgaf hana, að giftast þeim manni ein um ,er sigraði hana í einvígi. — Svo líkur einvígi þessu, að Bryn hildur verður drottning Gunn- ars konungs og heldur með hon- um til Burgundarlands. En hér er ekki rétt að rekja efnisþráð- inn náið, en þar er um að ræða nokkurt frávik frá þeim þræði, sem þekktastur er hérlendis, þótt höfuðdrættir séu þeir sömu. í síðari hluta myndarinnar mun þó um öllu meira frávik að ræða frá þeirri gerð fornsögunnar, sem íslendingum er kunnust. Maður er forvitinn að sjá framhald þessarar myndar, Fyrri hlutinn er efnislega mjög vel úr garði gerður, enda ku myndin í heild haf kostað fróimt að hundrað milljónum króna. Mörg atriði hennar eru allstór- brotin og hrikaleg, og má þar sin mest viðureign Sigurðar við drekann Fáfni, sem spýr eitri og eldi, og kom sér þá vel fyrir Sigurð, að hann var vopnaður sverðinu Gram, sem skar járn sem smjör væri og tók í sundur ullarlagð, er rann á egg þess í straumvatnL Eru fjörbrot drek- ans hin ferlegustu, en ekki tek- ur hann upp samræður við Sig- urð, áður en hann deyr, eins og Völsungasaga greinir frá. Líklega er bezt að geyma sér að reyna að kveða upp nokkurn fullnaðardóm um myndina, þar til maður hefur séð hana alla. Rétt er þó þegar að benda fólki á að láta mynd þessa ekki fram hjá sér fara, því þetta er falleg mynd og mjög spennandi, þótt efnið sé að vísu harmsögulegt. Úr því að Þjóðverjum hefur sýnzt að sæma Brynhildi Buðla dóttur — þá persónu, sem áhrifa menn í þessu hluta myndarinn- ar — titlinum „drottning ís- lands“, þá má ekki minna- vera en þegnar hennar leiði hina tignu drottningu sína sjónum. ÍoFTLEIDin ■ ■ Orðsending frá Loftleiðum Þær breytingar verða á venjulegum af- greiðsluháttum Loftleiöa vegna næstu áramóta, er hér segir: 1. Farþegaafgreiðslur og almennar skrif- stofur verða lokaðar frá kl. 16.00 á gamlársdag, til kl. 13.00 þann 2. janúar næstkomandi. 2. Á ofangreindu tímabili verður ekki svarað í síma 20200. Um leið og Loftleiðir biðja hina mörgu og góðu viðskiptavini félagsins afsökunar á þessum frávikum venjulegrar þjónustu, vill félagið nota tækifærið til að þakka þeim árið, sem nú er að ljúka, og árna allra heilla á því, sem senn fer í hönd. Snyrtilegir menn nota ávallt BRYLCREEM Þeir vita að útlitið skiptir miklu máli og því nota þeir Brylcreem til að halda hárinu sléttu og mjúku allan daginn. NOTKUNARREGLUR Berið Brylcreem í hárið á hverjum morgni. Það gef ur því mýkt og fallegan glans. Augnabliks greiðsla er allt sem með þarf til að halda útliti yðar snyrti- legu. Veljið því Brylcreem strax í dag. BRYLCREEM Mest selda hárkremið á heimsmarkaðinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.