Morgunblaðið - 08.01.1967, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1967.
3
UR VERINU
EFTIR EINAR SICURÐSSON
Sr. Jón Aubuns, dómprófasiur:
Hin dulda þrá
Reykjavík.
Róðrar hófust 3. janúar, og
hefur síðan verið róið upp á
hvern dag. Höfðu róðrar þá leg-
ið niðri siðan fyrir jóL
Línulbátar eru nú orðnir tveir,
eem róa frá Reykjavík, og hefur
aflinn verið 4—7 lestir, og er
það mun betra en fyrir hátíðir.
Síldarbátar þeir, sem gerðir
eru út frá Reykjavík, komu suð
iir upp úr miðjum desemiber, og
hreyfði sig enginn fyrr en eftir
áramót. Fyrstur fór Oorsteinn, 2.
janúar, tók hann ís til þess að
eigla með aflann til Þýzkalands.
Sama gerði Gísli Árni, sem fór
daginn eftir.
Togararnir hafa mangir verið
í í hreinsun og smáviðgerðum nú
um hátíðarnar, og nokkrir hafa
líka verið á veiðum eða í sölu-
ferðum á erlendan markað.
Enginn togari hefur landað
hér heima nema Maí í Hafnar-
firði, sem kom með 480 lestir af
karfa af Nýfundnalandsmiðum,
©g er þetta annar túrinn í röð.
Aflabrögð eru heldur að glæð
«st hjá togurunum, en afli hef-
ur verið frámunalega rýr hjá
þeim í haust.
Þessir togarar seldu afla sinn
erlendis í vikunni: Slétt'bakur
lllO lestir £ 11409, Svalbakur
3133 lestir £ 12232, Júpíter 196
lestir £ 14312 og Sigurður 155
lestir DM 143849.
Vestmannaeyjar
Allmargir bátar eru nú byrjað
Ir róðra með línu og hafa aflað
sæmilega. Kópur fór t.d. 4 róðia
í vikunni og fékk flesta dagana
um 10 lestir. Sæbjörg komst einn
daginn upp í 12 lestir, en fékk
oftast um 9 lestir. Mikið af afl-
anum er langa og nokkuð keila,
þorskur hefur ekki verið nema
eins og 2 lestir. Trollbáturinn
Sæborg fékk einn daginn 16
Jestir, mest stóra og fallega
ýsu.
Ágætar gæftir hafa verið síð-
»n um áramót, renniblíða hvern
dag.
Margir bátar komu að austan
með síld á föstudag og laugar-
dag, og tveir bátar komu með
síld af heimamiðum, Ófeigur
með 100 lestir og Hrauney með
»0 lestir. Bárust um 1000 lestir
af síld til Eyja fyrir helgina,
sem fór öll í frystihúsin.
Keflavík
Róðrar byrjuðu 3. janúar, og
var róið 5 daga vikunnar. 14
etórir bátar róa með línu. Afli
hjé línubátum var algengastur
4—4% lest og komst upp í 7
Jestir. Bátarnir sækja nokkuð
djúpt, 2 tíma út frá Garðskaga.
4 litlir bátar róa með línu á
grunnmið og hafa aflað vel. Fá
þeir um 200 kg. á bjóð og fara
með þetta 10—46 bjóð í róður.
Nú er orðin mikil breyting á
vertíðarundirbúningi frá því
eem áður var. Þá var allt haust-
ið verið að búa bátana undir að
geta byrjað vertíð strax upp úr
áramótum, setja upp línu og
bæta og fella þorskanet. Enginn
dagur mátti missast af vetrar-
vertíðinni.
Nú renna haustróðrarnir sam
en við vertíðarróðrana án nokk-
urra breytinga þegjandi og
hljóðalaust, án þess nokkur taki
eftir því.
Áður þótti sjálfsagt að fara
gætilega af stað með línulengd,
oft var byrjað með 28—32
stampa. Nú róa menn með 40
stampa jafnt fyrir og eftir ára-
mót eins og ekkert sé.
Lítil þátttaka er nú í línuveið
unum borið saman við það sem
áður var, þegar milli 40 og 50
bátar réru með línu frá Kefla-
vík. Margir byrja ekki róðra
fyrr en á netum, þykir það ekki
svara kostnaði.
3 síldarbátar eru farnir aust-
ur og a.m.k. einn fer enn,
Akranes
8 bátar eru byrjaðir með linu
og verða þeir ekki fleiri. Fóru
þeir í fyrsta róðurinn eftir ára-
mótin 3. janúar og reru síðan
alla 5 dagana, sem eftir voru af
vikunni.
Afli var misjafn, algengast 6
til 8 lestir í róðn og komst upp
í 10% lest. Meirihlutinn af afl-
anum er þorskur og ýsa.
Einn bátur var á trolli, og
gafst hann upp á því og fór á
línu.
Höfrungur III kom í nótt með
180 lestir af síld að austan, sem
fer í frystingu og flökun.
Sandgerði
Gæftir voru góðar í vikunni,
sem leið, og fóru línubátarnir
4 róðra, en 7 bátar róa nú með
línu og 2 með troll. Hafa troll-
bátarnir ekkert fengið undanfar
ið.
4 síldarbátar eru farnir aft-
ur á síldarmiðin fyrir Austur-
landi. Einn er ófarinn, Sigurpáll,
er verið að breyta bátnum, svo
að hægt sé að hafa nótina á þil-
farinu,
Styrkja Norðmenn þorskveið-
arnar með kr. 2.00 kg.?
Norska stórþingið hefur sam-
þykkt að styrkja norsku bolfisk
veiðarnar með sem svarar 720
milljónum íslenzkra króna eða
sem svarar til kr. 2.00 á hvert
kg. á allan fisk annan en síld.
Norðmenn veiddu í fyrra 360.000
lestir af þorski, ýsu og slíkum
fiski.
íslendingar veiddu í fyrra af
samskonar fiski 380.000 lestir, og
svarar það til, að alþingi hefði
veitt 760.000 milljónir króna til
uppbóta á báta- og togarafisk
hverju nafni sem nefnist, ekki
síld.
Þegar verðuppbótin var til
meðferðar í stórþinginu sagði
framsögumaðurinn, Einar Mox-
nes, að tryggja yrði fiskveiðarn
ar fyrir miklum afturkipp. Önn-
ur lönd geta beitt mikilli stjórn
semi (stram diregering) til þess
að ná sama marki, en við óskum
ekki eftir því hér í landi. Með
uppbótunum getum við náð
sama árangri.
Botnaugað
Danskur skipstjóri er
byrjaður að nota japanskt tæki
á trollið sitt, fyrst sinnar teg-
undar í heiminum, að sagt er.
Á pappírsræmu í stýrishúsinu
getur hann séð, hve hátt trollið
lyftist frá botninum, hve mik-
ið trollið opnar sig og hve mikill
fiskur kemur í það.
Hundruð togara
og verksmiðjuskipa frá 16
þjóðum mokfiska nú á fiskibonk
unum út af suðvestur-Afríku.
Og 5 þjóðir til viðbótar búa sig
undir að taka þátt í þessu „fisk-
ævintýri“.
Þórður Þorbjarnarson flutti í
vikunni mjög athyglisvert er-
indi um landið og fiskveiðarnar,
sem þarna eru stundaðar. Var
það vel til þess fallið að vekja
margan útgerðarmanninn til
umhugsunar um hin ólíku skil-
yrði hér og þar.
Óhemju magn af síld
kom upp að ströndum Dan-
merkur'rétt fyrir jólin, svo að
Danir segjast aldrei hafa séð
annað eins. Síldin er aðeins um
% klukkustundar siglingu frá
ströndinni Verksmiðjurnar
greiða kr. 1.32 — kr. 1.56 fyrir
kg.
H!ér er verðið, sem kunnugt er
kr. 1.28, en hér er líka greitt
15—20 aura útflutningsgjald.
Auk þess verða íslendingar að
greiða 10% innflutningstoll af
lýsi í Bretlandi, sem nemur 5—
10 aurum á hráefnis kg. þar sem
íslendingar eru ekki aðilar að
Efta eins og hin Norðurlöndin.
Færeyingar kvarta
undan erfiðleikum á sölu á
saltfiski af Nýfundnalandsmið-
um, svo að margir togarar þeirra
hafa hreinlega hætt þar veiðum
og farið heim,
Stór pöntun
Frönsk skipasmíðastöð á nú í
samningum við Sovétríkin um
smíði á stórum fiskiskipaflota.
Þar á meðal eru 8000 og 12000
lesta frystiskip. Samningurinn
hljóðar upp á hvorki meira né
minna en 4200 til 4800 milljónir
króna. Það er næstum því ja£n-
há fjárhæð og ársútflutningur
íslendinga.
Sagt er, að þetta sé gert til
þess að hressa upp á verzlunar-
jöfnuðinn milli landanna.
Greysilegur vöxtur
er nú í frystitogaraflota Breta.
Brezk blöð segja, að hann hafi
fjórfaldazt á 10 mánuðum! Bret-
ar segja, að ekki sé unnt að
gizka á, hve mikil aukning verði
á brezka togaraflotanum, t.d. á
næstu 5 árum, en það verði vart
minna en 40 stórir frystitogarar,
sem bætast við. Eitt félag, sem
á 20 skip, á í smíðum 8 frysti-
togara. >s
Við áramót
'Heildaraflinn 1966 varð
1240.000 lestir. Er þetta 40.000
lestum meira en árið áður, eða
um rúm 3%. Þetta er tiltölulega
minni afli en árið áður, þegar
tekið er tillit til þess, að 13 ný
síldveiðiskip bættust í flotann á
árinu, en þau, þ.e. skip yfir 100
lestir, eru nú 184. Nokkur skip
undir 100 lestum stunda síldveið
ar, svo að síldveiðiflotinn telur
eitthvað fleiri skip en þetta.
Aukning síldveiðiflotans að
smálestatölu sl. ár var 11%.
Þessi viðbót var að vísu ekki öll
komin í gagnið í byrjun ársins,
en ef gert væri ráð fyrir, að
skipin hafi komið jafnt yfir ár-
ið, hefði viðbótin átt að færa
5%% aflaaukningu frá árinu
áður. Aukningin reyndist hins
vegar eins og áður segir aðeins
rúm 3%.
Heildarverðmæti sjávarafurða
hlýtur að hafa orðið nokkru
minna en árið áður vegna verð-
falls á erlendum mörkuðum þrátt
fyrir 3% aukið aflamagn. Þetta
er því ekki eins glæsileg af-
koma og margur hefði getað ætl-
að eftir háværar raddir um eitt
nýtt aflametið. Engu að síður er
þetta mikill afli og mikil verð-
mæti, sem fyrir hann hafa feng
izt, og engin ástæða til að
kvarta.
Það er mikill glæsibragur yf-
ir síldveiðunum þrátt fyrir verð
fall afurðanna. Söluverð á mjöli
og lýsi er núna nokkurn veginn
mitt á milli þess, sem það var
hæst í fyrra og þess, er það var
lægst fyrir fáum árum.
Sem dæmi um hinn mikla
þrótt, sem er í síldarútveginum,
má geta þess, að nú um áramót-
in voru 28 síldarskip í smíðum
frá 265 og allt upp í um 520 lest
ir, samtals 8820 brúttó smálestir.
Er það hvorki meira né minna
en 25% aukning á smálestatölu
síldveiðiflotans. Öll þessi 28 skip
nema 5 koma í ár, hin 5 á árinu
1968.
Mikið er talað um samdrátt i
útgerð togara og báta innan við
100 lestir og það með réttu. En
það vill gleymast að geta þeirra
risaskerfa, sem síldveiðiflotinn
tekur fram á við árlega. Síld-
veiðiskipin eru nú farin að nálg
ast stærð nýsköpunartogaranna,
sem eru 650 lestir og þóttu og
þykja mikil skip. Nú er vart lagð
ur kjölur að nýju síldarskipi,
sem er minna en togararnir
voru á undan nýsköpunartogur-
unum, 350 lestir. Það þótti mik-
ið, þegar Kveldúlfur átti 7 slíka
togara. Það þætti líka saga til
næsta bæjar, ef 28 togarar væru
í smíðum, 350-520 lestir. En
Framhald á bls. 24.
Guðspjöllin geyma engar
furðusagnir um bernsku Jesú.
Það stingur þægilega í stúf við
helgisagnirnar, sem myndazt
ihafa um bernskuár annarra trú-
arbragðahöfunda. Þegar frá er
skilin sagan um hann tólf ára í
musteririu, ríkir alger þögn um
bernskuár hans.
Að lesa fyrst furðusagnirnar,
sem um bernsku annarra guð-
menna hafa myndazt, og síðan
þessa einu sögu frá bernsku
Jesú, ér lí'kt og að koma af lé-
lega máluðu leiksviði undir
heiðan, tæran himin, eða frá
grallarasöngli í hálifmyrkvaðri
moldarkirkju í bjarta tónlistar-
höll, þar sem leikin væri 9.
sinfónía Beethovens.
Guðspjallið um Jesúm tólf ára
fylgir þessum sunnudegi og það
leiðir okkur á æskuslóðir hans,
þar sem hann elzt upp og leikur
sér sem drengur.
Það er engin þörf á að vefja
hann tilbúnum töfrum. Þarna er
hann að leikjum m«0 systkinum
sínum og öðrum börnum, góður
leikfélagi, umhyggjusamur elzti
bróðir í húsi smiðshjónanna í
Nasaret.
Og við getum séð hann fjrrir
okkur, þar sem hann fýlgir móð-
ur sinni á sölutorgið á markaðs-
degi. Þegar hún er þar í hópi
annarra mæðra, sem leiða sín
börn, er María hróðug og glöð.
Vafalaust hefir hann verið bráð-
þroska, að miklar vonir hefir
móðurhjartað bundið við hann,
og líklega vonir, sem ekki rætt-
ust.
Nú er hann tólf ára gamall og
á að fara með foreldrum sínum
í pílagrímsferð „upp til Jerúsal-
em“.
Við getum naumast hugsað
okkur tilhlökkun drengsins.
Okkur vantar viðmiðun. Við
eigum engan stað, sem við elsk-
um eins og Gyðingar elskuðu
Jerúsalem og musterið. Skagfirð-
ingar fara „heim til Hóla“. Það
er hlýlegt orð. En í þvi er eng-
inn ástríðuhiti á við hitann í
huga og rómi Gyðingsins, þegar
hann fór „upp til Jerúsalem“,
hvar sem hann bjó á jörðu, úti
við sjó eða efst til fjalla, „upp
til Jerúsalem".
Við getum naumast hugsað
okkur tilihlökkun drengsins.
Okkur vantar viðmiðun. Við
eigum engan stað, sem við elsk-
um eins og Gyðingar elskuðu
Jerúsalem og musterið. Skagfirð-
ingar fara „heim til Hóla“. Það
er hlýlegt orð. En í þvi er enginn
ástríðuhiti á við hitann í huga
og rómi Gyðingsins, þegar hann
fór „upp til Jerúsalem“ hvar
sem hann bjó á jörðu, úti við sjó
eða efst til fjalla, „upp til
Jerúsalem“, eins og hin helga
borg stæði öllum öðrum stöðum
á jörðu ofar.
Arfur trúar og sögu féll etftir
einum farvegi í sálu Gyðingsins,
þegar hann renndi hug „upp til
Jerúsalem".
Sá arfur miðlast niðjunum
ekki síður af móðurvörum en
föðurtungu. Trúlegt er að þeim
dýra arfi hafi móðirin, einkum
móðirin, miðlað elzta syninum I
hinu bannmarga heimili smiðs-
hjónanna í Nasaret. Og nú á
hann að fá að líta eigin augum
þessa borg, sem hann hafði þrá-
sinnis séð með augum móður
sinnar á kyrrlátum rökkurstund-
um heima, meðan yngri börnin
voru að leik og hamar hins at-
orkusama heimilisföður aflaði
fátækri fjölskyldu brauðs.
Söguna þarf ekki að segja
lengri. Henni lýkur þar sem for-
eldrarnir finna drenginn sinn i
musterinu.
Hér bendir ekkert til helgi-
sagnamyndunar. Hér er allt með
eðlilegum hættL Hér dregst
barnssálin ómótstæðilega áð því,
sem siðar varð sterkasti þáttur-
inn í lífi hins fullorðna manns.
Sögur af mikilmennum sýna,
að börnin seiddi og dró það, sem
þeir urðu síðar mikilmenni af að
stunda. Sagt er að eitt gáfaðasta
tónskáld liðinna alda hafi í fruim-
bernsku dregizt svo að tónum og
söng, að ekki þótti einleikið.
Heimur tónanna varð síðar heinv-
ur hans, hans fagra konungsríkL
í einskis annars manns sál hetf-
ir guðslifið náð öðrum eins
blóma og í sálu hans, sem tóM
ára gamall sat eins og bergnum-
inn í musterinu og gleymdi stað
og stundu.
Þessi saga minnir okkur á, hve
varlega þarf að fara í uppeldi
barnsins, hve vel þarf að vera
á varðbergi um það, sem hugur
þess hneigist mest að. Engin
náttúrugáfu er svo sterk, enginn
vorgróður svo máttugur, að ekki
þarfnist alúðar og umhyggju.
„Heimþrá vor til Guðs er lífs-
ins kjarni (E. Ben.). Sú þrá, sem
laðaði og dró tólf ára sveinninn
í helgidóminn, sú dulda þrá er
okkur getfin að leiðarljósi á ferð-
inni um jörðina. Og ekki aðeins
á þeirri stuttu ferð, heldur átfram
'á þeim ómælisvegum, sem við
eigum eftir að ganga, nnz því
svimandi háa markmiði er náð,
sem við eygjum óljóst í honum
sem við héldum fyrir skömnvu
heilög jól í minningu um.
BLAÐBURÐARFÓLK
í EFTIRTALIN HVERFI:
VANTAR
Seltjarnames —
Skjólbraut
Skerjafjörður —
sunnan flugvallar
Ásvallagata
Hávallagata
Túngata
L.ambasta&a]iverfi
Nesvegur
Flókagata neóri
Meistaravellir
Sjafnargata
Granaskjól
Seltj. — Melabraut
Vesturgata I
Kjartansgata
Njálsgata
Lindargata
Selás
Be r g staSastrætl
Rauðarárstigur
Hluti af Blesugróf
Hraunteigur
Meðalholt
Miðbær
Fálkagata
Snorrabraui
Talið við afgreiðsluna, sími 22480
Blaðburðarfólk
VANTAR f KÓPAVOG.
Talið við afgreiðsluna í Kópavogi, sími 40748.