Morgunblaðið - 08.01.1967, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1967.
19
Vasabók 1967
Athugasemdir um útgáfu
í BYRJUN árs eignast margir
vasabækur með almanaki og
ýmsuim upplýsingum, sem taldar
eru þess virði að hafa við hend-
ina. Ein þessara bóka, sem flest-
ir kannast við, hefur um ára-
tuga skeið verið gefin út af
Steindórsprenti h.f. Er hún mik-
ið keypt af fyrirtækjum og fé-
lagasamtö'kum, sem gjarnan
setja á hana eigin kápu og
senda viðskiptavinum og félags-
mönnum. Auk þess er bókin föl
í bókabúðum, og mun upplag
faennar vera mjög stórt.
Forsenda fyrir kaupum fyrir-
tækja, félaga og einstaklinga á
bókinni og fyrir tilveru hennar
jrfirleitt, er vitaskuld sú, að
mark sé takandi á efni hennar.
®vo sjálfsagðan hlut munu fæst-
ir telja athugunarefni og því
rak ég upp stór augu, er mér
var bent á kórvillu í miikilvæg-
um fróðleiksdálki bókarinnar.
En slys geta alltaf gerzt og því
skylt að huga að fleiri atriðum,
áður en dómur er felldur. Og
bá kárnar gamanið.
Að svo miklu leyti sem venju
legum lesanda er unnt að
dæma um frágang og fróðleiks-
gildi umræddrar vasabókar við
einfaldan yfirlestur, verður ekki
annað séð en þar sé flest í mol-
um. Er skylt að rökstyðja þetta
uánar.
Á ca. hálftíma hnaut ég um
aftirfarandi misfellur:
1. Efnisyfirlitinu er ekki
unnt að treysta. Dæmi: „I>jóð-
hátíðardagar nokkurra landa“
eiga skv. efnisyfirlitinu að vera
á bls. 116, en finnast þar ekki
og reyndar hvergi í bókinni. í
efnisyfirlitið vantar a.m.k. þessi
atriði, sem þó eru í bókinni.
Bls. 118, „Dagafjöldi hvers
mánaðar".
Bls. 143, „Hæðir nokkurra
fjallvega yfir sjó í metrum".
('heil bls.).
Bls. 151, „Flugsamgöngur.
Millilandaflug". (heil bls.).
I Bls. 168, „Rómverskar tölur".
2. f „stutta símaskrá“, sem
m.a. hefur fyrirsögnina „Sjúkra-
hús“ vantar a.m.k. Borgarsjúkra
húsið, Fæðingarheimilið og
sjúkrahúsið Sólheima.
Undir fyrirsögninni „Varð-
»töðvar“ er m.a. getið um klukk
una (04) og Veðurstofuna, en
ekki Slysavarðstofuna. Hana er
þó að finna undir fyrirsögninni
^Slysaivarnir".
í>á eru brengluð tvö síma-
númer fulltrúa Slysavarnarfé-
lagsins í sjó- og landslysasvörn-
um, og hjá nætur- og neyðar-
þjónustu Flugþjónustunnar;
a.m.k. ber þeim ekki vel saman
við símaskrána. Framangreind-
iim númerum var flett upp, þar
eð þau skipta máli öðru fremur,
en ekkert skal hér um það sagt,
hvort önnur númer eru rétt eða
ekki.
3. Upplýsingar um einkenn-
Isstafi bifreiða skipta e.t.v. ekki
miklu máli, en ástæðulaust virð-
tet að sleppa tveimur kaupstöð-
rnn, Sauðárkróki og Húsavík,
þegar allir aðrir eru tilgreindir.
l»á mættu upplýsingar um ein-
kiennisstafi bifreiða á Keflavik-
erflugvelli vera greinilegri.
4. Einkennisstafir erlendra flug
Véla eru kannski áhugamál ein-
hverra, þótt margur annar fróð-
leikur virðist fremur eiga er-
ándi til almennings. En úr því
verið er að tína þetta til, hefði
*.t.v. mátt betur gera en nefna
hrafl af Erópulöndum, þ.á.m.
aðeins eitt A-Evrópuriki, 3—4
Ameríkuríki og Kína (Pormósa
— Peking?)
6. í bókinni er langur kafli
wm söfn og opinberar stofnanir,
þar sem greint er frá opnunar-
tímum, viðtalstímum o.fl. Trú-
lega væri þetta gagnlegasti hluti
bókarinnar, ef honum mætti
treysta. Svo er þó ekki. Framan-
fireindur lauslegur yfirlestur
leiddi m.a. í ljós eftirfarandi
villur.
Baðhúsið er ekki opið frá 8—8
beldur lokað fyrir fullt og allt.
Upplýsingar um Borgarbóka-
safnið og úti'bú þess, (næstum 1
bls.) eru úreltar og villandi.
Gjaldheimtan er opin frá kl.
9 daglega, en ekki kl. 10.
Ekki er getið um lokun opin-
berra skrifstofa á laugardögum
yfir sumarmánuðina, nema á
tveim þrem stöðum, þótt það
sé nú aðalreglan.
Engin leið er að sannreyna
í skyndi, hvort aðrar upplýsing-
ar eru réttar eða ekki og því
miður er erfitt að losna við
þann grun, að þetta séu ekki
einu villurnar.
Um þennan kafla gildir að
öðru leyti það sama og annað
í bókinni, að hrein tilviljun virð-
ist ráða, hvað tekið er með og
hverju er sleppt. Þanníg er t.d.
getið um vöruhappdrætti SÍBS
og vaxmyndasafnið, en ekki
minnzt á Heilsuverndarstöðina,
Fræðslumálaskrifstofuna, Raf-
orkumálaskrifstofuna, Borgar-
sjúkrahúsið eða Háskólann, svo
dæmi séu tekin af handahófi.
Þá eru og taldir allir bankar
landsins, nema samvinnubankinn
6. f töflu um flóð á bls. 124
—'125 er að finna merkilegar
athugasemdir um ýmsa staði á
landinu. Dæmi: „Keflavík (við
Faxaflóa), ísafjörður (kaupstað-
ur), Húsavík (verzlunarst), Siglu
fjörður (kaupstaður), Neskaup-
staður (Norðf.), Eskifjörður
(verzlunarst.), Reyðarfjörður
(fj. botninn). „Um aðra staði,
svo sem Akranes. Sauðárkrók,
Raufarhöfn, Eyrarbakka og
flesta aðra er ekkert upplýst,
nema nafnið og þarf út af fyrir
sig ekki undan því að kvarta.
7. Tafla um ferðir strætis-
vagna á bls. 144—145 hefur
greinilega ekki verið endur-
skoðuð með hliðsjón af breyting
um á s.l. ári.
8. Á bls. 172 er tafla um
„mynt“ nokkurra landa. Skv.
henni kosta 1000 Kanadadollarar
kr. 41.77, íslenzkar, en skv. geng-
isskráningu 14. nóv. 1966 kosta
þeir 39.910,00. Þarna munar
ekki nema kr. 39.868,23.
Þá er sagt, að 100 finnsk mörk
kosti kr. 13:42, íslenzkar. S'kv.
gengisskráningunni 14. nóv. s.l
kost 100 finnsk mörk kr. 1.338,72
og mismunur kr. 1.325,30.
Stórvillur eru vonandi ekki
fleiri í þessu kafla, en ýmsar
fleiri tölur bera með sér, að
á gengisskráninguna hefur ekiki
verið litið í leiðréttingarskyni
árum saman.
Þetta er nú orðið „langur og
dapurlegur listi“ eins og í gam-
alli heilsufræði sagði um skrá
yfir helztu dánarorsakir. Ekki
verður þó komizt hjá að bæta
við nokkrum orðum um efnisval
bókarinnar.
Skylt er að viðurkenna vanda
þeirra, sem velja fróðleik í litla
vasabók. Rýmið er lítið, en
margt kemur til greina. Ein-
kennilegt virðist þó, að af 60
fróðleikssíðum bókarinnar skuli
23 (ca. 40%) verið í upplýsing-
ar um „árdegisháflæður" í
Reykjavík og víðar og „nokkrar
vegalengdir í km.“ Væri ekki
nóg að birta. slíkt annað eða
þriðja hvert ár?
Nýmæli er yfirleitt ekki að
finna í vasabókinni, en frá því
er þó ein athyglisverð undan-
tekning. Komin er nýr kafli,
314 bls., um vín, gæði árganga,
hitastig o.fl. Þar má m.a. sjá,
að hvítt Rordeux vín frá 1038 er
„miðlungsgott“. Einnig er upp-
lýst, að ljóst portvín, með osti,
á að drekka 14—18 gráðu heitt.
Þá segir ennfremur: „Úr heil-
flösku af léttum vínum, fást 8
glös, en 12 af heitum vínum“. Að
lokum vín-lestrinum botnar mað
ur ekkert í því, hvea'nig hægt var
að komast af án slíks fróðleiks
svo lengi.
Óskandi væri, að þeir ágallar
vasabókarinnar, sem hér hafa
verið raktir, reyndust þeir einu.
Erfitt er þó að trúa því. í mikil-
vægum atriðum myndi því ekki
skaða, að leita einnig til annarra
heimilda, t.d. ef menn vilja læra
blástursaðferðina til björgunar
frá drukknun. Það er einhvern
veginn notalegra að vera örugg-
ur um að kunna hana rétt.
Til þess að viðhafa fyllstu sann
girni og til sönnunar þeirri
gömlu reglu, að engum er alls
varnað, skal að lokum tekið fram,
að á titilsíðu vasabókarinnar
stendur skýrum stöfum „Eftir-
prentun bönnuð“.
Magnús Óskarsson.
Kaupum hreinar
léreftstuskur
prentsmiðjan
200 tonna
SÍLDVEIÐISKIP
til sölu
Mb. Garðar GK-175 er til sölu. — Skipið er gamalt,
en margvíslegar endurbætur hafa verið gerðar á
því á undanförnum árum, svo sem t.d.:
Ný aðalvél 1964 — Ný ljósavél 1965.
8 tonna spil 1963 — Miðunarstöð (Taiyo) 1966.
Göngum lokað 1966 — Kraftblökk og gálgi 1965.
Auk markvíslegra breytinga og lagfæringa á skip
inu sjálfu og útbúnaði þess.
Skipið selt á hagkvæmu verði og með mjög
liagkvæmum greiðsluskilmálum.
Semja ber við:
Þórarin Sigurðsson, Hraunhólum 12.
Garðahreppi — Sími 5 13 51.
MOVLON - tóg
— POLYPROPYLENE —
BEZTA FÁANLEGA EFNIÐ í:
LOOlit
BÓLFÆRI
NETATEIIViA
LA1NIDFE8TAR
Ódýrt. Stamt, Létt. Lipurt. Fúnar ekkL
MÖRE-IMETAHRIIMGIR
Rétt stærð. þola 220 faðma dýpi.
— BEZTU og ÓDÝRUSTU netahrigirnir —
BAMBLISSTEMGLR
Baujubelgir. Baujuflögg. Netadrekar,
ensk og ísl. Lóðadrekar. Netalásar.
Netakóssar. Netaflögg. Netabelgir.
Lóðabelgir. Netanálar. Önglar. Taumar,
Fisk- og lifrakörfur. Fiskstingir. Goggar.
Bætigarn.
GRASLEPPLNETASLÖNGtiR
RAtlÐMAGANETASLÖNGDR
PEAST -N ET AFLAR
STALVIR
Snurpuvír. TroIIvír. Kranavír.
Vírmanilla. Benslavír. Vantavír.
Manillu-, Sisal- og nælontóg.
BALJLLLGTIR
„AURORA“
MEÐ RAFAUGA
BLIKKA,
SLÖKKVA
SJÁLFKRAFA
ER BIRTIR.
„AUTRONICA“
BUJULUGTIR
„NEFA“
BAUJULJÓS.
,.NIFE“ BAUJU-
LUGTIRNAR
ENDINGAR-
GÓÐU, MEÐ
1 OG 2 LJÓSUM
Hausingasveðjur. Flatningshnífar.
Beituhnífar. Flökunarhnífar. Gotuhnífar.
Stálbrýni. ísskóflur. Saltskóflur.
Gotupokar.
•
Nótahringir. Hálflásar. Sleppikrókar.
Hringnótablakkir. Síldarháfar.
Síldargafflar.
VERZLUM
O. ELLIIMGSEN