Morgunblaðið - 17.01.1967, Síða 10

Morgunblaðið - 17.01.1967, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1967. Tvœr bílveltur - tveir árekstrar ANNRÍKT var hjá lögreglunni í Hafnarfirði í gær. Tveir bílar ultu út af Reykjanesbraut í hálku í gærmorgun, annar í Kapelluhrauni, hinn fyrir sunn- an tollheimtuskýlið. Ekki urðu meiðsli á mönnum, en bílarnir skemmdust talsvert. í>á urðu tveir árekstrar í Hafn arfirði í gær, annar kl. 9.30 á mótum Reykjavíkurvegar og Hellisgötu, en hinn í gærkvöldi á mótum Hafnarfjarðarvegar og Vífilstaðavegar. Ekiki urðu meiðsli á mönnum og litiar skemmdir á bílunum. CÞá verður lögreglan að hafa vakt frá kL 7 til 22 á mótum Reykjanesbrautar og Hringbraut ar, því umferð hefur verið stöðv uð á kafla Reykjanesbrautar í í Hafnarfirði, þar sem nú er haf inn undirbúningur að steypu og gangna undir brautina fyrir veg farendur. Verða bílar að beygja út á Hringbraut og aka upp Öldugötu og þar inn á Reykjanestoraut aft ur. Bírœfið banka- rán á Ítalíu Turin, Ítalíu, 16. jan. MTT bffæfnasta bankarán, ■em um getur í annálum lög- jpeglunnar á Ítalíu var fram- 10 í dag. Skutu bankaræningj -arnir einn mann til bana og böfðu á brott með sér þrjá gísla og rændu tvo banka á sama klukkutímanum. Ránið frömdu grímuklæddir menn vopnaðir vélbysisum og gkammbyssum. Þeir höfðu sam- tals upp úr krafsinu um 400.000 krónúr. Fyrri bankinn er þeir rændu var í smábænum Cirie í grennd við Turin. Þar létu þeir M) viðskiptavini og 12 starfs- œenn bankans leggjast á gólfið meðan einn þeirra lét greipar sópa um hirzlur gjaldkerans. Lækni þorpsins, sem stakk höndinni í vasann eftir veski sínu, skutu þeir samstundis til bana. í bankanum tóku þeir þrjá gísla og óku til Alpignano í 20 km. fjarlægð og rændu þar annan banka. I>ar skildu þeir eftir tvo gíslana en höfðu með aér 18 ára gamla stúlku, Mariella Farinella. Henni fleygðu þeir út 6r bílnum skammt fyrir utan " beeinn. Nokkrir sjónarvottar bil segja, að þeir hefðu ekið sínum inn í geymslurúm vöru- flutningabifreiðar, sem beið þeirra fyrir utan Alpigntano. Ránsmennirnir hafa enn ekki fundizt. Þessa ljósmynd tók ljósmyndari Mbl. á Selfossi, Tómas Jónsson, fyrir hádegi í gær. Vatnsbora árinnar var þá að gizka 4 metrum hærra en venjulega og fór hækkandi eftir þvi sem leið á daginn. Jakaburður var mjög mikill. Eins og sjá má er vatnsborðið ekki langt frá brúargóif inu og í gærkvöldi var hætta á að fljóta færi að Tryggvaskáia, — Vegaskemmdir Framhald af bls. 28 vegurinn lokaður þar um og einnig austan árinnar við ána ®Klifandi, sem er rétt vestan við Pétursey. Þaðan er vegurinn tal inn illfær á Mýrdalssandi í Ár- nessýslu allri er ástand vega yfir leitt slæmt og á Suðurlandi er varla nokkur vegur sem ekki hefur laskazt. IJIWPJIU Jl Wf IWWWPWWWR Maður á vöðlum fer fjarska má sjá bíla, yfir Ferjukotssíki til að kanna aðstæður. Hægra sem bíða handan sikisins, á norðurieið. megin á myndinni í Rúml. 17 millj. hefur verið varið til Hallgrímskirkju IAMKVÆMT upplýsingum Her- manns Þorsteinssonar, gjaldkera byggingarnefndar Hallgríms- kirkju hefur rúmlega 17 milljón- un króna verið varið til bygg- tngar, en áætlað var 1963 að hún kostaðt fullgerð 41,6 milljónir krona. \ Hermann skýrði Morgunblað- "tnu frá því, að nú væri unnið við turninn, bæði úti og inni, en grunnur hans væri 500—600 fer- metrar. í nyðri álmu fyrstu turn hæðar væri verið að ljúka við •afnaðarheimili. í desembermán uði hefði díakonissa safnaðarins byrjað að nota safnaðarheimil- Ið til föndurkennslu fyrir yngstu börnin. í nyrðri álmunni væri •innig salur, sem m. a. væri ætl- aður til kennslu fermingarbarna og fundi safnaðarfélaganna. Við hann væri lítið eldhús, skrifstof- ur presta yrðu og í álmunni og bækistöð Hins íslenzka biblíu- félags, svo og herbergi kirkju- varðar, snyrtiherbergi og fata- geymsla. LOFTÁRÁSIR Saigon, 16. jan. NTB. Bandarískar sprengjuflugvél ar gerðu í dag loftárás á olíu stöðvar í nánd við Hanoi í fyrsta sinn frá 15. des. s.I. Sam timis réðust orrustuþotur af gerðinni Thundercv'ief á eid- flaugastöðvar um km. frá borginni. „f syðri álmunni er búið að múrhúða og þar er hiti kom- inn“, sagði Hermann, ,en þar verður einn salur, sem ætlaður er fyrir kapellu kirkjunnar í framtíðinnL“ Hermann sagði, að mikið hús- rými væri í sjálfum turninum og yrði það í tengslum við safn- aðarheimilið og kapelluna. Hann sagði, að í síðustu viku hefði verið steypt þriðja hæð turnsins, sem væri nú orðinn 31.5 metrar á hæð. Turninn yrði 45 metrar, en 74.5 metrar á hæð með spíru og krossL „Fyrir rúmum þrem árum, eða 1963, var gerð framkvæmda- og kostnaðaráætlun við kirkju- smíðina,“ sagði Hermann. „Var þá miðað við að hún verði full- gerð árið 1974 á 300 ára dánar- dægri síra Hallgríms Pétursson- ar og 1100 ára afmæli fslands- byggðar. Þessi áætlun var gerð með tilliti til þess, að hæfilegur hraði yrði á framkvæmdum. Áætlunin hefur staðizt í aðal- atriðum,“ bætti hann við. Þá sagði Hermann Þorsteins- son, að áframhald framkvæmda færi eftir fjármagninu. Sam- kvæmt áætluninni frá 1963 væri talið, að heildarbyggingarkostn- aður yrði 41,6 milljónir króna, miðað við þáverandi verðlag. í árslok 1965 hefði 12,2 milljón- um króna verið varið til smíð- innar og líklega hefði verið unnið fyrir rúmar 4 milljónir árið 1966. Byggingarframkvæmdir við Hallgrímskirkju hófust árið 1945 að sögn Hermanns, og var kapell- an tekin í notkun 1958. En þá var hlé á framkvæmduin til 1955 eða 1956. Loks kvað Hermann Þorsteins- son byggingarnefnd og safnaðar stjórn bjartsýna á áframhaldið, enda væntu menn stuðnings frá einstaklingum um land ailt, rík- isstjórn og höfuðborg. Er Mbl. hafði samband við lög- regluna ú Selfossi í gærkvöldi var áin rétt að segja farin að flæða upp á bílþvottaplan vest- an Ölfusárbrúar og var þá sagt, að flóðið í ánni væri ekki í rén- un. Voru að sögn lögreglunnar, vegir í Flóa enn undir vatni og ekki öll kurl komin til grafar með skemmdir, því að þær verða ekki kannaðar til fulls fyrr en vatnið sjatnar. Samkvæmt upplýsingum Vega gerðarinnar var Vesturlands- vegur aftur orðinn fær um Ferjukotssíki í gærkvöldi og Borgarfjarðarbraut var orðin sæmilega fær öllum bílum, en á Dragavegi neðan við Skorradals- vatn er vegurinn skemmdur og er hann lokaður. Á Snæfellsnesi var Útnessveg- ur í Breiðuvík ófær, einnig Grundarfj arðarvegur I Fróðár- hreppL en vonast var til, að þessir vegir yrðu færir aftur i gærkvöldi. í Dalasýslu rann Reykjadalsá í Miðdölum á veginn og var hann ófær, nema stærstu bílum. Þá urðu mjög víða skemmdir í Dala sýslu, en þær eru ekki mjög stór* vægilegar. Mikill vatnagangur var á Vest- fjörðum, en ekki var kunnugt um meiri háttar skemmdir, nema hvað á nokkrum stöðum rann frá ræsum í Barðastrandarsýslu. Norðurlandsvegur var fær norður Holtavörðuheiði til Blönduóss og um Svínvetniriga- braut til Skagafjarðar. Fréttarit- ari Mbl. á Blönduósi, Björn Berg mann hefur þetta um ástandið í sýslunni að segja: „í fyrradag og fyrrinótt var mikið flóð í ám í Austur-Húna- vatnssýslu en ekki er vitað um neinar skemmdir af völdum þeirra. Blanda ruddi sig að mestu en í Langadal mynduðust stíflur og áin flæddi víða hátt yfir bakka og lokaði veginum á nokkrum stöðum. Svartá og Vatnsdalsá eru enn að mestu á ís enda þótt mikill vöxtur væri í þeim báðum“. í Skagafirði flæddu Hréaðs- vötn yfir bakka sína og lokuðu Norðurlandsvegi á Vallabökkum. Flæða vötnin yfir veginn á Ví km kafla. Vegaskemmdir hafa orðið víða á vegum norðanlands. T. d. er vegurinn um Svínadal lokaður vegna vatna og er hann í sund- ur á 10—15 m. kafla. Þá eru skemmdir á vegum við Ás 1 Vatnsdal og í Skagafirði í Lít- ingsstaðahreppi í Sæmundarhlíð og víðar. Á Austfjörðum hafa ekki orð- ið neinar skemmdir á vegum en víða er þar mikil hálka á veg- um einkum á suðurfjörðunum. Samkvæmt upplýsingum Vega gerðarinnar er um gífurlegt tjón á vegakerfinu að ræða og er ástand þeirra langt frá því að vera fullkannað enn. Er því ekki unnt að nefna neinar tölur um tjónaupphæð enn enda ekki ÖU kurl kominn til grafar enn ein* og áður er sagt. Ofan við Ferjukotssíki í Borgarfirði hafði myndazt stóðuvatn af framburði Norðurar. Þar *r vi* venjulegar aðstæður mýri og móar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.