Morgunblaðið - 17.01.1967, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRTÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1967.
17
KVIKMYNDIR, SJÚNVARP
OG GAGNRÝNENDUR
í>AÐ mun löngum hafa verið
vanþakklátt verk að reka kvik-
myndahús hér á landi. Sú skoð-
un virðist hafa hlotið festu í
hugum furðu margra, að kvik-
myndahúsin velfiest séu ein-
hvers konar gróðrarstía andlegr-
ar upplausnar kæruleysis og
ýafnvel siðspillingar, svo ekki sé
minnzt á, hve óheppileg áhrif
margir telja, að þau hafi á mál-
tar og málsmekk unglinga.’
Þá hefur það naumast verið
kvikmyndahúsunum uppörvun,
að í hópi þeirra listamanna, sem
vilja telja sig einna fínasta hér
á landi, hefur alllengi gætt vissr
ar tiJhneigingar til að varpa rýrð
á gildi kvikmynda, og sumir
|>eirra hafa ekki sett sig úr færi
með að kasta hnútum að þeim,
bæði í útvarpi og blöðum, og má
vera einnig í sjónvarpi. Er þess
íkeramzt að minnast, er fremsti
•káldsagnahöfundur okkar . lét
■vo ummælt á síðastliðnu vori,
«ð hann hefði viðbjóð á kvik-
myndum, og varð ekki annað
■kilið en hann drægi þar allar
kvikmyndir í sama dilk.
Aðrir þekktir rithöfundar
hafa víst ekki vogað sér að koma
með svo hleypidómafullar full-
yrðingar á prenti hvað svo sem
t>eir kunna að hafa hugsað með
■jálfum sér.
Þær kvikmyndir, sem birtast
hér í kvikmyndahúsum, eru all-
misjafnar að gæðum. Öll hug-
verk eru misjöfn að gæðum.
Skáldsögur, Ijóðabækur, tón-
verk, og málverk, svo dæmi séu
íekin, eru í svo mismunandi
gæðaflokkum, að þau eiga ekki
eaman nema að nafninu til, svo
maður sleppi nú alveg þeim verk
um, sem vandfýsir gagnrýnend-
ur telja, að nái ekki einu sinni
nafninu. Þetta liggur í eðli sjálfr
ar listsköpunarinnar, sem oftast
verður fremur að líta á sem til-
raun til að skapa fullkomin verk
en fullkomleikann sjálfan. Lista-
menn leitast auðvitað við að ná
■em mestri fullkomnum og er sú
viðleitni nauðsynleg, en hvort
nokkurt alfullkomið listaverk er
til, er hins vegar öllu vafasam-
ara.
En þetta gefut að sjálfsögðu
ekkert tilefni til að slá af kröf-
um um listagildi verka, og eins
og ég gat um áðan, er því ekki
að neita, að myndir þær, sem
hér birtast £ kvikmyndahúsum,
•ru misjafnar að gæðum.
Á
myndaunnendur hljóta hér eftir
sem hingað til að verða upp á
kvikmyndahúsin komnir, ef þeir
vilja leiða sjónum fögur lista-
verk af þessari gerð. Sjónvarpið
hefur ekki tök á því að leysa
kvikmyndahúsin af hólmi sem
listmiðlunartæki, jafnvel þótt
sjónvarpsáhugamenn æsktu þess.
Þrátt fyrir það, má fullvíst
telja, að sjónvarpið dragi eitt-
hvað fyrst í stað úr aðsókn
manna að kvikmyndahúsum.
Jafnhliða því grillir í annað at-
riði, sem jákvætt má telja fyrir
kvikmyndahúsagesti. Vegna sam
keppninnar við sjónvarpið munu
kvikmyndahúsin sjá sig til þess
knúin af góðri nauðsyn að vanda
sem mest vai mynda sinna, sækj
ast fastar en áður eftir að fá
leigðar efnismiklar, listrænar og
vel leiknar úrvalsmyndir. Þetta
viðhorf kom fram hér í blaðinu
um daginn í viðtali við forstjóra
eins kvikmyndahúsanna. Að
þessu leyti að minnsta kosti eru
verkanir sjónvarps jákvæðar.
Mönnum finnst það svo miklu
þægilegra, að geta notið kvik-
mynda í heimahúsum, þótt á
litlum sjónvarpsskermi sé, að
menn slíta sig ógjarnan frá því,
til að ganga í kvikmyndahús,
nema úrvalsmyndir séu í boði.
Við kvikmyndagagnrýnendur
dagblaðanna höfum stundum
sætt gagnrýni fyrir það, að um-
sagnir okkar um kvikmyndir séu
ekki nógu vandaðar. Við því er
fátt að segja, þótt gagnrýnendur
sæti gagnrýni, og kemur það á
vissan hátt vel á vonda. „Dæmið
ekki, svo þér verðið eigi dæmd-
ir*‘ stendur í helgri bók, ef ég
man rétt.
Annars væri líklega varla
hægt að hugsa sér það fyrir-
bæri í nútíma þjóðfélagi, sem
væri meiri dragbítur á lista- og
menningarlíf en ,óskeikulir“ list
gagnrýnendur. Líklega dræpu
þeir alla sjálfstæða viðleitni til
listsköpunar á tiltölulega skömm
um tíma. Hugsum okkur til dæm
is, að allir bókmenntagagnrýn-
endur okkar yrðu skyndilega
óskeikulir í dómum sínum um
verlc rithöfunda okkar og skálda
og skrifuðu sína í krafti nýáunna
óskeikulleika. Þá yrði maður
víst jafnhliða að gera ráð fyrir
því, að til væri einhver
„absoulut" mælikvarði á það,
hvenær bókmenntalegt listaverk
nær því að vera fullkomið.
Þetta mundi sjálfsagt þegar
hafa þær verkanir, að hin mest
dýrkuðu skáld okkar, bæði hin
klassisku og hin yngri, yrðu veg-
in og léttvæg fundin af hinum
alvísu dómurum. Er það í sam-
ræmi við það, sem áður var
sagt, að öll listsköpun er fyrst
og fremst tilraun til að ná tökum
á sem fullkomnastri listjátningu.
„Óskeikulir" gagnrýnendur, sem
leituðu fullkomleikans í list, yrðu
því vafalaust fyrir miklum von-
brigðum, og tækju menn orð
þeirra almennt trúanleg, myndu
öll okkar skáld og listamenn frá
fyrstu tíð falla heldur betur í
gildi í augum almennings.
Nú er ég ekki að halda því
fram, að við kvikmyndagagnrýn-
endur mættum ekki gera að við-
fangefni okkar fyliri skil en nú
er, án þess að eiga á hættu að
verða óskeikulir í dómum. Kvik-
mynd er, sem kunnugt er sam-
þáttungur margra listgreina. Má
þar nefna sagnlist, tónlist og leik
list til dæmis, svo og kvikmynda
list í þrengstu merkingu, það er:
Framhald á bls. 20.
En hvernig er það með ís-
lenzka sjónvarpið? Kemur það
ekki til með að bæta þetta upp
með látlausri birtingu úrvals-
mynda? Ekki veit ég, hvað verða
kann í framtíðinni, en eftir þeim
my dnmuað dæma sem ég hafi
annað slagið átt kost á að sjá
f íslenzka sjónvarpinu hjá kunn-
Ingj um mínum, þá virðist mér,
að á þessu sviði sé ekki um neina
„menningarbyltingu“ að ræða
með tilkomu íslenzka sjónvarps-
Ins, enn sem komið er.
Ekki má gleyma því í þessu
■ambandi, að sjónvarp hefur
enga tæknilega möguleika á því
þróunarstigi, sem það nú er að
minnsta kosti, til að standa kvik-
myndahúsunum á sporði við sýn-
ingu kvikmynda. Sýningarflötur
Inn er til dæmis of lítill til að
■tórbrotnar landslagssenur geti
uotið sín þar til fulls eða aðrar
■enur, sem krefjast mikils rým-
te. Þá eru og óvíða í heimahús-
*m svo rúm húsakynni, að þau
gefi heimamönnum kost á að
■koða kvikmyndir úr æskilegri
fjarlægð, til að njóta sem bezt
éhrifa þeirra, jafnvel þótt þeir
befðu yfir að ráða fullkomnari
myndmiðlunartækjum en sjón-
varpið er.
Umbúðavörur
Umbúðapappír, hvítur í rúllum 40 og 57 cm.
Pappírspokar, allar stærðir.
Kraftpappír, brúnn, 90 og 100 cm.
Smjörpappír, tvær stærðir.
Umbúðapappír, brúnn, 57 cm. í rúllum.
Þunnur pappír í örkum.
Heildsölubirgðir:
EGGERT KRISTJÁNSSON & CO HF.
Sími 1 1400.
Félapcamtök
í Reykjavík vilja kaupa húsnæði fyrir
starfsemi sína. Þarf að vera 150—300 ferm.
Tilboð með öllum nauðsynlegum upplýs-
ingum sendist til afgr. Mbl., merkt: „Skák
— 8715“.
Húseigendur
Tek að mér að smíða forstofuskápa, svefnher-
bergisskápa. — Fljót afgreiðsla og vönduð vinna. -
Sími 37086.
STÓR
Byrjar í dag
MikiÖ af tilbúnum fatnaði
fyrir konur, karla og börn
mun verða selt fyrir ótrúlega
lágt verð
Stœrsta útsalan ávallt hjá okkur
Austurstræti 9.
Sjálfstæðiskvennafélagiö HVÖT
heldur fund fimmtudaginn 19. janúar í Sjálfstæðishúsinu kl. 8,30.
Þar verður spilað Bingó og margir á-
gætis vinningar, þar á meðal vetrarferð
með ms. GULLFOSSI til Kaupmanna-
hafnar. — Gisting á Hótel Búðum fyrir
2 í 2 sólarhringa og margt gott matar-
kyns, t.d. súr hvalur, hangikjöt o. m. fl.
sem er of langt til að telja upp.
12 umferðir verða spilaðar og kaffihlé eftir 6.
umferðina. — Ókeypis aðgangur. —
Stjórnin.
Þetta veldur því, að kvik-