Morgunblaðið - 17.01.1967, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, I>RIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1967.
— Kina
Famhald af. bls. 1
Lin Piao, varnarmá.laráð-
Iherra, sem lengi vel virtist
kjörinn arftaki Maos en hef-
ur ekki sézt opinberlega síð-
a*i í nóvernber sk Stuttiega
befur verið á hann minnzt
opinberlega og þá til hróss en
ejálfur hefutr harxn eklki sézt
síðan þeir Mao h^ldu saman
suður till Shanghai í vetrar-
teyfi sér til hvtíldar og hress-
kigar að talið var.
f Þykár ýmsum sem þar
ákjóti nOk'kuð skökku við að
varnarmáJlaráðlherrann skuli
með öllu týndur einmitt nú
þegar átök eru innan hersins
milli fylgismanna Maos for-
manns og andstæðinga hans.
Þá þykir það og nokkrum tíð
indum sæta, að nú hafa þrír
marskálkar bætzt í fram-
kvæmdaráð kamimúnista-
flokJks Kína og eiga þar þá
sæti átta af niu núlifandi
marskálikum í Kínaveldi og
Ihefur sá níundd þó ekki enn
verið opinberlega strikaður
út af félagaskré, þótt hann sé
satgður sviptur sæti sínu að
því er júgóslavneska frétta-
stofan Tanjug hermir.
f Skipan marskálkanna í
framlkvæmdaráðið, sem tel-
ur um tvo tugi manna (og
gengur næst tíu manna fasta-
nefndinni, sem fer með æðsta
vald í öllum flokksmállum)
er höfð til marks um að við-
búnaður Kína á landamær-
unum að Sovétríkjunum
verði enn aulkinn, enda lét
einn hinna nýskipuðu mar-
gkálka sér um munn fara orð
í þá átt við móttöku sem
haldin var albönsku hernað-
arsendinefndinni sem kom til
Pekintg fyrir helgina, og
mælti þá fyrir munn Lin
Piaos að hann sagði.
* Sá viðbúnaður mun enda
gagnkvæmur, því fregnir frá
Sovétrákjunum bera því all-
ar ljósan vott og haft er eftir
bandaríska tímaritinu „News
week“ að vel megi vera að
Sovétríkin flytji nokkuð lið
bermanna, um 50,000 manns
*ð balið er, frá A-Þýzkalandi
til landamæranna að Kína og
vitnað til heimsóiknar sov-
ézJos herforingja til A-Þýzka-
iands nýverið og viðræðna
bans við Walter Ulbridht um
þetta mál og önn/ur. Sovér-
ríkin hafa nú í A-Þýzkalandi
um 220.00 manna her.
Skoraff á bændur
Japanska fréttastofan Kyodo
hermir í dag, mánudag, að leið-
togar Klna hafi skorað á bænd-
mr í landinu, sem taldir eru um
Ifjórir fimmtu allra íbúa Kina-
veldis, að vísa algerlega á bug
Sllum tilraunum andstæðinga
Haos formanns innan flokksins
til þess að skapa glundroða í
•fnahagslífi dreifbýlisins.
Hefur fréttastofan það eftir
Iréttamanni sínum í Peking að
▼eggspjöld, hengd upp í höfuð-
•borginni í nafni miðstjórnar
kommúnistaflokks Kína tilkynni
•ð ýmsir ótilgreindir ráðamenn
innan flokksins hafi lagt að
landbúnaðarverkamönnum að
fara til Peking að bera þar upp
kröfur sínar og klögumál, sem
sé bæði óskynsamlegt og ótil-
hlýðilegt. Einnig er farið hörð-
um orðum um þá andstæðinga
Maos innan flokksins sem reyri
að grafa undan menningarbylt-
ingunni með því að ýta undir
verkamenn að fara tU Peking
að leita þar réttlætingar mála
sinna. Segir fréttastofan áskorun
þessari einkum beint tU þeirra
mUljón manna, sem undanfarin
ár hafa verið sendir burt úr borg
unum tU starfa við landbúnað og
iðnað utan þeirra. Var lagt hart
að öllum þeim að halda sig að
vinnu sinni og bíða rólegir, mið-
stjórn kommúnistaflokksins
myndi taka mál þeirra tU athug
unar innan tíðar.
Einnig sagði á veggspjöldun-
um að jarðeigendur, efnaðir
bændur og andbyltingarsinnar
hefðu tekið saman höndum við
illgjörn hægri öfl og áformað að
skapa glundroða í efnahagsmál-
um Kína og eyðileggja menning
arbyltinguna. Þá voru bankar
einnig hvattir til að neita að
borga út annað fé eða meira en
það sem væri í samræmi við
fyrirmæli ríkisyfirvalda og er
talið benda tU þess að andstæð-
ingar Maos innan flokksins hafi
heimilað launagreiðslur framyfir
það sem leyfilegt var með það
fyrir augum að gera verkamenn
ina afhuga menningarbylting-
unnL
Veggspjöld þessi sem hengd
voru upp í dag renna stoðum
undir ummæli Chou En Lais fyr
ir helgi þar sem hann ræddi m.a.
úfcbreiðslu menningarbyltingar-
innar og hvatti menn til þess að
gegna skyldustörfum sínum en
hlaupast ekki á brott tU Peking
þeirra erinda einna að sjá Mao
formann, þótt slíkt væri í sjáifu
sér góðra gjalda vert. Sagði-
Chou að 12 milljónir ungmenna
hefðu komið tU Peking að fylla
flokk Rauðu varðliðanna á tíma
bilinu frá ágúst og fram í nóv-
ember sl. og nú væri nóg komið.
Margt manna hefði komið í kjöl
far rauðu varðliðanna og í
þeirra hópi til annars en að
hylla Mao og ýmsir hefðu borið
upp kröfur og klögumál sem
allt eins vel hefði mátt leysa
heima fyrir en út yfir tæki þó
þegar fólk þetta fengist svo ekki
til þess að fara heim aftur er
það hefði fengið úrlausn mála
sinna í •höfuðborginni.
f öðrum fregnum, óstaðfestum
að vanda, segir að til Peking
hafi komið fjöldi fylgismanna
Maos þangað sendir af flokks-
stjórninni heima fyrir til þess
að losna við þá svo hægara
væri um vik að skipuleggja and-
stöðuna gegn Mao heima fyrir á
meðan áköfustu stuðningsmenn
hans væru fjarverandi.
Auðmýktir
Júgóslavneska fréttastofan
Tanjug skýrir frá því að í dag,
mánudag, hafi verið hengdar upp
við helztu verzlunargötuna í
Peking, Wang Fu Ching, margar
myndir og miklar atf ýmsum
fyrrum háttsettum. leiðtogum
Kínaveldis, teknar á fjöldafundi
Rauðra varðliða fyrir nokkru,
þar sem menn þessir voru hædd
ir og smánaðir á alla lund. Flest
ir eru menn þessir vel við ald-
ur og var þeim gert að krjúpa
varðliðunum eða að öðrum kosti
keyrðir niður í greip þeirra, háð
ungarspjöld lögð um axlir þeim
og jafnvel i bak og fyrir og þeir
hlaðnir áletrunum og smánar-
borðum. Það fylgdi sögunni að
síðar hefðu þrír menn með fífls
húfu á höfði og svo þétthlaðxnr
háðungarspjöldum, borðum og
áletrunum að ekki varð greint
hverjir þar væru á ferð, verið
Kópavogur
Skrifstofa mín er I Félagsheimili Kópavogs, 2. hæð,
og er opin alla virka daga, nema laugardaga, til
næstu mánaðamóta, kl. 5—7 e.h. og 8—10 e.h,
Umboðsmaður skattstjóra.
ii.
Vi5 kaupum ekki frið
fyrir sjálfstæðið
Ho rœðir við bandarískan ritstjóra
B I L L Baggs, ritstjóri
bandaríska dagblaðsins
„Miami News“ í Florida,
hefur átt viðtal við Ho Chi
Minh, forseta Norður Viet-
nam. Er hann fyrsti banda
ríski blaðamaðurinn, sem
fengið hefur viðtal við for-
setann í mörg ár. Sagði
forsetinn í viðtalinu að íbú
ar Norður Vietnam þráðu
frið, en mundu aldrei
fórna sjálfstæði sínu til að
kaupa frið.
Baggs ritstj. ræddi við for
setann í Hanoi sl. fimmtu-
dag, en viðtalið var ekki
birt fyrr en í gær, mánu-
dag.
I viðtalinu kemur Ho Chi
Minh víða við. Ræðir hann þó
aðaliega um styrjaldir þær,
sem geisað hafa í landinu und
anfarið 25 ár. Varðandi dvöi
bandarískra hermanna í Suð-
ut Vietnam sagði forsetinn að
þeir væru þangað sendir til
„að drepa og verða drepnir."
Þetta væri smánarlegt. Hann
minntist margsinnis á loftárás
ir Bandaríkjamanna, sem
hann nefndi hryðjuverk.
Stundum, meðan á viðtalinu
stóð, varð forsetinn óþolin-
móður vegna seinagagns hjá
túlkinum, og greip þá fram í
fyrir honum á lýtalausri
ensku.
„íbtúarnir S Vietnam eru
miktlir friðarunneiidur,“ sagði
Ho. „En friður er ekki friður
nema homim fylgi sjállfetæði
og fnelsL Við murvum aldrei
afeala akkur sjálfstæðinu til
að öðlast frið. Við hö'fum Ibar-
izt of lentgi fyrir sjiátlfetséði og
£reisi.“
Baggts ritstjfóri segir að
h,ann halfi oft fengið að heyra
orðin „sjálfistæði ag fne>lsi“,
meðan ihann dvaldi í HanoL
Skömmiu fyrir viðtallið við Ho
rædtdi (hann vdð einn af ráð-
herrunum í sltjánn Norður
Vietnam, sem sagði m.a.: „Þér
verðið að muna að við höf-
um átt í styrjöld í 25 ár. Við
börðumst gegn Japönum þeg-
ar þeir hertóku land okkar á
síðari heimisstyrjaldaráru’num.
Svo komu Frakkar tid baka,
og vildu ná á ný fyrri yfir-
ráðum sínum hér. Við börð-
umst gegn Frökkum og sigr-
uðum þá. Nú enu það Banda-
ríkjamenn. Svo við hiöfum átt
í of mörgum styrjöldum í of
mörg ár tU. að stofna sjálf-
stæði okkar í hættu nú.“
Ho Ohi Minlh er orðinn þjóð
sagnapersóna í Asíu, segir
Baggs. Hann kom fyrst fram
á sjiónarsiviðí'ð fyrir hálfri
ötld sem þj'óðernissinni í Ev-
rópu, aðalleiga í Paris, þar
sem hann Ibarðist fyrir sjálf-
stæði hteimatlands síns. Um
skeið vann hann verkamanna
vinnu í New York, og í við-
talinu iét Aantn í Ijós virð-
ingu fyrir Bandaríkjunum,
— Við berum virðlngu fyrir
bandarísku þjóðinni. Banda-
ríska þjóðin er skynsöm, og
ann friði og lýðræði“, sagði
ihann. „Bandarísku hermenn-
irnir eru sendir hingað til að
drepa eða verða drepnir. Flest
ir þeirra eru menntaðir, og ef
þeir kæmu hingað til að
hjálpa, sem tæknifræðingar,
gætum við boðið þá velkomna
sem frændur og vini. En þeir
koma til að drepa og verða
drepnir. Það er smánarlegt.
Það getur verið erfitt fyrir
yður að trúa því, en ég er
ekki einungis harmi lostinn
þegar Vietnambúar eru drepn
ir. Ég er einnig harmi lostinn
þegar bandarískir hermenn
eru drepnir. Ég hef samúð
með foreldrum þeirra“.
Baggs segir að orðrómur um
að Ho búi við heilsubrest virð
ist ekki á rökum reistur, þótt
forsetinn verði 77 ára á þessu
ári. Hann er að sögn ritstjór-
ans skarpur í viðræðum, og
rök hans þróttmikil. Fer harm
á fætur daglega klukkan fimm
að morgni og hefur vinnu
klukkustund síðar. Hefst
starfið oft með ráðherrafundi
eða viðræðum við erlenda
gesti, sem eru heldur fáséðir
í Hanoi. Viðtalið við Baggs
fór þó fram síðdegis.
látnir aka um götur Peking I
háðungarskyni.
Meðal mektarmanna þeirra
fyrrverandi sem kennsl urðu á
borin á myndum þessum voru
Peng Cheng, fyrrum borgar-
stjóri Peking og einn af valda-
mestu mönnum innan kínverska
kommúnistaflokksins, Lo Jui-
ching, fyrrum yfirmaður alts her
afla landsins, Ling Feng, skóla-
stjóri menntaskóla floKksins,
miðstjórnarmaður, Wu Leng-chu
fyrrum aðstoðarforstjóri áróðurs
deildar miðstjórnarinnar, Lu
Tinh-yo, yfirmaður áróðursdeild
arinnar og tilnefndur félagi í
framkvæmdanefnd miðstjórnar-
innar, Wu Leng, fyrnim for-
stjóri fréttastofunnar Hsinhua
eða Nýja Kína og Daglblaðs al-
‘þýðunnar (Renmin Ribao), Tien
Han, kunnur rithöfundur, Lu
Ping, fyrrum rektor Pekinghá-
stkóla og enn aðrir. Allir voru
menn þessir sagðir andibyltingar
sinnar og borgaralegir afturhalds
seggir og fylgjendur endurskoð-
unarstefnu.
— Kennedy
Famhald af. bls. 1
maðurinn að sainkom'úagið
verði staðfest fyrir dómi, og
síðan skýrt nánar Jrá því um
hvað samið var.
Haft er eftir heimildum, sem
eru nátengdar Kennedyfjölskyld
unni, að í aðalatriðum sé sam-
komulagið í þremur eftirfarandi
liðum:
1) Segulbandsspólur, sem
geyma viðræður frú Kennedy
við Manchester, verða innsiglað-
ar og geymdar í John F. Ken.nedy
bókasafninu.
2) Breytingar verða gerðar á
þeim atriðum í bókinni, sem
snerta frú Kennedy persónu-
lega.
3) Bréf frá Lyndon B. John-
son forseta til frú Kennedy verða
ekki birt í bókinni án hans sam-
þýkkis.
Heimildarmaðurinn sagði að
Kennedyfjölskyldan hefði ekkert
á móti því að bréfin, sem nefnd
er« í 3. lið væru birt, því þau
væru mjög vinsamleg. En fjöl-
skyldan teldi að forsetinn yrði
að gefa samþykki sitt fyrir birt-
ingunni.
Áður en samningar náðust
hafði frú Kennedy stefnt höf-
undi og útgefendum bókarinnar
á þeiim forsendum að kaflar í
bókinni væru óháttvísir og rang
ir. Fellur sú ákæra niður með
nýja samkomulaginu. Einnig á-
kærði frú Kennedy tímaritið
Loolk áður en það hóf birtingu
á köflutm úr bók Mancheeters,
og samdi tbnaritið við forseta-
ekkjuna “m að fella niður alls
1.600 orð úr fyrirhuguðum greina
fldkki. Al'ls höfðu tímarit í 2S
löndum samið um birtingarrétt
á útdrætti úr bókinni, og hafa
allir aðilar fallizt á styttinigu
frásagnarinnar, á sarna hátt og
Look, nema vestur-þýzka viku-
ritið „Der Stern“. Fór frú
Kennedy ásamt lögfræðingi sín-
um og fulltrúa Look til Ham-
borgar í fyrri vi'ku til að reyna
að semja við útgefendur Stern,
en samningar tókust ekki. Þýzka
tímaritið hefur þegar birt fyrstu
greinina, og er hafin prentun á
næsta hefti, þar sem annar kafli
birtist. Telja fulltrúar Look að
Stern haifi svikið gerða samn-
inga með því að birta frásagnir
Manchesters svona snemma, og
hafa þeir stefnt Sfcern.
— ísrael
Famhald af. bls. 1
er viðurkenning á móttöku orð-
sendingar U Thants. Tilkynnir
sýrlenzka stjórnin jafnframt að
hún hafi falið fulltrúum sínum
hjá SÞ að gefa U Thant ítarlega
skýrslu um ástandið.
— Rafmagnsleysi
Framhald af bls. 28.
ist á sífelldum mjöltum og stöð-
ugt verður kaldara í húsunum.
Víða eru frystikistur og is-
skápar og liggja mikil matvæli
undir skemmdum.
Það sem okkur gremst mest
er, að þetta hefði ekki þurft að
koma fyrir, ef raflínan hefðt
verið látin á þá staði, þar sem
vatn ógnar henni ekki, eða þá
gengið betur frá henni.
Línan fór fyrir 4 árum í Hvítá,
skammt frá Auðsholti, en þá var
henni breytt yfir ána og hefur
sá hluti staðizt vatnsflauminn.
Okkur finnst þetta mjög al-
varlegt ástand og það er kraf®
allra, að gert verið við raflín-
una eins fljótt og nokkur kost-
ur er.
Veður er hér ágætt núna“—
Guðjón Guðmundsson tjáði
Mbl., að fyrri bilunin hetfði orð-
ið um kl. 6 á sunnudagsmorgun,
en þá ruddi Litla-Laxá sig og
jaikaburSur braut 2 staura upp
með Hvítá, nakkru fyrir afan
Iðu eða við Auðsholt. Við þessa
bilun varð stórt svæði raímagna
laust. Svæðið nær yfir Hruna-
mannahrepp, Hreppa og Gnúp-
verjahrepp.
í fyrrinótt brotnuðu til við-
bótar staurar við Brúará, sitt
hvoru megin árinnar vegna vatna
flaums og klakaframburðar. Er
bilunin rétt fyrir neðan Skóga-
staði. Við þessa bilun varð stórt
svæði í Biskupstungum rafmagns
laust og eru því hátt á annað
hundrað bæir algjörlega raf-
magnslausir.
Ekki hefur enn verið unnt að
aðhafast neitt og var undirbún-
ingur í gangi í gær. Erfitt er
að komast á staðina, sem bilan-
irnar eru vegna flóða að því er
Guðjón sagði, og einnig hafa
vegir spillst mjög og eru eigi
færir nema stórum bifreiðum
með drifi á öllum hjólum. f gær
kólnaði nokkuð í veðri og von-
ast Vegagerðin til, að eitthvað
kólni meir í nótt, svo að vatnið
sjatni.
Reynt verður að gera allt til
þess að lagfæra bilanir þessar
svo fljótt sem auðið er.