Morgunblaðið - 17.01.1967, Síða 28
Lang stæista
og fjölbreyttasta
blað londsina
Helmingi útbreiddaia
en nokkurt annað
íslenzkt blað
ÞftlÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1967
Gífurlegar skemmdir á vegakerfi landsins
Nær allir vegir suiinanlands hafa laskazt — Skemmdir í Borgarfirði og vfðar
MIKLAB vegaskemmdir
urðu bæði sunnanlands og
Borgarfirði í stórrigningunni
sem skall á nú um helgina.
Einnig hlýnaði í veðri og safn
aðist mikið vatnsmagn í allar
ár, sem streymdu yfir hakka
sína og í Árnessýslu urðu
miklar rafmagnsbilanir eins
og getið er annars staðar
hlaðinu. í Borgarfirði flæddu
Norðurá og Hvítá yfir hakka
sína og myndaðist mikil tor-
færa við Ferjukotssíki. í Ár-
nessýslu var ástand svo
slæmt, að sögn VegagerSar
ríkisins, að flestir vegir voru
meira eða minna laskaðir.
Þá flæddu Héraðsvötn yfir
hakka sína og var ófært um
Norðurlandsveg á Vallabökk
um.
Ingimundur Magnússon ljós-
myndari, var um helgina stadd-
ur í Borgarnesi og ætlaði suður
til Reykjavíkur í gærdag,
varð frá að hverfa við Ferju-
kotssíki, sem var ófært öllum
bílum, þar til í dag, að stórir
bílar gátu brotizt yfir. Gerði
Ingimundur þá tilraun til að kom
ast yfir síkið, en varð að snúa
við og fara til baka upp Norð-
urárdal og Reykholtsdal, um
Kleppsjárnsreyki og niður hjá
Hesti, skammt fyrir austan Hvít-
árbakka. Tók þessi ferð um tvær
klukkustundir, en við venjuleg-
ar aðstæður er unnt að fara
Ferjukotssíkið og er það þá inn-
an við fimm mínútna akstur.
Að sögn Ingimundar var veg-
urinn sæmilegur frá Hesti til
Reykjavíkur en mörg slæm
hvörf og aurleðjukaflar voru á
leiðinni. Alls var Ingimundur 5
klukkustundir frá Borgarnesi til
Reykjavíkur. Við Ferjukotssíki
voru stórir jakar og í gær var
mikill straumur á vatninu. Mun
ísinn hafa verið um 25 — 30 cm
þykkur.
Samkvæmt upplýsingum Vega
gerðar ríkisins var fært öllum
bilum austur að Selfossi í gær,
en þaðan stærri bílum austur að
Seljalandsá, en unnið var að við-
gerð á veginum þar og var von-
azt til, að fært yrði þar um í
gærkvöldi.
Brúin á Jökulsá á Sólheima-
sandi laskaðist mjög mikið og er
Framhald á bls. 10.
Myndin er tekin í fyrradag við Ferjukotssíki í Borgarfiröi, en vegurinn þar um var þá ófær. Mikill straumur var á vatninu
og braut á veginum, en þar er einnig mikið af klaka. (Ljósm.: Ingim. Magnússon).
Hátt á annað hundrað bæir
rafmagnslausir í Árnessýslu
— Mjög bagalegt ástand á kúabúum — Handmjólka
verður kýrnar — Matvæli undir skemmdum — Kalt i húsum
MIKLA stórrigningu gerði nú um helgina, sem samfara þíðu olli
miklum skemmdum á raflínum og vegum, svo að víða sunnanlands
var allt umflotið vatni. Mbl. hafði tal af Guðjóni Guðmundssyni hjá
Raforkumálaskrifstofunni og tjáði hann því, að mjög tilfinnanlega
bilanir hefðu orðið á raflínum á tveimur stöðum, við Auðsholt í
Biskupstungum og við Skógastaði skammt frá brúnni á Brúará.
Vor« í gær, og verða enn um hríð, því að erfitt er um viðgerðir,
á annað hundrað bæir rafmagnslausir. Er hér um að ræða oft og
tíðum stór kúabú og verður að handmjólka kýrnar, en víðast hvar
er fátt um mannskap. Er ástandið því mjög bagalegt.
Einn fréttaTÍtara Mbl. I Árnes
sýslu, Jón Ólafsson í Geldingar-
holti lýsir ástandinu á eftirfar-
andi hátt: „RAPMAGNIÐ fór á
aðfaranótt sunnudags. Þá brotn-
uðu tveir staurar á Auðsholts-
mýri. Sl. nótt brotnuðu staurar
við Brúará og mun okkert vera
farið að gera við skemmdirneir
Ástandið er mjög s'læmt á
flestum bæjum, því Ijóslaust er
og ekki unnt að hita upp húsin.
Hvergi er unnt að mjalta með
vélum. Miðstöðvarnar ganga
allar fyrir raímagni. Vatni er
víða dælt með rafmagni og á-
standið á þeim bæjum er sérlega
slæmt.
Bftir því sem lengra líður
vensnar ástandið, fiólkið þreyt-
Framhald á bls. 19.
15 teknir íyiii
meinto ölvnn
við nkstur
MIKIL ölvun var í fyrrinóttj
í Reykjavík og sem dæmi má.
nefna að um helgina tók lög-'
reglan 15 ökumenn fyrir |
meinta ölvun við akstur.
Bóndi bíður bana er
dráttarvél hvolfir
Flateyri, 16. janúar. —
BANASLYS varð skammt fyrir
utan bæinn Selaból í önundar-
firði síðari hluta laugardags, er
dráttarvél rann til á svelli á
veginum og hvolfdi. ökumaður
Kommúnistar skera upp herör
gegn Alþýðubandalaginu
— Hyggjast tryggja sér úrslita-
ahrif á framboð þess í vor
— Hóta samstarfsslitum
að oðrum kosti
SÓSÍALISTAFÉLAG Reykja
víkur hefur nú skorið upp
herör gegn samstarfsaðilum
sínum í Alþýðubandalaginu.
Á fundi í Sósíalistafélaginu,
sem haldinn var fyrir nokkr-
um dögum var ákveðið að
knýja fram aðild Sósíalistafé-
lagsins, sem heildar að Al-
þýðubandalagsfélaginu í
Reykjavík en um það hefur
meginágreiningurinn staðið
og jafnframt var skorað á þá
meðlimi Sósíalistafélagsins,
sem enn hafa ekki gerzt með-
limir í Alþýðubandalagsfélag
inu, að gera það hið fyrsta
til þess að fylgja eftir kröf-
unni um félagsaðild.
Þessi ákvörðun kommúnista
er í beinu framhaldi af að-
gerðum Lúðvíks Jósefssonar
í framkvæmdanefnd Alþ.bl.
er hann beitti sér fyrir því,
að Hannibal Valdimarsson
féll við kjör formanns fram-
kvæmdanefndar. Með þessu
skrefi hyggjast kommúnistar
fylgja eftir þeim sigri, sera
Framhald á bls. 21
dráttarvélarinnar, Guðmundur
Majason, bóndi á Veðrará varð
undir vélinni og beið bana.
Uim kl. 16 á laiugardag kom
Snorri Sturluson, bóndi í Neðri-
Breiðaidal í önundarfirði að
dráttarvél, sem farið hafði út
af vegimim skammt fyrir utan
bæinn Selaból og var þar á
hvolfi. Reyndist Guðmundur
Majason vera fastur undir vél-
inni.
Snorri íór hekm að bænum
Kaldá, sem er skammt frá slys-
staðnum og hringdi þaðan til
Flateyjar og bað um hjálp.
Hjálparmenn komu fljótt á stað-
inn eftir um það bil 15 mínútur
og var héraðslæknirinu einn
hjálparmanna. Einnig fór bónd.
inn á Kaldá með Snorra til að»
stoðar, en ebki tókst þeim að
ná dráttarvélinni ofan af Guð-
Framhald á bls. 21
Stórgjöf Ás3»jörns
ÆT
Olafssonar heildsala
ÁSBJÖRN Ólafsson stórkaup-
maður, afhenti Morgunblaðinu
50 þús. kr. í gær, með þeirri ósk
að þetta fé skyldi skiptast að
jöfnu milli Hnífsdalssöfunarinn-
ar vegna sjóslyssins fyrir jóUn
og litla drengsins, sem þarf a
leita sér lækninga erlendis vegn
hjartasjúkdóms. Morgunhlaði
þakkar þessa stórhöfðinglegi
gjöf og þann hug, sem á bak vi
hana liggur.