Morgunblaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FKBRÚAR 1967. Prófessor Guðmundur Thoroddsen, áttræður 1 DAG er Guðmundur Thorodd- sen prófessor áttræður. Hann fæddist á ísafirði, o.g voru for- eldar hans gáfu- og merkislhjón- in Skúli Thoroddsen sýslumaður, ritstjóri og aiþingismaður, og kona hans, Theodóra Friðrikka, dóttir Guðmundar prófasts á Breiðabókstað á Skógarströnd Einarssonar. Þórður læknir Thoroddsen, sem lengi var lækn- ir í 2. læknishéraði og sat í Keflavík, var föðurbróðir Guð- mundar, en foreldrar þeirra bræðra voru Jón sýslumaður og sfcáld Thoroddsen og kona han3, Kristín Ólína Þorvaldsdóttir um- boðsmanns í Hrappsey Sivert- sen. Þórður var faðir Péturs læknis í Norðfjarðadhéraði. Hinar ágætu ættir, sem að próf. Thoroddsen standa, verða efcki raktar lengra hér, en í þeim ber mikið á sýslumönnum, sfcáld um og læknum. Má vera, að það hafi nokkru valdið um námsval Guðmundar að umgangast og kynnast þessum ágætu læknum. Próf Thoroddsen lauk em- bættisprófi í læknisfræði með hárri einkunn frá Kaupmann- hafnarhásfcóla árið 1911 og var síðan við framlhaldsnám á ýms- um sjúkrahúsum í Danmörku 1911-1920, að tveimur árum undanskildum, er hann var hér- aðslæknir á HúsaivSk. Að námi loknu kom hann heim til fs- lands og hóf læknisstörf hér { Reykjavík. Hann hlaut viður- kenningu sem sérfræðingur 1 handlækningum 1923. Hann varð fyrst kennari við Hásfcóla íslands í forföllum Guðmundar Magnússonar próf- essors árið 1922, dósent í al- mennri sjúkdómsfræði og réttar- læknisfræði 1923-1926, en slkip- aður prófessor í handlæfcnis- fræði og yfirsetufræði árið 1924. Hann var refctor Háskóla fslands 1926-1927. Hann var yfirlæfcnir við handlæknisdeild og fæðingar deild Landspítalans frá stofnun hans 1930, þar til hann lét af þeim störfum árið 1952. Por- stöðumaður Ljósmæðraskóla ís- lands var hann 1931-1948. Hann var prófdómari við læknapróf og ljósmæðrapróf frá því hann hætti störfum við Landspítalann og þar til á síð- asta ári. Ýmsum öðrum störfum gegndi hann í þágu mannúðar- og líknarmála. Það var gæfa próf. Thoroddsens að fá hér strax störf, sem hæfðu þeirri • ágætu framhaldsmenntun, er hann hafði aflað sér, en ekki var það síður til góðs og blessunar landi og lýð, að fá að njóta hans ágætu kennsluhæfileika, læfcnis- listar og skipuiagsbæfni við mótun og uppbyggingu hins nýja Landspítala. Brautryðjendastarf- ið er oftast erfitt og sjaldan metið - að verðleikum. Guð- mundur Thoroddsen hefir alla tíð verið dáður og virtur af sjúklingum og samstarfsfólki. Allir fundu glöggt hæfileika hans og mannfcærleika. Hann stjórnaði aldrei með offorsi eða valdi, heldur af festu, mildi, hlýfcug og sbörungsskap. Hjá honum og með honum var gott að vinna. Hann var af- burðakennari, sem kunni fræð- in til hlítar og var einfcar lagið að miðla öðrum af þekfcingu sinni á skýran, eftirminnilegan og oft hnittinn hátt. Á þeim áratugum, sem próf Thoroddsen vinnur ævistarf sitt, gátu skurðlæfcnar efeki tak- markað þekkingu og aðgerðir við ákveðið svæði eða kerfi lík- amans, svo sem nú þyfcir hlýða með síaukinni og síþrengdri sér- fræðimenntun og vinnu. Hann hlaut því alhliða menntun og þjálfun og reyndist brátt nokk- urn veginn jafnvígur á flestar þær skurðaðgerðir, sem fram- kvæmanlegar voru á þeim tíma. Þeitta fyrirfcomulag var efcki sízt nauðsynlegt hér í obkar fá- menni. Þess háttar vinna er vandasöm, krefst áræðis og fjöl- hæfni, en hvetur jafnframt til dáða. Hann bomst brátt í mikið álit sem skurðlæknir og náði ágætum árangri við hinar ýmsu aðgerðir, en einna beztum þó við skurðaðgerðir vegna maga- og skeifugarnarsára, árangri, sem er með því bezta, er þefcktist á þeim tíma. Hann var og mjög farsæll og nærfærinn fæðingar- læknir. Ég held, að mörgum hafi fundiat próf. Thoroddsen láta af störfum full snemma. Vissulega hafði hann til þess unnið að draga sig í hlé frá annasömu starfi og ströngum vinnudegi, en óneitanlega er æsfcilegt, að þjóð in njóti sem lengst hæfileika 'þeirra manna, sem á langri og viðburðaríkri starfsævi hafa afl að sér mikillar þekkingar og dýr mætrar reynslu og eru enn í fulltf fjöri, þegar lögfcoðnu ald- ursmarki er náð. Hér kom líka fljótt í ljós, að próf. Thrroddsen kunni þessari breytingu ekki alls fcostar vel, og tók hann bví fcrátt að sér ýmis læknisstörf og gegnir sumum þeirra ennþú með mifcilli prýði. Próf. Thoroddsen hefur ávallt fylgzt vel með nýjungum í lækn isfræði og hefur ritað fjölda greina í innlend og erlend iæKna rit um sérgrein sína auk ýmissa annarra ritge'rða í tímaritum og safnritum. Pormaður Læfcna- félags fslands var hann um skeið og eins í stjórn Rauða Kross fslands. Hann er félagi í Vísindafélagi fslendinga. Hann hefur um áratuga skeið verið í ritstjóijn norrænna læknatíma- rita og var 9 ár í ritstjórn Læknablaðsins. Fyrir þessi marg þættu störf hefur próf. Thorodd sen hlötið margs fconar viður- kenningu auk innlendra og or- lendra heiðursmerkja. Hann er heiðursfélagi Svenska Lakare- sállskapets og Sfcurðlæfcnafélags íslands. 1 vinahópi er Guðmundur Thoroddsen hrókur alls fagnað- ar, ræðinn og sfcemmtilegur, enda skarpgreindur, fjölfróður og gæddur flágætum persónu- töfrum. Á árshátíðum lækna hef ur hann oft skemmt með söng og lestri frumsaminna ljóða um starfsbræður sina, en hann er prýðilega hagmæltur. Guðmundur Thoroddsen er tvíkvæntur. Var flyrri kona hans Regína Benediktsdóttir, prófasts á Grenjaðarstöðum Kristjánssonar. Lézt hún á bezta aldri frá sex börnum þeirra. Síð ari bona hans var Siglín Guð- mundsdóttir frá Brekfcum í Mýr dal, og andaðist hún á síðast- liðnu ári. Eignuðust þau einn son. Heimili þeirra hefur ve> ið til fyrirmyndar í hvívetna og ævinlega gott þar að koma. Þjóð vor stendur í mikilli þafcfcarskuld við próf. Thoroda- sen. Hann hefur skilað mikiu og farsælu starfi, á mörgum svið- um starfli brautryðjandans, Hann gerði aldrei neinar kröfur sér til handa. í kyrrþey og yfir- lætisleysi vann hann af þekk- ingu, einbei'tni og fórnfýsi við að líkna og lækna; hann sýnJi vasfcleik, manndóm og dreng- lund í hvívetna. Hann er og verður sómi stéttar sinnar. Um leið og ég færi honum ai- úðarfcveðjur og beztu hamingju- og árnaðaróskir frá mér persónu lega og frá Skurðlæfcnafélagi fs lands, á ég þá ósfc bezta landi og lýð, að sem flestir iðkendur læknislistar megi feta í fótspor þessa óeigingjarna, athafnasama og grandvara manns. Hjalti Þórarinsson. PRÓFESSOR Guðmundur Thor- oddsen er i dag, 1. fehrúar, átt- ræður. Han-n gerðist kennari við læfcnadeild Háskóla íslands 1922, fyrst sem dósent, en eíðar sem próflessor í handlæfcnisfræði, og gegndi því staorfi ásamt yfir- liæfcnisstarfi við hand'Iæfcnis- deiild Landspítalans, þar til hann ba'ðst lauisnar vegna aildurs árið 1952. Ég var í hópi hinna síðustti Iæfcnakandidata, sem próflessor Guðmundur útskrifaði frá ilæfena deildinni. Þótti okfcur ekki sjá nein ellimörk á honuim, hvorki í læknisstarfi né feennslunni og skildum því sízt, hvers vegna hann viildi hætta störfuim, þegar hann var aðeins 05 ára igamall, Kennsla prófessors Guðmund- ar var sérstafeilega lifandi og góð, honum var óvenju lagið að krydda fyrirlestra sína með simá söguim úr eigin læknisreynslu, þannig að okkur stúdentunuim urðu il'jósilifiandi og minnisstæð þau atriði, sem hann ræddi uim. Mátti heita, að hvað sem um var rætt gat prófessor Guðmundur miðlað af eigin reynslu, því a‘ð hann hafði orðið að fást við flest innan handlæknisfræðinnar, sem fyrir 'korn hér á 'landi allt frá hinum smæstu til hinna stærstu og fl'ófenustu aðgerða, þar eð ekki var orðin eins mikiil sérhæfni í læknisfræðinni, sér- staklega á fyrri starfsárum hans, eins og niú er. í daglegri uimgengni við sjúkl- ingiana igátum við og lært mikið af framkomu prófessorsins, hann var ætíð l'jiúfmannlegur, tillits- samur og traustvekjandi við sj'úklingana, þótt hann væri ekfei ail'ltaf miargmáll. Vfð lœrðum, hvernig greina skyMi aðalatrið- in, sem varðaði handlœknis- fræðina, frá því sem minna máli skipti flyirir hana. Síðan próflessor Guðmiundur hætti störfum sem prófessor og yfirlækniir hef ég haft tæfcifaeri til að kynnast honum miklu meir en áður, þar eð hann hefm starfað sem ráðgefandi læknir í sfcurðlækningum við Klepps>- spítalann og reynzt okkur mjöig hollráður. Jafnframt hefur hann gegnt prófdómaraistörfum viS læknadeild Hásfcóla fslands þar til á síðasta ári, að hann sag'ðist ekki viflj.a gegna þeim stiörfum lengur, þar eð heyrn hans væri ekki nógu skörp til að flylgjast með hvíslingum stúdenta og Framhald á bls. 17 r Utgerðarmenn Frystihús á Suðurnesjum óskar eftir bát í viðskipti í vetur. Leiga getur komið til greina, eða að gera út að helming. Óska einnig eftir bát til dragnóta- eða humarveiða á sumri komanda. Er einnig kaup- andi að fiski. Nánari upplýsingar gefa Björgvin Ól- afsson sjávarútvegsdeild SÍS eða Guðlaugur Aðal- steinsson, sími 19, Vogum. Forstöðukona óskast Leikskóli Selfoss óskar eftir forstöðukonu frá 1. júní til 1. september. Umsóknir ásamt meðmælum send- ist til skrifstofu Selfosshrepps, Eyrarvegi 8. Nánapi upplýsingar gefur frú Guðrún Brynjólfs- dóttir í síma 1332, Selfossi. Leikskólanefndin. Til leigu. óskast iðnaðarhúsnæði ca. 100 ferm. með innkeyrslu- dyrum. — Sími á verzlunartíma, 13896. Byggngarfélag verkamanna, Reykjavík Til sölu þriggja herbergja íbúð í IV. byggingarflokki. — Þeir félagsmenn, sem neyta vilja forkaupsréttar, sendi umsóknir sínar í skrifstofu félagsins Stór- holti 16, fyrir kl. 12 á hádegi 8. febrúar nk. STJÓRNIN. Sparið peningana yðar r * Alnavörumarkaðurinn Lis tamannaskálan um. VORÐUR FUS AKURIYRI KLÚBBUR UNGA FÓLKSINS í Sjálfstæði^húsinu í kvöld. Hljómsveit Ingimars Eydals leikur fyrir dansi. * Jón Gunnlaugsson skemmtir Allir í klúbbinn í kvöld. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.