Morgunblaðið - 01.02.1967, Page 24

Morgunblaðið - 01.02.1967, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1967. Sögulegt sumarfrí eftii Stephen Ransome Vertu ekki hræddur, ég ætla ad hlaupa eftir flautunni — Ég ætla að 'hrinigja í hann Athugasemd útgefanda. Bftirfarandi fnásögn er ná- kvæmlega eins og hún var afrit- uð af nok'krum segulbandsupp- tökum, sem Stephen Ransome- gerði jaifnharðan og atburðirnir gerðust. Hr. Ransome var önnum kaf- inn en þó samvizkusamur blaða- maður. I>ar eð hann var sjálfur í kafi í Race-málinu, varð hann að keppast bæði við tímann og óttann. Hann fylgdist með at- burðunum með því að tala frá- sögnina inn á seguilband, eftir því sem tími og tækifæri leyfðu. Flestar upptökurnar voru fram- kvæmdar eftir miðnætti, innan læstra dyra, I húsi, sem annars var sofandi — eða virtist að minnsta kosti vera sofandi. Hiver upptaka er merkt mínút unni og stundinni, er hún hóifst. Enda þótt hann hefði lokið við eina glæpasögu í vikunni á und- an og honum fynndist hann eiga skilið að fá svolítið fré frá glæpa málunum komst hann brátt að því, að þessar frásagnir hans voru áður en varði orðua' að heilli bók. Hann vann í einrúmi og eins lítt áberandi og hann gat, og án vitundar hinna, sem koma víð sögu. Hann sagði engum þeirra frá því, að hann væri að skrá- setja orð þeirra og gerðir, I sam bandi við leynilegar og glæpsam legar athafnir. „>að hefði getað verið stór- hættulegt að láta það verða upp- víst“, hugsaði hann ein-u sinni á einum hættulegum stað í sög- unni, „því að nú er næturloftið farið að gefa frá sér nálykt“. Morð var bæði í miðju sögunn- ar og endi. Hin leynilega frá- sögn hr. Ransomes byrjar á ró- legri atburðum — sem ekki hafa beinlínis morð í för með sér. Laugardagskvöld kl. 23.50 22. september. Kerry Race liggur hérna á rúm inu mínu með ljótt sár á síð- unni. Hún er sofandi .... hefur ekki svo mikið sem deplað augum síð- ustu tíu mínúturnar. Svo er fyrir að þakka losti, taugaþreyta og þreföldum skammt af viskdi, þá er ‘hún búin að flá þá hvíld, sem hún þarfnaðist. Og um leið er ég fyrst nú að flá tækifæri til að setjast niður, koma reglu á hugs- anir mínar og reyna að finna út, hvað það var, sem hún varð fyr- ir. >að var mikið áfall fyrir mig að finna Kerry svona, þarna úti á grundunum — máttlausa, ósjáif 34 bjarga og blóðuga. Ég var þarna einn á ferð að leita að henni, þeg ar ég loksins datt um hana í myrkrinu. Hún var með meðvitund, en eins og hálfrotuð. >egar ég tók hana upp, lagði hún armihn um hálsinn á mér og hvíslaði: — Segðu það ekki neinum, Steve, segðu það ekki neinum! Ég bar hana stytztu leið inn í húsið, yfir suðurhjallann í garð- inum og upp hliðartröppurnar. Húsið var manntómt og þögult, af því að allt fólkið var að skemmta sér í þessari merkilegu, gömlu hlöðu, sem var í eitthvað hundrað skrefa fjarlægð, í átt- ina að ánni. Enginn sá mig bera Kerry þarna inn — og inn í mitt herbergi, en ekki hennar — bara af því að það var styttra að fara. >að var fyrir fimmtíu mínút- um. Hlún ihélt áfram að hvísla og biðja mig að segja það ekki nein um. — Hafðu lágt, sagði ég og lagði hana á rúmið; — Þú ert meidd. Nú skulum við atJhuga það bet- ur. Vinstri síðan á henni var ein- tómir blettir og svo blóðblettir, og blóðið mest kring um rifuna á kjólnum hennar. Ég kom henni úr kjólnum — og Kerry hjálpaði meira að segja dálítið til, jafn lömuð og hún var — og svo úr undirkjólnum. Undirbuxurnar og brjóstahaldið skýldi henni að minnsta kosti eins vel og sundbolur hefði gert. Já, hún er smekkleg hún Kerry, og væri góð til sýnis. En því er verr, að henni finnst þessi millj ón-dala líkami sinn sé ekki til annars en að bera heilann henna- ar i. Hún huldi sig að mestu með teppinu, meðan ég athugaði sár- ið. >að var sandur og flor í því. Nú orðið blæddi ekki nema lítið eitt úr því. Skurðurinn var fjög- urra þumlunga langur en ekki djúpur. En hann var heldur ekki fallegur. Ég þrýsti handklæði varlega ofan í hann. Karry hafði orðið fyrir ein- hverju egglhvössu vopni, óvenju- legrar tegundar, seam hafði skor- ið þvert á rifin, miðja vegu milli axlar og mjaðmar. Hefði það verið heldur neðar, aðallega þar sem rifjunum sleppti, hefði það orðið hættulegt. — Segðu það ekki neinum! hvíslaði bún. — Hver gerði þetta? — .... veit það ekki. — Var það karlmaður? Þú sást hann, var það ekki? — Ekki almennilega. >að var svo fiimmt. Bliss lækni. Hún greip um únlið minn, eins og dauðlhrædd. — Steve, þú mátt ekki segja, þetta neinum. — Hvers vegna segirðu það? >ú ert meidd. Og til hvers væri að þegja yfir því? — Af því að hann vissi heldur ekki, hver þetta var. Svo að hann vissi heldur ekki, hver þetta var . . . hvað sem það nú kynni að þýða. Enginn gæti farið að líta niður á Kerry fyrir að láta líða yfir sig, eins og kvenna er siður, en það var hún hrædd við. Hún lá þarna og hélt dauðahaldi í þá litlu með- vitund, sem hún átti ef* ir, og reyndi að finna eitthvert ráð. — Steve! Hún vatt sér +il, svo að hún gæti bomið auga á sárið — það er ekki mjög slæmt. >ú getur sjálfsagt gert að því. Stúlkan gerði sér ekki ljóst, hvílíku höggi hún hafði orðLð fyrir. Hún er með hálfgerðu óráði, hugsaði ég. Þetta var allt- saman eintóm vitleysa, en það var nú heldur ekki laust við, að ég væri sjálfur dálítið ringlað- ur. — Gakktu frá því, Steve, sagði hún. — En segðu það ekki neinum, tautaði ég við sjálfan mig. Ég fór nú í baðherbergið og sótti þangað vott handklæði, glas af sótflhreinsunarlyfi og hefti- plástur — fór síðan í töskuna mína til þess að ná í nýþveginn vasaklút, að leggja við sárið. Ég fékk hálfgerðan hroll, er ég hugsaði til þess, að ekki voru liðnar nema tvær klukkustundir síðan við komum þarna. Næst stökk ég niður og náði í smá- flösku af viskíi, sem gestgjafi minn — Brad Race, bróðir Kerry — átti, og læsti síðan ayr- unum. — Hm! Hvað ætlizt þér fyrir, herra minn? tautaði Kerry. — >ví miður nef ég ekki ann- að í huga en venjulega Rauða- kross þjónustu. Ég tróð tveim- ur koddum undir höfuðið á henni, og hellti síðan í glas til hálfs. — Jæja, fáðu þér einn, krakki. >að verður að hre.nsa sárið vel, og það er ebkert þægi- legt, en eitrun síðar yrði þó enn verri. Kerry skellti í sig nokkru af viskíinu, svelgdist á því, og and- varpaði: — Ég verð að gera eins og læknirinn segir. Ég fékk mér líka sopa, beint úr flöskunni, og hleypti brúnum. Kannski ætti ég að klappa henni á öxlina og segja, hvað hún væri dugleg stúlka. En kannski hafði hún bara verið heimsk stúlka. Mér kæmi ekki á óvart, þótt þetta hefði allt verið sjálfri henni að kenna, á einn eða ann- an hátt. — Aður en þú missir meðvit- und — því að hún hafði enga hugmynd um, hve hratt svefn- meðalið verkaði á hann — ef þér væri sama, mætti ég flá að vita, hver skrattinn það var, sem kom fyrir þig? LITSALA Seljum fyrir áföllnum kostnaði allan fatnað frá 1961—1965, sem ekki hefur verið sóttur. Þetta verða kjarakaup Herrajakkar á kr. 100,00. Herrabuxur á kr. 100,00. Herrafrakkar á kr. 150,00. Kvenkápur á kr. 150,00. Kvenkjólar á kr. 150,00. Kvenpils á kr. 75,00. Einnig barnafatnað o. m. m. fl. Efnalaugin Lindin Skúlagötu 51. Byggingavörur nýkomid VEGGFLÍSAR, japanskar og tilheyrandi lím og fúgufyllir. KORKgólfflísar með vinylhúð. Léttar að þrífa, ekkert viðhald, mjúkar og fara vel með fæturna. Tilheyrandi lím. AMERIÍSKAR vinylflísar, bezta gerð og tilheyrandi lím. ÞÝZKT PLASTVEGGFÓÐUR með frauð einangrunarplasti á baki og lím. ARMSTRONG amerískar, hvítar loftplöt- ur til hljóðeinangrunar og tilheyr- andi lím. PLASTGÓLFLISTAR og lím. UNDIRLAGSKORK til að setja undir gólf dúk. Styrkir þreytta fætur. GLUGGAPLAST í rúllum. STOW HITABLÁSARAR fyrir nýbygging- ar og vinnusali. STOW VIBRATORAR fyrir steinsteypu og varahlutir. VARMAPLAST PÍPUEINANGRUN frá %” til 12” pípustærðir. MÚRHÚÐUNARNET, hagstætt verð. SNOCEM í mörgum litum. HEUGAFELT gólfteppaflísar 50x50 cm. BYGGINGAVÖRUVERZLUN Þ. Þorgrímsson & Co Suðurlandsbraut 6 — Sími 38640. Séndum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Corolyn Somody, 20 óro, fró Bondoríkjunum segir: . Þegar filípensar þjóðu mig, reyndi ég morgvísleg efnl. Einungis Cleorosil hjólpoði rounverulego * fJjnvty N r. 1 í USA þvi það er rounhcti hjólp — Clearaiil sveltir” fílípensana • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • * • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • w • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • w w ••••• w • • •*•*• ••••••••••• • ••••••••• • • • • • ••••••••• • • •• • •••••••• • • • • • • •••••••••• ••• ••••••••••• 4 Þelta vísindalega samselta efni getur hjólpað yður ó sama hótt og það hefur hjófpað miljónum unglinga í Banda- rikjunum og viðar - Því það er raunverulega óhrifamikið... Hörundslitað: Clearasil hylur bólurnar á meðan það vinnur ó þeim. Þor sem Clearosil er hörundslltað leynost fllipensarnii — samtímis því, sem Clearasil þurrkar þó upp með því oð fjarlœgja húðfituno. sem nœrir þó -sem sagt .sveltir* þó. 1. Fer inni húðina © 2. Deyðir gerlano 3. „Sv*ltir“ fflipansona *•••••••••••••••• ••»••••••••••••••• • • • • • •• •••••••••••••

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.