Morgunblaðið - 10.02.1967, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1967.
BÍLALEICAN
FERÐ
SÍMI 34406
Dagrgjöld kr. 300,00
og kr. 2,50 á ekinn km.
SENDUM
MAOMÚSAR
skipholti 21 símar2U90
eftirlokun stmi 40381
l-SSntíM11-44-44
mnwÐ/fí
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
bíloleigon
Ingólfsstræti 11.
Hagrstætt leigugjald.
Bensín innifalið í leigrugjaldl.
Sími 14970
BÍLALEIGAN
VAKUR
Sundlaugravegr 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 ogr 36217.
RAUDARÁRSTlG 31 SlMI 22022
Laugavegi 31 - Simi 11822.
PÁSKAFERDIR
1967
RHODOS
U DAGAR . 19. MARZ
• Óþægindi af
skellinöðrum
„Kæri Velvakandi!
Einhvern tíma minnir mig, að
talað hafi verið um hávaðann
af skellinöðrunum í dálkum
þínum, og hefur lögreglan svar
að því til, að fylgzt sé með því,
að hávaðinn af þeim fari ekki
fram úr vissu marki; annars séu
þær teknar úr umferð.
Ég leyfi mér að efast um, að
þessu sé vandlega framfylgt,
því að alltaf er maður að verða
fyrir því, að skellinöðrustrákar
bruni framhjá manni með ær-
andi hávaða. Sl. þriðjudags-
kvöld, laust fyrir kl. níu, varð
ég vitni að ósvífnu framferði
þriggja stráka á hrossabrestum
í hjarta Miðbæjarins. Þeir léku
sér að þvi að bruna hring eftir
hring á sjálfu Lækjartorgi, —
æddu fram með Stjórnarráðs-
blettinum, snarbeygðu inn I
Austurstræti og þaðóui inn með
Útvegsbankahúsinu, þar sem
strætisvagnar eiga einir að aka,
og aftur út á Lækjargötu.
Hávaðinn ætlaði alla að drepa,
en verst var þó, hve þeir óku
hratt og glannalega. Ég sá hóp
manna ganga mót grænu ljósi
frá „eynni“ á miðju torginu og
yfir Austurstræti, þegar strák-
arnir þrír komu á fleygiferð.
Ekki var annað sýnna en þeir
ætluðu að aka beint á hópinn,
enda munu þeir ekki hafa tekið
eftir honum fyrr en að beygj-
unni vel hálfnaðri. Tveimur
tókst þó að snarhemla og
skrensa hjólunum til hliðar, en
sá þriðji ók milli fólksins, sem
var dauðhrætt að vonum. Mann
sá ég þarna, sem ætlaði að ná
númerunum á hjólatíkunum,
en þær voru auðvitað eins skít-
ugar og knaparnir, sem sátu
þær, svo að ekkert var hægt
að lesa, áður en strákarnir hófu
hringferð sína að nýju. — Eng-
an lögregluþjón sá ég þarna í
grenndinni. — Er nú ekki kom-
inn tími til þess að taka í lurg-
inn á þessum stórhættulegu
skellinöðrustrákum? Hjólin á
umsvifalaust að gera upptæk,
ef þeim er ekið of hratt eða þau
framleiða of mikinn hávaða.
— Löghlýðinn".
• Er Cybulsky látinn?
„Ægir“ skrifar:
„Kvikmyndahús eitt sýnir
um þessar mundir sænsku
myndina ,Att alska“, og leika
þau Harriet Anderson og
Zbigniew Cybulsky aðalhlut-
verkin. í auglýsingum er
Cybulsky sagður „pólskur kvik
myndaleikari og kvennagull“,
og í efnisskránni er sagt, að
hann sé „nú 37 ára gamall og
hefur þegar hlotið heimsfrægð
fyrir leik sinn — og er orðinn
eins konar „verðlaunaknapi" á
leikvelli pólskrar kvikmynda-
gerðar“. Það er sem sagt talað
um hann, eins og hann sé lif-
andi, en ég veit ekki betur en
hann sé látinn. Kvikmyndahús-
in hljóta þó að fylgjast með
því, hvort heimsþekktir leik-
arar í myndum, sem þau taka
til sýningar, eru lífs eða liðnir,
svo að kannske hef ég rangt
fyrir mér. Getur Velvakandi
upplýst þetta fyrir mig?
Ægir“.
Velvakandi veit þetta ekki
fyrir víst, en þó er eins og
hann rámi í að hafa séð í þýzku
blaði fyrir nokkru frétt um, að
Cybulsky hefði orðið undir
járnbrautar- eða sporvagni í
Kraká. Fróðir menn geta sjálf-
sagt upplýst þetta og sent Vel-
vakanda línu þar um. — Aftur
á móti veit Velvakandi, að
Martine Carol er dáin (í Monte
Carlo).
• Hugarfar
Velvakanda
\
Hinn 31. jan. sl. var birt
hér inntak úr bréfi frá Akur-
nesingi, sem hafði verið að
velta því fyrir sér, hvort Vel-
vakandi væri „kommi eða
Framsóknarrolla". Ekki hafa
allir jafnmiklar áhyggjur af
því, eins og eftirfarandi bréf
ber með sér:.
„Seltjarnarnesi, 31. 1. 1967.
Fengsælli virðast mér önnur
mið en þau, er þú hefur lagt
út á, Akurnesingur minn góður,
er þú vænir Velvakanda um
vinstrisinnað hugarfar (Mbl.
31. jan.). Hélt þó ykkur Skaga-
menn jafnvíga á andlegt og
líkamlegt spark í mark. Við
ættum að geta orðið sammála
um ýmislegt annað, eins og t. d.
að áhyggjuefni á stærð við
væna síldartorfu sé sá rauði
grautur, er vellur inn á heimili
landsmanna frá fréttastofu rík-
isútvarpsins og ekki í réttu
hlutfalli við vilja kjósenda.
Þarna er neytt ofan í okkur
meðali, sem við kærum okkur
ekki um. Heilaþvottur heitir
víst og er því miður ekki allt
mannfólk þvottekta fyrir þeim
óþverra. Það virðist auðsætt, að
einhverjir þeirra, sem gæta
eiga hagsmuna meirihlutans,
sofa á verðinum.
Hægri-sinnaður lesandi
Morgunblaðsins.
• Víðar áhyggjuefni
en á íslandi
LÆKNANEMI skrifar:
„Það er víðar en hér, sem
fólk hefur áhyggjur af rauð-
eða bleiklitaðri „infiltration" á
fjölmiðlunarstöðvum. í Bret-
landi segja íhaldsmenn, að
kommúnistar og fylgifé þeirra
hafi unnið að því kerfisbundið
frá upphafi BBC að smygla
mönnum sínum þar inn, enda
hafi þeir manna fyrstir gert sér
ljóst mikilvægi þess að hafa
sína menn eða menn sér vin-
veitta á réttum stöðum.
í Danmörku er höfð uppi
sams konar gagnrýni, og er þá
ekki alltaf vandað orðavalið.
T. d. mátti lesa þessa setningu
í „Politiken“ fyrir skömmu:
„Den klike af selvglade, undir-
livsbeskuende, akademiske
fugleskræmsler og rifkabylere,
der synes at berherske dansk
TV“ — og hananú! í Berlingske
Tidende" var sagt nokkrum
dögum síðar af gefnu tilefni í
kjallaragrein: „Danmarks Radio
demonstrerede sin stþtte til de
venstre-orienterede ved at
bruge hr. Wivels kronik pá en
máde, der fremhævede det
antiamerikanske“.
f Noregi hefur háværri gagn-
rýni verið haldið uppi á ríkis-
útvarpið og fréttastofuna NTB,
sem matar íslenzk blöð og út-
varp, fyrir að hafa vinstrisinn-
að fólk í yfirgnæfandi meiri-
hluta meðal starfsmanna sinna.
Nýlega fór fram rannsókn á
því, hvernig „programledere“
við norska ríkisútvarpið skipt-
ust eftir stjórnmálaskoðunum.
Kom þá í Ijós, að 68% voru
,radikale“, 7% voru .konserva-
tive“ og 25% voru „uklassifis-
erte“. — Rannsókn þessi var
mjög umfangsmikil og náði
m. a. til víðtækrar athugunar á
„tendensum" eða pólitískum til-
hneigingum útvarpsmanna.
Hefur rannsóknin vakið mikla
athygli, m. a. sú staðreynd, að
langflestir sósíaldemókratískra
starfsmanna voru meðal þeirra,
sem lengst hafa hneigzt til
vinstri innan flokks síns, og
bendir það til þess, að slíkir
menn sækist fast eftir að kom-
ast að við fréttastofnanir.
Hérlendis hefur pólitísk harka
vissra ríkisstarfsmanna verið
slík, að tveir þeirra hafa dylgj-
að um það á fjölmennum
fundi, að nafngreindur stéttar
bróðir þeirra eða dagblað það,
sem hann vann við, hefði
skemmt tollpóstsendingu á leið-
inni Shanghai — Moskva —
Reykjavík! Hví fer Tollpóst-
stofan ekki í mál? Hvað segir
Siðanefnd Blaðamannafélags ís
lands?
LÆKNANEMI".
Til sölu
Hús sem þarf að flytja, er 90 ferm. 5 herb. og eld-
hús. 8 ára gamalt. Hentugt fyrir sumarbústað eða
á jörð í sveit sem vantar íbúðarhús. Upphaflega
byggt flutningadregurum.
BÍLA og BÚVÉLASALAN
v/Miklatorg, sími 23136.
Neodon og DLW gólfteppi
VerS pr. ferm. 298 á Neodon,
Verð pr. ferm. 345 á DLW.
LITAVER, Grensásvegi 22
Símar 30280 og 32262.
Staða röntgenlæknis
(sérfræðings eða aðstoðarlæknis) við röntgendeild
Borgarspítalans er Ifeus til umsóknar.
Upplýsingar varðandi stöðuna veitir yfirlæknir deild-
arinnar. Staðan veitist frá 1. maí eða síðar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri
læknisstörf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur fyrir
15. marz n.k.
Reykjavík, 7. febrúar 1967.
SJÚKRAHÚSNEFND REYKJAVÍKUR.
Staða aðstoðarlæknis
við lyflæknisdeild Borgarspítalans, er laust til um-
sóknar. Staðan veitist frá 1. maí n.k. til eins árs í senn.
Laun samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og
Læknafélags Reykjavíkur.
Upplýsingar, Varðandi stöðuna veitir yfirlæknir deild-
arinnar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil
og fyrri störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur
Heilsuverndarstöðinni fyrir 10. marz n.k.
Reykjavík, 7. febrúar 1967.
SJÚKRAHÚSNEFND REYKJAVÍKUR.
Afar ódýr frímerki
frá Austurríki
Tvö þúsund og átta hundruð falleg mismunandi
safnfrímerki og sérfrímerki, raunverulegt verðmæti ■
um 320 mörk, en í auglýsingaskyni aðeins 300,00
íslenzkar krónur gegn póstkröfu, svo lengi, sem
birgðir endast. — Póstkort nægir.
MARKENZENTRALE, Dempschergasse 20, 1180 Wien.