Morgunblaðið - 10.02.1967, Page 14

Morgunblaðið - 10.02.1967, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1967. • Átökin í Kiná að und- anförnu eru að því leyti svip- uð átökunum í Póllandi árið 1956, að þau gerast innan kommúnistaflokksins sjálfs — þó með nokkrum öðrum hætti sé. En meðal annars þess vegna eru fréttir af þeim allar óljósari en ella — og erfitt að henda reiður á stöðu valdaskákarinn- ar, sem þar er verið að tefla. • Árum saman hefur svo virzt sem friður og eining ríkti í röðum kínverskra komm únista — en nú hefur einingar- ábreiðunni verið lyft og í ljós komið, að þar hefur um ára- bil verið háð hin illskeyttasta valdabarátta, þótt lágt hafi far- ið, — og þar virðast berjast um völdin tvær eða öllu heldur þrjár fylkingar, sem í ljós kem ur að hafa unnið að því mark- visst að efla áhrif sín og fylgi. • Annars vegar, til vinstri ef svo mætti segja, er hinn öfga- fulli heimsbyltingarflokkur Mao Tze-tungs formanns, Lin Piaos, landvarnarráðherra og Chiang Ching, eiginkonu Ma- os. Hins - vegar, til hægri, eru svonefndir „endurskoðunarsinn ar“ Liu Shao chi, forseti, Teng Hsiao ping, aðalritari komm- únistaflokksins og stuðnings- menn þeirra — og miUi þessara fylkinga standa, eða stóðu a. m.k. til skamms tíma, Chou En-lai, forsætisráðherra, Chen Yi utanríkisráðherra og fylgis- menn þeirra. • Að vísu herma sumar fregnir, að Chou en-lai hafi tek ið afstöðu með Mao. Reynist þær á rökum reistar, gæti það bent til þess að armur Maos hafi betur í viðureigninni og «é líklegur til sigurs. Því að Chou En-lai hefur að baki langa reynslu í því að sigla milli skers og báru í átökum innan kommúnistaflokksins og lenda að lokum í þeim hópn- um, sem fer með sigur af hólmi. Geysimikið hefur verið rætt og ritað um Mao Tze tung, æfi- feril hans og sögu kínverskra kommúnista. Minna hefur ver- ið fjallað um aðra forystu- menn, starfsferla þeirra og skoðanir. Verður nú reynt að bæta úr því og segja stutt- lega frá þeim mönnum helzt- um sem komið hafa við sögu Kína undanfarnar vikur. LIN PIAO Talið er víst, eins og kunn- ttgt er, að næstur Mao að völd- um standi Lin Piao, landvarna- ráðherra, sem er 58 ára að aldri. Hann er einnig varafor- maður kommúnistaflokksins og fyrsti varaforsætisráðherra og á að baki langan starfsfer- fl og merkan í hernum og flokknum. Hann var einn af aðal hershöfðingjunum í Göng unni miklu. Lin Piao hefur jafnan verið maður hermennsku og hörku og hefur verið talið, að hann nyti áunóta vinsælda innan kín- verska frelsishersins, sem tel- ur um þrjár milljónir manna, og Mao Tze-tung naut innan flokksins. Lin Piao var einn helzti frumkvöðull menningar- byltingarinnar og hefur verið aterkasta ráðandi aflið að baki framkvæmd hennar. Eru marg ir stjórnmálafréttaritarar þeirr ar skoðunar, að hann stjórni Mao að miklu leyti — hann og eiginkona Maos, þau eru bæði miklu yngri en Mao og hafa mælt fyrir hans munn Liu Shao?chi og kona hans. Mao Tze-tung, leiðtogi kínverskra kommúnista tók sl. föstudag á móti albanskri sendinefnd og var þessi mynd þá birt. Þetta var í fyrsta sinn, sem Mao kom fram opinberlega frá því i nóv- ember sl. Albanirnir á myndinni eru Hysni Kap t.v. og Beqir Ballaku. Hinir stríöandi aðilar í valdabaráttunni í Kína síðustu mánuði, — en formað- urinn sjálfur staðið hjá, lítið eða ekkert sagt, en borið ýmis merki þess, að aldurinn sé far- inn að segja til sín svo um munar. Ljúki átökunum í Kína nú með sigri Mao sinna þykir lít- ill vafi leika á því, að Lin Piao verði hinn sterki maður Kína í framtíðinni. Hins vegar hefur stuðningur hans meðal eldri flokksfélaga farið dvínandi eft ir því sem á menningarbylt- inguna og valdabaráttuna hef- ur liðið. Lin Piao var ofursti í her Chiang Kai-cheks, leiðtoga þjóðernissinna, alinn upp og þjálfaður í Whampoa herskól- anum, sem Kuomintang flokk- urinn kom upp með aðstoð Rússa. Þar stjórnuðu þeir Chiang Kai-chek og Chou En- lai í sameiningu og þegar slitn aði upp úr samstarfi kommún- ista og kuomintang árið 1927 fylgdi Lin Piao kommúnistum. Lin Piao er af borgaralegum ættum frá Hupeh-héraði. Fað- ir hans átti spunaverksmiðju en varð gjaldþrota. Sú saga er sögð í Kína af Lin Piao — og hefur verið haldið mjög á lofti að undanförnu, að þeg- ar Lin Piao var aðeins ellefu ára hafi komið til heimabæjar hans ungur gáfaður maður, — 25 ára, klæddur sólhjálmi og bættum samfestingi og boðað fagnaðarerindi kommúnismans. Þessi maður, sem var enginn annar en Mao Tze-tung, kenndi að því er sagan segir, nokkrum ungum drengjum, — þeirra á meðal Lin Piao, sósialísk fræði Teng Hstao-ping, dvergvaxinn maður. Við hlið hans er Peng Chen. í gamalli hrörlegri hlöðu. Kennslan fór fram með ýtrustu leynd en þó fór svo, að bæjar- yfirvöldin komust að þvi, hvað þar fór fram og lokuðu þess- ari kennslumiðstöð. Kommún- istar staðhæfa, að Lin Piao hafi gerzt byltingarmaður þegar þá — en ekki fara af honum sög- ur í flokki kommúnista fyrr en eftir vinslitin 1927, sem fyrr segir. Þegar kínverskir kommún- istar höfðu komið sér upp bækistöð sinni í Yenan var þegar komið upp herskóla þar og veitti Lin Piao honum for- stöðu. Árið 1945 var hann í Manchuriu og tók þar við mik- ilvægum stöðvum, hergögnum og herstyrk jafnóðum og Jap- anir voru sigraðir þar. Atti staða sú, er hann kom sér þar upp, stóran þátt í sigri kamm- únistahersins í borgarastyrj- öldinni. Lin Piao er maður fremur lágvaxin og grannur vexti. Hann er fyrrverandi berkla- sjúklingur og hefur, að sögn, tvívegis farið til Sovétríkjanna og dvalizt þar langdvölum til lækninga. Þá ber hann menjar sára, er hann hefur hlotið í bardögum, fyrst í orrustunni við Japani í Ping — Hsing skarði 1937 og aftur í Kóreu- styrjöldinni, en þar var hann yfirmaður kínversku „sjálf- boðaliðanna." Lin Piao tók við embætti landvarnaráðherra 1958 af Peng Te-huai og tók þegar til við að æfla aga og áhrif Ma- os í öllum greinum hers og landvarna, en þar hafði gætt óánægju og ósamlyndis undir stjórn Pengs. Nú virðist Lin Piao sá spegill, sem Mao vill að spegli skoðanir hans í fram tíðinni. Verði hernum beitt af afli gegn andstæðingum Maos eru fæstir í vafa um að þeir Mao og Lin Piao verði sigur- Chou En-lai vegarar I yfirstandandi átök- um. Þrátt fyrir fregnir af klofningi og óánægju í hern- um, sem án efa eiga við rök að styðjast, eru stjórnmála- fréttaritarar flestir þeirrar skoðunar, að innan hersins eigi Lin Piao engan svo hættu- legan keppinaut um vinsæld- ir og völd, að hann riði til falls. CHIANG CHING Chiang ching, 55 ára fyrrver andi leikkona, danskona og söngkona frá Shanghai er fjórða kona Maos formanns, kynntist honum í Yenan er hún kom þangað með leikflokk að skemmta kommúnistum. Mao var fljótur að losa sig við þá- verandi eiginkonu og móður barna hans, sem hafði staðið hetjulega við hlið hans í mestu erfiðleikunum, — og kvæntist ungu leikkonunni. Þá gekk Chiang Ching undir nafninu Lan Ping, — bláa eplið — og segja illgjarnar tungur, að Mao hafi látið eyðileggja allar myndir sem hún lék í. Aður en menningarbyltingin hófst hafði Chiang ching aldrei verið orðuðu við stjórnmála- starfsemi, — en þá var hún skipuð menningarráðgjafi hers ins og stjórnaði herferðinni gegn mennta- og listamönnum landsins. Framan af þótti ekki óhugsandi, að hún tæki við for- ystuhlutverki af manni sínum — en margs konar mistök, sem henni hafa orðið á, vegna aug- Ijóss reynsluleysis, eru talin Liu Piao. hafa spillt fyrir þeim mögu- leikum hennar. Og nú undan- farið hefur nokkrum sinnum mátt sjá gagnrýni á hana á spjöldum Rauðu varðliðanna. UU SHAO CHI Forystusauðurinn í flokki svonefndra and- maoista, end- urskoðunarsinna og borgara- legra hægri sinna, er Liu Shao- chi, forseti landsins. Hann er í hópi þeirra manna, sem kommúnistar í öðrum löndum kalla „pragmatista" og fylgis- menn hans hafa á hendi lykil- stöé ' mörgum greinum, eink um t I stjórnum flokksdeild- anna. Lin er sagður heldur lit- laus persónuleiki, gæddur lít- illi kímnigáfu og fremur kald- ur í framkomu. En hann er skapmikill og afar viljasterk- ur. Einn helzti veikleiki hans eru reykingar — hann keðju- reykir og er nær alltaf með hrjúfan reykingahósta. Árásirnctr á Liu Shao-chi og Teng Hsiao-ping aðalritara kommúnistaflokksins eru því athyglisverðari, sem þeir eiga báðir að baki áratuga órofa samvinnu við Mao og hafa verið honum tryggir í stríðu jafnt sem blíðu. Liu hefur tek- ið að sér framkvæmd flestra erfiðustu og vanþakklátustu verka fyrir Mao og flokkinn, en ljóst er að á síðustu árum hafa leiðir þeirra skilið. Er sagt eftir Mao, að það hafi ver- ið 1958, vegna ágreinings um stóra framfarastökkið — en upp úr því hafi Liu Shao-chi neytt sig til að láta af forseta- embættinu. En þeir, sem til þekkja, telja líklegt, að ágreiningur þeirra eigi einnig rót að rekja til mismunandi eiginleika og hugs unarháttar. Liu hefur alltaf ver ið tryggari kenningum Marx og Leníns og viljað taka meira tillit til sovézkra kommúnista og þeirra stefnu. Mao aftur á móti lagði frá uphafi sína eigin hönd á mótun kommúnismans í Kína, vildi þróa hann svo og breyta honum að hentaði að- stæðum Kínverja, enda taldl hann það sama henta Kínver]- um og öðrum vanþróuðum rikjum Asíu og Afríku. Hann breytti kenningum kommúnis- mans í trássi við fyrirskipanir Marx og Lenins, með það í huga að bændumir kínversku gætu orðið aðal afl byltingar- innar Hugur Maos var allur hjá bændunum og stefna hans miðuð við þá. Liu Shao-chi aft- urá móti hafði frá upphafi meira fylgi meðal verkalýðs- ins í borgunum og var jafnan þeirrar skoðunar, eins og rúss- neskir kommúnistar, að verka- lýðsstéttirnar væru hið sterka afl kommúnismans. Liu Shao- chi sem er nú 68 ára að aldri var fæddur og uppalinn í Hun- an fylki eins og Mao, en hóf starfsemi sína sem kommúnisti í verkalýðsfélögum í borgun- um. m.a. í Shanghai, sem hon- um hefur alltaf þótt vænt um. Mao aftur á móti gat aldrei fellt sig við Shanghai. Hann taldi þá borg ekki gefa rétta mynd af kínversku þjóðlífi. Þess má geta í þessu sam- bandi, sem sagt er, að Mao hafi frá upphafi kunnað vel við sig í Moskvu, þegar hann kom þangað, þessari fjölmennu sveitaborg, sem margir kalla, sem er svo laus við þéttbýlis- Framhald á bls. 19 Chiang Ching, kona Maos

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.