Morgunblaðið - 10.02.1967, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1967,
19
- KÍNA -
Framhald af bls. 14
andrúmsloft. Liu Shao-chi
þótti lítið til Moskvu koma,
enda þótt hann dveldist þar
lengi og tegndist Rússum sterk
um böndum.
Raunar eiga þeir Mao og
Liu lítið sameiginlegt annað en
áhuga á kommúnisma. Mao
þekkir, betur en Liu sögu Kína,
þjóðarsal og þjóðarmenningu,
en Liu þekkir betur alþjóðleg-
an kommúnisma. Mao er alltaf
eins og hógvær og lítillátur
bóndi gæddur dálítið hrjúfri
og brokkgengri kímnigáfu. Liu
aftur á móti sést sjaldan brosa
og hefur yfir sér kuldalegt yf-
irbragð stórborgarbúans —
enn síður gefur hann tilefni
til að aðrir brosi.
Hann er strangur ogsiðavand
ur eins og sönnum kommún-
ista sæmir og bölvar aldrei.
Og skáldskapur og draumórar
eru honum víðs fjarri.
Þegar Mao lagði upp í göng-
una miklu var Liu skilinn eft-
ir til þess að halda áfram að
efla fylgi kommúnisfa í verka-
lýðsstétt borganna. Var það
eitt erfiðasta og hættulegasta
verkefni, sem nokkur kommún
isti tók að sér um þær mund-
ur, smávaxinn maður, sem hef-
ur byggt upp skipulag flokks-
ins og valdastiga hans.
Er það geysilega flókið
og víðtækt net, sem nær
til alls landsins og milljóna
manna. Hefur Teng sína menn
víða í lykilstöðum, og haldi
þeir tryggð við hann, verður
róðurinn Mao-sinnum ugglaust
erfiður til fullnaðarsigurs.
Sú lýsing hefur verið gefin
á aðalritaranum, að hann sé
harður í horn að taka, kreddu-
fastur, ofsafenginn, metorða-
gjarn í meira lagi, frábitinn
hvers konar málamiðlunum og
eldheitur andstæðingur Sovét-
ríkjanna. Hann hefur verið að-
altalsmaður stefnu Kína á
fundum kommúnistaflokka
heimsins um deilur kínverskra
og sovézkra kommúnista og
hann hefur stjórnað mörgum
enduruppeldisherferðum heima
fyrir.
Eins og Liu Shao-chi er
Teng algerlega mótfallinn því
að herinn hafi nokkur afskipti
af málefnum flokksins, — en
jafn ákveðinn talsmaður þess,
að flokkurinn hafi hönd í
bagga með hernum. Um upp-
runa Tengs er lítið vitað og
.yfirleitt hefur hann ekki verið
títtnefndur maður í kínverska
um fréttum, fyrr en nú.
Þjoðleikhusið hefur nu synt söngleikinn „Ö, þetta er indælt stríð“ yfir 30 sinnum við góða að-
sókn, en síðasta sýning leiksins er i kvöld. — Myndin er af öllum karlleikurunum í sýningunni.
Liu Shao-chi hefur skrifað
margar bækur um kommúnis-
mann. Hann tók, sem fyrr
sagði við forsetaembættinu
1959 og hefur síðan unnið að
því að efla völd sín og áhrif,
með þeim árangri og afleiðing-
um, sem fregnir herma að und-
anförnu. Fram til síðasta
hausts var Liu Shao-chi talinn
standa Mao næst að völdum —
en þá var honum allt í einu
sparkað ofan í áttunda sæti og
Lin Piao tók hans sess. Fyrir
nokkrum dögum hermdu fregn
ir frá Pekin að hann og-Hsiao
ping hefðu verið sviptir völd-
um opinberlega, en samkvæmt
öðrum fregnum hefur hann
farið frá Peking, leynist ein-
hversstaðar í bækistöðvum
andstæðinga Maos og stjórn-
ar baráttunni gegn honum.
WANG KUANG
MEI
Eiginkona Liu Shao-chis
Wang Kuang-mei hefur ekki
farið varhluta af árásum
Rauðu varðliðanna og þeirrói,
sem að baki þeim standa.
Sagt er, að hún hafi upphaf-
lega gefið eiginkonu Maos högg
stað á sér. Þegar hún ráðgað-
ist við hana um skartgripa-
kaup á liðnu sumri. Sagan seg
ir, að Wang Kuang-mei, sem
er kona um fimmtugt, hafi
komið til Chiangs Ching til að
bera undir álit hennar háls-
men, sem hún hugðist festa
kaup á. Hafði kona Maos þá
bent á að eiginkonum komm-
únistaleiðtoga bæri að sýna
sparsemi og hófsemi í klæða-
burði, en Wang keypti menið
eigi að síður. Hún hefur um
árabil verið kunn löndum sín-
um fyrir tveggja hluta sakir,
annars vegar virk afskipti af
stjórnmálum og fyrir að hafa
alltaf, ein örfárra kvenna
kommúnisa, hugsað vel um út-
lit sitt og klæðaburð.
Nú herma fregnir, að börn
þeirra tvö hafi snúið baki við
foreldrum sínum, m.a. fyrir að
þau höfðu ekki leyft þeim að
taka upp á segulband samræð-
ur þeirra heima fyrir. Aðrar
fregnir herma, að fylgismenn
Maos hafi náð Wang Kuang-
mei í sínar hendur með því að
ljúga því að henni, að dóttir
hennar hefði meiðzt í bifreiða-
slysi og lægi á sjúkrahúsi. Er
þangað kom hafi verið þar fyr-
ir menn Maos og flutt hana
burt með valdi. Fylgir fregn-
inni, að hún hafi sætt illri með-
ferð af þeirra hálfu og gert
tilraun til að fyrirfara sér.
TENG HSJAO
PING
Teng Hsiao Ping er bæklað-
CHOU EN LAI
Og þá komum við að þeim,
sem fram til þessa hafa staðið
á milli þessara hugsmunahópa,
Chou En-lais og hans konu —
og Chen yis utanríkisráðherra.
Chou En-lai er sagður ger-
ólíkur fyrrnefndum forystu-
mönnum kínverskra kommún-
ista. Sé það rétt, að hann hafi
snúið til liðs við Mao, má af
því draga þá ályktun, að hann
telji hann sigurstranglegan.
Reynist ekki svo, er það í
fyrsta sinn, sem Chou legur lóð
sitt í vitleysa vogarskál. Hann
hefur sem fyrr sagði, áratuga
reynslu í því að leiða hjá sér
valdastreitur og lenda að lok-
um réttu megin, enda hafa
nafngiftir hans verið eftir því
..teygjanlegi bolsjevikinn",
„hinn kínverski Talleyrand",
„konfúsiusar kommúnistinn og
„Pu Tao wong“, sem er nafn
á kínverskri brúðu, sém þann-
ig er gerð, að hvernig sem ýtt
er við henni. veltur hún alltaf
aftur í rétta stöðu.
Hliðstæða Chous í Sovétríkj-
unum er Anastas Mikoyan,
sem lifði af allar hreinsanir,
allt frá því hann tvítugur
komst lífs af einn 27 kommún-
istaforsprakka í Azerbajan,
sem Hvítliðar létu taka af lífi.
Nú lifir Mikoyan kyrrlátu lífi
á ellilaunum og lauk sínum
starfsferli með heiðri og sóma
sem forseti Sovétríkjanna, —
allra eftirlæti.
Chou En-lai er mandarína-
sonur, fæddur í Hopei-héraði,
en alinn upp að miklu leyti
í Manchuriu, þar sem faðir
hans var embættismaður
Manchu keisarans. Chou hlaut
því strang borgaralega mennt-
un og konfúsianskt uppeldi,
enda hefur hann oft kvartað
um það, að fortíðin hafi stað-
ið sér fyrir þrifum. í skóla
var hann allgóður leikari — og
lék oft kvenhlutverk, af því
að hann þótti svo laglegur og
fínlegur. Segir sagan, að einn
kennara hans hafi einu sinni
sagt við hann „hvernig stóð á
því að þú varðst kommúnisti.
Mér fannst þú alltaf svo kven-
legur.“
En byltingarferill Chous
hefur verið engu lítilmótlegri
en annarra kommúnistaleið-
toga í Kína. Hann var frá upp-
hafi fyrst og fremst þjóðernis-
sinni, — eins og raunar Mao og
fleiri forystumenn kommún-
ista. Þeir risu allir öndverðir
gegn niðurlægingu og spillingu
kínverska keisaradæmisins. A
árunum 1923-27 var Chou En-
lai við nám í Frakklandi, Eng-
landi og þýzkalandi og gerð-
ist þá kommúnisti. Eftir heim-
komuna varð hann flokksrit-
ari í Kanton. Hann tók þátt í
uppreisninni þar 1927 og var
einn af stjórnarmönnum' borg-
arinnar þá viku, er kommún-
istar höfðu hana í hendi sér.
Þegar Kuomingtang náði
borginni á ný flýði Chou En-
lai til Hong Kong um hríð en
sneri aftur, þegar er tök voru
á.
Chou en-lai er dökkur yfir-
litum, fjörlegur maður og hýr,
virðist kunna vel við sig í
ræðustól og er hrókur alls fagn
aðar, syngur og dapsar, á opin-
berum samkomum. Þó þjáist
hann af þrálátum lifrarsjúk-
dómi.
Chou hefur alla tíð verið
lipur samningsmaður, og eru
flestir þeirrar trúar, að verði
komið á einhvers konar mála-
miðlun verði Chou atkvæða-
mestur maður í Kína. Aðrar
getgátur eru um, að hann
verði beðinn að taka við að
nafni til, meðan deiluaðilar
leiða sín mál til ykta.
TENG YING
CHAO
Eiginkona Chaos, Teng ying-
chao er ein af fáum konum í
miðstjórn kommúnistaflokks
Kína. Hún er forseti kvenna-
samtaka landsins og á að baki
mikið starf í þágu flokkssins.
Hún fylgdi manni sínum gegn-
um mikla erfiðleika. Þau
misstu einkabarn sitt á flótt-
anum frá Kanton og síðar veikt
ist Teng af berklum og varð
að bera hana í sjúkrabörum
dögum og vikum saman á Göng
unni miklu. Hjónaband hennar
og Chou En-lais hefur verið
eitt hið haldbezta í forystuliði
flokksins.
Milli þeirra eiginkvenna
Chous og Maos hefur aldrei
verið sérlega hlýtt og í upp-
hafi menningarbyltingarinnar
réðst Chiang Ching með hörku
á Teng. Sé það rétt hins vegar
að Chou og kona hans hafi
tekið sér stöðu við hlið Maos
er ekki nokkur vafi, að hún
reymst Chiang Ching sterkari
í fylgisöflun, — í þeim efnum
nýtur hún bæði meiri reynslu
og hylli en eiginkona Maos.
CHEN Yl
Loks er að geta Chen yi, ut-
anríkisráðherra, sem er nú 65
ára. Einnig hann er sonur em-
bættismanns frá keisaratíman-
um og hlaut borgaralegt upp-
eldi í suðvesturhéraðinú Szev-
hwan.
Chen Yi var við nám í Frakk
landi ásamt Chou og hafa þeir
alltaf haldið tryggð hvor við
annan. Chen yi vann sér frama
sem hermaður og var einn af
tíu hæst settu hershöfðingjum
landsins, áður en tignargráð-
ur voru lagðar niður opinber-
lega í hernum.
Chen Yi tók ekki þátt í göng
unni miklu, hann var þá yfir-
maður fjórða hers kommún-
ista, sem var einangraður f
suðvesturhluta landsins og
komst ekki til Yenan fyrr en
síðar.
Enda þótt Chen Yi hafi bor-
ið fram svæsnari ásakanir í
garð Bandaríkjamanna en
nokkur annar stjórnarmaður
Kína og virzt harðari í horn
að taka, er hann örugglega tal-
inn í hópi þeirra, sem vilja forð
ast hörð átök, bæði innanlands
og utan- og leysa heldur deil-
urnar með samningum, svo
unnt sé að halda áfram upp-
byggingu lands og þjóðar í
Kína.
Mbj.
Stokkhólmi og Kaupmanna-
höfn, 7. feb. (NTB).
Kaupmannaliafnarblaðið „In-
formation" segir í dag að sam-
kvæmt leynilegum bréfaskiptum
ríkisstjórna Noregs, Danmerkur
og Svíþjóðar við stjórn Sovétríkj
anna, hafi sovézkum farþega-
flugvélum verið tryggð heimild
til að fljúga yfir dönsk og sænsk
landsvæði, jafnvel á hættutím-
um. Hefur sænska utanríkisráðu
neytið borið á móti þessari stað-
hæfingu blaðsins.
Information segir að ofan-
greind heimild komi fram í leyni
legum bréfaskiptum ríkisstjórn-
anna í sambandi við samninga
um heimild fyrir Norðurlanda-
flugfélagið SAS til að fljúga yfir
Síberíu og önnur sovézk land-
svæði á flugleiðunum til Asíu-
landa.
Mikil leynd á að hvíla yfir
heimild sovézkra flugvéla til að
fljúga yfir Norðurlönd. og segir
Information að sænsk yfirvöld
hafi heitið því að halda samningn
um leyndum í 50 ár, en norsk og
dönsk yfirvöld um óákveðinn
tíma.
Tóbaki stolið
AÐFARANÓTT mánudagslns var
brotizt inn í Borgarnesti við
Miklubraut. Var þar stolið um
20—30 lengjum af CanieL
sígarettum, og um 25 vindla-
kössum, aðallega HofnarvindL
um. Er verðmæti þýfisins eitt-
hvað um 15 þús. kr. Málið er í
rannsókn.
I fyrrinótt var svo brotizt inn
í Borgarkjör við Grensásveg 26.
Þar var stolið 6 lengjuim af
Camel-sígarettum, pípum, og
eitthvað um 100 kr. í smápen-
ingum.
Madrid, 7. fabrúar. — NTB.
Stúdentarnir við spænska há-
skóla sóttu enga fyrirlestra f
dag, í mótmælciskyni við stúd-
entahandtökurnar í fyrri viku.
Háskólarnir í Madrid og Barce-
lona eru enn lokaðir eftir óeirð-
irnar í síðustu viku.
Hvert Norðurlandanna þriggja
á að hafa gert sérsamning um
flug sovéaku vélanna, en fulltrú-
ar Noregs hafa ekki fallizt á
neina samninga að því er varðar
flug sovézkra flugvéla á leið til
Kúbu.
Information segir að sovézk
yfirvöld hafi ekki óskað eftir
lendingarleyfum í Stokkhólmi
eða Kaupmannahöfn til að taka
þar farþega. Hinsvegar veita
samningarnir heimildir til lend-
inga af tækniástæðum, og þegar
svo stendur á geta vélarnar skil-
ið eftir farþega og póst í þessum
borgum, en aðeins á ferðum frá
Moskvu.
Blaðið segir að í þeim liðum
samninganna við sovézk yfirvöld
sem kunnir eru, sé ekki minnzt
á Kúbu, heldur aðeins talað um
„flug til staða í Ameríku“.
Eins og að ofan greinir hefur
sænska utanríkisráðuneytið mót
mælt þessari fregn Information.
En í mótmælunum kemur ekkert
fram um það hvað sé rangt við
fréttina.
Dagblaðið Information segir:
Leynisamningar um
flug sovézkra véla
yfir Norðurlönd á hættutímum