Morgunblaðið - 10.02.1967, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.02.1967, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1967. Þorsteinn Kjarval, kveðjur í DAG fer fram bálför Þorsteins Kjarvals. Hann lézt í hárri elli fyrir fáum dögum. Með honum er genginn merkur og sérkenni- legur maður. Langt er um liðið frá því að ég sá hann fyrst á götum Reykja víkur. Gekk hann oft út sér til hressingar og reiddi þá stund- um staf um öxl, en á stafnum sat stór páfagaukur, sem ræddi við húsbónda sinn er vel lá á honum. Var það að vonum að þetta vakti athygli unglinga í bænum, og dró Þorsteinn því oft langan hala stráka á eftir sér. Hér fór maður, sem batt bagga sína öðrum hnútum en samferðamennirnir. Löngu síðar sagði Þorsteinn mér,' að hann hefði hent miklu meira gaman af drengjunum, sem eltu hann, en páfagauknum. Eftir að Þorsteinn fluttist úr bænum bjó hann um mörg ár vestur í Skutilsfirði gegnt ísa- fjarðarkaupstað, og það var ekki fyrr en hann settist hér að á ný að kunningsskapur og vin- átta tókst með okkur, Þá undr- aðist ég mest áhuga hans á nátt- úrufræðum og ást á öllu, sem lifir og grær. Athyglisgáfa hans var óvenju næm, og hann kom auga á margt í náttúrunni, sem öðrum er lokuð bók. Fiskar og fuglar, flugur og köngulær, grjót og grös vöktu furðu hans og kærleika. Samtímis þessu var hann mesti sjór af þjóðsögnum og kveðskap, og var þetta allt svo samofið í honum, að oft var erfitt á að átta sig á hvað hann taldi veruleika og hvað hugmyndaflug. Þorsteinn Kjarval lagði ávalt þeim málum lið, er hann taldi til framgangs. Hann var m. a. einn af stærstu hluthöfum í Eimskipafélagi íslands um mörg ár, og þegar hann seldi félag- inu hlutabréf sín lét hann og Móðir mín, Theódóra Ásmundsdóttir frá Arnarholti, andaðist að heimili mínu, Selvogsgrunni 24., 8. þ. m. Fyrir hönd okkar systkin- anna. Guðný Indriðadóttir. Jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður okkar, Guðna Einarssonar, fyrrverandi kolakaupmanns, fer fram frá Dómkirkjunni laugard. 11. þ.m. kl. 10,30. — Blóm eru vinsamlega afbeð- in, en þeim sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Sigurásta Guðnadóttir, Eiríkur H. Guðnason, Ólafur Guðnason, Sigurður Benediktsson, Bryndís Tómasdóttir, Heiga M. Einarsdóttir. Þökkum hjartanlega auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför, Önnu Kristófersdóttur frá Mosum, Hlýhugur og vinsemd Skaft- fellinga verður okkur ógleym anleg. Jón Bjarnason, börn og tengdabörn. kona hans, fjármunina renna til Náttúrufræðafélagsins, Hrafn- istu og til skógræktar. Veraldar- auður var fánýti í augum hans. Nakinn kom ég í þennan heim og nakinn fer ég úr honum aftur, sagði Þorsteinn eitt sinn Við mig. Fé það, sem hann og kona hans afhentu mér til skógræktar árrð 1952, var notað til þess að gróðursetja skóg í uns 20 hekt- ara lands á Stálpastöðum í Skorradal, og þar er nú fallegur ungskógur að vaxa upp. Kom Þorsteinn stundum með mér til að skoða trén sín, og innilegri gleði hef ég ekki séð í augum manns en þegar hann var að gæla við trén. Með þessari gjöf sinni hefur Þorsteinn Kjarval reist sér óbrotgjarnari minnis- varða en flestir fslendingar, og væri óskandi að það mætti ræt- ast á honum, sem sagan hermir um hinn mikla höfðingja mongól anna. Kublai Kahn, er var mesti skógræktarmaður síns tíma og heimtaði að lénsmenn sínir plöntuðu skógi, hvar sem þess var kostur. Sagt var að á hverju vori kæmi andi hans fram í nýútsprungnum blöðum trjánna til að litast um og sjá framfar- irnar. Hinsta ósk Þorsteins Kjarvals var sú, að ösku hans yrði stráð í skóginn hans í Skorradal. En svo eru nú lög lands og kirkju orðin ströng, að menn geta ekki ráðstafað sínum eigin öskuhnefa að vild sinni. Væri því vel, ef andi hans gæti tekið sér bústað í sígrænum skógi í Skorradal, úr því að ekki er unnt að verða við hinztu óskinni. Hákon Bjarnason. ÞAÐ bar til dag nokkurn fyrir rúmum fjórtán árum, að aldrað- ur maður kom inn til mín þar sem ég sat við skrifborð mitt I kjallara Þjóðminjasafnsins, en þar voru þá skrifstofur Náttúru- gripasafnsins. Ég bar vissulega kennsl á manninn, hann gleymd ist ekki auðveldlega þeim, sem Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför móður minnar og tengdamóður, Dórotheu Tómasdóttur. Ingimar Hallgrímsson, Jóhanna Ólafsdóttir. öllum þeim mörgu, sem sýndu okkur samúð og vin- arhug við andlát og jarðar- för okkar kæra sonar, bróður, mágs og frænda, Sigurgeirs Geirssonar, Hamrahlíð 31, færum við alúðarfyllstu þakk ir. Sér í lagi viljum við þakka félögum hans í Flug- björgunarsveitinni fyrir hversu hlýlega þeir hafa heiðrað minningu hans. Helga Sigurgeirsdóttir Geir Páisson, Ólafur Geirsson, Páll Geirsson, Erla Geirsdóttir, Björn Bjarnason, Adda Geirsdóttir, Benedikt Sigvaldason, Helga, Geir og Halldóra. einhverntíma höfðu hitt hann, en ekki grunaði mig, hvert er- indi hann ætti við mig. Hann kastaði á mig kveðju og spurði formálalaust hvort Náttúrufræði félagið væri ékki fjárþurfi. Sem þáverandi formaður þess gat ég ekki annað en svarað spurning- unni játandi. Víst var okkur þörf fjár bæði til útgáfu Nátt- úrufræðingsins og annarar fræðslustarfsemi. Án þess að segja orð tók gesturinn að tína upp úr vasa sínum fimmhundr- uð króna seðla, og leggja á borð ið, einn eftir annan. Hann fór sér hægt að þessu og mér virt- ist þetta aldrei ætla að taka enda. Nxutíu urðu þeir alls seðl- arnir, sem han lagði á borðið Svo sagði hann: „Ég átti nokkra aura, sko, sem urðu að krón- um, og ég hef alltaf haldið upp á Náttúrufræðinginn.“ Kvaddi og fór. Þetta rifjaðist upp fyrir mér er ég frétti lát Þorsteins Kjar- vals, en sá var maðurinn, er færði Náttúrufræðifélaginu hina höfðinglegu gjöf, fjörutíu og fimm þúsund krónur, sem voru álitleg upphæð fyrir fjórtán ár- um. Og það segir sína sögu, að upphæðin sú var rúmlega þús- undföld árslaun gefandans er hann fyrst réðst í vinnumennsku. Því fór fjarri að Náttúrufræði- félagið væri eina menningarfé- lagið, sem Þorsteinn Kjarval styrkti með fjárframlögum. Hann kunni í mörg horn að líta í þeim efnum. Satt er það, að nokkrir aurar hans urðu að krón uwi, en það hefur fleiri hent áa þess að þeir hafi fundið hjá sér hvöt til þess að hlúa að menn- ingarviðleitni. List er að græða fé, en stórum torlærðari listin að kunna að eyða því, og í þeirri list var Þorsteinn Kjarval, se?n í öðru, sjálflæirður. Hlýhugur hans til Náttúrufræðifélagsins og Ferðafélagsins, sem hann einnig gaf fé, átti raunar eðli- legar rætur í ást hans á landinu og náttúru þess. Hann hafði yndi af náttúruskoðun og ferða- lögum og var því tíður þátttak- andi í ferðalögum á vegum þess ara félaga. Teinréttur og með reisn, sem athygli hlaut að vekja, fór hann um fjöll langt fram á níræðisaldur, hugaði að grösum og steinum og gáði tii fugla loftsins. Oft heimsótti hann okkur í Náttúrugripasafn- inu, hýr og hressilegur, ætíð aufúsugestur. Heyrnardeyfa háði honum nokkuð, en þó virt- ist sem hann heyrði flest það sem hann kaarði sig um að heyra. Hvíld er góð gömlum jálki með Löngubrekku að baki Hið íslenzka Náttúrufræði- félag minnist heiðursfélaga sín* með virðingu og þökk. Sigurður Þórarinsson. Þórunn Sæmundsdóttir frá Nikulásarhúsum — Minning VIÐ, sem höfum fæðst og alizt upp á fyrri hluta tuttugustu ald- arinnar, svo að ekki sé talað um þá, er fyrst sáu dagsins ljós um miðbik hennar eða eftir það, tala og hugsa um síðustu öld, eins og gráa forneskju. Hinar miklu framfarir í lífi manna, bæði andlegu og efna- legu, síðustu áratugina gera það að verkum, að fjarlægðir í tím- anum eru nú miklu meiri en áð- ur. Áður fyrr voru framfarir á milli alda lítið meiri en nú milli áratuga. Þeim fækkar nú óðum er muna síðustu öld. Það fólk, er hóf lífsstarf sitt um síðustu aldamót, þ.e. var þá orðið full- tíða fólk, hefir gjarnan í nútíma- máli verið nefnt aldamótafólk. Það er komið inn í tunguna sem heiðursheiti á þeim, er hófu hina nýju öld, tuttugustu öldina með manndómi og stórhug. í sögu og minningu íslenzku þjóð- arinnar mun þetta fólk hljóta sérstakan heiðurssess. Það er því ekki að bera í bakkafullan læk- inn, þótt þeirra sé minnst, er nú hverfa brott eftir langt og mikils vert lífsstarf. Sá grunnur, er íslenzkt þjóð- líf stendur á í dag, er byggður af þessu fólki, öðrum fremur. Það varð þess hlutskipti með lífi þess og starfi, „að velta í rústir og byggja á ný“. Við sem nú lifum, njótum þeirra ávaxta, sem þá var sáð til, í menningu og uppbyggingu landsins. Það hefir heldur ekki verið sparað að minnast þeirra er fremstir stóðu í þessu mikilsverða starfi og er það vel. Orðstír hinna, sem engu síður lögðu fram sinn skerf í hljóðlátu starfi og þjónustu í þágu þess- inn hár, 92 ár og heilsan farin. Fullri andlegri heilsu hélt hún þó, þangað til hún átti þrjár stundir ólifaðar. Slíkur var Framhald á bls. 23 Innilegar þakkir fyrir aug- sýnda samúð við andlát og jarðarför sonar míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, Sigurðar Sigurjónssonar, framreiðslumanns. Hólmfriöur Halldórsdóttir Páll G. Sigurðsson, Daði Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Halldór Sigurðsson, Hulda Sigurvinsdóttir, Hóimfríður Halldórsdóttir og systkini hins látna. arar uppbyggingar, hefir síður verið haldið á lofti og er það einnig mannlegt. Þau störf, sem þannig eru unnin, vekja minni athygli samferðamanna og þeirra er á eftir koma. En þau eru þó engu síður mikilvæg og nauðsynleg til þess að árangur af starfi forystumannanna komi fram. Forysta er aðeins brodd- ur þess vaxtar er býr með þjóð- inni. Hún sjálf er aðalatriðið, kjarninn. Kona sú, er vinir og vanda- menn kveðja með hryggð og gleði í dag, er ein af þessum kjarna. Hún var úr þéttasta hluta kjarnans, vegna þess að hún æðraðist aldrei og brást aldrei, á hverju sem gekk. Störf sín, hver sem þau voru, leysti hún af hendi með þeim hætti, að til sóma var hverjum alda- mótamanni. í dag er allt önnur tízka uppi. Þórunn Sæmunds- dóttir er kvödd með hryggð, vegna þess að það er eðli manna að hryggjast, er þeir sjá á bak þeim er þeir elska. Og Þórunn var elskuð af öllum þeim er hana þekktu og höfðu verið sam- vistum við hana. Ljúfmennska hennar og kærleikur til allra þeirra er hún umgekkst, gerði það að verkum, að vegur henn- ar var með óvenjulegum hætti. Hún sneri við orðum postulans: „Það góða, sem ég vil, það gjöri ég ekki, en það illa, sem ég vil ekki, það gjöri ég.“ Það góða, sem hún vildi, það gerði hún, en það illa, sem hún vildi ekki, gerði hún heldur ekki. Þetta geta allir vottað, sem hana þekktu. Og þetta er í rauninni næg minningarorð um hana, því hversu margir eru þeir, sem slíkan bautastein skilja að baki? Þórunn er einnig kvödd með gleði, því aldur hennar var orð- Jóhonno Rósa Steíónsdóttír F. 10.2. 1933 — D. 20.1. 1967. 1 DAG hefði þessi elskulega vinkona mín orðið 34 ára, en maðurinn með ljáinn sá fyrir að svo varð akki. Enginn má sköpum renna. Rósa var sí kvik og létt og við eigum svo bágt með að trúa því að hún sé farin frá okkur fyrir fullt og allt. Hvar sem hún kom fylgdl henni lífsgleði, sem hún miðlaði okkur vinum sínum takmarka- laust, enda þótt líkamshreysti hennar væri mjög takmörkuð síðan árin og bar það þvl gleggst merki hve mikilli sál- arró hún hafði yfir að ráða. Þótt okkar kynni hafi ekki ver ið svo ýkja löng, þá finnst mér ég standa í óbætanlegri þakkar- skuld við hana. Ég get aðeina beðið almáttugan Guð að fylgj- ast með og vera vörn ástvina hennar sem misstu hana svo fljótt og langt um aldur fram. Hún fölnaði bliknaði fagra rósin mín, því frostið var napurt. Hún hneigði tU foldar hin blíðu blöðin sín við banastríð dapurt. En Guð í dauðanum hneigði sér að hjarta og himindýrð ljómaði um krónuna bjarta. Sof rós mín í ró, í djúpri ró. Stella Símonardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.