Morgunblaðið - 10.02.1967, Side 24

Morgunblaðið - 10.02.1967, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1967. — Nýtt framlag Framhald af bls. 17 eldismjölsfrumvarpið fjallaði, að manneldismjöl úr fiski er unnt að framleiða ódýrar, mið að við eggjaihvítueiningu (unit of protein) en nokkur önnur slík fæðuefni m.a. eggja hvítufæðuefni, sem framleidd eru úr afurðum dýraríkisins. Nýjar fisktegundir nýttar til manneldis Á grundvelli þessara upplýs inga töldu margir þeirra sér- fræðinga, sem um málið ræddu á fundum þingnefndarinnar, að ekki aðeins væri mikil þörf fyrir slíka fæðutegund, sem innihéldi svo mikið eggjahvítu magn, heldur ætti hinn lági framleiðslukostnaður borið sam an við aðrar matvælategundir, að tryggja vinnslu þess í stór- um stíl á frjálsum markaði, inn an Bandaríkjanna og utan. Á það var einig þar bent að til framleiðslu mjölsins mætti nota ýmsar þær fisktegundir sem í dag væru lítt eða ekki veiddar sökum þess að markað fyrir þær skorti, svo sem ýms- ar karfategundir. Við það myndi afkoma útgerðarfyrir- tækja batna og heildaraflinn aukast. Veiðarnar yrðu líka síð ur árstíðabundnar en verið hefði. Var það sérstaklega und irstrikað að bandarísk veiði- skip hirtu ekki að jafnaði nema um helming þess afla sem um borð kæmi vegna þess að afgangurinn væri fiskur, sem talinn væri óseljanlegur. Og í öðrum fiskveiðilöndum væri þó nokkur hluti aflans ekki nýttur af sömu ástæðum. Á það var einnig drepið á fundum þingnefndarinnar að þótt vissulega fælust miklir möguleikar í fiskræ'ktun í söltu vatni væri þó bæði mun ódýr- ara og hentugra að nýta þa fiskistofna betur, sem enn mætti finna í mikilli mergð á fiskimiðum Atlantsíhafsins og Kyrrahafsins. t Beðið leyfis matvælaeftirlitsins — Framleiðsla hefst í Perú. Aðalástæða þess að fram- leiðsla manneldismjöls hefur ekki fyrr hafizt í Bandaríkj- unum er sú að Matvæla- og lyfjastofnunin þar í landi (Food and Drug Administration) hef- ur ekki enn veitt leyfi sitt til þess að setja mætti mjölið á markaðinn, þar sem bandarísk- ar heilbrigðisreglur banna að fiskúrgangur sé notaður til manneldis þar í landi. Eftir að fyrrgreind lög um stofnun manneldismjölsverksmiðja á vegum ríkisins voru samþykkt er talið að matvælaeftirlitið muni innan skamms breyta af- stöðu sinni og leyfa frjálsa sölu á þessari nýju fæðutegund. Eru það ekki sízt fulltrúar heilbrigðismálastofnunarinnar, FAO, og Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna sem hafa hvatt til þess að nauðsynleg framleiðsla og söluleyfi væru veitt svo út- flutningur geti hafizt á mjöl- inu og til þess að bæta úr mat- . vælaástandinu í þróunarlöndun um. Mundi sá útflutningur í upphafi fynst og fremst vera á vegum hjálparáætlana Banda- ríkjastjórnar. FAO og Barna- hjálp SÞ stofnsettu slíka mann- eldismjölverksmiðju 1958 í Chile, en rekstur hennar hefir gengið erfiðlega. Nokkur bandarísk efnaiðn- aðar- og matvælafyrirtæki hafa einnig nýlega hafið undirbún- ing að framleiðslu manneldis- mjöls utan Bandaríkjanna, í Suður-Ameríku, þar sem mat- vælaskortur er víða mikið vandamál. f Perú er nýlega haf in bygging slikrar verksmiðju, sem notast við framleiðsluað- ferðir VioBin Corporation í Montricello í Illinois. For- stjóri þess fyrirtækis komst svo að orði í skýrslu til þing- nefndarlnnar bandarísku, að fyrirtæki sitt væri fúst til þess að láta hvaða aðilum sem væri, utan Bandaríkjanna sem innan, í té vélar og tæknikunnáttu til framleiðslunnar. Kvað hann fyrirtækið treysta sér til þess að framleiða hina nýju fæðu- tegund helmingi ódýrar en fram kom í fyrrgeindum út- reikningum sérfræðinga Banda rikjastjórnar. Á fundum þing- nefndarinnar skýrðu margir að ilar bandaríska fiskiðnaðarins og sjávarútvegsins frá áliti sínu á málinu og var það skoðun þeirra allra að hér væri um mikilvægt hagsmunamál að ræða fyrir Bandaríkin sem fisk veiðiþjóð og bæri að koma mál inu sem fyrst í framkvæmd. Ný framleið'slugrein íslenzks sjávarútvegs? Áhugi okkar fslendinga á þessu efni sprettur af tvennu. 1 fyrsta lagi er eðlilegt að við, sem ein mesta sjávarútvegsþjóð álfunnar, fylgjumst náið með öllum nýmælum í vinnslu sjáv- arafurða, könnum nýjar leiðir í því efni að gera fjöibreyttari vöru úr því fiskmeti sem hér kemur á land. Því er eðlilegt að rannsóknarstofnanir sjávar- útvegsins og aðilar fiskiðnaðar- ins okkar fylgist náið með til- raununum og framleiðsiu mann eldismjöls, hvar sem er í heirn- inum. Ýmsir íslendingar hafa lengi haft áhuga á þessu máli og þegar fyrir síðustu styrjöld gerðu sumir þeirra tilraunir með framleiðslu manneldis- mjöls og sýndu í því efni at- hyglisverða framsýni. Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins hefur síðustu árin gefið þessu máli mikinn gaum og hefur for stöðumaður hennar, dr. Þórður Þorbjarnarson m.a. ritað at- hyglisverða ritgerð um fram- leiðsluaðferðir VioBin fyrir- tækisins bandaríska, sem fyrr er á minnzt, eftir kjmnisför vestra. í öðru lagi hljótum við fs- lendingar að veita því verð- skuldaða athygli, sem mikil fiskveiðiþjóð, ef hér tekzt að skapa nýtt og raunhæft vopn í baráttunni við hungur og skort í veröldinni. Aðstoð okkar við þróunarlöndin er enn á byrj- unarstigi. En enginn efast um hug þjóðarinnar í því efni. Það sýndu undirtektirnar, er á döf- inni var fjársöfnun „Herferðar gegn hungri“ betur en orð fá lýst. Við þurfum að koma fram lagi okkar til þróunarlandann* á fastari grundvölL Og þar sýn- ist fátt hentugra en fram- leiðsla þeirra fæðuefna, sem bezt eru talin til þess fallin að vinna bug á hungrinu 1 hinum frumstæðu löndum. Þessvegna er eðlilegt að við Islendingar fylgjumst náið með þróuninni í þessari nýju fram- leiðslugrein. Ástæðulaust er að vísu að sýna þar of mikla bjart sýni, því enn skortir upplýsing ar um ýmsa þætti dæmisins, m.a. hvað framtíðarmarkað fyr ir þetta nýja fæðuefni snertir í þróunarlöndunum, þar sem mjög hefðbundnar venjur ríkja í matvælamálum. Og enn er ekki vitað hvort íslenzkt hrá- efni er t.d. samkeppnisfært fyr ir slíka framleiðslu, að því er varðar verðið. Engu að síður er hér um nýj- ung að ræða sem vissulega er þess virði að henni sé gaumur gefinn og sú reynsla notfærð, sem aflað er þessi misserin í bandaríska fiskiðnaðinum og fiskiðnaði annarra nágranna- þjóða. , G. G. S. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 Þá taldi hann asnana strax aftur og nú voru þeir tíu! „Þetta eru galdrar og gjörningar", hrópaði vesalings maðurinn. „í hvert skipti sem ég fer á bak, missi ég einn asn ann og um leið og ég slíg af baki kemur hann í leitirnar aftur. Ég held að það sé vissast, að ég gangi það sem eftir er leiðarinnar, svo að ég geti verið viss um, að allir asnar mínir séu vis ir “ Svo gekk vesalings maðurinn alla leiðina heim og rak asnana tíu á undan sér. Prófhræddir apar PRÓFHRÆÐSLAN hrjá- ir fleiri en mannabörn. Dýrasálfræðingar, sem gert hafa ýmsar tilraunir á öpum, vita mörg dæmi þess, að aparnir voru mjög spenntir á taugum áður en þeir áttu að leysa ákveðin verkefnL Sampaninn Mimi þvoði sér aftur og aftur um hendurnar meðan hann beið eftir að röðin kæmi að sér. Annar, sem hét Koko, fékk í magann þá daga, sem hann átti að ganga undir prófin. Ef honum mistókst við fyrstu verkefnin, gat hann orðið alveg miður sin, það sem eftir var dagsins. Þá hoppaði hann um á einum fæti og lamdi veggina til að gefa gremju sinni útrás. Við- brögð einstakra apa við því að „falla“ á prófi, eru mjög misjöfn og einstakl ingsbundin. Einn sneri baki við prófborðinu og neitaði að reyna aftur ef honum mistókst, annar barði höfðinu stöðugt ofan í gólfið. Samkeppnin hefir mik il áhrif á apana rétt ems og mennina. Þess eru dæmi, að api, sem ekki hafði sýnt verulegan áhuga, tók að leggja sig allan fram, þegar hann sá félaga sína leysa verk efnið og fá ávexti að launum. Gosi Mikill fuelavinur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.