Morgunblaðið - 10.02.1967, Síða 30

Morgunblaðið - 10.02.1967, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1967. KR vann Ármann létt 68:38 og ÍR - ÍS 62:44 — En það var enginn glans yfir leik sigurvegaranna ÍSLANDSMÓTINU í körfu- knattleik var haldiff áfram á miffvikudagskvöld með tveim- ur leikjum í I. deild. KR sigr- aið Ármann 68-38, í frekar dauf um leik og ÍR sigraöi ÍS 62-44 eftir nokkuð jafnan leik framan af. KR — Ármann I. deild, 68-38. Leikurinn hófst með talsverð- um hraða og hitni beggja liða var langt fyrir neðan meðal- ] lag og ber stigatala 26-12 í hálf- leik þess glöggt vitni. Mega Ar- menningar muna fífil sinn fegri en að skora aðeins 12 stig á 20 mínútum. Reyndar var enginn Slagsmál á Italíu TUTXUGU manns I Napali höfnuðu í sjúkrahúsi og 22 í fangelsi eftir óeirðir er urffu í lok kappleiks Burnley og Napoli liðsins í knattspyrnu. Ekkert mark var skoraff í leiknum en þau úrslit nægffu til að Burnley er komið í undanúrslit keppninn ar. Þaff þótti heimamönnum ekki nógu hagstætt. Terrell á sjúkrahús ERNIE Terrell lagðist á miðvikudag í sjúkrahús í Philadelphiu en þar verða framkvæmdar rannsóknir á augum hans. Hann særðist illa á augum í kappleiknum við Clay. Býzt hann við að verða á sjúkrahúsinu um 3 vikna tíma. Framkvæmdastjóri hans hefur látið svo um mælt að hann muni fyrir hönd Terrells æskja þess við hnefaleiikayfir völd í Texas að þau refsi Clay fyrir „óheiðarlegar" bardaga- aðferðir hans í leiknum. Fréttir í gærkvöldi herma að skurðaðgerð verði gerð á vinstra auga Terrels á föstu- dag. Bæði augun reyndust sködduð. Bæði áhorfendur og leikmenn urðu ofsareiðir og allmikið lög- reglulið var hvatt á vettvang til að bjarga þjálfara Burnley sem fólkið náði í. Ólæti urðu strx í byrjun leiks ins. 60 þús manns voru á vellin- um og voru fyrir leikinn hand- teknir 7 svartamarkaðssalar miða. Snemma kom til áfloga milli ensks og italsks leikmanns og síðan voru hnefar á lofti milli liðsmanna með jöfnu millibili. Síðustu minúturnar var hreint neyðarástand á vellinum, bæði úti á leikvanginum og á áhorf- endapöllunum. Meðan leikmenn slógust af hjartans list köstuðu áhorfendur skemmdium ávöxt- um og öðru handhægu út á völl- inn. Rannsókn ólátanna er hafin en Burnley er sem sagt í undan úrslitum eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-0. Inniæfíngoi í golfi GOLFKLÚBBUR Reykjavíkur er nú að hefja innanhússæfingar fyrir félagsmenn sína. Verða þær á miðvikudags- og föstudagskvöld um kl. 8-10 í fimleikasalnum í byggingu Laugardalsvallarins. Á þessum tímum verður félögum GR veitt tilsögn og kennsla. Nán ar verða æfingar þessar auglýst ar eða gétið um þær síðar. FH-ingor í hrokningum d heimleið LIÐ FH sem veriff hefur i Ungverjalandi, sem frægt er orðið, átti aff koma heim um miffjan dag í gær. FH-ingar ferffast meff þotu frá Pan Am og lögðu frá Kaupmannahöfn í gærmorgun. 1 • Glasgow upp- lýstist að þotan myndi ekki lenda í Keflavík en fljúga beint til New York. Stigu þeir því úr sínum ágæta fararkosti, og all an daginn í gær og langt fram á kvöld var óvíst hvenær þeir myndu komast síðasta spölinn. Vonir stóðu þó til að einhverjir og e.t.v. allir myndu komast í Loftleiffaflugvél, sem væntanleg var til Keflavíkur í nótt. Seint J i gær staðfestu Loftleiðamenn að | allir FH-menn væri í LL-vél sem I koma átti kl. 1.15. í nótt. MOL AR Enska liðið Leeds tryggði sér sæti í 8 liffa úrslitum í Borgakeppni Evrópu er liðið vann Valencia meff 2-0 Valen- cia á miðvikudagskvöld. Fyrri leiknum lauk meff jafn- tefli 0-0. glans yfir leik KR-liðsins enda vantaði þá tvo af sínum sterk- ustu mönnum Kristin Stefáns- son og Hjört Hansson, og hef- ur það sjálfsagt gert sitt til þess að veikja liðið. f síðari hálfieik ná KR-ingar sér heldur á strik og gjörsigra hina mistæku Ármenninga 68-38. Hjá KR eru aðalmenn, Kolbenn Gunnar og Einar, en geta Ágústs hins unga miðherja kom skemmtilega á óvart og Jón Otti hinn gamalkunni leikmaður KR Framhald á bls. 31. Leikið í 2. ðeild í kvöld í KVÖLD verður Landsmóti handknattleiksmanna haldið á- fram í íþróttahöllinni og leiknir 2 leikir í 2. deild. Keflavík kepp- ir við ÉR og síðan KR og Þróttur. Á laugardaginn fer fram einn leikur í 2. deild á Akureyri og mætast þá Akureyringar og KR. Kolbeinn var máttarstólpi KR að venju. Frœgustu knattspyrmilið Evrópu S: Þrisvar í 8-liða úrslitum en ekki lengra — Hvað nú? EINN mesti knattspyrnu- maður sem Tékkar hafa nokkru sinni átt, Josef Mas- opust — hetja liðs þeirra í tveim heimsmeistaramótum — en 36 ára gamall, enn í fullu fjöri. Undir forystu hans hefur Dukla Prag komizt í 8 liða úrslit í keppninni um Ev- rópubikar meistaraliða í nú í fjórða sinn. í þetta sinn ala forráðamenn og liðsmenn Dukla Prag þær vonir í brjósti, að liðinu takizt að sigra Ajax í Amsterdam og komast þar með í undanúr- slit keppninnar í fyrsta sinn. Leikir Dukla Prag og Ajax eru ákveðnir í Amsterdam 1. marz og í Prag 8. marz. Masopust var í framvarða línu tékneska liðsins í HM í Svíþjóð 1958 og í Chile, en þá urðu Tékkar í 2 sæti á eftir Brasilíumönnum. Nú skipar hann stöðu miðherja og hann er aðalskipuleggjari allra sóknartilrauna liðsins. Hvernig Masopust byggir upp sóknarloturnar, og hvert auga hann hefur fyrir vell- inum í vörn mótherjanna, hefur verið lykillinn að vel- gengi Dukla Prag um mörg undanfarin ár. Fræg um alla Evrópu og víðar er hvernig hann nýtir manninn sér við hlið, innherjann Ivan Mraz, sem er ævinlega markahæsti maður liðsins. Dukla Prag hefur unnið tékknesku meistarakeppnina 8 sinnum síðan 1953. En í hvert sinn (3 skipti) sem lið- ið hefur náð að komast í 8 liða úrslit um Evrópubik- ar meistaraliða, hefur það ævinlega orðið að láta í minni pokann. Tottenham sigraði liðið 1962, Benfica frá Lissabon sigraði Dukla 1963, Borussia Dortmund vann við ureign liðanna í 8 liða úr- slitum 1964. Enn í ár hefur Dukla Prag mikla möguleika á að vinna tékknesku meistarakeppnina. Að keppninni hálfnaðri í haust var Dukla í þriðja sæti, 2 stigum á eftir því Hði er forystu hafði. Af beztu leikmönnum liðs- ins. auk Masopust og Mraz má nefna Ivo Novak, sem er mjög mark „gráðugur“ leik- maður. Hann er mjög hávax-- inn og þess vegna er það ein af baráttuaðferðum Dukla manna að senda honum hóar sendingar — og margar þeirra afgreiðir hann meist- aralega vel með skalla. Jiri Cadek, miðvörður mjög sterkur og reyndur varnarleikmaður Stanlislav Struns, h. útherji er mjög fljótur og leikinn og Josef Nedorost, innherji, hefur oft vakið á sér miklá athygli. (í fyrri 4 greinum I þess- um greinarflokki hefur ver- ið talað um 16 liða úrslit. Þetta eru mistök. Það eru aðeins 8 lið eftir í keppninni og biðjum þá, sem ef til vill geyma upplýsingarnar um þessi „frægustu lið Evrópú* að leiðrétta þetta. í stað 16 Hða á að standa 8 liða úr- slit). Evrópukeppni í handknattleik FB-HONVED fer fram í íþrótta- og sýningahöllinni í Laugardal, sunnudaginn 12. febrúar 1967 og hefst kl. 8:15 sd. • Leikurinn, scm allir handknattleiksunnendur hafa beðiff eftir. Forsala aðgöngumiða hefst í dag í Bókabúð Lár- usar Blöndals, Skólavörðustíg 2, og í Vesjturveri. í Hafnarfirði: Hjólinu, Reykjavíkurvegi 1. Verff aðgögnumiða er 125 kr. fyrir fullorðnna, og 50 kr. fyrir börn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.