Morgunblaðið - 06.04.1967, Page 3

Morgunblaðið - 06.04.1967, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1967. 5 (Eftirfarandi grein birtist í Observer 2. apríl sl.) MJÖG athygilsverð sýning á fornminjum frá Bratta- hlíð á Grænlandi verður opnuð í Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn í júní- mánuði n.k. Verður þetta fyrsta almenna yfirlitssýn- ingin á minjum og beinum, sem fundizt hafa við forn- leifauppgröft í Eystri- og Vestribyggð á Grænlandi síðustu 70 árin. Á meðal sýningargripa eru 130 beinagreindur, sem grafn- ar voru upp við Þjóðhild- arkirkju í Brattahlíð. — Kunnur fornleifafræðingur danskur, dr. Jörgen Meld- gaard, álítur, að meðal þeirra séu jarðneskar leif- ar Eiríks rauða og Leifs heppna sonar hans. Þjóð- hildur var kona Eiríks rauða og snerist snemma til kristinnar trúar. Dr. Melgaard er ekki reiðu- búinn að benda á hverjar séu líkamsleifar þeirra feðga, þar eð þeir voru greftraðir sam- kvæmt kristnuim sið og eigur P 't: }*Z ■ ............. < ■ ‘ - Miðaldaklæðnaður með evrópsku sniði frá 1500, sem fannst á líkum greftruðum kistna við Herjólfsneskirkju árið 1921. HSBI án lik- Fundnar líkamsleifar Eiríks rauða og Leifs heppna? Sýning d íornminjum frd Eystri- og Vestri- byggð d Grænlandi í Khöfn þeirra ekki lagðar við hlið þeirra ,eins og tíðkaðist við greftrun fornmanna fyrir kristnitöku. En fornar sögur greina frá því, að þeir voru gneftraðir við Þjóðhildar- kirkju og efnarannsóknir á beinunum sýna, að þau eru 9 alda gömuil. Sumar minjarnar munu vekja athygilsverðar spum- ingar viðvikjandi fyrstu byggð norrænna manna á Grænlandi. Hversu náið var samband þeirra við Amer- íku? Hvenær leystist byggð- in upp? Hvert fóm frum- byggjarnir? Eiríks saga rauða segir þannig fré landafundi Leifs heppna: „Lætr Leifr í haf ok er lengi úti ok hittir á lönd þau, er hann vissi áðr enga ván til. Vóru þar hveitiakrar sjálfsánir ok vínviðr vax- Að sögn fræðimanna var einhverjum ókunnum hluta amerísku strandlengjunnar gefið nafnið Vínland. Einn munanna á sýning- unni í Kaupmannahöfn er gljákolsmoli. Gljákol finnast á Sandnesi á V-GrænlandL Það er efnafræðilega skylt einungis við gljákolalög í Newport á Rhode Island. Annar er örvaroddur úr kvartsi, sem fannst í nánd við byggð Þorfinnst Karlsefn- is á Grænlandi, en hann sigldi til Vínlands með Leifi heppna. Dr. Meidgaard hefur gengið úr skugga um, að örvaoddur þessi erupprunninn fná Indíánum í Ameríku, ekki Eskimóum. Þorfinnur Karlsefni barðist við skræl- ingja á Vínlandi. Þeim lýsir Biriks saga rauða á þann veg: „Þeir váru svartir menn og illilegir og höfðu illt hár á höfði. Þeir váru mjök eygð- ir og breiðir í kinnum.“ Mikilvægasti sýningargrip- urinn er máske klæðnaður frá miðöldum, sem fannst ár- ið 1921 á Herjólfsnesi í nánd við Góðrarvonarhöfða. Er klæðnaður þessi bezt varð- veittur þeirra sýnishorna mið aldafatnaðar, sem enn hefur fundizt. Fatasniðið sýnir, að eitt- hvert samband hlýtur að hafa verið á mitli Grænlands og Evrópu um 1500, þótt síð- ustu öruggu heimiidirnar um landnemana þar séu 80 árum eldri Árið 1578 lenti enski landkönnuðurinn Mart- in Frobisher á vesturströnd- inni en sá enga norræna menn. Ástæðurnar fyrir hvarfd þeirra eru ýmist álitnar hung ursneyð (loftslag á Græn- landi var mun heitara á mið- öldum en það er nú), eða ár- ásir Eskimóa, eða sjúkdómar. Nokkrir fræðimenn, þ. á. m. Helge Ingstad, sem unnið hef- ur að uppgreftri á víkinga- slóðum á Nýfundnaiandi, álít- ur, að þeir hafi flutt þang- að búferlum. Djakarta, 5. apríl AP. • Utanrikisráðuneyti Indónesíu hefur tilkynnt, að þremur ræðis mannaskrifstofium landsins er- lendis verði lokað á næstunni, þar sem ekki sé fyrir hendi fé til reksturs þeirra. Skrifstofurn- ar eru í Danmörku, Súdan og Mali. Talið er að fram, að þetta sé ekki gert gert af pólitískum ástæður. Jafnframt hefur ræðismanna- skrifsbofu Indónesíu í Kanton verið lokað — og tveimur kín- verskum ræðismannsskrifstofum í Indónesíu, í Medan í Norður Súmatra og Makassar á Suður- Celebes. Kuala Lumpur, 5. apríl AP. • Níu manna leitarfiokkur leitar nú bandaríska auðkýfings ins, Jims Thompsons, sem hvarf 26. marz sl. í hálendinu Camer- on. Opinberir aðilar hafa gefizt upp við að leita hans, en leitar- flokkurinn fyrrgreindi, sem er undir stjórn kaupsýslumanns í Kuala Lumpur, Yip Wah See að nafni, fer eftir fyrirsögn mið- ils, sem telur víst, að Thompson sé enn á lífi. Tompson þessi er kunnur af viðurnefninu „Silki kóngurinn frá Thaiilandi", því að hann átti mikinn þátt i að endurreisa silkiðnað Thailands. STáKSTEINAR Öheillavofan Stjórnarandstæðingar hafa, ednSI og þeim ber, gert sitt ýtrasta tSÍ að benda á einhverjar þær leið-j ir í efnahagsmálum, sem betur mættu duga en stefna núver-j andi stjórnar — viðreisnarstefn- an. Hafa þeir verið gæfu- snauðir í þessum efnum sem fleirum — og virðist sú óheilla- vofa, sem vinstri stjórnin magn. aði yfir þá, ekki enn vera reiðu- búin að kveðja. Sá mikli misskilningur hefur að öllum jafnaði ráðið bæði tali og skrifum stjómarandstæðinga, að stjórnarandstaða sé fólgin r því að vera á móti einu og öllu — góðu jafnt sem illu — ef það má rekja til þeirra, sem með stjórnina fara. Hefur þessi mis- skilningur leitt bæði kommún- ista og Framsókn út í hinar mestu ógöngur, þannig að skyn- samir áheyrendur eða lesendur hafa æ ofan í æ staðið þá að algjörum markleysum. T.d. vita allir, sem vilja vita, að hagur almennings hefur sáfeiUt farið batnandi — og er nú mun betrl en nokkurn tima áður. Menn þurfa ekki annað, þeir sem hafa aldur og þroska til, en líta í eig- in barm. En um leið veit fólk, að núverandi fbrystumenn þjóð- . arinnar eru staðráðnir í því, að láta hér ekki staðar numið, held ur sækja markvíst lengra fram og tryggja fólkinu til sjávar og sveita áfram beztu lífskjör, sem kostur er. í þeirri sókn hafa úrræðalausir nöldurseggir, sem fengið hafa sín tækifæri — en brugðizt, litlu hlutverki að gegna. Bardttuflokkar verðbólgunnar Fyrir utan hatramma fcarátta gegn gjaldeyrisvarasjóði þ jóð i innar, sem við verðfall útf utu- ingsafurðanna á sl. ári hefur sýnt mikilvægi sitt, hafa Fram- sóknarmenn og kommúnistar bölsótast yfir því, að útlánastarf semi bankanna hafi verið svo þröngur stakkur skorinn, a5 allt athafnalíf landsmann væri i hin um verstu kröggum. Hver skyldl svo vera sannleikurinn um þró- un útlána? Skv. hinni nýútkomnu árs- skýrslu Seðlabankans, voru út- lán á árinu 1966 ekki minnk- uð — heldur a u k i n um sam- tals 1370 milljónir króna; það sama hafði gerzt á árinu 1965. Alls nam aukning útlána þessl tvö ár um 2800 milljónum króna — eða um 41%. 1 skýrslu bank- ans er á það bent, að svo mikil aukning hafi raunar haft óheppileg áhrif á jafnvægi efna hagslífsins. Hver hefðu þá orð- ið áhrrf enn meiri aukningar? Hverjar hefðu orðið afleiðing- arnar, ef farið hefði verið að kröfum stjórnarandstæðinga? Það hefði orðið til þess að auka hverskyns spákaupmennsku og „valda enn meiri þenslu og jafn vægisleysi á peningamarkaðin- um“ Slík eru ráð þeirra. Þeir þykjast berjast gegn verðbólgu — en eru í reynd baráttuflokk- ar verðbólgunnar. „Framapot“ Austra Austri nokkur „Þjóðviljans" hefur bersýnilega verið mjög miður sín, þegar hann gekk frá pistli sínum fyrir blaðið í gær. Er skemmst frá því að segja, að þar virðist handaflið eitt hafa ráðið — en andinn verið viðs fjarri. Er þar svo aumlega á haldið og sumt í svo algjörri mótsögn við staðreyndir sögunn- ar, að ástæðulaust er að elta ólar við. — Hitt vekur athygli, að svo skuli vera af „Austra" dregið. Því mun hins vegar valda „persónulegur metnaður" og „framapot", en þátttakan i hinu harðskeytta framboðsstríði, sem enn er háð innan Alþýðu- bandalagsins, er sögð lýjandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.