Morgunblaðið - 06.04.1967, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1967.
11
Hægri aksturinn
VEGNA endurtekinna blaða-
skrifa að undanförnu um hægri
handar akstur, þar sem Lands-
sambandi vörubifreiðastjóra hef
ur meira og minna verið bland-
að inn í umrædd blaðaskrif, vili
stjórn Landssambands vörubif-
reiðastjóra taka fram eftirfar-
andi:
1. Snemma á árinu 1964 fékk
Landssamband vörubifreiða-
stjóra bréf frá allsherjarnefnd
sameinaðs Alþingis, þar sem
óskað er umsagnar sambandsins
varðandi tillögu til þingsálykt-
unar um hægri handar akstur.
Umsögn stjórnarinnar var send
viðkomandi þingnefnd og var
umsögnin á þessa leið:
„Reykjavík, 21. marz 1964.
Með bréfi yðar til Landssam-
bands vörubifreiðastjóra, dags.
21. f.m., óskið þér eftir umsögn
sambandsins varðandi tillögu til
þingsályktunar um hægri hand-
ar akstur.
Stjórn sambandsins vill taka
það fram, að hún hefur ekki
haft tækifæri til að kanna al-
mennt, hver sé skoðun með-
lima sambandsins til þessarar
þál., en vill fyrir sitt leyti taka
það fram, að það er skoðun
hennar að brýn nauðsyn sé að
hraðað sé nauðsynlegum at-
hugunum í sambandi við að
tekinn verði hér upp hægri
handar akstur og mælir því með
því við háttvirt Alþingi, að það
samþykki framkomna þáL um
hægri handar akstur.
Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Landssam-
bands vörubifreiðastjóra“.
1. Á 6. þingi Landssambands
vörubifreiðastjóra, er haldið var
í Reykjavík dagana 7. og 8. nóv.
1964, var eins og ávallt á þing-
um sambandsins rætt um um-
ferðamál og gerði þingið sér-
staka samþykkt um málið og er
hún á þessa leið:
„Sjötta þing Landssambands-
vörubifreiðastjóra haldið í
Reykjavík dagana 7. og 8. nóv.
1964, vekur athygli á þjóðfélags-
legu mikilvægi umferðarmál-
anna og bendir á, að farsæl
lausn þeirra og þróun, sé þegar
orðið eitt af brýnustu verkefn-
um yfirvalda og almennings í
landinu.
Hvetur þingið meðlimi LV
hvern á sínum stað til að stuðla
að auknu öryggi og aukinni festu
í umferðinni, jafnframt því sem
þingið lýsir yfir, að Landssam-
band vörubifreiðastjóra er
reiðubúið til samstarfs við alla
aðila, sem hlut eiga að máli,
um að skapa hér á landi nauð-
synlega og heilbrigða umferð-
armenningu.
100% vatnsþétt.
Verksmiðjuábyrgð.
Gœðin
eru óvéfengjanleg.
Ura- og skartgripaverzlun
FRANCH MICHELSEN
Laugaveg 39.
Þingið tekur sérstaklega fram,
að Landssamband vörubifreiða-
stjóra er reiðubúið til samstarfs
og samráðs við nefnd þá, er
dómsmálaráðherra hefur skipað
til að rannsaka orsakir umferð-
arslysa, og væntir þingið mikils
af niðurstöðum og ályktun þeirr-
ar nefndar.
Þingið leyfir sér að beina þeim
tilmælum til yfirstjómar vega-
mála, að hún láti lagfæra þá
staði í vegakerfinu sem enn geta
talizt hættulegir umferðinni, en
jafnframt þakkar þingið og met-
ur þá viðleitni, sem sýnd hefur
verið í þessum efnum.
Að lokum lýsir þingið yfir
fullum stuðningi við álitsgerð
stjórnar Landssambands vöru-
bfreiðastjóra (21. marz 1964),
þar sem mælt er með því við
Alþingi af hálfu samtakanna, að
hér á landi verði tekinn upp
hægri handar akstur og telur að
slík samræming við þróun um-
ferðarmála í öðrum löndum,
stuðli að auknu umferðaöryggi".
Þessi samþykkt 6. þings Lands
sambands vörubifreiðastjóra var
á sínúm tíma birt í blöðum og
útvarpi, auk þess sem hún var
birt í þingtíðindum sambands-
ins en þau eru send öllum vöru-
bifreiðastjórafélögum innan sam
bandsins.
Af framansögðu er ljóst, að
þing sambandsins, sem er æðsta
vald í málum þess, hefur tekið
mál þetta fyrir og gert um það
sérstaka samþykkt, sem staðfest-
ir að allar aðgerðir sambands-
stjórnar voru í fullu samræmi
við vilja þingsins.
VAL HINNA VANDLÁTU
SÍMI 3-85-851
SKORRI H F
Blaðamaður
óskar eftir aukavinnu fyrir hádegi 5 daga vikunnar.
Margt kemur til greina. Tilboð sendist afgreiðslu
Mbl. merkt: „Blaðamaður“.
Skrifstofustúlka
óskast nú þegar.
Skipaúigerð ríkisins
RZ X-TJZTI 3ST
m
GBETTISGATA 32
FERMINGARKAPUR
IIVÍTIR HANZKAR
Verð 136.800,— krónur
V/ð höfum aldrei fyrr getað boðið jafn
góðan Volkswagen fyrir jafn hagstætt verð
En það er hinn nýi
VOLKSWAGEN 1200
Hann er ódýrasfur allra gerða af Volks-
wagen — en jafnframt einhver só bezti,
sem hefur verið framleiddur.
Hann er búinn hinni viðurkenndu, marg-
reyndu og næstum „ódrepandi'* 1,2 lítra,
4T.5 h.a. vél. I VW 1200 er: Endurbættur
afturós, sem er með meiri sporvídd — AI-
samhraðastilltur fjögurra hraða gírkassi —
Vökva-bremsur.
Hann er búinn stillanlegum framsætum og
bökum — Sætin eru klædd þvottekta leð-
urlíki — Plastklæðning í lofti — Gúmmí-
mottur á gólfum — Klæðning á hliðum fót-
rýmis að framan — Rúðuspraufa — Hita-
blástur á framrúðu á þrem stöðum —■ Tvær
hitalokur í fótarými að framan og tvær
aftur í — Festingar fyrir öryggisbelti.
Hann er með krómlista á hliðum — Króm-
aða hjólkoppa, stuðara og dyrahandföng.
Með öllum þessum búnaði kostar hann að-
eins kr. 136.800,—w
Eins og við tókum fram
í upphafi, þá höfum við
aldrei fyrr getað boðið
jafn góðan Volkswagen,
fyrir jafn hagstætt verð.
©
KOMIÐ, SKODID OG REYNSLIIAKID
Simi
21240
HEILDVfRZLUNIN
HEKLA hf
Laugavegi
170-172