Morgunblaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1967. „Fulltrúi ungu kyn- slóöarinnar 1967“ krýnd í Austurbœjarbíói á töstudagskv. UNGMNGASKEMMTUN var I Aðaluppistaðan er fegrurðar- haldin í Austurbæjarbíói í gær- samkeppni milli ungra stúlkna og kvöldi og sú seinni verður annað hlýtur sigurvegarinn titilinn kvöld kl. 11.15. I Fulltrúi ungu kynslóðarinnar $ Hnsqvama Þér getiS valiS um 4 gerdir af Husqvarna saumavélum. Allar eru þcer með frjálsum armi og nytjasaumum. Vegna frjálsa armsins er mikið auðveldara að bœta buxnaskálmar eða ermar, sauma barna- föt o.fl. Husqvaroa 2000 Variett Proctka Zlg-Zag Með Husqvarna nytjasaumum getið þér m.a. saumað teygjanlega sauma í teygjan- Ugt efni, saumað „overlock'* saum, sem er í senn bœði beinn saumur og varp- saumur. Bcett og saumað með þriggja þrepa zig-zag og margt fleira. Verð frá kr. 7.540,— Leiðarvísir á íslenzku. Kennsla innifalin í verði. HUSQVARNA GÆDI - HUSQVARNAÞJÓNUSTA ((junnui S%b£eimm h.f. Suðurland&braut 16 - Revkjavík - Siomefni: »Vohitr* - Sfmi 35200 1967. Fyrstu verðlaun eru utan- ferð og þriggja mánaða skólavist í Englandi. Þessar ungu stúlkur þurfa að hafa töluvert meira til að bera en gott útlit. Mikið tillit er tek ið til framkomu og gáfna. Þær munu syngja, dansa, lesa upp ljóð og leika látbragðsleik. Þá verða þær og að svara ýmsum spurningum, sem dómnefndin leggur fyrir þær á sviðinu.- Það eru Vikan og tízkuverzlunin Karnabær sem standa að þessari sýningu, og myndir af ungu stúlkunum hafa verið birtar í Vikunni nokkrar síðustu vik- urnar. Að sjálfsögðu verða þarna fjölmargar unglingahljóm sveitir og skemmtikraftar af yngri kynslóðinni. Tvær vinsæl ustu hljómsveitirnar í dag eru Hljómar og Toxic og skal nú gengið úr skugga um það í eitt skipti fyrir öll, hvor þeirra skal hljóta titilinn Hljómsveit ungu kynslóðarinnar 1967. Með Hljóm um koma fram tveir ungir drengir úr Keflavík, sem kall- aðir eru „Snillingarnir** en ekki er látið uppskátt í hverju snilli þeirra er fólgin. Þá koma einn- ig fram með Hljómum tvær systur frá Keflavík sem kallaðar eru hinar íslenzku Supremes og því óþarfi að skýra þeirra hlut nánar. Þá kemur fram Þuríður Sigurðardóttir (Ólafssonar söngvara) sem Svavar Gests sagði að hefði gullfallega rödd. Ungt fólk sýnir nýjustu tízk- una frá Karnabæ og raunar er meirihluti þátttakenda klæddur í föt þaðan. Fjórtán manna danshópur sýnir ýmsa dansa, unglinga- hljómsveitin Pops syngur og leikur og kynningum annast að sjálfsögðu Svavar Gests. Dóm- nefndina skipa: Baldvin Jóns- son, sem sér um „Síðan þín“ í Morgunblaðinu, Óli Páll Kristj ánsson, ljósmyndari. Sigurður Hreiðar, ritstjóri Vikuimar, Þor steinn Magnússon, kennari við Verzlunarskólann og Andrea Oddsteinsdóttir. Þessi dómnefnd er algerlega einráð og verða úr- slitin 1 fegurðarsamkeppninni tilkynnt á seinni skemmtuninni. Úrslitin milli Hljóma og Toxic verða hins vegar kynnt á „Síð- unni þinni" í Morgunblaðinu. Og á seinni skemmtuninni verð- ur ungfrúnin krýnd með mikilli viðhöfn. Sem fyrr segir fær hún svo skólavist í Englandi að laun um og einnig hefur verið haft samband við vinsælasta tízku- blað Englands, Hony og verða myndir og viðtal við sigurveg- arann birt þar. önnur verðlaun er svo plötuspilari og plötur og þriðju verðlaun gullúr. Auk þess verða þær allar leystar út með tízkufatnaði frá Karnabæ. Nánar verður skýrt frá skemmt- unum síðar hér í blaðinu. Ljdsvlrkl hf. (Áður Röning h.f.) Viðskiptamenn! Athugið breytt símanúmer — 81620 og 81621. Ljósviiki hf. Bolholti 6. Bezt að auglýsa í Morgrunblaðinu Gamanleikurinn „Lukkuritlda rinn“ hefur nú verið sýndur 23 sinnum í Þjóðleikhúsinu og eru aðeins eftir tvær sýningar á leiknum. Næst síðasta sýningin verður n.k. föstudag þann 7. þ.m. Myndin er af Bessa Bjarnasyni og Kxistbjörgu Kjeld í aðalhlutverkunum. Benzín og matur allan sólarhringinn FYRIR nokkru opnaði Guð- mundur Karlsson, fyrrv. blaða- maður, fyrirtæki á Kópavogs- hálsi, sem hann nefnir „Næt- ursalan", enda er þar opið stanzlaust allan sólarhringinn, hvenær sem er, þó að sjálfsögðu að undanskildum lögskipuðum helgidögum. Þar er afgreitt Shell benzin og olíur, og sinnir því sérstaxur afgreiðslumaður, þegar mest er að gera, eða frá kl. 22.00 og fram eftir nóttu, en á öðrum tímum er þar sjálfsafgreiðsia á benzíni, en Rfgreiðslustúlkur selja olíur og annað tilheyrandi bifreiðum. Auk þessa eru þpr ýmsar aðr- ar vörur á boðstólum, sem marga vanhagar um á nóttunni, svo sem tóbaksvörur, gosdrykk ir, heitar pylsur, brauðsamlok- ur, sælgæti og ýmislegt fleira. Guðmundur sagði við blaða- mann Mbi., að töluvert væri að gera á nóttunni, bæði við af- greiðslu benzíns og á öðrum vör um, enda væri þetta eini stað- urinn í „Stór-Reykjavík“ sem hefði opið allan sólarhringinn. Fjölmargir hefðu lýst ánægju sinni yfir þessari þjónustu, og jafnframt undrun yfir því að slíkt hefði verið framkvæmt fyr ir löngu. Fyrir marga er slíkt nauðsyn, ekki sízt fyrir bifreiðastjóra og aðra, sem vinna fram eftir nóttu, eða fara óvenju snemma að morgni til vinnu. Fjöldinn allur af fólki er seint á ferð af ýmsum ástæðum, og þykir þá gott að geta fenpið sér eitthvað í svanginn, er orðið benzín- eða tóbakslaust, langar í svaladrykk o.s.frv. Að sjálfsögðu, segir Guðmund ur, er töluvert dýrara að reka slíkan stað á nóttu en að degi, m.a. vegna mikið dýrari vinnu afls. Þrátt fyiir það eru allar vörur á sama verði að nóttu til, nema gosdrykkir, sem hækka í verði kl. 23.30. Sum- um líkar þetta illa, sagði Guð- mundur og eitki sízt verðlags- stjóra, en ég er sannfærður um að almenningur skilur nauðsyn þess að greiða hærra verð fyrir aukna og dýrari þjónustu, enda er öllum kunnugt um verð á gosdrykkjum á veitingahúsum. Samvinna við lögreglu Kópa- vogs hefur verið með mestu ágætum og þeir sýna lipurð og hjálpsemi, jafnvel þótt biðröð bíla myndist við afgreiðsluna á mesta annatímanum, enda hefur það örsjaldan komið fyrir að leita hefur þurft til hennar vegna ölvunar eða annars. A þeim tíma — eða þegar einna mest er að gera á nóttunni — er önnur umferð um Hafnar- fjarðarveg líka með minnsta móti, svo að umferðatruflun verður þar örsjaldan, enda er sérstök akgrein, sem liggur framhjá söluopinu. Stúlka óskast til starfa hjá stóru fyrirtæki í Miðbænum frá 1. maí n.k. Uppl. um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt: „Auglýsing no. 2165“. Frá Stýrimanna skólanum HINN 1. apríl lauk 61 nemandi farmanna- og fiskimannaprófi l. stigs, en próf þessi veita nú skipstjórnarréttindi á skipura allt að 120 rúmlestum í innan- landssiglingum. Af þessum 61 hlutu 54 fram- haldseinkunn upp i 2. bekk. Hæstu einkunn á prófinu hlaut Jón Þ. Bjarnason 7.46 ágætis einkunn. 2. varð Þórir Haralds- son með 7.40 ágætis einkunn og 3. Ari Jónsson 7.19 1. einkunn. Þá luku 13 nemendur prófi úr 2. bekk farmannadeildar upp i 3. bekk, farmannaprófi 2. stigs en það próf á að veita tíma- bundin réttindi sem undirstýri- menn á verzlunar- eða varð- skipi. Hæstu einkunn þar hlaut Högni B. Halldórsson 7.36 ág. einkunn, 2. varð Hákon ísaks- son 7.33 ág. einkunn og 3. Bald ur Halldórsson 7.00 1. einkunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.