Morgunblaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1967. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: .Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. Áskríftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. BLAÐAMENNSKA i TRUMAN-KENNINGIN 0G M ARSH ALL-ÁÆT LU NIN Eftir Paul R. Porfer (PAUL R. Porter var for- maður Marshall sendinefnd- arinnar í Grikklandi. Hana var aðstoðarframkvæmda- stjóri Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar 1950—’51. Hann varð síðar sérstakur sendifulltrúi í Evrópu á veg- um Marsh alláætlunari nnar). Grískur læknir sagði við mig fyrir nokkru 1 Aþenu: „Fyrir tuttugu árum var Trumankenningin það járn- lunga, sem sá veikum vonum okkar fyrir fersku lofti. Mars- halláætlunin kom fótunum undir hið sterkbyggða og líf- ræna efnahagslíf, sem við bú- um við í dag.“ Tyrkneskur embættismað- ur hafði þetta að segja: „Trumankenningin og Mars- halláætlunin eru þær leiðar- stjömur, sem leitt hafa Banda ríkin í gegnum mestu og bezt heppnuðu herferð sögunnar til tryggingar þjóðum, sem Bæði sjónarmiðin eru skilj anleg. Fyrir tuttugu árum var tilveru gríska ríkisins ógnað. Landið, sem í fornöld mótaði heimspekileg, stjórn- málaleg og menningarleg undirstöðuatriði nútíma- menningar, var I upplausn. Grikkland hafði barizt við fastista og nazista og "1947 átti þjóðin í baráttu við al- þjóðlega kommúnismann. Skæruliðasveitir kommún- ista höfðu verið skipulagðar í fullkomið kerfi til skemmd- arverka og morða um landið allt. Heilum þorpum var eytt og skæruliðarnir tóku opinberlega af lífi bændur og aðra, sem studdu stjórnina. Konur og börn voru myrt eða tekin sem gíslar. Akrarnir voru ekki plægðir. Dýrmætir olíugarðar, sem nazistar höfðu ekki tíma til að eyði- leggja, voru nú höggnir í eldi við handa skæruliðum. Hafn- ir, þjóðvegir og járnbrautir voru eyðilagðar. Ein stjórn voru í hættu.“ tók við af annarri og 1947 nálguðust skæruliðarnir Aþenu. í stuttu máli: Grikk- land og efnahagslíf þess var í algerri upplausn. Á þessum tíma lagði Jósef Stalín fast að tryknesku stjórninni, að gefa eftir land- svæði og slíta samningum sínum við Vesturveldin. Stalín krafðist þess, að Tyrk- land og Sovétríkin ýrðu „bandamenn" og stjórnuðu sameiginlega Dardanellasund inu. Þetta hefði þýtt, að Rúss- ar hefðu haft frjálsa leið til að ráðast inn og hernema Austurlönd nær og síðar Af- ríku og S-Asíu. Tyrkland hafði skorinort. mótmælt þessum kröfum Stalíns, en landið átti við efnahags- og hernaðarleg vandamál að stríða því að þeirra gamla bandalagsþjóð, Bretar, neydd ust nú til að hætta aðstoð við þá vegna stríðseyðileggingar- innar heima fyrir. Þarna var Trumankenningin og Mars- hall áætlunin svar við hinu kalda stríði Stalíns. Verkefnin voru stórbrotin. 1 Grikklandi þurfti að fæða milljónir hungraðra. Gríska herinn vantaði vopn og það þurfti að þjálfa hann að nýju til þess að hægt væri að veita skæruliðunum meiri mót- spyrnu! Endurskipuleggja þurfti stjórnarkerfi landsins og nær ein milljón Grikkja, sem flúið höfðu heimili sín þurfti að flytja heim aftur og aðstoða við að byggja að nýju heimili þeirra og býli. Það þurfti að endurbyggja vegi og járnbrautir og hreinsa til í höfnunum. Spítala og skóla þurfti að endurbæta og reisa að nýju. í Tyrklandi tók nú fyrsta verkefnið við, þar sem Bret- ar af efnahagsástæðum gátu ekki lengur haldið áfram að styrkja her landsins til að standast ógnanir Sovétríkj- anna. Það tók sex ár — frá 1947 —1953 — að koma efnahags- lífi í það horf, að þau gætu staðið á eigin fótum. Þetta tókst og var þá heildartala aðstoðar Bandaríkjamanna við þessi lönd 8.400 milljónir dollara bæði í efnahaigslegri og hernaðarlegri aðstoð. Og hvað hefur áunnizt? Ríkisstjórnir, sem voru að falli komnar voru styrktar og verkalýðsfélögin fengu mjög aukin ítök. Nýtt húsnæði, skólar og spítalar hafa verið tekin í notkun. Bæði spítalar og skólar eru nú starfræktir á mörgum afskekktum stöð- um þar sem engir voru fyrir. Samgöngur eru komnar í gott lag, bæði á landi og í lofti. Iðnaðurinn ýtir nú undir raf- væðingu landsins og nú er rafkerfi komið um allt Grikk land og Tyrkland, til hundruð þorpa þar sem áður voru olíu ljós. Árangurinn, sem náðzt hefur vakið aðdáun og traust alls heimsins á þessum tveim ur löndum. Góður mæli- kvarði á traust það ,sem bor- ið er til þessara landa, er hversu auðveldlega þeim hefur gengið að laða til sín erlent fjármagn á síðari ár- um. Verið er að nýta náttúru- auðæfi með námugreftri og bauxite er þegar orðið mikil- vægt í útflutningi Grikkja. Og stórstígar framfarir hafa orðið í landbúnaði beggja landanna með nýrri tækni og aðferðum. Yfirgangur alþjóðlega kommúnismans var stöðvaður í þessum tveimur löndum. Tilgangur Truman kenning- arinnar var, svo notuð séu hennar eigin orð, að: „.. standa gegn öllum kúgunar- tilraunum vopnaðs minni- hluta eða utanaðkomandi afla ..... og gera þjóðum kleift að ráða örlögum sín- um á sinn eiginn hátt.“ (Frá bandarísku upplýs- ingaþjónustunni). TIMANS Morgunblaðið vakti í fyrra- dag athygli á því að Tím- inn hefði stungið undir stól grein frá fyrrverandi ritstjóra blaðsins, Jónasi Þorbergssyni, Iþar sem hann ræðir um starfsreglur útvarpsins og (þáttinn „Þjóðlíf“. Þar segir Jónas Þorbergsson m.a.: „Ég rita þessar fáu lánur af því tilefni, að nýlega hef- ur orðið allharður árekstur í 'útvarpsráði og í blöðum út alf útvarpslþættinum „ÞjóðMf“ sem leiddi til þess að þátt- urinn var með öllu f'elildur niður. Það gerðist að um- sjónarmaður þessa þáttar kvaddi til nokkra lækna ti)l að ræða um opinberar fram- kvæmdir í heilbrigðismálum, einikum sjúkrahús, byggingar sjúkrahúsa, búnað þeirra og vinnuaðstöðu lækna. Þetta er vitaskuld mjög viðkvæmt mál, og mátti búast við að fram kæmu ádeilur á heil- brigðismálastjórnina, eigi að eins þá, er nú fer með völd heldur og fyrri stjórnir. Virð ist U'msjónarmanninum hafa íáðzt að kveðja til annan höfuðaðila málsins, sjálfan heilbrigðismálaráðherra eða annan þann rnann, er ráð- Jjerra kynni að velja til þess að sitja fyrir svörum“. Fyrrverandi útvarpsstjóri rekur siíðan hve þýðingarmik áð það sé að gæta reglna út- varpsins um sfeoðanafrelsi og fýllstu óhllutdrægná og rifjar upp ákvæði þessa efnis úr lllögum ríkiisútvarpsins.. í gær birti Tíminn raunar grein Jónasar Þorbergssonar, en reynir að fela hana eins rækilega og unnt er. Þeim mun meira er aftur á móti gert úr annari grein, sem endar á þessum orðum: „Það er því fjarstæða hjá Morgunblaðinu og Afþýðu- blaðinu, að heilbrigðismála- stjórninni hafi ekki verið boðið að vera með í þættin- um. Væri þessum blöðum sæmst að hætta lygum sínum í sambandi við þetta mál, þar eð skömm þeirra er þegar að dómi alþjóðar orðin ærin.“ Leynir sér ekki, að Tíminn er þarna að svara grein Jón- asar Þorbergssonar, fyrrver- andi ritstjóra Tímans, og vandar honum ekki kveðj- urnar. Er hann ekki nefndur neitt minna en lygari fyrir |það að rita hógværa grein um viðkvæmt mál og skýra cétt frá málavöxtum. KLíku Eysteins Jónssonar í Framsóknarflokknum finnst þannig sýnilega ekki meiri 'Éötæða til að sýna þessum fyrrverandi forystumanni í Framsóknarflökknum sæmi- lega kurteisi, en þeim þótti til að kjósa Þorstein á Vatns- leysu í miðstjórn flofeksins. Þeim finnst támabært að hreinsað sé til og völdin feng- in mönnum eins og Tómasi Árnasyni, Sigríði Thorlacius og Kristni Finnbogasyni. En hvernig er það annars. Er það rétt, sem heyrzt hef- ur að Þorsteinn á Vatnsleysu sé ekfei sá eini af „gömlu mönnunum“, sem sparkað hafi verið við miðstjórnar- feosningar í Framsóknar- fil'okknum, hreinsunin hafi líka tekið til Jafeöbs Frí- mannssonar og Björns Guð- munds9onar? Því svarar Tím inn væntanlega. SVIPIR FORNALDAR 1 kappræðufundi Heimdall- ar og Félags ungra jafn- aðarmanna boðuðu ungir Al- þýðuflokksmenn það, að þjóðnýtingu ætti að auka hér á iandi, þeir töluðu þar sér- stafelega um olíufélögin og öll tryggingarfélögin, sem fyrsta Skref í hinni nýju þjóðnýt- ingu, sem þeir telja að stefna beri að hér á landi. Höfðu þeir raunar mörg orð um það, að feenningar Karl Marx væru nú feomnar á annað hundrað ára og mik- ið gott hefði af þeim hliotizt. E.t.v. hafa þeir haft í huga Austur-Evrópuríkin, Kína eðaKúbu! Annars er það nærri því, eins og að heyra Karl Marx sjálfan tala úr gröf sinni, þegar menn, sem ungir eru að árum, byrja að boða hér á ný afturhald sósíalismans og kreddukenningar hans. Nofekrar umræður urðu líka um almannatryggingar og gerðu hinir ungu jafnaðar- menn ítrekaðar tilraunir til að sannfæra sig og aðra um það, að jafnaðarmenn hefðu fundið upp aimannatrygging arnar. Birgir ísleifur Gunnarsson svaraði vel þessum firrum. Hann benti á, að ljóst væri að meiri þörf væri fyrir ai- mannatryggingar, þar sem mikill sósíalismi væri og kynni það að vera skýringin á því, að jafnaðarmenn tengja almannatryggingar við sÓ9Íalisma. Hann benti á, að Sjálfstæðiisistefnan legði meg- in kapp á það, að sem allra flestir yrðu fjárhagslega sjálí stæðir og gætu notið þess ör- yggis, sem samfara væri nokk urri eignamyndun. Jafnaðar- menn legðu hinsvegar áherzlu á það, að eignaraðild fjár- magnsins væri í höndum rík- isins, en það hlypi síðan und- ir bagga hvenær sem á bját- aði hjá borgurunum. Auðvitað er það hrein bá- 'bilja, að almannatryggingar séu í andstöðu við Sjálfstæð- isstefnuna, þvert á móti vilja Sjálfstæðismenn styrkja vel þá sem styrks eru þurfi, en þeir gera sér grein fyrir því, að því aðeins er unnt að halda uppi öflugum aknannatrygg- ingum að atvinnulífið geti unddr þeim staðið, og séreigna Skipulagið hefur sannað, að það ber langt af sósíallisman- um. í ríki sósíalisma er verð- mætasköpunin miklu minni en í rífei frjálsræðis og at- hafna. Þess vegna er sósíal- iistaríkið í öllu til'liti ver fært um að sjá borgurunum far- borða, þar á meðad er þar minna til framlaga á sviði trygginga. Annars var það mjög ánægjulegt, að hinir ungu menn úr þessum tveimur flökkum skyldu leiða saman hesta sína svo skýrar iægi fýrir, hvað á milli ber. Og nú vita menn það, að þeir sem eru að fá aukin áhrif í Alþýðufilökknum, ætla sér að hverfa til baka til þjóðnýt- ingarstefnunnar og hafa þeg- ar boðað þjóðnýtingu fyrir- tækja, sem þúsundir einstafel- inga eru beinir eignaraðiiar að í dag: þessa eign vilja hin- ir ungu jafnaðarmenn taka af eigendunum og færa yfir tiil pólitísikra áhrifamanna, enda gera þeir sér ljósa grein fyrir valdi því, sem fýLgir yfirráðum yfir atvinnultífinu, og fóru ekki dult með það. Samkvæmt kenningum ungu jafnaðarmannanna á þannig að stórauka hið póili- tíska vald í landinu og færa áhrif frá fólkinu yfir táll póli- tískra spekúlanta. En almenn 'ingur, fólkið á Íslandi, á eftir að svara því hvort það vill tfeta í þessi fótspor eða byggja upp heilbrigt og sterkt lýð- ræðisþjóðfé'lag á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.