Morgunblaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1967. 19 Halldóra Einarsdóttir Thoroddsen - Minning Föstudaginn 31. marz sl. lézt hér í bæ Halldóra Einarsdóttir Thoroddsen, öldruð kona, um nírætt, en ern vel þó fram til hins síðasta. — Var þar löng- um og iðjusömu verkdegi lok- ið. Halldóra var mörgum Reyk- víkingum kunn og öllum að góðu, sem til þekktu. Margir munu kunna betri skil á lífs- ferli hennar en ég, svo að hann verður ekki rakinn hér. Fædd var hún í Vatnsdal í Rauðasandshreppi í Barða- strandasýslu. Ólst hún þar upp í foreldrahúsum ásamt fimm ai systkinum og tveim hálfsystr- um. Er hún fór að heiman, ung stúlka var hún skamma stund á höfðingsheimili Ólafs Jóhann essonar á Vatnseyri, en hélt svo fljótlega til Reykjavíkur og þar dvaldi hún lengstan part ævi sinnar. — Aldrei sleit hún þó tryggð og tengslum við fæðing- arhérað sitt og fór allajafnan árlega vestur á Barðaströnd á meðan móðir hennar var á lífi. Lét hún sér og alla tíð mjög annt um ættingja sína, bæði vestra og hér syðra, því að hún var vinföst og trygglynd, og mér lætur nærri að segja vest- firzk í bezta skilningi þess orðs. Kynni míns fólks af Halldóru hófust fyrir um það bil fimm- tíu árum, þegar foreldrar mínir voru að stofna heimili og við börn þeirra fórum að koma til sögunnar. Mun viðkynningin hafa orðið til fyrir atbeina Sig- rúnar Eiríksdóttur, vinkonu móður minnar, en Halldóra var móðursystir hennar. — Þá var efnahagur fólks ekki betri en svo að barnafatasaum fólst mik ið í að „venda og sauma upp úr gömlum flíkum og var Hail- dóra frábærlega nýtin í þeim efnum. T.d. man ég enn eftir forláta frakka, sem nún saum- aði á mig upp úr gamalli yfir- höfn af Franz sýslumanni afa mínum og fylgdu sýslumanns- hnapparnir með, sem ekki þótti lakara. Mestu skrautklæði þe«s- ara ára voru og blá flauelisíöt, sem hún gerði mér og þóttu praktulegur búningur. Er tímar liðu varð Halldóra ekki einungis hjálparhella móð ur minnar við saumaskap, held- ur líka góð vinkona. Síðar erfð- um við börnin þann vinskap og oft hljóp undir bagga með okk ur, þegar við fórum að stofna til eigin búskapar. — Það munu margir aðrir Reykvíkingar á okkar reki eiga sömu sögu að segja af henni. Auk góðrar verkmennsku hafði Halldóra marga aðra kosti til að bera. Hún var greind kona og margfróð, fylgdist vel með atburðum líðandi stundar, ekki sízt stjórnmálum og var þar sem endranær einörð í skoðun- um. Enda þótt hún gæti verið viðskotahörð í deilu, var hún mjög umtalsgóð og bar hverjum söguna sem bezta, enda vönd- uð til orðs og æðis, og hlaut af því vináttu margra sem mátu mannkosti hennar að verðleik- um. — Annars fór hún löngum sínar eigin leiðir og var sjálfri sér nóg, þótt hún vildi ógjarn- an missa sjónir af ættfólki sínu. Þau eru ýms verkefnin í hverju þjóðfélagi, og kannski flest þar sem fámennið er mest og fjárráðin minnst. Án þess að á nokkra starfsstétt sé hallað kann það löngum að hafa ver- ið ein brýnasta nauðsynin að smíða þak yfir fjölskylduna, gera henni skó og sauma fatn- að á börn og fullorðna fyrir ut- an matbjörgina. Ég held að þeir sem slík störf vinna, hvort held ur er í smáum eða stórum stíl, gegni enn þörfu verki. Þagar ég með þessuni línum kveð konu, sem að nokkru klæddi tvo ættliði minnar ættar, vildi ég gjarnan mega benda á að þau eru mörg nálarsporin, smá og stór, sem þarf til þess að fella eitt þjóðfélag saman og að þar ræður velvirknin, iðjusemin og skylduræknin miklu um að til takist, hvar á stalli, sem menn kunna að sitja í þjóðfé- lagsbyggingunni. Ég veit að ég er ekki einn um það, þeirra vegfarenda sem urðu á leið Halldóru Einarsdóttur Thoroddsen, sem telja að hún hafi vel setið sinn sess þótt lítt væri hljóðbært um hana. Minn ingu hennar fylgir hlýtt hug- arþel og þakkir móður minna^' og okkar systkina. Birgir Kjaran. Stúlka óskast til skrifstofustarfa, vélritunar og símavörzlu. Bók- haldskunnátta æskileg. Tilboð er greini fyrri störf sendist Mbl. merkt: „Iðngarðar — 2126“. PILTAR, = EFÞIÐ EIGIP UNNUSTDNA ÞÁ Á ÉG HRINGANA / fC/c>rfá/j tem/ni(s$onk Wz. Jtetefr'xr/8 v= LOFTUR hf. Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 1-47-72. BJARNI BEINTÉINSSOH LÖGFRÆÐINGUR AUSTURSTRÆTI 17 (silli & VALD* SlMl 13536 Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 12002 - 13202 - 13602. Chiffon kjólar Jersey kjólar Crimplene kjólar Dökkar blússur, pils. LÓLÝ Vesturveri Sími 22822 - 19775. Pottamold Blómaáburður nsHsnii ROTODATE Sjálfvirkt 44 steina 100% vatns- og rykþétt úr með dagatali Verksmiðjuábyrgð Merkið tryggir gæðin! Úrsmiður HELGI JtJLlUSSON Akranesi. GEFIÐ ÞESSA HUGÞEKKU OG FALLEGU BÓK TIL FERMINGA GJAFA ÚTGEFANDI ÆSKULÝÐSNEFND KIRKJUNNAR zlitafg Tilboð óskast í sölu og uppsetningu á þremur lyftum í Landspítalabygging- unni í Reykjavík. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora gegn 1000 kr. skilatrygg- ingu. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 Orðsending til viðskiptavina Þar sem ekki hefur tekizt að fá framlengt leigusamningi um húsnæðið á Snorra- braut 38, verður verzluninni þar lokað um miðjan apríl n.k. Til þess tíma seljum við allar vörur í verzluninni með miklum afslætti. ATHUGIÐ AÐ ALLAR VÖRUR ERU SELDAR MEÐ AFSLÆTTI, HVORT SEM UM ER AÐ RÆÐA NÝKOMNAR VÖRUR EÐA ELDRI. Eftir að verzluninni hefur verið lokað biðjum við viðskiptavini okkar að snúa sér til verzlananna á Laugavegi 38 eða Skólavörðustíg 13. -e Ifu r Snorrabraut 38, sími 10766. ÚTGERÐARMENN Ltvegum yður frá einum stærstu netaverksmiðjum Japans nótaefni Höfum einnig nótaflot og lóg Athugið hina góðu greiðsluskiSmála l Tl SjAvaiafuidadeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.