Morgunblaðið - 06.04.1967, Page 28

Morgunblaðið - 06.04.1967, Page 28
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað Islenzkt blað Lang stœrsta og fjolbreyttasta blað landsins Slökkvibíllinn stórskemmdist í árekstri á leið á brunastað HARÐUR árekstur varð kl. 20 á Hafnarfjarðarvegi, sunnan til á Hraunsholtshæðinni. Þrír bílar lentu þar í árekstri, slökkviliðs- bifreið Hafnfirðinga, strætis- vagn frá Landleiðum og fólks- bíll Skemmdist slökkviliðsbif- reiðin mest og varð að flytja hana í kranabíl af slysstað. Hin- ar bifreiðarnar voru ökufærar eftir áreksturinn. Engin slys urðu á mönnum. Nánari atvik voru þau, að laust fyrir kl. átta var tilkynnt 'til slökkviliðsins í Hafnarfirði, að reyk legði upp úr byggingu Kaupfélags Hafnfirðinga á Flöt- um í Garðahreppi, sem er í smíð um. Gegndu slökkviliðsmenn kallinu snarlega og er kom út að Hraunsholts'hæðinni ætlaði slökkvibíllinn að fara fram úr strætisvagni Landleiða, en fólks- bíll kom þá á móti, svo að árekstri varð ekki bjargað. Skail slökkvibíllinn á strætisvagninn Næstí fundur í Reykjavík? Helsingfors, 5. apríl — Frá Styrmi Gunnarssyni, blaða- manni. Á FUNDI, sem haldinn var með forsetum Norðurlanda- ráðs og forsætisráðherrum hér i dag, var sagt, að næsti fundur forsætisráðherra Norð urlanda yrði liklega haldinn í Reykjavík í haust. og stórskemmdist eins og áðux segir. Eldurinn í byggingu Kaup- félags Hafnfirðinga reyndist sem betur fór smávægilegur. Fulltrúa- ráðsfundur í kvöld FULLTRÚ ARÁÐ Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík heldur fund í Sjálfstæðishúsinu kl. 20,30 í kvöld. Á dagskrá fundar- ins verður kosning fulltrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer í Reykjavík 20.-23. april n.k., auk kosningu fulltrúa í flokksráð. Þá mun Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, halda ræðu, sem hann nefnir: Árangur viðreisnar og grund- völlur framtíðarinnar. Fulltrúa- ráðsmeðlimir eru minntir á að sýna þarf skírteini við inngang- inn. Líðon forseto íslonds eftir ntvíkum góð EINS og getið var um í frétt- um Mbl. í gær var forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirs- son, skorinn upp við bólgu 1 blöðru'hálskirtli í gærmorg- un á Bispebjerg-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. f gær barst MbL svohljóðandi fréttatil- kynning frá skrifstofu for- seta íslands: Forseti fslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, var skorinn upp í morgun á Bispebjerg sjúkrahúsinu í Kaupmanna- höfn, vegna blöðruhálskirtils. Uppskurðurinn, sem var framkvæmdur af prófessor, dr. med. Christoffersen tókst vel og er líðan forseta eftir atvikum góð. Arekstrum og slysum hef- ur fækkað frá því í fyrra Guðmundur Jdnsson í söng- för í USA Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari, er um þessar mundir í söngför í Bandaríkjunum. Hélt hann þangað fyrir viku í boði Strandarinnar, sem er samtök íslendingafélaga i hinum ýmsu borgum Bandaríkjanna Fyrsta söngskemmtun Guð- mundar vestra var í Vancouver, en n.k. sunnudagskvöld syngur hann i Seattle á vegum íslend- ingafélagsins þar í borg. Siðast syngur hann svo í San Frans- isco, en kemur aftur hingað til lands 20. apríl. Samanburður á tölum um árekstra og slys fyrstu 3 mánuði þessa árs við sama tima í fyrra SAMKVÆMT athugun, sem lög- reglan í Reykjavík hefur gert fyrir fyrstu þrjá mánuði þessa árs, hafa orðið fjögur dauðaslys á árinu. Urðu þau öll á tveimur vikum í janúar. t fyrra höfðu ekki orðið nein banaslys um þetta leyti í Reykjavík. Marz-mánuður þessa árs er árekstrahæsti mánuður ársins til þessa, en þá urðu 306 árekstrar. Á sama tíma í fyrra urðu hins vegar 260 árekstrar. Samanlagt þessa þrjá mánuði urðu 703 árekstrar, en 713 í fyrra. Lækk- un árekstrafjölda ■ er aðeins í janúar-mánuði, en þá urðu 200 FÆRÐ ENN ÞUNG VÉÐA UM LAND árekstrar samanborið við 260 í fyrra. Fyrstu þrjá mánuði ársins urðu 66 slys, þar af 4 banaslys. í fyrra urðu hins vegar 94 slys, en ekkert banaslys. ALlir, sem létuzt af völdum slýsa í ár voru 70 ára eða eldri. Slysin skiptast niður á mánuði á eftirfarandi hátt: januar febrúar 1966 49; — 15; — 30; 1967 22 — 25 — 19 Eins og fyrr er sagt, urðu öll banaslys þessa árs í janúar-mán- uði. Samkvæmt upplýsingum Ósk- ars Ólasonar, yfirlögregluþjóns, hafa akstursskilyrði verið mjög slæm það sem af er árinu. Tíð 'hefur verið mjög umhleypinga- söm, regn, frost og snjókoma oft sama daginn. Hins vegar tjáði hann Mbl., að almenningur hefði sýnt lögreglunni mjög mikinn velvilja og aðstoðað hana í hví- vetna. Er það að vonum mjög gott, þar eð fámennt lögreglulið getur naumast ráðið við þann mikla vanda, sem jafnan stafar af vaxandi umferð. Einn kemur þá annar fer FYRIR skömmu var 70 tonna báti, Elíasi Steinssyni VE 167, hleypt af stokkunum í báta- smíðastööinni Bátalóni h.f. í Hafnarfirði. Sama dag og Elíasi Steinssyni var hleypt af stokkunum var tekinn upp í hina nýju setnings- braut stöðvarinnar og inn í verk stæðið mb. Bjarni Ólafsson ÁR 9, annar þeirra báta, sem skemmdist í ofsaveðrinu og briminu á Stokkseyri á dögun- um. Mikið hefur verið að gera hjá Bátalóni h.f. og má með sanni segja, að einn bátur kemur er annar fer. Á myndinni sést mb. EHas Steinsson renna í sjóinn á nýju brautinni í Bátalóni að af- lokinni mikill viðgerð. Norrænt samsfarf á sviði vísinda RANNSÓKNARRÁÐ Norður- landa, eða „Samstarfsstofnun Norðurlandanna um hagnýtar rannsóknir", sem hefur það verk efni að stuðla að samvinnu Dauff yf ir aCvinnu< Norðurlandanna á sviði vísinda athugar nú á hvern hátt unnt er að auka þetta samstarf Noröur* * landaþjóðanna. Porstjóri rann- sóknastofnana í Þránd'heimL Karl Stenstadvold, hefur verið fenginn til þess að afla upplýs- inga um rannsóknarstarfsemi á Norðurlöndum og gera tillögur um nánara samstarf. lífi í Neskaupsffað FÆRÐ er enn þung víða um land samkvæmt upplýsingum Vega- málaskrifstofunnar. Frá Reykja- vík og austur um Þrengsli er vegur þó svipaður og verið hef- ur og er svo allt austur til Víkur í Mýrdal. En þar fyrir austan þyngist færð allverulega og er Mýrdalssandur lokaður flestum bílum Hefur verið mikill skaf- renningur þar á sandinum Greiðfært er hins vegar fyrir Hvalfjörð og um Borgarfjörð. en þegar kemur vestur á Snæfells- nes fer færð að þyngjast fyrir stóra bila. Brattabrekka er fær vestur í Dali og vegurinn um Svínadal á miili Ásgarðs og Saurbæjar hefur verið opnaður. Um Reykhólasveit er fært á jeppum, en annars er fremur þungfært um Vestfirði, einkum norðan tiL f fyrradag var gerð tilraun til að opna Holtavörðuheiði og það- an austur um Húnavatnssýslur og Skagafjörð, en flestar þessar leiðir lokuðust aftur í fyrrinótt. í Eyjafirði eru vegir yfirleitt færir stærri bílum. Víðast er ófært eða þungfært á Norð- Austurlandi. Á Austurlandi eru vegir ófærir nema í næsta ná- grenni Egilsstaða, Neskaupstað, 5. apríl. VÉLBÁTURINN Sveinn Svein- björnsson kom hingað i dag með um 65 tonn af fiski. Var þetta mest ufsi, sem veiddist í net i Meðallandsbugt. Má segja, Briissel, 5. apríl AP. • Faisal, konungur Saudi Ara- bíu kemur til Belgíu í opinbera heimsókn 29. maí n.k., í boði Baudoins konungs og Fabiodu drottningar. að þetta sé fyrsti aflinn, sem berst hingað eftir áramótin. Aðrir bátar, sem gerðir eru út héðan og eru með þorska- nót hafa sáralítið aflað enn sem komið er. Smáu bátarnir héð- an hafa enn ekki hafið róðra. Má því segja, að heldur dauft sé yfir atvinnulífi hér. Snjór er ekki mikill hér i Neskaupstað og síðustu daga hefur hann tekið upp svo að götur bæjarins mega heita auð- ar. — FréttaritarL Karl Stenstadvold kom hingað til lands síðastliðinn mánudag og mun dvelja hér þessa viku lil viðræðna við forustumenn á sviði vísinda og atvinnuvega. Rannsóknarráð ríkisins, sem er meðlimur í rannsóknaráði Norð urlanda fyrir íslands hönd, skipu leggur heimsókn hans hér. Fimmtudaginn 6. þ.m., kl. 5:13 e.h. mun Karl Stenstadvold flytja erindi í 1. kennslustofu háskólans um norrænt samstarf á sviði vísinda og skipulag rann sóknarstarfseminnar I Þránd- heimL Öllum er heimill aðgang- ur. (Frá Rannsóknarráði ríkisins)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.