Morgunblaðið - 13.05.1967, Page 2
9
Viðreisnar
stefnan
mótuð
Ráðuneyti Olafs Xhors á nkisráðsnmai.
Stefnuyfirlýsingin.
Við myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins, viðreisnarstjórnarinnar, 20. nóv-
ember 1959, gerði forsætisráðherra stjómarinnar, Ol-
afur Thors, svofellda grein fyrir stefnu hennar á Al-
þingi:
„Að undanförnu hafa sérfræðingar unnið að ýtar-
legri rannsókn á efnahagsmálum þjóðarinnar. Skjót-
lega eftir að þeirri rannsókn er lokið, mun ríkisstjórn-
in leggja fyrir Alþingi tillögur um lögfestingu þeirra
úrræða, er hún telur þörf á. Athuganir hafa þó þegar
leitt í ijós, að þjóðin hefur um langt skeið lifað um
efni fram, að hættulega mikill halli hefur verið á
viðskiptum þjóðarinnar við útlönd, tekin hafa verið
lán erlendis til að greiða þennan halla og að erlend
lán til stutts tíma eru orðin hærri en heilbrigt verð-
ur talið. Munu tillögur ríkisstjórnarinnar miðast við
að ráðast að þessum kjarna vandamálanna, þar eð
það er meginstefna ríkisstjórnarinnar að vinna að
því, að efnahagslíf þjóðarinnar komist á traustan og
heilbrigðan grundvöll, þannig að skilyrði skapist fyrir
eem örastri framleiðsluaukningu, allir hafi áfram
etöðuga atvinnu og lífskjör þjóðarinnar geti í fram-
tíðinni enn farið batnandi. 1 því sambandi leggur rík-
isstjórnin áherzlu á, að kapphlaup hefjist ekki á nýj-
an leik milli verðlags og kaupgjalds og að þannig sé
haldið á efnahagsmálum þjóðarinnar, að ekki leiði til
verðbólgu.
Til þess að tryggja, að þær heildarráðstafanir, sem
gera þarf, verði sem réttlátastar gagnvart öllum al-
menningi, hefur ríkisstjórnin ákveðið:
1. að hækka verulega bætur almannatrygginganna,
einkum fjölskyldubætur, ellilífeyri og örorkulif-
* eyri.
f 2. að afla aukins lánsfjár til íbúðabygginga al-
' mennings.
[ 3. að koma lánasjóðum atvinnuveganna á traustan
[ grundvöll.
[ 4. að endurskoða skattakerfið með það fyrir augum
fyrst og fremst að afnema tekjuskatt á almennar
^ launatekjur.
Varðandi verðlag landbúnaðarafurða mun reynt að
fá aðila til að semja sin á milli um málið. Ella verður
ekipuð nefnd sérfræðinga og óhlutdrægra manna, er
ráði fram úr því.
Ríkisstjórnin mun taka upp samningu þjóðhagsá-
íetlana, er verði leioarvisir stjornarvalda og banka
um markvissa stefnu í efnahagsmálum þjóðarinnar,
beita sér fyrir áframhaldandi uppbyggingu atvinnu-
veganna um land allt og undirbúa nýjar framkvæmd-
ir til hagnýtingar á náttúruauðlindum landsins.
Þá þykir ríkisstjórninni rétt að taka fram, að
stefna hennar í landhelgismálinu er óbreytt, eins og
hún kemur fram í samþykkt Alþingis hinn 5. maí
1959“.
Aðkoman.
Sú rannsókn á efnahagsmálum þjóðarinnar, sem
fram fór til undirbúnings viðreisnarráðstöfununum,
staðfesti, að ástandið var uggvænlegt.
Hún leiddi í Ijós, að þjóðarbúskapurinn hafði á und-
anförnum árum verið rekinn með halla gagnvart öðr-
um löndum. Þessi halli hafði verið jafnaður með
miklum erlendum lántökum og með því að eyða gjald
eyriseignum og mynda gjaldeyrisskuldir.
Hin mikla lánsfjárnotkun leiddi til þess, að greiðslu-
byrði landsins vegna vaxta og afborgana af erlendum
lánum var orðin mjög þung.
Lækkun gjaldeyriseigna og áiikning gjaldeyris-
skulda hafði haft í för með sér versnandi gjald-
eyrisstöðu, einkum í frjálsum gjaldeyri. 1 árslok 1955
höfðu bankarnir átt 286 millj. kr. hreina eign í er-
lendum gjaldeyri. í árslok 1959 var í staðinn komin
skuld að upphæð 144 millj. kr., og eru báðar töíurn-
ar miðaðar við núgildandi gengi. Gjaldeyrisstaða
landsins var þá orðin verri en nokkurs annars lands,
sem kunnugt var um, að einu eða tveimur e.t.v. und-
anskildum.
Lánstraust þjóðarinnar erlendis var algjörlega
þrotið. Gjaldeyrisskorturinn var orðinn svo alvarleg-
ur, að við borð lá, að landið kæmist í greiðsluþrot,
og yfirvofandi var samdráttur í allri framleiðslu, þar
sem gjaldeyri skorti til kaupa á rekstrarvörum, bygg-
ingarefni og framleiðslutækjum.
Ástandinu í efnahagsmálunum inn á við verður
bezt lýst með því að vitna til ræðu þeirrar, sem for-
sætisráðherra vinstri stjórnarinnar, Hermann Jónas-
son, flutti, þegar hann tilkynnti Alþingi lausnarbeiðni
stjórnarinnar hinn 4. desember 1958. Þá sagði hann
m.a.:
„Af þessu leiddi, að hin nýja kaupgreiðsluvísitala
kom til framkvæmda um mánaðamótin og ný verð-
bólgualda er þar með skollin yfir.
Við þetta er svo því að bæta, að í ríkisstjórninni
er ekki samstaða um nein úrræði í þessum málum,
sem að mínu áliti geti stöðvað hina háskalegu verð-
bólguþróun, sem verður óviðráðanleg, ef ekki næst
samkomulag um þær ráðstafanir, sem lýst var yxir
að gera þyrfti, þegar efnahagsmálafrumvarp ríkis-
stjórnarinnar var lagt fyrir Alþingi á síðasta vori“.
Úrræðin.
1 greinargerð ríkisstjórnarinnar fyrir viðreisnar-
ráðstöfununum í febrúar 1960 sagði m.a.:
„í stefnuyfirlýsingu þeirri, er ríkisstjórnin birti
þegar hún tók við völdum í nóvember síðastliðinn,
taldi hún það höfuðverkefni sitt að koma atvinnu-
lífi þjóðarinnar á traustan og heilbrigðan grundvölL
Hefur síðan verið unnið að athugun á þessum mál-
um. Þótt ekki séu nema rúmir tveir mánuðir síðan
ríkissstjórnin hóf störf sín, er nú lokið þeim rann-
sóknum, sem taldar voru nauðsynlegar. Þegar stjórn-
in og stuðningsflokkar hennar höfðu kynnt sér þess-
ar athuganir og niðurstöður þeirra, var ákvörðun tek-
in um, að ríkisstjórnin skyldi beita sér fyrir gagngerri
stefnubreytingu í efnahagsmálum þjóðarinnar, og
nauðsynleg frumvörp samin, þar sem hin nýja stefna
er mörkuð. Hér er ekki um að ræða ráðstafanir sama
eðlis og þær efnahagsráðstafanir, sem tíðkazt hafa svo
að segja árlega nú um skeið og snert hafa fyrst og
fremst breytingar á bótakerfi útflutningsins og nauð-
synlega fjáröflun í því sambandi, heldur algera kerf-
isbreytingu samhliða víðtækum ráðstöfunum í félags-
málum, skattamálum og viðskiptamálum".
Helztu ráðstafanir, sem viðreisnarstjórnin beitti
sér fyrir í upphafi til þess að rétta við efnahagslíf
þjóðarinnar, voru þessar:
1) Gengisskráningin var leiðrétt til samræmis við
raunverulegt gengi íslenzku krónunnar.
2) Greiðslur útflutningsbóta og sérbóta voru af-
numdar.
3) Tengsl kaupgjaldsbreytinga við breytingar á
vísitölu framfærslukostnaðar voru rofin.
4) Innláns- og útlánsvextir voru hækkaðir og út-
lánaaukning viðskiptabankanna takmörkuð.
Jafnhliða þessum ráðstöfunum var svo framkvæmd
sú hækkun á bótum almannatrygginga og niðurfelling
tekjuskatts á lægri launatekjur, sem boðuð var i
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, auk þess sem inn-
flutningsverzlunin var að miklu leyti gefin frjáls.
2 Á FRAMFARALEIÐ
13. maí 1967