Morgunblaðið - 13.05.1967, Side 3
Haustið 1965 var s5 háttur upp tekinn, aS forsæt-
fcráðherra gaefi fyrir hönd ríkisstj órnarinnar yfirlýs-
ingu í þingbyrjun um helztu mál, sem rikisstjórnin
hyggðist beita sér fyrir í þinginu.
Fara hér á eftir stefnuyfirlýsingar þær, sem dr.
Ejarni Benediktsson forsætisráðherra gaf í þingbyrj-
un 1965 og 1966.
1965
Hinn 13. október 1965 gerði Bjarni Benediktsson
fyrst grein fyrir mannaskiptum í stjórninni og sagði
eiðan:
Þrátt fyrir þessi mannaskipti og þau, sem áður hafa
orðið, er ríkisstjórnin enn hin sama og skipuð var hinn
20. nóvember 1959, samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokks. Þegar sú ríkisstjórn var mynd-
uð gaf þáverandi hæstvirtur forsætisráðherra, Ólaf-
ur Thors, stefnuyfirlýsingu fyrir stjórnarinnar hönd.
Meginstefna ríkisstjórnarinnar er enn hin sama og
þar var lýst:
að tryggja heilbrigðan grundvöll efnahagslífsins
bvo að framleiðsla aukist sem örast, atvinna hald-
ist almenn og örugg og lífskjör geti farið enn batn-
endi.
Til þess að þetta náist þarf að gæta þess, að við-
mandi greiðslujöfnuður haldist við útlönd ásamt
nægilegum gjaldeyrissjóði, enda er það forsenda frjáis
innflutnings og lánstrausts þjóðarinnar erlendis. Enn-
fremur þarf að tryggja að framkvæmdir fari ekki
fram úr spamaði þjóðarinnar og notkun erlends láns-
fjár til langs tíma og að hækkun kaupgjalds sé í sam-
ræmi við framleiðniaukningu og verðhækkanir á ís-
lenzkum útflutningsvörum erlendis. Jafnframt verður
að hafa greiðskihallalausan ríkisbúskap og halda
aukningu útlána banka iinnan hæfilegra takmarka.
Þá mun ríkisstjórnin og beita sér fyrir, að sett
verði lög um verðtryggingu fjárskuldbindinga, þ.e.
eparifjár og lána til langs tíma.
Til þess að draga úr hættunni á áframhaldandi
kapphlaupi á milli kaupgjalds og verðlags, leggur
ríkisstjórnin áherzlu á málefnalegt samstarf við ai-
mannasamtök í landinu, jafnt innan einstakra at-
vinnugreina og við stéttarfélög verkalýðs og vinnu-
veitenda. Vinna ber að því að þessi samtök nái sem
víðtækustum samningum um ágreiningsmál sín.
Þ. á m. verði reynt að endurvekja samstarf fram-
leiðenda og neytenda um ákvörðun búvöruverðs.
Gerð verði gangskör að því að kanna með hverjum
hætti íslenzkur landbúnaður geti bezt séð þjóðinni
fyrir landbúnaðarvörum með sem minnstum tjfl,-
kostnaði, framleitt samkeppnishæfar vörur til út-
fiutnings og tryggt bændum viðunandi lífskjör.
A meðal skilyrða þess, að friður ríki milli stétta
og hagsmunahópa, er að fyrir hendi séu hlutlausar
upplýsingar um ágreiningsefnin og mun ríkisstjórnin
stuðla að nauðsynlegum rannsóknum og fræðslu með
þeim hætti, að samtök aðila telji sig mega treysta þvi,
að rétt sé með farið.
Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir að stofnað verði
hagráð, skipað fulltrúum stjórnvalda, þ. á m. samtaka
sveitarfélaganna, atvinnuvega, launtaka og vinnuveit-
enda. Hagráð ræði ástand og horfur efnahagsmála og
meginstefnur í þeim málum og fái til umsagnar þjóð-
hags- og framkvæmdaáætlanir. Sérstakar áætlanir
verða gerðar um framkvæmdir í einstökum lands-
fclutum, svipað og unnið er að fyrir Vestfirði nú.
Ríkisstjórnin leggur áherzlu á, að haldið verði
áfram framkvæmdum um þá vinnuhagræðingu, sem
hafin er í landinu til þess með þeim hætti að bæta
eamkeppnisaðstöðu atvinnuveganna. í sama tilgangi
mun ríkisstjómin styðja framkvæmdir og endurbæt-
ur, er miða að því að auka afköst og bæta nýtingu
fclenzkrar efnivöru.
Ríkisstjórnin vill stuðla að því, að raunhæf verði sú
etytting vinnutímans, sem kaupgjaldssamningar á sl.
6umri stefndu að, og beita sér fyrir nauðsynlegri laga-
setningu í því skyni í samráði við aðila. Jafnframt
verði athugað að setja reglur um orlof í samræmi
við það, cem nú tíðkast á hinum 'Norðurlöndunum.
Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir endurbótum á
löggjöf um aðstoð við húsbyggingar og framkvæmd-
um í þeim efnum í samræmi við yfirlýsingu sína
hmn 9. júlí sd.
Stefnt verður að því að koma á staðgreiðslukerfi
skatta á árinu 1967. Hert verður á tollgæzlu og skatta-
eftirliti til þess að skatt- og tollheimta gangi jafnt yf-
ir alla. Sett verður á stofn sérstök hagsýsludeild í fjár-
málaráðuneytinu til þess að tryggja sem bezt hag-
sýni og ráðdeild í meðferð opinbers fjár.
Ríkisstjórnin hefur látið semja greinargerð um
möguleika á lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn og mun
undirbúningi þeirrar réttarbótar haldið ósleitilega á-
fram.
Fyrirhugað er að leggja Framkvæmdabankann nið-
ur en styrkja um leið stofnlánasjóði atvinnuveganna,
koma á hagkvæmari skipan þeirra sjóða og banka, sem
fást við veitingu framkvæmdalána, og stofna fram-
kvæmdasjóð strjálbýlisins.
Unnið er að því að koma upp nýjum atvinnugrein-
um, kísilgúrvinnslu við Mývatn og aluminíumvinnslu
í sambandi við virkjun Þjórsár. Enn er þó ekki sýnt,
hvort samningar takast um þessi mikilverðu mann-
virki og mun Alþingi jafnóðum látið fylgjast með
málum enda er ákvörðunarvaldið um þau á þess
höndum.
Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir setningu laga lun
eignar- og afnotarétt fasteigna.
Ráðgerð er heildarendurskoðun á þeim þáttarm
skólalöggjafarinnar, sem ekki hafa verið endurskoðað-
ir á undanförnum árum, í þeim tilgangi að laga náms-
efni og skipulag skólanna að breyttum þjóðfélagshátt-
um, setja nýjar og einfaldari reglur um samskipti rík-
is og sveitarfélaga um stofnun og rekstur skóla og
endurskipuleggj a yfirstjórn fræðslumála. Teknar
verða upp skipulegar, vísindalegar rannsóknir í skóla-
og uppeldismálum. Samin verður framkvæmdaáætlun
um skólabyggingar á næstu árum og verður þar
stefnt að því að fullnægja með skipulegum hætti
þörf fyrir skólahúsnæði á öllum skólastigum. Gerð
verður áætlun um eflingu íslenzkra rannsókna, bæði
í raunvísindum og hugvisindum. Sérstök athugun mun
fara fram í samráði við háskólaráð á nauðsynlegri
eflingu Háskóla fslands á næstu árum.
Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir að sett verði ný
löggjöf um iðnfræðslu.
Ríkisstjórnin mun eftir því sem frekast gefst færi
til, halda áfram að vinna að viðurkenningu annarra
ríkja á rétti íslands til landgrunnsins alls, sbr. álykt-
un Alþingis 5. maí 1959.
Kannað verður til hlítar, hvort rétt sé, að ísland
gerist aðili að Fríverzlunarbandalagi Evrópu (EiFTA)
og mun Alþingi látið fylgjast með athugun málsins.
í utanríkismálum mun ríkisstjórnin enn sem fyrr
taka heilshugar þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna,
norrænni samvinnu og friðarvörzlu Atlantshafs-
bandalagsins.
1966
Hinn 13. október 1966 gaf Bjarni Benediktsson
þessa yfirlýsingu á Alþingi:
í upphafi síðasta þings lýsti ég í fáum orðum meg-
instefnu stjórnarinnar og helztu viðfangsefnum.
Þetta var þá eðlilegt vegna þess, hversu langt
var liðið frá því að 'ríkisstjórnin hafði tekið við
völdum og gefið stefnuyfirlýsingu sína. Yfirlýsingin
frá því í fyrra er enn í fullu gildi, nema að því leyti,
sem lokið er framkvæmd ýmsra þeirra mála, sem þar
voru talin. En til viðbótar henni þykir rétt að rifj«
upp meginstefnu stjórnarinnar og gera í örfáum orð-
um grein fyrir helztu viðfangsefnum, sem nú blas«
við.
Meginstefnan er hin sama og Ólafur Thors lýsti þeg-
ar í nóvember 1959, að tryggja heilbrigðan grundvöili
efnahagslífsins, svo að framleiðsla aukist sem örast,
atvinna haldist almenn og örugg og lífskjör geti enn
íarið batnandi.
Vegna þeirra verðlækkana, sem orðið hafa síðusttt
mánuði á helztu útflutningsvörum landsmanna, eru
viðhorfin í efnahagsmálum þjóðarinnar nú önnur en
verið hafa undanfarin ár. Hér koma og til greina
örðugleikar vegna vaxandi efnivöruskorts hraðfrysti-
húsanna, sem sprettur af minnkandi afla á veiðiein-
ingu og af samdrætti togaraútgerðarinnar og ein-
beitingu stórvirkasta hluta bátaflotans að síldveið-
um.
Að svo vöxnu máli telur ríkisstjórnin, að megin-
áherzlu verði nú að leggja á stöðvun verðhækkana
innanlands og helzt, að ekki verði hækkun á inn-
lendu verðlagi frá því, sem var hinn 1. ágúst sl. í þvi
skyni að vega upp á móti hækkun búvöruverðs, sem
samkomulag varð um í sexmannanefnd fyrir
skemmstu, ákvað ríkisstjórnin að auka niðurgreiðslur
á búvörum og hefur nú til athugunar fleiri ráðstaf-
enir í þá átt að draga úr áhrifum verðhækkana frá
1. ágúst. Skilyrði þess, að stöðvun verðlags fyrir at-
foeina ríkisvaldsins takist er, að ekki séu gerðar aðrar
ráðstafanir, sem leiða hljóta til verðhækkana, og
veltur þá á miklu, að í þeim efnum takist samvinna
milli ríkisstjórnar og Alþingis annars vegar og stétt-
arfélaga verkalýðs og annarra launþega og atvinnu-
rekenda hins vegar.
Þá þarf og skjótlega að taka ákvörðun um, hvort
gera eigi með rýmkun veiðiheimilda innan fiskveiði-
lögsögunnar, ráðstafanir til öflunar efnivöru til hrað-
frystihúsanna, og þar með létta undir með útgerð
minni báta og tc anna, jafnframt því, sem gerðar
verði nauðsynlegar breytingar til að draga úr rekst-
urskostnaði þeirra.
Þá rakti Bjarni Benediktsson hver lagafrumvörp
ráðgert væri að leggja fyrir Alþingi og að hverjum
væri unnið. Síðan sagði hann:
Það er stefna ríkisstjórnarinnar að halda áfram að
styðjast við sem ýtarlegasta áætlanagerð í viðleitni
sinni við að halda jafnvægi í efnahagslífi þjóðarinn-
ar. Eins og á undanförnum árum mun verða samin
éætlun um opinberar framkvæmdir og starfsemi fjár-
festingarlánasjóða á árinu 1967 og um fjáröflun í því
sambandi. Jafnframt er hafinn undirbúningur að
Þjóðhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árin 1967—
1970. Þá mun haldið áfram að vinna að áætlunum um
framkvæmdir og atvinnumál í einstökum landshlut-
um. Hér er þess og að minnast, að um næstu áramót
kemur til framkvæmda löggjöf sú, sem síðasta Alþingi
samþykkti um Framkvæmdasjóð fslands, sem ætlað
er að auðvelda samræmda heildarstjórn á opinberri
tfjárfestingu.
Um tillögur og ráðstafanir ríkisstjórnarinnar mun
sitt sýnast hverjum nú eins og endranær. Minni hátt-
ar ágreiningur skiptir litlu máli miðað við það, að
r.ú megi takast að stöðva verðhækkanir inannlands,
Ella er afkoma helztu atvinnuvega og framleiðslu
þjóðarinnar stefnt í voða og þar með því atvinnuör-
yggi, sem verið hefur einn traustasti hornsteinn góðr-
ar afkomu almennings um langt skeið.
Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar á ríkisráðsfundi.
13. maí 1967
Á FRAMFARALEIÐ 3