Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 4
Vöxtur þjóðarauös,
þjdðarframleiðslu og þjdðartekna
Þjóðarauður fslendinga hefur vaxið um 44% á
érunum 1960—1966.
Vöxtur þjóðarframleiðslu hefur verið mjög mikill
hér á lanui á þessum árum, hvort sem miðað er við
fyrri tímabii hérlendis eða önniu lönd.
í þessu efnj hefur t.d. orðið mikil breyting frá
því á árunum 1956—1959. f>á var vöxtur þjóðar-
fnamleiðslunnar hér á landi einhver hinn hægasti i
Vestur-Evrópu, aðeins 3,2% að meðaltali á ári. Eitt
árið, 1957, minnkaði þjóðarframleiðslan jafnvel miðað
við næsta ár á undan.
A árunum 1960—1966 hefur þjóðarframleiðsla ís-
lendinga hins vegar vaxið um 4,8% á ári til jafnaðar.
Samkvæmt samanburðarathugun, sem gerð var fyrir
árin 1961—1965 var vöxtur þjóðarframleiðslu meiri á
Islandi en í nokkru öðru iðnþróuðu landi, sem á aðild
að Efnahags- og framfarastofnuninni, að Japan und-
anteknu.
Hversu ör þessi vöxtur er, sést bezt á því, að árið
1961 settu aðildarríki Efnahags- og framfarastofnun-
ariimar í París (OECD) sér það mark að auka þjóð-
arframleiðslu sína um 50% á áratugnum 1961—1970,
sem jafngildir um 4% meðalvexti a ári. En meðal að-
ildarríkja stofnunarinnar eru fjölmörg auðug og há-
þróuð lönd, t.d Bandaríkin, Svissland, Bretland,
Kanada, Holland, Belgía, Vestur-Þýzkaland, Frakk-
land og öil Norðurlöndin að Finnlandi undanskildu.
Þrátt fyrir hina tiltölulega öru fólksfjölgun hér á
landi hefur vöxtur þjóðarframleiðslu á mann verið
svipaður og gerðist í þessum löndum, eða 3,0% á
ári
Samkvæmt nýútkominni skýrslu Efnahags- og
framfarastofnunarinanr um árið 1965 var ísland það
ár hið þriðja í röðinni af aðildarríkjum stofnunar-
innar í þjóðarframleiðslu á mann, aðeins í Banda-
ríkjunum og Svíþjóð var framleiðslan á mann meiri
Vegna hagstæðs verðlags helztu útflutningsafurð-
anna hafa þjóðartekjur aukizt meira en þjóðarfram-
leiðslan. Árin 1960—1966 nam vöxtur þjóðartekna
þannig 6,6% á ári að jafnaði.
Hinn mikli vöxtur þjóðarframleiðslu og þjóðartekna
á viðreisnartímabilinu verður ekki einungis þakkað-
ur góðum aflabrögðum og hagstæðu verðlagi útflutn-
ingsafurða, þó að þetta hvort tveggja eigi sinn mikla
þátt í vextinum. Arið 1960 varð mikið verðfall á út-
flutningsafurðunum, en á árunum 1961—1963 var
verðlagið með eðlilegum hætti. Arin 1964 og 1969
voru viðskiptakjörin aftur á móti mjög hagstæð, en
síðari hluta árs 1966 kom á ný til mikið verðfalL
Og Islendingar hafa áður notið góðæra, þó að ekki
hafi tekizt að láta þjóðinni verða jafnmikið úr af-
•rakstri þeirra og nú. T.d. voru árin 1955 og 1958 mjög
hagstæð ár, bæði hvað aflabrögð og viðskiptakjör
snerti.
Gæfumuninn gerii hin almenna stefna, sem fylgl
befur verið í efnahagsmálum síðan á árinu 1960. Sá
stefna hefur fært einstaklingunum frelsi til þess að
afla framleiðslutækjanna til hagnýtingar tækifærun-
um, sem góðærin hafa boðið. Síldin var vafalaust 1
sjónum einnig áður fyrr á meðan hún veiddist ekki.
Það er hin nýja tækni og beiting nútímaþekkingar,
sem nú hafa fengið að njóta sín, sem skapað hafa
góðærið.
Betri lífskjör almennings
Lífskjör fslenzku þjóðarinnar hafa batnað meira á
viðreisnartímabilinu en nokkru öðru jafnlöngu tíma-
bili.
Raunverulegar ráðstöfunartekjur fjölmennustu at-
vinnustéttanna, verkamanna, iðnaðarmanna og sjó-
manna, voru árið 1966 að meðaltali 47% hærri en
þær voru við upphaf viðreisnartímabilsins. Með ráð-
stöfunartekjum, sem taldar eru hvað bezti tölulegi
mælikvarðinn á lífskjörin, er átt við atvinnutekjurn-
ar að frádregnum beinum sköttum, en viðbættum fjöl-
skyldubótum.
Heildarmeðaltal ráðstöfunartekna framangreindra
atvinnustétta á föstu verðlagi (1965) samkvæmt vísi-
tölu neyzluvöruverðlags hefur verið sem hér segir:
Hækkun frá fyrra ári:
1960 kr. 135.608,00 3,8%
1961 — 131.652,00 2,9%
1962 — 144.357,00 9,7%
1963 — 149.770,00 3,7 %
1964 — 159.942,00 6,8%
1965 — 187.282,00 17,1%
1966 — 192.200,00 2,6%
Samkvæmt yfirlitinu að framan hafa ráðstöfunar-
4 A FRAMFARALEIÐ ----
tekjur þessara fjölmennu launþegahópa hækkað um
5,7% á ári til jafnaðar á viðreisnartímabilinu. Lækk-
unin á árinu 1961 stafar fyrst og fremst af hinu langa
verkfalli það ár. Hagur annarra stétta mun hafa batn-
að með svipuðum hætti, þegar á heildina er litið, en
um það eru enn ekki til jafnöruggar skýrslur.
Af hálfu ríkisvaldsins hefur svo sérstaklega verið
leitazt við að rétta hlut hinna lægst launuðu. í því
skyni voru m.a. á árinu 1961 sett lög um launajöfnuð
karla og kvenna, en með þeim var ákveðið að á ár-
unum 1962—1967 skyldu laun kvenna hækka til jafns
við laun karla fyrir sömu störf í almennri verka-
kvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verzlunar- og skrif-
stofuvinnu. Við byrjun tímabilsins var yfirleitt 21%
munur á lágmarkslaunum karla og kvenna í þessum
starfsgreinum, en hinn 1. janúar 1967 var fullum
launajöfnuði náð.
1 sama tilgangi tók ríkisstjórnin að sér — með sam-
komulagi milli hennar, verkalýðsfélaga og vinnuveit-
enda um kjaramál í júní 1964 — að beita sér fyrir ráð-
stöfunum til að létta efnalitlum fjölskyldum að eign-
ast íbúðir. Þetta hefur verið gert með stórfelldri
hækkun á íbúðalánum húsnæðismálastjórnar og sér-
stökum viðbótarlánum til efnalítilla meðlima verka-
lýðsfélaga.
Auk framangreindra lífskjarabreytinga, sem flest-
ar eru mælanlegar í tölum og koma fram í vísitölum,
verður svo að hafa í huga önnur atriði, sem að vísu
hafa ekki áhrif á vísitölur, en hafa engu að síður mjög
mikil áhrif á lífskjörin.
Meðal annars:
að allt viðreisnartímabilið hefur víðast á landinu
verið næg atvinna handa öllum, og víða verið bein-
línis skortur á vinnuafli,
að vegna afnáms innflutningshafta hefur vöruvaJ
og framboð komið í stað vöruskorts og svartamark-
aðsbrasks, svo almenningur getur betur nýtt hinar
miklu tekjur,
að vegna tollalækkana hefur lækkað verð á ýmsum
vörutegundum, sem áður ýoru taldar „lúxusvörur“ —
og eru því ekki í vísitölugrundvellinum —, en nú
eru taldar til sjálfsagðra lífsþæginda.
Hlutdeild Iaunþega í þjóðartekjunum.
A árunum 1960—1966 jukust raunverulegar þjóð-
artekjur á mann um tæp 34%, eða um 4.3% á ári
til jafnaðar.
Launþegar hafa því að fullu notið góðs af hinnl
miklu hækkun þjóðartekna á undanförnum árum og
meira en það, eins og tölurnar í næsta kafla á imd-
an sýna.
13. maí 1967