Morgunblaðið - 13.05.1967, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.05.1967, Qupperneq 8
Ankin stofnlán 1. Breyting lausaskulda í föst lán. Fljótlega eftir aS viðreisnarstjórnin kom til valda hóf hún undirbúning að því að breyta lausaskuldum útvegsins og fiskiðnaðarins í föst lán til langs tíma. Lausaskuldir voru orðnar þessum atvinnugreinum þungur fjötur um fót, því að þær höfðu þá um ára- bil átt lítinn kost stofnlána til langs tíma. Samkvæmt bráðabirgðalögum, sem sett voru í árs- byrjim 1961, og nokkru síðar staðfest af Alþingi, var Stofnlánadeild sjávarútvegsins heimilað að opna nýja lánaflokka og veita fyrirtækjum, er stunda sjávarút- veg og fiskvinnslu, lán til langs tíma, 10—20 ára. Deildin hafði þá ekki veitt ný lán um árabil. Með lánum þessum átti að bæta úr fjárhagserfið- leikum fyrirtækjanna, sem stöfuðu af því, að þau höfðu lagt rekstrarfé í fjárfestingu og safnað lausa- skuldum vegna þess að nægileg lán til langs tíma höfðu ekki fengizt. Heildarupphæð þessara nýju lána nam um 400 millj. kr„ og urðu þau sjávarútvegi og fiskiðnaði mik- il lyftistöng. Síðan þessi þýðingarmikla endurskipulagning á lánamálum sjávarútvegs og fiskiðnaðar var gerð hafa þessar atvinnugreinar átt kost á verulegum lánum til framkvæmda sinna, m.a. af erlendum lánum, sem rík- isstjórnin hefur aflað. Fiskveiðasjóður hefur lánað til fiskibátakaupa, erlend vélalán hafa verið tekin, við- skiptabankarnir, Framkvæmdabankinn og Atvinnu- leysistryggingasjóðui o. fl. hafa veitt lán til langs tíma, og Stofnlánadeildin er farin að lána aftur út það fé, sem endurrgeitt er af lánum samkvæmt lög- unum frá 1961. Z. Sameining Stofnlánadeildar og Fiskveiðasjóðs. Með lögum frá árinu 1966 voru tveir stærstu stofn- lánasjóðir sjávarútvegsins og fiskiðnaðarins, Fisk- veiðasjóður fslands og Stofnlánadeild sjávarútvegs- ins, sameinaðir í einn öflugan lánasjóð, Fiskveiðasjóð íslands. Hlutverk hins nýja sjóðs er að efla framleiðslu og framleiðni í fiskveiðum, fiskiðnaði og skyldri starf- semi með því að veita stofnlán gegn veði í fiskiskip- um, vinnslustöðvum, vélum og mannvirkjum, sem eru í þágu sjávarútvegs, þ.á.m. skipasmíðastöðvum, drátt- arbrautum, viðgerðarverkstæðum, veiðarfæragerðum og verbúðum. Stofnfé nýja sjóðsins enu eignir Fiskveiðasjóðs, Stofnlánadeildarinnar og Skuldaskilasjóðs útvegs- manna, eins og þær voru 1. janúar 1967, en sjóður- inn tók einnig að sér skuldbindingar þeirra. Tekjur sjóðsins verða: 1) Vextir af lánum og öðr- um kröfum, 2) Útflutningsgjöld af sjávarafurðum 3) Framlag ríkissjóðs, sem skal vera jafnhútt árlegum tekjum sjóðsins af útflutningsgjöldum. 4) Lántökur innanlands og erlendis. Hin nýja löggjöf mun hafa í för með sér auknimgu stofnlána, hagkvæmari skiptingu fjárins milli hinna ýmsu greina og meira samræmi í útlánum. Á árunum 1960—1965 námu heildarlán á vegum Fiskveiðasjóðs, bæði innlend og erlend, 1.116.5 millj. kr., eða 186.1 millj. kr. að meðaltali á ári. Þessi miklu útlán hafa m.a. gert mögulega hina myndar- legu stækkun fiskiskipaflotans á undanförnum árum. Aðstoð vegna verðfalls Síðan seinni hluta ársins 1966 hefur verðlag nokk- urra þýðingarmestu útflutningsafurða íslendinga á er- lendum mörkuðum verið miklu óhagstæðara en verið hefur um langt skeið. Verðfallið nær til freðfisks, fiskmjöls og lýsis. Viðbrögð ríkisvaldsins við þeim vanda, sem verð- fallið hafði í för með sér fyrir útflutningsatvinnuveg- ina, voru fólgin í því tvennu: 1) að beita sér fyrir almennri verðstöðvun í land- inu til þess að koma í veg fyrir frekari hækkun framleiðslukostnaðar, 2) að beita sér fyrir sérstakri aðstoð við þær grein- ar útflutningsframleiðslunnar, sem verst voru búnar undir þá erfiðleika, sem verðfallið skapaðú Meginatriði síðarnefndu ráðstafananna voru þessi: a) Fellt var niður útflutningsgjald af loðnumjöli og loðnulýsi á árinu 1967. b) Greidd verður á árinu 1967 8% viðbót á lág- marksverð á ferskfisk, annan en síld og loðnu, til þess að jafna þann mismun, sem annars hefði orðið á kjörum sjómanna á þorskveið- um og annarra launþega og til þess að draga úr áhrifum af hækkun útgerðarkostnaðar. c) Greiddar verða verðbætur á frystar fiskafurðir, framleiddar á árinu 1967, aðrar en síldar- og loðnuafurðir, sem nema eiga 55—75% af verð- lækkuninni. Gert er ráð fyrir, að framlag ríkis- sjóðs í þessu skyni geti orðið vísir að almenn- um verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins til þess að jafna verðsveiflur í framtíðinni. Bein útgjöld ríkissjóðs vegna þessarar aðstoðar munu nema um 240 millj. kr., en undir þeim mun verða staðið án nokkurrar skattahækkunar, annars vegar með greiðsluafgangi ársins 1966 og hins vegar með lækkun útgjalda. Umbætur í frystiiðnaðinum Ríkisstjórn og Alþingi hafa ákveðið í samráði við forystumenn frystiiðnaðarins, að á næstu mánuðum verði látin fara fram athugun á rekstraraðstæðum og fjárhagslegri uppbyggingu frystiiðnaðarins. Á grund- velli þeirrar athugunar verði síðan fyrir lok þessa árs gerðar tillögur um betri uppbyggingu iðnaðarins, aukna hráefnisöflun, tæknibreytingar og fjárhagslega endurskipulagningu. Ríkissjóður hefur á undanförnum þremur árum lagt fram 126 millj. kr. til framleiðniaukningar og annarra endurbóta í framleiðslu frystra afurða. Á aukin hagræðing og bættur rekstur drjúgan þátt 1 hinni tiltölulega góðu afkomu frystiiðnaðarins árin 1964 og 1965, þó að mest hafi að sjálfsögðu munað um hið hagstæða verðlag afurðanna á erlendum mörk uðum. Á árinu 1967 mun enn verða varið 50 millj. kr. úr ríkissjóði til framleiðniauíkningar í frystiiðnaðin- um. Endumýjun togaraflotans Ríkisstjórnin hefur nýlega lýst yfir því, að hún hafi nú til athugunar, með hvaða hætti verði bezt greitt fyrir kaupum á 3—4 svokölluðum skuttogurum til landsins. Er áætlað, að skip þessi verði af mismun- andi gerðum, svo að sem bezt verði kannað, hvern- ig þau henta til endurnýjiunar íslenzka togaraflot- ans. Togaraútgerð á Islandi hefur átt við erfiðleika að etja undanfarin ár. Aðalorsakir þeirra eru þær, að togararnir hafa misst sín fyrri fiskimið, að þeir hafa vegna minnkandi aflabragða ekki getað keppt við síldveiðiflotann um mannafla, að fleiri menn eru á íslenzkum togurum en sambærilegum erlendum og að greiða þarf háa og hækkandi tolla af ísfiski úr ís- lenzkum togurum, sem seldur er í Bretlandi og Þýzka- landi. Kaup nýrra togara eru þáttur í viðleitni ríkis- stjórnarinnar til endurnýjunar togaraútgerð í land- inu, en margvíslegar aðrar ráðstafanix til úrbóta hafa verið og eru til athugunar hjá ríkisstjóm og Alþingi. Sílðarleitarskip og liafrannsóknaskip Aukin síldarleit á undanförnum árum og betrl þekking á göngum síldarinnar eiga drjúgan þátt j hinni miklu auikningu síldaraflans. Til þessa hafa íslendingar þó ekki átt sérstök síld- arleitar- og hafrannsóknaskip, heldur hafa einkum tvö varðskipa landhelgisgæzlunnar verið notuð í þessu skyni. En á þessu ári er væntanlegt til landsins síldarleitarskipið „Árni Friðriksson”, sem búið verð- ur fullkomnustu tækjum, en það verður um 440 tonn að stærð. Smíði síldarleitarskipsins var ákveðin samkvæmt lögum frá sl. ári, þar sem ríkisstjórninni var heimilað að gera samninga um smíði skipsins og taka lán til greiðslu þess. En tekna til endurgreiðslu þessa lána verður aflað með sérstöku gjaldi af síld og síldaraf- urðum, sem fluttar eru til útlanda, en gjald þetta var ákveðið eftir tillögum samtaka útvegsmannia og sjó- manna. Síðar á þessu ári er svo ætlunin að bjóða út smíðl hafrannsóknaskips, sem verður notað til aimennari rannsókna á hafsvæðinu umhverfis ísland. Rannsóknastofnanir. Með lögum, sem sett voru á árinu 1965 um rann- sóknir í þágu atvinnurveganna, var lagður grundvöll- ur að auknum vísindarannsóknum í þágu sjávarút- vegs og fisikiðnaðar. Hafrannsóknastofnunin, sem kemur í stað Fiski- deildar Atvinnudeildar háskólans, skal m.a. annast: 1) Rannsóknir á göngum og stofnsveiflum íslenzkra sjávardýra og áhrifum þeirra á aflamagn, veiði- horfur og hámarksnýtingu. 2) Skipulagningu og stjórn rannsókna og fiskileitar á veiðisvæðum og leit nýrra fiskimiða. 3) Rannsóknir á fiskirœkt. 4) Tilraunir með ný veiðarfæri og veiðiaðferðir og rannsóknir þar að lútandi, svo og rannsóknir á hagkvæmustu gerð fiskiskipa. Verkefni Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins eru m.a.: 1) Rannsóknir á hráefnum og framleiðslu fiskiðnað- arins til þess að tryggja fyllstu nýtingu hráefn- anna og gæði afurðanna. 2) Aðstoð og leiðbeiningar við fiskiðnaðinn við und- irbúning og byggingu fiskiðjuvera og val véla og tækja til fiskiðnaðar. 3) Kynning á nýjungum í fiskiðnaði, tækjum og vinnsluaðferðum og prófun á gagnsemi þeirra. 8 Á FRAMFARALEIÐ 13. mai 196^

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.