Morgunblaðið - 13.05.1967, Síða 9
Viðreisnartímabilið hefur verið mesta framfara-
skeið íslenzks landbúnaðar.
Stefnan í löggjafarstarfi og stjórnarframkvæmdum
á sviði landbúnaðarmála befur mótazt af nauðsyn
íslenzku þjóðarinnar á því, að landbúnaður hennar
sé traust og öflug atvinnugrein.
Alhliða
framfarir
r
i
landbúnaði
Ný kjötiðnaðarstöð.
Lánamál landbúnaðarins
Þegar viðreisnarstjórnin kom til valda, voru stofn-
lanasjóðir landbúnaðarins, Ræktunarsjóður fslands.
og Byggingarsjóður sveitabæja, á heljarþröm, og árin
á undan höfðu bændur, eins og menn í öðrum at-
vinnugreinum, safnað miklum lausaskuldum, þar
eem framkvæmdalán til langs tíma voru allsendis
ónóg.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lausnar á lánavanda-
málum landbúnaðarins voru tvíþættar:
1) Lausaskuldum breytt í löng lán. Samkvæmt
bráðabirgðalögum, sem gefin voru út í júlímánði 1961,
og Alþingi staðfesti síðar, var Veðdeild Búnaðar-
banka íslands heimilað að gefa út nýjan flokk
fcankavaxtabréfa. Þessi bankavaxtabréf voru notuð til
þess að breyta í föst lán lausaskuldum bænda, sem
ekki höfðu fengið nægileg lán til langs tíma til fram-
kvæmda, sem þeir höfðu ráðizt í á jörðum sínum á
érunum 1956—1960, að báðum árunum meðtöldum.
Samkvæmt þessari lagaheimild var síðan lausa-
skuldum bænda að upphæð 66 millj. kr. breytt í föst
lán, til allt að 20 ára.
2) Stofnlánadeild landbxinaðarins. A árinu 1962
voru Ræktunarsjóður og Byggingarsjóður sameinaðir
í einn sjóð, Stofnlánadeild landbúnaðarins, og starfs-
grundvöllur hins nýja sjóðs tryggður til frambúðar.
Þegar lögin um Stofnlánadeild landbúnaðarins voru
sett, var hagur Ræktunarsjóðs og Byggingarsjóðs orð-
inn svo bágur, að samanlagðar skuldir þeirra um-
íram eignir námu í árslok 1961 um 44 milj. kr. Fyrir-
sjáanlegt var, að í árslok 1970 yrðu skuldir þeirra
umfram eignir komnar upp í 177 millj. kr., ef ekkert
yrði að gert.
Stofnlánadeildin fékk nýtt stofnfé að upphæð 60.5
millj. kr., sem ríkissjóður hafði ýmist lánað Ræktunar-
sjóði eða Byggingarsjóði eða greitt vegna þeirra í
éföllnum ábyrgðum.
Til þess að tryggja framtíðaruppbyggingu Stofn-
lánadeildarinnar og starfsfé henni til handa á kom-
andi árum voru henni tryggðir fastir tekjustofnar,
sem auk vaxtatekna eru: 1) Fast árlegt framlag ríkis-
sjóðs 4 millj. kr. 2) 1% álag á söluvörur landbún-
aðarins. 3) Árlegt framlag ríkissjóðs, er nemi jafn-
hárri upphæð og tekjur samkvæmt 2) að framan. 4)
Gjald á útsöluverð mjólkur og rjóma og á heild-
söluverð annarra landbúnaðarafurða, er skal nema
sem svarar 0.75% af verði sömu afurða samkvæmt
verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða á hverjum
tima.
Ennfremur var Búnaðarbanka íslands heimilað, að
fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, að taka vegna
Stofnlánadeildarinnar allt að 300 milfj. kr. lán eða
jafnvirði þess í erlendri mynt.
Með lögunum um Stofnlánadeild landbúnaðarins
var lagður grundvöllur að öflugum og vaxandi lána-
sjóði landbúnaðarins. Síðan þau voru sett hafa stofn-
lán til bænda stórhækkað. Arið fyrir setningu þeirra,
1961, námu stofnlánin t.d. 52,6 millj. kr., en énið 1966
voru þau komin upp í 150 millj. kr.
Framkvæmdir í Iandbúnaði
Árið 1961 ákvað Stéttarsamband bænda að láta
semja áætlun um framkvæmdir í landbúnaði fyrir
áratuginn 1961—1970. Áætlunartímabilið er nú rúm-
lega hálfnað. Hinar miklu framkvæmdir í landbúnað-
inum verða vel ljósar, þegar bornar eru saman ann-
ars vegar áætlun um framkvæmdir, sem forvígismenn
bænda töldu mögulegar og æskilegar á öllu áætlunar-
tímabilinu, og hin-s vegar raunverulegax framkvæmd-
ir fyrra heiming tímabilsins, 1961—1965:
Framkvæmdaáætlun Framkvæmdir
1961—1970 1961—1965
Nýrækt
Girðingar
Vélgrafnir skurðir
Þurrheyshlöður
Súgþurrkunarkerfi
Votheyshlöður
Áburðargeymslur
Dráttarvélar
Ibúðarhús
35 þús. ha 21,3 þús. ha
6000 km 3428 km
40 millj. rúmm. 18.1 millj. rúmm.
600 þús. rúmm. 741 þús. rúmm.
200 þús. rúmm. 640 þús. rúmm.
200 þús. rúmm. 61 þús. rúmm.
150 þús. rúmm. 108 þús. rúmm.
4000 stk. 2944 stk.
700 538
Yfirlitið að framan ber með sér, að aðeins tveir
flokkar framkvæmda hafa ekki farið fram úr því,
sem gera mátti ráð fyrir á fyrra helmingi áætlunar-
tímabilsins, þ.e. vélgrafnir skurðir og votheyshlöður.
■Lítið vantar þó á skurðgröftinn, eða tæplega 10%, en
í sambandi við landþurrkun er þess að gæta, að
gerðir hafa verið 724 km af plógræsum, sem ekki
I 13. mal 1967
var gert ráð fyrir í áætlun Stéttarsambandsins.
Og skýringin á því, að dregið hefur úr votheyshlöðu-
byggingum er sú, að vegna stórhækkaðra framlaga
hins opinbera til súgþurrkunarkerfa hafa bændur
snúið sér að þeirri heyverkun í ríkara mæli en áður,
eins og þurrheyshlöðubyggingar bera vott um.
Hækkun ríkisframlags
Ríkisframlag til fjármunamyndunar í landbúnaðin-
um hefur hækkað mjög á viðreisnartimabilinu. Til
dæmis nam það á árinu 1965 18.2% af heildarfjár-
munamynduninni, en allt fram á síðustu ár nam það
6—10% fjármunamyndunarinnar.
Fjárveitingar ríkisins til helztu landbúnaðarmála
hafa farið hækkandi ár frá ári. Á árinu 1967 munu
þær samkvæmt fjárlögum nema 225 millj. kr., en
námu á árinu 1958 69 millj. kr. Fjárveitingarnar hafa
þannig meira en þrefaldazt á sama tíma og t.d. rækt-
unarkostnaður hefur hækkað um 70—80%.
Framleiðnisjóður
Samkvæmt lögum frá árinu 1966 hefur verið stofn-
aður Framleiðnisjóður landbúnaðarins með 50 millj.
kr. stofnframlagi ríkissjóðs.
Hlutverk Framleiðnisjóðsins er að veita styrki og
lán til framleiðniaukningar og hagræðingar í land-
búnaði og atvinnurekstrar á bújörðum. í þessu skyni
má bæði styrkja rannsóknir og framkvæmdir, er
miða að lækkun framleiðslu- og dreifingarkostnaðar,'
og framkvæmdir, er stefna að því að samræma land-
búnaðarframleiðsluna þörfum þjóðfélagsins miðað við
markaðsaðstæður innan lands og utan á hverjum
tíma.
Lán og styrki úr sjóðnum má m.a. veita til einstakra
bænda, vinnslustöðva, ræktunarsambanda og vísinda-
stofnana.
Á árinu 1966 var veitt úr Framleiðnisjóði 20 millj.
kr. framlag til vinnslustöðva landbúnaðarins vegna
'breytinga og endurbóta, sem á þeim voru gerðar á
því árL
Jarðeignasjóður stofnaður
Voxið 1967 voru samþykkt á Alþingi lög um Jarð-
eignasjóð ríkisins, en stofnfé hans er 36 millj. kr., sem
greiðist úr ríkissjóði á næstu sex árum.
Hlutverk Jarðeignasjóðs er að kaupa jarðir, sem
falla úr ábúð og ekki byggjast aftur með eðlilegum
hætti.
Þýðing þessa nýja sjóðs er fyrst og fremst tví-
þætt:
í fyrsta lagi gerir hann bændum kleift að hætta
búskap á jörðum, sem ekki hefur verið unnt að
koma í verð á frjálsum markaði. Með því að ríkið
kaupi slíkar jarðir fá eigendur þeirra a.m.k. að
nokkru leyti endurgreidda þá fjármuni og vinnxi,
sem lögð hefur verið í þær.
í öðru lagi eiga þessi jarðakaup að hafa í för með
sér sparnað fyrir þjóðarbúið í heild. Við það, að af-
skekkt býli eru felld úr ábúð, sparast þjóðfélaginu
t.d. kostnaður við að leggja til þeirra rafmagn, vegi,
símalínur o.s.frv.
Útflutningur landbúnaðarafurða
Skömmu eftir að viðreisnarstjórnin komst tfl
valda, eða í árslok 1959, var það nýmæli tekið upp 1
afurðasölulöggjöfina, að ríkissjóður skyldi tryggja
bændum greiðslu á þeim halla, sem þeir kynnu að
verða fyrir af útflutningi landbúnaðarvara.
Útflutningsuppbætur til bænda hafa hækkað mjög
mikið á síðustu árum, enda hefur landbúnaðarfram-
leiðslan stóraukizt, en miklum mun lægra verð fæst
fyrir afurðirnar, sérstaklega mjólkurafurðir, á erlend-
um mörkuðum en þær eru seldar fyrir hér innan-
'lands. Árið 1961 námu uppbæturnar 40.6 millj. kr.,
en áætlað er, að á árinu 1967 muni þær nema 248
millj. kr.
Þar sem meiri áherzla er nú lögð á framleiðslu og
útflutning sauðfjárafurða, sem hlutfallslega betra verð
fæst fyrir erlendis en mjólkurafurðirnar, er vonazt
til, að útflutningsuppbæturnar geti farið lækkandi á
næstu árum, en bændur þó fengið fullt verð fyrir
framleiðslu sína.
Fjölgun dráttarvéla
Dráttarvélum í eigu íslenzkra bænda hefur fjölgað
mjög mikið á viðreisnartímabilinu, en þær eru.und-
irstaða vélvædds landbúnaðar.
Nú mun vart vera til það sveitabýli á landinxi,
þar sem ekki eru til ein dráttarvél eða fleiri, en
fyrir valdatíma viðreisnarstjórnarinnar skorti hins
vegar mikið á, að allir bændur landsins hefðu eignazt
dráttarvélar.
í árslok 1957 voru 4383 dráttarvélar í eigu baenda,
en voru í árslok 1963 orðnar 7016, og síðan hafa
verið fluttar til landsins rúmlega 700 dráttarvélar
eð meðaltali á árL
4 FRAMFARALEIÐ 9