Morgunblaðið - 13.05.1967, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.05.1967, Qupperneq 10
Vélvæðing íslenzks landbúnaðar eykst ár frá ári. Þrjár ástæður liggja einkum til hinna auknu drátt- arvélakaupa á undanförnum árum: 1) Innflutningsfrelsi. 2) Lækkun aðflutningsgjalda af dráttarvélum úr 33% í 10% á árinu 1962. 3) Þegar Stofnlánadeild landbúnaðarins tók til starfa, var farið að veita bændum lán til dráttar- vélakaupa, sem nema allt að 1/3 innkaupsverðs. Fiskirækt og fiskaeldi Aukin fiskirækt og fiskaeldi er eitt þýðingarmesta skrefið, sem stigið hefur verið á síðustu árum í þá átt að gera íslenzka landbúnaðarframleiðslu fjöl- breyttari. Á árunum 1961—1966 hefur verið varið til veiði- mála tæplega 1 millj. kr. að meðaltali á ári úr rík- issjóði, en árin þar á undan námu fjárveitingar til þeirra aðeins rúmlega 300 þús. kr. á ári. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1967 eru 2.6 millj. kr. ætlaðar til þessarar starfsemi á árinu. Á árinu 1964 keypti ríkissjóður jörðina Kollafjörð, þar sem komið hefur verið á fót klakstöð, en upp- eldistjarnir þar eru nú um 7000 ferm. að flatarmáli. Gert er ráð fyrir, að í ár verði unnt að fá keypt 120—130 þús. laxaseiði til þess að sleppa í veiðiárn- ar, og er reiknað með, að 8—10% þeirra nái að vaxa upp. Þegar þess er gætt, að árlega veiðast hér á landi u. þ. b. 25 þús. laxar, má sjá, hvert stórvirki er þegar verið að vinna á þessu sviði. Landgræðsla Árið 1965 voru sett lög um landgræðslu, sem komu í stað sandgræðslulaganna frá 1941. Tilgangur hinna nýju laga, sem geyma ýmis merk nýmæli, er: 1) að koma í veg fyrir eyðingu gróðrar og jarð- vegs. 2) Að græða upp eydd og vangróin lönd. Starfsemi Landgræðslu ríkisins, sem hefur aðset- ur í Gunnarsholti á Rangárvöllum, er tvíþætt: sand- græðsla og gróðurvernd. Hin nýja löggjöf miðar að bættum vinnubrögðum og markvissari aðgerðum en áður til þess -að hefta uppblástur landsins og vernda gróður þess. Ýmsar umbætur 1) Árið 1963 voru sett ný lög um bændaskóla, en merkasta nýmæli þeirra var aukin tæknikennsla og lenging framhaldsnáms á HvanneyrL 2) Stuðningur við rannsóknarstarfsemi í þágu land- búnaðarins hefur verið aukinn og skipulag hennar ’bætt, en hún er nú fyrst og fremst í höndum Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins, sem komið hefur í stað búnaðardeildar Atvinnudeildar háskólans. 3) Jarðræktarlögin hafa verið endurskoðuð og styrkir til túnræktar og heyverkunar auknir. 4) Innflutningur fóðurbætis hefur verið gefinn frjáls, en það hefur leitt til lækkunar á verði hans. 5) Starfsemi ýmissa stofnana landbúnaðarins hef- ur eflzt mjög vegna aukins stuðnings ríkisins við þær, m.a. Búnaðarfélag íslands og búnaðarsambönd- in. Sem dæmi má taka, að framlag ríkissjóðs til þess að launa héraðsráðunauta á vegum búnaðarsam- bandanna hefur hækkað úr 520 þús. kr. árið 1958 í tæplega 4 millj. kr. árið 1967. Iðnþróun á í vitund um hina miklu þýðingu iðnaðarins í fram- tíðarþróun íslenzks atvinnulífs hefur viðreisnarstjórn in markvisst leitazt við að auðvelda iðnaðinum að tileinka sér nútímatækni og að komast yfir tíma- bundna örðugleika, sem fylgt hafa vaxandi sam- keppni vegna frjálsari viðskipta síðustu árin. íslenzk iðnþróun hefur verið örvuð með marg- háttaðri löggjöf, fjárhagslegum stuðningi, tækniað- stoð, bættri iðnmenntun og nýjum stofnunum til eflingar framförum í iðnaði. Iðnlánasjóður. Stórfelld útlánaaukning Iðnlánasjóðs og rýmkun á starfssviði sjóðsins á undanförnum árum hafa vald ið þáttaskilum í lánamálum iðnaðarins. Árin 1963—1966 voru útlán Iðniánasjóðs tuttugu sinnum hærri en árin 1956—1959. Veitt lán námu um 11 millj. kr. fyrra tímabilið en 224.5 millj. kr. síðastliðin 4 ár. í nýjum lögum um Iðnlánasjóð frá árinu 1963 segir, að tilgangur sjóðsins sé að styðja iðnað ís- lendinga 'með hagkvæmum stofnlánum, en þau skipt- ast í þrjá flokka: 1) lán til véla- og tækjakaupa, 2) lán til byggingar verksmiðju- og iðnaðarhúsa, 3) lán til endurskipulagningar iðnfyrirtækj a. Tveir síð- arnefndu lánaflokkarnir eru nýir. Síðan hefur enn verið bætt við tveimur nýjum lánaflokkum: 4) lán- um til hagræðingar í iðnrekstri, 5) lánum eða styrkj- um til veiðarfæraiðnaðar. Með lögunum frá 1963 voru Iðnlánasjóði tryggðar auknar tekjur: 1) 0,4% gjald, er innheimtist af iðn- aðinum og lagt er á sama stofn og aðstöðugj ald, 2) 2 millj. kr. árlegt framlag úr ríkissjóðL sem á árinu 1966 var hækkað í 10 millj. kr. á ári, 3) sjóðn- um var veitt heimild til að taka aWt að 100 millj. kr. lán eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt, en þessi heimild var á árinu 1966 hækkuð í 300 millj. kr. Árangurinn af eflingu Iðnlánasjóðs kemur greini- lega fram í hinum auknu útlánum sjóðsins. Á ár- unum 1956—1959 námu þau 2,2 millj. kr. að með- altali á ári, en á viðreisnartímabilinu hafa þau ver- ið sem hér segir. 1960 ............. 4.4 millj. kr. 1961 9.7 — 1962 13.9 — 1963 38.8 — 1964 50.6 — 1965 58.4 — 1966 76.5 — Og á árinu 1967 er gert ráð fyrir, að útlán Iðn- lánasjóðs í almennum lánum muni nema allt að 100 millj. kr., en þar við bætast hagræðingarlán, sem enn er óvíst hversu mikil verða. HagTæffingarlán. Samkvæmt lögum frá sl. ári hefur verið myndað- ur við Iðnlánasjóð nýr iánaflokkur, lán til hagræð- ingar í iðnrekstri. Er Iðnlánasjóði heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, að taka allt að 100 millj. kr. lán til þess að veita hagræðingarlán til við- bótar almennum lánum, og er tilgangur þessara lána að auka framleiðni og bæta aðstöðu iðnfyrir- tækis til þess að aðlaga sig nýjum viðhorfum vegna breyttra viðskiptahátta, svo sem tollabreytinga og fríverzlunar. Iðnlánasjóður hefur þegar notað þessa heimild að nokkru leyti og boðið út skuldabréfalán að fjár- hæð 24,5 millj. kr. — og mun nú þegar tryggð fjáröflun allt að 20 millj. kr. og væntanlega næst öll ráðgerð fjáröflun þessa lánsútboðs. Lánadcild veiffarfæraiffnaffar Til þess að stuðla að eflingu innlends veiðarfæra- iðnaðar fékk ríkisstjórnin í lok þingsins 1967 af- greidda löggjöf um stofnun lánadeildar veiðarfæra- iðnaðar við Iðnlánasjóð. Nemur stofnfé hennar 11,6 millj. kr., en tekjur hennar eru 1% gjald af tollverði innfluttra veiðarfæra. Auk þess er Iðn- lánasjóði heimilt að taka allt að 10 millj. kr. lán til starfsemi deildarinnar, og er ríkissjóði heimilt að ábyrgjast slík lán. Lausaskuldum iffnfyrirtækja breytt í föst lán. Á árinu 1964 var sett löggjöf, sem heimilaði að r breyta í föst lán lausaskuldum iðnfyrirtækja, sem ekki höfðu fengið viðunandi lán til langs tíma til framkvæmda, er þau höfðu ráðizt í fram til árs- loka 1963. í kjölfar þessarar löggjafar er nú verið að breyta lausaskuldum iðnfyrirtækja í lán til langs tíma, 7—16 ára. ! Endurkaup Sefflabankans. Hafin eru endurkaup Seðlabankans á afurða- eða framleiðsluvíxlum iðnfyrirtækja. Þetta form lán- veitinga er á ýmsan hátt erfitt í framkvæmd njá íslenzkum iðnaði og hefir verið til athugunar ann- að form lánveitinga í hliðstæðum tilgangi. Framkvæmdabankinn annaðist lánveitingar vegna smíði frystivéla og annarra véla til útflutnings- framleiðslunnar til þess að jafna metin við kaup slíkra véla erlendis frá með gjaldfresti. Seðlabank- inn endurkeypti þessi lán. Til athugunar er með hverjum hætti þessum lánveit ;m verður haldið áfram fyrir tilstuðlan Framkvæmdasjóðs, sem nú hefir tekið við verkefnum Framkvæmdabankans. ToIIalækkanir. Til þess að auðvelda íslenzkum iðnaði samkeppni við erlenda iðnaðarframleiðslu hafa aðflutningsgjöld á vélum og tækjum til iðnaðarframleiðslu verið lækkuð úr 35% í 25% og í sumum tilfellum í 15% og 10%. I Innlend stálskipasmíffi og dráttarbrautir. Þýðingarmesta iðngreinin, sem risið hefur í land- inu á viðreisnartímabilinu, er nýsmíði stálskipa. Ríkisstjórnin hefur stuðlað að viðgangi þessarar iðngreinar með ýmsu móti, m.a. með fyrirgreiðslu um sérstakar lánveitingar til hennar, niðurfell- ingu tolla og ríkisábyrgð á lánum allt að 30 millj. kr. til byggingar dráttarbrauta og skipasmíðastöðva. Um sl áramót voru 6 stálfiskiskip í smíðum hér á landi, og er stærð þeirra áætluð samtals 1950 brúttórúmlestir. Hið stærsta þeirra verður um 520 brúttórúmlestir, og er það stærsta stálskip, sem smíðað hefur verið á íslandi. Ríkisstjórnin hefir veitt sérstaka fyrirgreiðslu viff stækkun og endurnýjun og nýbyggingar dráttar- brauta til þess að annast viðgerðarþjónustu hins ört vaxandi fiskiskipaflota. Hefir til þessa verið aflað sérstaks lánsfjár í sambandi við árlega framkvæmda- og fjáröflunaráætlanir ríkisstjórnarinnar. Iffnþróunarráff. í byrjun ársins 1967 var sett á stofn Iðnþróunar- ráð, sem á að vera iðnaðarmálaráðuneytinu til styrktar um meðferð meiriháttar mála, er snefta iðnþróun landsins. í Iðnþróunarráði verður fjallað um Bifreiffayfirbyggingar — ein af mörgum iffngreinum, sem fest hefur rætur. 10 Á FRAMFARALEIÐ 13. maí 19St,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.