Morgunblaðið - 13.05.1967, Síða 14
Búrfellsvirkjun, eins og hún er áformuð.
Búrfellsvirkjun.
Setning laganna um Landsvirkjun á árinu lí)65 og
ákvörðunin samkvæmt þeim ári síðar um byggingu
210 þúsund kílówatta orkuvers í Þjórsá við Búrfell
markaði tímamót í raforkumálum landsins.
Búrfellsvirkjun verður fyrsta verulega stórvirkjun-
in á íslandi. Er áætlað, að kostnaður við hana full-
gerða nemi tæpum 2000 millj. kr. Framkvæmdir við
virkjunina hófust þegar á árinu 1966, og mun
fyxsta vélasamstæðan verða tekin í notkun um ára-
mótin 1968-1969.
Fyrsti áfangi Búrfellsvirkjunar verður 105 þúsund
kílówött.
Þar sem í svo stóra virkjun var ráðizt, var fyrir-
sjáanlegt, að enginn markaður hefði verið fyrir veru-
legan hluta orkuframleiðslunnar fyrstu árin, ef ein-
ungis hefði verið um að ræða orkusölu til almennrar
notkunar. Var því gerður samningur um sölu á helm-
ingi framleiðslunnar til álbræðslu þeirrar, sem dótt-
urfyrirtæki Swiss Aluminium hér á landi, ÍSAL,
mun reisa í Straumsvík sunnan Hafnarfjarðar. Þessi
samningur gerði mögulegt að ráðast í stórvirkjun hér
é landi mun fyrr en ella hefði orðið og tryggir lands-
mönnum raforku á hagstæðara verði en ella.
ítarlegar rannsóknir leiddu í ljós, að Búrfellsvirkj-
un var hagkvæmasta virkjunarframkvæmdin, sem
völ var á. Mun framleiðslukostnaður við stöðvarvegg
verða 10,3 aurar á kílówattstund fyrst í stað, en 8,6
aurar á kílówattstund, þegar virkjunin hefur verið
stækkuð í 210 þúsund kílówött.
Landsvirkjun, sem mun reisa og reka Búrfells-
virkjun, er sameignarfyrirtæki íslenzka ríkisins og
Rafvæðingu landsins fleygir fram.
Reykjavíkurborgar. En eigendum Laxárvirkjunar er
heimilt að ákveða, að Laxárvirkjun gerist aðili að
Landsvirkjun, og yrði þá miðað við samtengingu
orkuveranna fyrir sunnan og norðan.
97% þjóðarinnar með rafmagn.
Framkvæmdum samkvæmt 10 ára rafvæðingaráætl-
uninni frá árinu 1955 er lokið. Um 97% landsmanna
hafa nú fengið rafmagn, um 95% frá almenningsraf-
stöðvum og um 2% frá einkarafstöðvum.
Allir kaupstaðir og kauptún landsins eru rafvædd,
en þar búa um 85% þjóðarinnar. Nær 86% sveita-
býla í landinu hafa fengið rafmagn, og er að því
stefnt, að öll býli hafi fengið rafmagn á árinu 1970.
Brúttó raforkunotkun hér á landi er nú um 3.400
kílówattstundir á íbúa á ári. í aðeins sex ríkjum
heims er notkunin meiri en hér á hvern íbúa.
Aukning í afli rafstöðva.
Frá árslokum 1959 til ársloka 1966 jókst uppsett
afl almenningsrafstöðva í landinu úr 121,4 þúsund
kílówöttum í 168,1 þúsimd kílówött, eða 38,5%.
Af stækkun vatnsaflsstöðva munar mest um aukn-
ingu á vélaafli írafossstöðvarinnar við Sog á árinu
1963 um 16.800 kw. Rafmagnsveitur ríkisins stækk-
uðu Þverárvirkjun við Hólmavík um 1.176 kw árið
1964.
Á undanförnum árum hefur aukningin verið meiri
á afli varmaaflsstöðva (dísil- og gufuaflsstöðva).
I árslok 1960 nam afl þeirra 17-000 kw, en var í
árslok 1966 komið upp í 45.400 kw. Nokkrar nýjar
dísilstöðvar hafa verið teknar 1 notkun á tímabilinu,
m.a. varastöðvar við Laxárvirkjun, í Siglufirði, og
stöðvar á Sauðárkróki, Bakkafirði og í Grímsey.
Margar stöðvanna hafa verið stækkaðar og sumar
allverulega, t. d. stöðvarnar í Olafsvík, Neskaupstað,
Seyðisfirði, Raufarhöfn og Vopnafirði. Ennfremur
hefur varastöðin við Elliðaár verið stækkuð mikið.
Sjálfvirkt (elektrotekniskt) stjórnkerfi hefur ver-
ið tekið í notkun við dísilrafstöðina í Stykkishólmi.
Er það hið fyrsta sinnar tegundar í landinu, en ráð-
gert er að taka slík stjórnkerfi víðar í notkun á
næstunni.
Aðalorkuflutningskerfi.
Á árunum 1960—1966 hafa Rafmagnsveitur ríkisins
lagt háspennulínur, sem eru samtals 1.913 km að
lengd, eða um 273 km að meðaltali á ári.
í ársbyrjun 1960 voru háspennulínur Rafmagns-
veitna ríkisins 2.097 km að lengd, en í árslok 1966
4.010 km.
Af nokkrum helztu framkvæmdum á þessu sviði
má nefna:
Keflavikurlínan nýja tekm í notkun.
Vestmannaeyjar tengdar við Sogskerfið.
Mývatnssveit tengd við Laxárkerfið.
Vík í Mýrdal tengd við Sogskerfið.
Þingvellir tengdir við Sogskerfið.
Hofsós og Hólar í Hjaltadal tengdir við Göngu-
skarðsárkerfið.
Kópasker og Raufarhöfn samtengd.
Kolviðarneslína lögð um sunnanvert Snæfellsnes.
Saurbær í Dölum tengdur við Þverárkerfið.
Stöðvarfjörður og Breiðdalsvík tengd við Grímsár-
kerfið.
Sveitarafvæðing.
Sveitarafvæðingunni hefur skilað vel áfram á und-
anförnum árum með hinni miklu lagningu háspennu-
lína. Er nú langmestur hluti strjálbýlisins rafvæddur
og aðeins eftir að leggja rafmagn til afskekktustu
býla.
f árbyrjun 1960 höfðu 1.681 býli rafmagn frá Hér-
aðsrafmagnsveitum ríkisins. Tii ársloka 1966 fjölgaði
þeim um 1.407 eða um 84% á tímabilinu, svo að býli
með rafmagn frá héraðsrafmagnsveitunum éru orð-
in 3.088 að tölu. Um 240 býli höfðu í árslok 1966
rafmagn frá öðrum rafveitum og 1.131 frá eigin vatns-
afls- eða dísilstöðvum. Höfðu því 4.459 af um 5.200
sveitabýlum í landinu fengið rafmagn, eða nær 86%
býlanna. í árslok 1959 voru um 55% sveitabýla raf-
vædd.
Unnið er að því, að þau rúmlega 700 sveitabýli, sem
enn hafa ekki rafmagn, fái það fyrir lok ársins 1970.
Munu þau ýmist verða rafvædd af Héraðsrafmagns-
veitum rikisins eða býli, sem ógerlegt þykir að
leggja rafmagn að vegna fjarlægðar, fá það
frá einkarafstöðvum. Til þess að auðvelda
ábúendum þeirra að koma upp rafstöðvum hafa lán
Raforkusjóðs til einkarafstöðva verið stóraukin á síð-
ustu árum. Hefur Raforkusjóður á árunum 1960—■
1966 veitt 603 lán til einkarafstöðva samtals að fjár-
hæð 22,8 millj. kr., þar af 196 lán á árinu 1966 einu að
fjárhæð 10,2 millj. kr. Öll árin 1948—1959 námu þessi
lán Raforkusjóðs samtals 9,9 millj. kr.
Virkjunarrannsóknir.
Virkjunarrannsóknir hafa verið umfangsmeiri á
undanförnum árum en nokkru sinni fyrr. Hefur ver-
ið um að ræða bæði vatnamælingar, landmælingar,
jarðfræðirannsóknir, ísarannsóknir o.fl.
Áður en ákvörðun var tekin um Búrfellsvirkjun,
voru 36 virkjunarstaðir um land allt rannsakaðir all-
nákvæmlega, m.a. fór fram rækileg könnun á virkjun
við Dettifoss. Upplýsingar, sem fengust við þær rann-
sóknir munu koma að góðu gagni við ákvarðanir um
virkjanir í framtíðinni.
Á árunum 1960—1966 hefur verið varið u.þ.b. 109
Inillj. kr. til virkjunarrannsókna, en áður hafði verið
varið til þeirra aðeins u.þ.b. 4 millj. kr. árlega.
14 Á FRAMFARALEIÐ
13. maí 1967