Morgunblaðið - 13.05.1967, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.05.1967, Qupperneq 16
er að ljúka við sumarið 1967. Verður þá bílfært í Ol- æfi að austan. Vantar þá aðeins um 30 km. veg um Skeiðarársand til þess að akfært sé orðið urhhverfis landið allt. Þjóðvegakerfið er nú orðið um 9,5 þúsund km langt. Sýsluvegir og fjallvegir ekki meðtaldir. Við setningu vegalaganna 1963 var það rúmiega 8,2 þúsund km langt, en með gildistöku þeirra var talsverðum hluta sýsluveganna bætt í þjóðvegakerfið. Aætlað er, að allt að helmingur umferðarinnar komi nú á þá 350 km, sem teljast til hraðbrauta. Hin mikla aukning í vegaframkvæmdum á viðreisn- artímabilinu verður bezt ljós, þegar athuguð er hin stórfellda hækkun á fjárframlögum til vegamála á þessu tímabili. Arið 1958, síðasta ár vinstri stjórnar- innar, var varið 83 millj. kr. til vegamála, en árið 1966 var varið til þeirra 340 millj. kr., eða rúmlega 400% hærri fjárhæð en 1958. f vegaáætlun fyrir árið 1965—1968 er gert ráð fyrir framkvæmdum í vegamálum fyrir allt að 1.500 millj. kr. á áætlunartímabilinu. Véla- og tækjakostur Vegagerðar ríkisins hefur verið aukinn mjög allra síðustu árin, og verulegu fjár- magni er nú varið á ári hverju til tilrauna við vega- og gatnagerð. Flugsamgöngur. Flugfloti íslendinga hefur vaxið mjög á síðustu ár- um. Flugsamgöngur bæði innanlands og við útlönd hafa aukizt að sama skapi. Ríkisvaldið hefur stuðlað að þessari þróun með margháttaðri aðstoð við flugfélögin og aukinni flug- vallagerð. Heildarflutningsgeta tveggja aðalflugfélaganna I landinu, Loftleiða og Flugfélags Islands, er nú 1550 farþegar með 17 flugvélum. Arið 1959 áttu þau 11 flugvélar, sem tóku samtals 500 farþega. Flutnings- geta þeirra hefur því rúml. þrefaldazt frá árinu 1959. Flugfélögin hafa endurnýjað flugflota sinn að veru- legu leyti á síðustu árum. Loftleiðir hafa fengið fjór- er flugvélar af gerðinni Rolls Royce 400, en þrjár þeirra taka fleiri farþega en nokkrar aðrar flugvélar 6em nú eru í förum á Atlantshafsleiðinni, 189 farþega hver. Kaup Flugfélags íslands á tveimur flugvélum af gerðinni Fokker Friendship, sem taka 44 farþega hvor, hafa haft mikil áhrif á þróun innanlandsflugs- ins, en félagið hefur pantað þriðju vélina af þessari gerð. Flugfélag fslands hefur nú samið um kaup á fyrstu þotunni til landsins, en hún verður af gerðinni Boeing 727, og er væntanleg til landsins á þessu ári. Verður hún notuð í utanlandsflugi félagsins. Fjöldi farþega í innanlandsflugi hefur vaxið mikið. Árið 1965 voru farþegar í innanlandsflugi F.I og þriggja smáfélaga rúmlega 103 þúsund, og samsvarar sá farþegafjöldi því, að meira en helmingur lands- manna hafi ferðazt flugleiðis innanlands það ár. Þessi farþegafjöldi er um það bil tvöföldun frá árinu 1960, Ferðir íslendinga til útlanda með flugvélum hafa einnig aukizt mjög mikið. Arið 1965 fóru rúmlega 15.800 íslendingar til útlanda með flugvélum, sem er meira en 100% aukning frá árinu 1960, en það ár ferðuðust rúmlega 7.500 Islendingar flugleiðis til út- landa. Árin 1960—1966 var fjármunamyndun í flugvöllum, flugöryggistækjum og byggingum í sambandi við flug- samgöngur samtals 178 millj. kr. miðað við verðlag ársins 1966. Ef flugfloti fslendinga og þáttur flugsins í sam- göngumálum hér á landi er borinn saman við flug- flota og flugsamgöngur með öðrum þjóðum, kemur í Ijós, að fslendingar eru nú 1 hópi mestu flugþjóða í heiminum. Hafnir og vitar. Framkvæmdir við hafnarmannvirki og vita hafa verið mjög miklar á undanförnum árum. A árunum 1960—1966 var varið samtals 1.036 millj. krónum (miðað við verðlag ársins 1966) til þessara fram- kvæmda, eða 148 millj. kr. að meðaltali á árL Hafnarframkvæmdum undanfarinna ára má skipta í tvo aðalflokka: annars vegar framkvæmdir við nokkur stór hafnarmannvirki og hins vegar minni hafnargerðir víðs vegar um landið. Kostnaðarsamastar af einstökum hafnarfram- kvæmdum hafa verið landshafnirnar í Rifi á Snæ- fellsnesi og í Keflavík, hafnargerðin í Þorlákshöfn, sem samkvæmt lögum frá sl. ári hefur verið gerð að landshöfn, og framkvæmdir við hafnir í Reykjavík, Grindavík, Vestmannaeyjum, Sandgerði og Bolungar- vík. Póstnr og sími. Ekki er ofmælt, þó að fullyrt sé, að bylting hafi orðið í símamálum landsins með hinu stórbætta tal- Sjálfvirka símakerfið nær til æ fleiri landsmanna. 16 Á FRAMFARALEIÐ IJnnið að hal'nargerð. sambandi við útlönd og hinni miklu fjölgun sjálf- virkra símstöðva í landinu síðustu árin. Árið 1960 gerði póst- og símamálastjórnin áætlun um að gera símakerfið sjálfvirkt um land allt, en fyrstu sjálfvirku símstöðvarnar voru settar upp í Reykjavík og Hafnarfirði árið 1932 og árið 1950 á Akureyri. Framkvæmd þessarar áætlunar hefur miðað vel áfram. Árið 1960 voru teknar í notkun sjálfvirkar stöðvar í Gerðum, Grindavík, Keflavík, Innri-Njarð- vík og Sandgerði. Árið 1963 í Kópavogi og Vestmanna- eyjum. Árið 1964 á Akranesi og austan til í Reykja- vík (Selási). Árið 1965 á Dalvík, Húsavík, Raufarhöfn, Hjalteyri, Borgarnesi og Höfnum. Arið 1966 í Siglu- firði og Hvalfirði og á Selfossi, Stokkseyri og Eyrar- bakka og Þorlákshöfn. Og árið 1967 á Olafsfirði, Hvolsvelli og Hveragerði. Á árinu 1965 var opnað sjálfvirkt símasamband milli Reykjavíkur og Akur- eyrar, og þar með var komið samband milli allra sjálfvirkra stöðva á landinu. Stefnt er að því að gera símakerfið sjálfvirkt á öllu landinu á næstu árum. Langlínusamtölum innanlands hefur fjölgað feiki- mikið undanfarin ár. Arið 1960 voru þau rúmlega 2,2 millj. og fóru 13,7% þeirra um sjálfvirkar stöðvar. Árið 1965 var tala langlínusamtala innanlands komin upp í tæpar 4,8 millj., og þar af fóru 53,1% um .sjálf- virkar stöðvar. 1 árslok 1966 voru 58.400 símatalfæri í notkun á öllu landinu, sem svarar til þess, að þrír og hálfur íbúi sé að meðaltali um hvert talfæri. Þá voru 79,7% allra talfæra á landinu tengd sjálfvirkum símstöðv- um. í árslok 1959 voru símatalfæri 37.274. Talsamband við útlönd hefur batnað mjög mikið á undanförnum árum. 1 janúar 1962 var opnað talsam- band við Evrópu um nýjan 24 talrása sæsímastreng, (Scotice), sem liggur frá íslandi um Færeyjar til Skotlands. Og í ágúst 1963 var opnað nýtt talsam- band við Ameríku um sæssímastreng (Icecan), sem liggur milli íslands og Nýfundnalands (Kanada). Fjöldi simtala við útlönd hefur margfaldazt eftir til- komu hinna nýju sæsímastrengja. í apríl 1962 var komið á telex-sambandi við út- lönd. Er það notað af stofnunum og fyrirtækjum, sem hafa mikil skipti við útlönd, og fer notkun þess ört vaxandi. í árslok 1966 voru 29 telex-notendur hér á landi —O— Póstþjónustan hefur batnað verulega síðustu árin. Berst póstur nú fljótar milli landshluta en áður, sér- staklega vegna aukinna flugsamgangna. 13. maí 1967

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.