Morgunblaðið - 13.05.1967, Síða 22

Morgunblaðið - 13.05.1967, Síða 22
Lausn landhelgis- deilunnar við Breta Með viðurkenningu brezku ríkisstjórnarinnar á 12 sjómílna fiskveiðilandhelgi við ísland árið 1961 fengu fslendingar einn sinn stærsta stjórnmálasigur í við- skiptum við aðrar þjóðir. I>á lauk hinni alvarlegu og oft lífshættulegu deilu milli Islendinga og Breta, sem hófst, er fslendingar færðu út fiskyeiðilandhelgi sína úr fjórum sjómílum í 12 sjómílur hinn 1. september 1958. Aðalatriði samkomulags íslenzku og brezku ríkis- stjórnanna um lausn fiskveiðideilunnar, sem undir- ritað var 11. marz 1961, voru þessi: 1) Brezka ríkisstjómin viðurkenndi 12 sjómílna fiskveiðilandhelgi við Island. ' 2) Brezka ríkisstjórnin viðurkenndi þýðingarmikl- ar breytingar á grunnlínum á fjórum stöðum umhverfis landið, en af þeim leiddi 5065 ferkm. stækkun fiskveiðilandhelginnar til viðbótar út- færslunni 1958. I 3) Brezkum skipum var heimilað að stunda veiðar á takmörkuðum svæðum á milli 6 og 12 sjómílna beltisins um takmarkaðan tíma á ári næstu þrjú árin, en þessar undanþágur féllu að öllu leyti nið ur 11. marz 1964. 4) Ríkisstjóm fslands lýsti því yfir, að hún mundi halda áfram að vinna að framkvæmd ályktun- ar Alþingis frá 5. maí 1959 varðandi útfærslu fiskveiðilögsögunnar við Island og að ágrein- ingi um hugsanlegar aðgerðir skyldi vísað til Alþ j óðadómstólsins. I>að var ekki einungis hér á landi, sem litið var á eamkomulag þetta sem mikinn sigur fyrir íslendinga, heldur og erlendis, ekki sízt í Bretlandi. Samtök brezkra útgerðarmanna héldu því t.d. fram, að brezk etjómarvöld hefðu gefizt upp fyrir Islendingum. Þrátt fyrir þessi hagkvæmu málalok fyrir íslendinga beitti stjórnarandstaða Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins sér ákaft gegn samkomulaginu, bæði á Aiþingi og utan þess. Grundvöllurinn að lausn deilunnar var lagður í við- ræðum forsætisráðherra íslendinga og Breta, Olafs Thors og Harolds Macmillans á Keflavíkurflugvelli haustið 1960, því að þá tókst að afla skilnings brezka forsætisráðherrans á nauðsyn íslendinga til útfærslu landhelginnar. Samkomulagið um lausn deilunnar, sem síðan var gert, er vafalaust það verk viðreisnarstjórnarinnar, eem einna lengst mun halda uppi hróðri hennar. Efld landhelgisgæzía MEB tilkomu varðskipsins Öðins árið 1960, gæzlu- flugvélarinnar TF-Sif árið 1962 og gæzluþyrlunnar TF-Eir árið 1965 hefur tækjakostur Landhelgis- gæzlu íslands verið aukinn mjög mikið og aðstaða hennar til þess að gæta landhelginnar og rækja önn- ur störf, sem henni hafa verið falin, orðið auðveld- ari. Hlutverk Landhelgisgæzlunnar í nýrri heildarlöggjöf um Landhelgisgæzlu íslands segir, að það sé hlutverk hennar: 1) að hafa með höndum almenna löggæzlu á hafinu umhverfis ísland, jafnt innan sem utan land- helgi; 2) að veita hjálp við björgun manna úr sjávar- háska eða á landi, svo og að annast aðkallandi sjúkraflutninga; 3) að aðstoða eða bjarga bátum eða skipum, sem kunna að vera strönduð eða eiga í erfiðleikum á sjó við ísland, ef þess er óskað; 4) að veita afskekktum stöðum eða byggðarlögum nauðsynlega hjálp eða aðstoð, þegar eðlilegar samgöngur bregðast af ófyrirsjáanlegum orsökum; 5) að sjá um sjómælingar og taka þátt í hafrann- r sóknum, fiskirannsóknum, botnrannsóknum og öðrum vísindastörfum; 6) að tilkynna, fjarlægja og gera skaðlaus reköld, tundurdufl, sprengjur eða aðra hluti sem sjófar- endum eða almenningi getur stafað hætta af; 7) að aðstoða við framkvæmd almannavarna, al- mennrar löggæzlu, lækna- og toll- og vitaþjón- ustu, eftir því sem aðstæður leyfa eða ákveðið kann að vera sérstaklega. Þýðingarmest af þessum verkefnum landhelgisgæzl- unnar eru gæzla fiskveiðilögsögunnar og björgunar- störf, en tvö varðskipanna, Ægir og María Júlía, hafa tekið mikinn þátt í hafrannsóknum við landið jafn- hliða gæzlustörfum sínum. Nýtt varðskip og þyrla Nú standa fyrir dyrum mikilvægar umbætur á tækjakosti landhelgisgæzlunnar. Á næsta ári er vænt- anlegt til landsins nýtt varðskip, sem samið var um smíði á í júlí 1966, en hið nýja skip, er kosta mun um 83 millj. kr., verður nokkru stærra og með afl- meiri vélum en nýi Oðinn. Þá er í athugun að kaupa stóra tveggja hreyfla gæzlu- og björgunarþyrlu, sem talið er, að annað gæti verkefnum gæzluflugvélar- innar Sif og jafnvel einnig verkefnum minni varð- skipanna. Sjónvarp Frá sjónvarpsupptöku. ÚTSENDINGAR íslenzks sjónvarps hófust 30. sept- ember 1966. Hafði þá undirbúningur sjónvarpsins að- eins tekið u.þ.b. tvö ár. Sú reynsla, sem þegar er feng- in af hinu íslenzka sjónvarpi, lofar góðu um, að sjón- varpið múni í framtíðinni verða sú menningarstofn- un og skemmtitæki, sem að er stefnt. í fyrstu- voru sendingardagar sjónvarpsins tveir í hverri viku, en í byrjun desembermánaðar 1966 var þeim fjölgað í þrjá. Frá því í byrjun febrúar 1967 hefur verið sjónvarpað fjóra daga í viku, en áætlað er, að sendingardögum verði fjölgað í fimm í viku 15. maí nk. og í sex í viku 1. september nk. Sjónvarpið nær nú þegar til 120—125 þúsund manns eða nálægt 2/3 hluta allra landsmanna. Talið er, að þegar séu í noktun a.m.k. 16 þúsund sjónvarpsviðtæki í landinu, en það svarar til þess, að u.þ.b. 8 manns séu um hvert viðtæki á því svæði, sem sjónvarpið nær til. Mikil áherzla er lögð á að hraða dreifingu sjón- varpsins um landið. Auk aðalsendisins á Vatnsenda- hæð hafa verið settar upp minni endurvarpsstöðvar í Vestmannaeyjum, Eyrarbakka, Grindavík, Borgarnesi og Vík í Mýrdal. Alveg á næstunni verður reist stór endurvarpsstöð í Vestmannaeyjum, sem mun ná til mikils hluta Suðurlandsundirlendis, stór endurvarps- stöð á Skálafelli, sem verður miðstöð dreifikerfisins um landið, og endurvarpsstöð á Vaðlaheiði, sem ná mun til Akureyrar og nærsveita. Þá verða settar upp stórax endurvarpsstöðvar á Háafelli í Mýrdal, á norð- anverðu Snæfellsnesi og á Fjarðarheiði. Er að þvl unnið, að þessum framkvæmdum verði lokið á næstu 2—3 árum. Áætlað er, að sjónvarpið nái til nær allra lands- manna einhvern tíma á árabilinu frá 1971 til 1973. Stofnkostnaður sjónvarpsstöðvarinnar í Reykjavík, að undirbúningskostnaði meðtöldum, mun nema tæp- lega 80 millj. kr. í kostnaðaráætlun, sem gerð var árið 1964, var gert ráð fyrir, að kostnaður við dreifi- kerfið um landið mundi nema 150 millj. kr. Tekjur til að standa straum af kostnaði við stofn- un sjónvarpsins hafa verið þessar: 1) Einkasölugjöld af sjónvarpsviðtækjum hafa frá árinu 1961 verið lögð í sérstakan sjóð í þessu skyni. 2) Frá 1. júlí 1964 hafa öll aðflutningsgjöld að sjónvarpsviðtækjum ver- íð látin renna í sama sjóð. Um sl. áramót námu þessar tekjur sjónvarpsins samtals tæplega 85 millj. kr. — Eftirleiðis munu allar tekjur af aðflutningsgjöld- um af sjónvarpsviðtækjum ganga til uppbyggingar dreifikerfisins um landið. Og skömmu fyrir sl. ára- mót voru samþykkt á Alþingi lög, sem heimila ríkis- stjórninni að taka 25 millj. kr. lán til þess að hraða dreifingu sjónvarpsins um landið. Áætlað er, að árlegur reksturskostnaður sjónvarps- ins muni nema u.þ.b. 45 millj. kr., en sá kostnaður á að greiðast af afnotagjöldum og auglýsingatekjum sjónvarpsins. Afnotagjald hefur verið ákveðið kr. 2.400.00 á ári fyrir hvert viðtæki. 22 Á FRAMFARALEIÐ 13. maí 1967

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.