Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 1
BLAD lí 21. MAÍ 1967 40 ARA AFMÆLIRUGS LINDBERGS EFTIR RALPH DIGHTON Þessi mynd var tekin af Lind berg við flugvél sína skömnm áður en hann lagði af stað í ferð sína einn yfir Atlantshafið. (AP) (Associated Press) Rödd í útvarpinu segir: „Litlu geim- fari með einum manni var í dag skotið áleiðis til tunglsins. Geim- farið var svo hlaðið af elds- neyti, að ekki þótti ráðlegt að hafa með loftskeytastöð og ekk- ert hefur spurzt af ferðum flug- mannsins." Hljómar þetta ósennilega? Líklega er það, — en fyrir nákvæmlega 40 árum heyrðust tíðindi í útvarpinu, sem vöktu álíka furðu þá og þessi mundu gera í daig. Að morgni 20. maí, árið 1927, lagði Charles A. Lind- berg af stað yfir Atlantshafið í veikbyggðri eins mann flugvél, drekkhlaðinni af benzíni. Hann lenti 33% klukkustundu síðar í París og var þar með fyrstur manna til að fljúga einn í ein- um áfanga yfir Atlantshafið. Lindberg varð að þjóðarhetju á einni nóttu, og þótt hann hafi heldur reynt að komast hjá um- tali í fréttum, er nafn hans í fremstu röð brautryðjenda flugs- ins. Það er því auðséð, að „Lucky Lindy“ gerði meira en að setja vegalengdarmet, —■ met voru slegin ört á þeim dög- ■Um eins og nú. Framlag Lind- bergs til flugsins með ferðinni yfir Atlantshafið var að beina sjónum fólks til lofts, fremur en nokkur annar maður hafði gert á undan honum. John Glenn, fyrsti bandaríski geimfarinn, lætur svo í ljós að- dáun sína á Lindberg: „Hann vildi á þeim tíma vekja athygli heimsins á hinum geysilegu möguleikum flugvéla sem sam- göngutækja. Honum tókst það heldur betur.“ Eftir ævintýri Lindbergs vakn- aði slíkur almennur áhugi á flugi að hann leiddi til stærri og stærri afreka á því sviði, svo að nú liggur ekki annað fyrir en að senda mannað geimfar til tungls- ins. Nú rúmlega hálfum manns- aldri síðar eru mörg flug yfir Atlantshafið daglega. Og 150 manna þotur komast fimm sinn- um hraðar en flugvél Lindbergs, sem gekk 122 mílur á klst. A næsta leiti er svo almenn notkun farartækja, sem fljúga hraðar en hljóðið. Þau munu flytja far- þegar þessa 3.600 mílna vega- lengd, sem tók Lindberg einn og hálfan sólarhring, á tveimur klukkustundum. Helzta fyrirmynd þessara hrað- fleygu farþegaþota (Supersonic transports, SST) er hin risastóra XB70A-sprengjuþota, sem þegar hefur verið reynd um skeið með 2.000 mílna flughraða á klst. Oj-rustuþotur frá XI upp í X15 hafa slegið hver annarar hraða- met allt upp í 4.200 mílur á klst. í gufuhvolfinu, — eða komizt sex sinnum hraðar en hljóðið. Utan gufuhvolfsins hafa bandarískir geimfarar eytt meira en 2.000 klst. sveimandi um- hverfis jörðina á næstum 18.000 mílna hraða á klst. í þröngum eins eða tveggja manna hylkjum. Þeir eru að æfa sig undir þriggja daga ferð til tunglsins. Á 40 árum hefur fluginu farið svo fram, að ferðalag milli heimsálfa er barnaleikur, — næst liggur fyrir að brúa bilið milli hnatta geimsins. En fram- farirnar hafa ekki komið af sjálfu sér. Smám sarman hefur ný vísinda- grein orðið til á þessum tíma. Þótt flugvél Lindbergs, „Spirit of St. Louis“, væri ólíkt betri en kláfar þeir, sem hann lærði að fljúga í, var hún þó aðeins málm- og trégrind með dúk strengdum utan á. Það var ekki fyrr en hann og nokkrir aðrir fífldjarfir strákar milli 1920 og 1930 höfðu sýnt fram á mögu- leika flugsins, að endurbótum farartækjanna tók að fleygja fram. Hjólin voru dregin upp, strax og komið var á loft, til að draga úr loftmótstöðunni. Hætt var að burðast með kælivatn á hreyfl- ana, því að tekið var að nota loftið, sem flogið var um, til að kæla vélarnar. Betra eldsneyti og aðrar framfarir jóku afl. hreyflanna, svo að þeir gátu bor- ið þyngd málmskrokka, sem tek- ið var að nota í flugvélar til að geta mótað lögun þeirra betur, minnkað loftmótstöðuna og auk- ið hraðann. Upp úr 1930 voru flugvélar orðnar sæmilega örugg, ekki svo mjög dýr farartæki og tóku að flytja fólk og vörur í stórum stíl. Með Boeing 247, árið 1933, og Douglas DC-vélunum, sem fyrst komu til sögunnar 1934, varð flug að þægilegum ferða- máta. Endahnúturinn á þægind- in var rekinn með því að hljóð- einangra farþegarýmið. Skömmu fyrir siðari heims- styrjöldina var tekið að nota flugvélar með fjórum hreyflum, og hófust þá reglulegar ferðir yfir úthöfin. Þá var hægt að komast kringum hnöttinn á 4 sólarhringum með því að kaupa sér far með áætlunarflugum ým- issa félaga. Þegar heimsstyrjöldin brauzt út riðaði Bretland til falls undan fyrstu árásum þýzkra sprengju- flugvéla, en náði sér fljótlega og hóf með aðstoð bandariskra flugvéla sprengjuárásir á helztu iðnaðarsvæði Hitlers 24 klukku- stundir á sólarhring. B17 fljúg- andi virki og B24 Liberator-vél- ar og brezkar Lancaster-vélar flugu gegnum kúlnahríð loft- varnabyssa og orrustuflugvéla óvinanna með nægilega mikið af sprengjum til að jafna við jörðu heilar borgir. Á Kyrrahafi þurrkuðu Japan- ir út næstum allan herskdpaflota Bandaríkjanna með árásinni á Pearl Harbour, en þeir sökiktu ekki flugvélamóðurskipunum, enda voru þau í fararbroddi í herferð Bandaríkjamanna um Kyrrahaf til Japans. B29 sprengjuflugvélar, sem höfðu bækistöðvar á Marianas-eyjuum, lögðu japanskar borgir í eyði. Og síðan voru Hiroshima og Nagasaki næstum alveg þurrkað- ar út í fæðingu atómaldarinnar. Atómsprengjunum var varpað úr fjögurna skrúfuhreyfla B29-flug- vélum. Hinum megin á hnettinum voru þýzkir og brezkir vísinda- menn að vinna að framleiðslu þrýstiloftshreyfla og eldflauga. Fyrsta þrýstiloftsknúna flugvélin var framleidd af Þjóðverjum og hét Heinckel HE 178. Reynslu- flug hennar var 27. ágúst 1939. f maí 1941 hóf fyrsta Gloster- þotan sig á loft í Bretlandi. Fyrsta bandaríska þotan, Bell XP59A, fór í reynsluflug 1. októ- ber 1942, af Edward Air Force Base í Kaliforníu. í stríðslok áttu Þjóðverjar 1.300 tveggja hreyfla orrustu- þotur af gerðinni ME262, en þær kornu of seint til skjalanna til að hafa áhrif á úrslit styrjaldarinn- ar. Of seint komu einnig fjar- stýrð vopn Þjóðverja, mannlausa þotan VI með tonni af sprengi- efnd og eldflaugin V2, sem var skotið 60 mílur í loft upp og náði til skotmarka í 200 mílna fjarlægð. Þetta voru undanfarar langfleygra kjarnorkueldflauga nútímans. Eftir stríðið stöðvaðist flug- vélaiðnaðurinn næstum, en tók innan skamms aftur til óspilltra málanna og þá af meira krafti en nokkru sinni áður. Boeing- verksmiðjumar smíðuðu KC 135- tainkflugvélina, sem gat fyllt af eldsneyti minni flugvélar á lofti og þannig gert þær langfleygar. Síðar komu B52-vélarnar með kjarnorkusprengjur í stað elds- neytis og átta þrýstiloftshreyfla. Fjögurra hreyfla farþegaþotur, einkum Boeing 707 og Douglas DC-8, veittu meiri þægindi og hraða í áætlunarflugi en dæmi voru til áður. Nú var ekki orðin nema nokkurra klukku- stunda ferð milli meginland- anna. Flugvéladðnaðurinn óx hröðum skrefum og tók geysilegum fram- förum. Árið 1957 var hann orð- inn stærsta iðngrein Bandaríkj- anna, með um 900 þúsund manns í þjónustu sinni. Auk þotanna var nú tekið að framleiða þyrl- ur. Þær voru í fyrsta skipti not- aðar í hernaði í Kóreustriðinu, og gegna nú geysimikilvægu hlutverki í Víetnam, þar sem þúsundir þyrla bera byssur, ann- ast liðsflutninga og eru við bj örgunarstörf. Með notkun þotanna steig tala flugfairþega óðum. f Bandarikj- unum einum flugu um 100 millj- ónir manna 1966, en árið, sem Lindberg flaug yfir Atlantshaf- ið aðeins 6 þúsund manns. En þótt flugið hafi tekið slík- um framförum á siðustu 40 ár- um, eru ekki öll vandamál þess leyst. í dag hafa menn t. d. sí- aiuknar áhyggjur af flugumferð- arös í lofti og á flugvöllum og af hinum geysilega hávaða, sem fylgir flugvélum. Flugvellirnir í dag eru talsvert stærri en tún- blettimir, sem lent var á fyrr á tímum, en fyrir ofan þá sveima þó kannski 80 flugvélar, sem bíða eftir lendingarleyfi. í flug- stjórnarturninum sitja starfs- mennirnir sveittir við að reyna að ná þessum vélum öllum niður á jörðina heilum á húfi. Þeim tekst það ekkd alltaf. Stærsta flugslys allra tíma, var þegar tvær flugvélar rákust á yfir New York 15. desember 1960. Þá fóx- ust 134 menn. Nú á að fara að smiða flug- vélar, sem taka 700 farþega. Margir eiga kannski eftir að óska þess, að þeir ættu eins greiða leið um loftin og Lindberg, sem flaug í einn og hálfan sólarhring án þess að sjá aðra flugvél. Nokkur hula hvílir yfir þætti Lindbergs í sögu flugsins síð- ustu fjóra áratugina. Um 20 ára skeið reyndi hann að koma í veg fyrir að á hann væri minnzt í blöðum. Vitað er þó, að þessi fyrrverandi fallhlífarstökkvari og djarfi listflugmaður hefur lagt fnam sinn skerf til ýmissa fram- fara flugsins. Tveimur árum eft- ir hið fræga flug sitt gekk hann í þjónustu Pan American flug- félagsins, var gerður að sérfræði- legum ráðunaut fyrirtækisins og stjórnaði m. a. því, hvernig kom- ið var á flugsamgöngum við Evrópu og Austurlönd. Snemma Framihald á bls. 2. Framfarir á 40 árum. Á efri myndinni sést flugvél Lindbergs „Spirit of St. Louis“ á flugi yfir San Diego í maí 1927, en á hinni neðri Boeing 733, ein SST (Supersonic transport) þotanna, sem innan skamms munu fara milli New York og Parísar á 2 klukkustundum eða um 17 sinn- um skemmri tima en Lindberg á „Spirit of St. Louis“. (AP)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.