Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1967. Séð yfir hluta af prjónadeild salarins á Akranesi. Prjónavél- arnar standa þarna í röðum, e n Vi hluti þeirra sést ekki. Á þessari mynd sést frá vinstri, tékkneskur sérfræðingur, sem er að yfirfara eina prjónavélina og síðan er Ingi Þorsteinsson fr amkvæmdastjóri Sokkaverksmið junnar Evu. „Konur ættu ekki að þuría að ganga berfættar á íslandi", — segir Ingi Þorsteinsson, framkvæmda- " " stjóri sokkaverksmiðjunnar Evu, sem s.L 3 ár hefur framleitt yfir milljón sokka „Á þeim iiðiega þremur árum, sem Sokkaverksmiðjan Eva á Akranesi hefur starfað og hóf að framleiða kvensokka úr gerfi- efnum, hafa verið framleidd lið- lega 1 milljón pör. þar af hefur verið flutt út um 130 000 pör, en tæplega milljón fyrir innanlands- markað, — Þær ættu ekki að þurfa að ganga berfættar. kon- urnar á fslandi." sagði Ingi Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Sokkaverksmiðiunnar Evu. þeg- ar hann boðaði blaðamenn á sinn fund upp á Akranes á miðviku- daginn til að kynna þeim ýmsar nýungar í verksmiðjurekstrinum. „Við höfum nýlega samþykkt að auka hlutafé verksmiðjunnar úr 4 milljónum í 7 milljónir. og hefur þegar safnazt mest af því fé, en í ráði er að bjóða út 2 milljónir á almennum markaði. Við vinnum hérna með vakta- vinnufyrirkomulagi. og er unnið af starfsstúlkum á 4 tíma vökt- um. Höfum við þetta svo. til þess að geta veitt húsmæðrum tækifæri til vinnu utan heimil- isins, sem ekki gengur of nærri öðrum heimilisstörfum. Oft hefur verksmiðjan átt við skilningsleysi lánastofnana að etja, og stafaði það fyrst af því, að því er talið var, að starfsemi hennar myndi taka vinnuafl frá frystihúsunum á Akranesi, en með minnkandi afla þar, hefur svo farið að sívaxandi eftirspurn er eftir vinnu hjá verksmiðj- unni. Hér á Akranesi eru nú starf- ræktar 25 prjónavélar. og er tala starfsfólks þar núna 11. Telja ber til algerrar nýungar, að í apríl 1966 var keypt til landsins litunarverksmiðja, sem vegna húsnæðisskorts á Akranesi varð að setja niður í Reykjavík. Höfum við verið beppnir með vélár þessar, og skila þær góð- um árangri. Við litun. pökkun og dreifingu starfa nú 6 manns. Fyrirtækið hefur jafnan átt við ástand meiri eftirspurnar en framboðs að búa. Er þá einungis innanlandsmarkaðurinn tekinn með í reikninginn, þannig að öll framleiðslan er fyrirfram seld. Enda þótt fyrirtækið starfræki prjónavélarnar í 19% klst. á sól- arhring, höfum við átt við marg- víslega erfiðleika að etja, og eru þeir aðallega þrennskonar: í fyrsta lagi rekstursfjárskort- ur. og fjárskortur til fjármagns- myndunar. í öðru lagi var hér um algert brautryðjendastarf að ræða í ís- lenzkum iðnaði, og krefst það mikillar tækniþjálfunar. Arlega koma a. m. k. tveir erlendir tæknifræðingar til eftirlits véla og þjálfunar starfsfólks. Hver innlendur starfsmaður við prjónavélar þarf minnst 3—6 mánaða þjálfun áður en hann gengur sjálfstæðar vaktir. Á slíku byrjunartímabili koma fyrir slys, sem kostað geta stór- fé í viðgerðir. að ekki sé minnst á rekstrarstöðvun. „Og okkur dettur ekki í hug,“ sagði Ingi Þorsteinsson. ..að draga dul á þá staðreynd, að í byrjun urðu miklir erfiðleikar á starf- seminni, sem sköpuðust vegna tæknigalla í framleiðslunni, sem jafnvel hinir erlendu sérfræð- ingar sáu ekki fyrir. Má þar helzt til nefna lítið rakastig, þannig að efnið i sokkunum þoldi það ekki. Úr öllum þessum göllum höfum við bætt, og nú framleið- um við fyrsta flokks vöru sam- keppnisfæra hvar sem er enda hefur hún líkað vel. Einnig má bæta því við. að mikið óhagræði var að því að þurfa að senda alla sokka til lit- unar til Belgíu. Miklar vanefnd ir og dráttur varð að hálfu hinna erlendu verktaka með iitun. og jafnvel nú. einu ári eftir að litun og fullnaðarfrágangur framleiðslunnar hefst hérlendis, þá eigum við talsvert magn af- urða óendurheimt frá hinum er- lendu verktökum. Við höfum jafnan átt sæti í ai- þjóðlegum samtökum framleið- enda kvensokka, en þau samtök ákveða tízku og tízkuliti ár fram í tímann. Fundir eru haldnir tvisvar á ári. f júnl 1966 var lit- urinn MELON valinn fyrir sum- arið 1967, en það er frekar ljós litur. Nú hefur orðið hér alger kúvending, því að tízkuliturinn fyrir vetrarmánuðina 1967—1968 er frekar dökkur og mun senni- lega bera annaðhvort nafnið Derby eða Ascot. Þetta gildir fyrir öll lönd álf- unnar. Og með þessari þátttöku okkar í þessum samtökum vitum við alltaf fyrirfram, hvernig lit- irnir breytast, og þess vegna get- um við haft það í hendi okkar. að viðskiptavinir okkar hrúgi ekki Skozku hjónin i litunarverk- smiðjunni, og þar er nú nóg að gera. upp úreltum litum. Auk þess framleiðum við táningasokka í miklu úrvali, og glitsokkarnir hafa orðið vinsælir. Hingað til höfum við notað hið venjulega dreifingarkerfi innanlands, látið heildsala dreifa vörunni til smásala, og hefur framleiðsla okkar verið seld með 20 mismunandi, en lögvernduð- um, vörumerkjum m. a. Ballerína og Stiles. Stjórn verksmiðjunnar hefur nú ný- verið ákveðið að hefja dreif- ingu til smásöluverzlana á sokk um með framleiðslumerkinu ,,Ballerína“. og munu þeir kosta frá 27—34 krónum út úr búð, og eru þó í sérstökum gæðaflokki." „Eins og ég sagði áðan,“ bætti Ingi við, „hefur verið um tals- verðan útflutning að ræða, en hann gæti verið miklu meiri. A árunum 1965 og 1966 fluttum við 130 000 pör út, og 1966 feng- um við pöntun á 1.8 milljónum para frá Finnlandi, sem myndu hafa gefið um 13 milljónir króna í gjaldeyristekjur þá. En vegna rekstrarfjárskorts var ekki hægt að taka þessari pöntun. Við- skiptalega séð og þjóðfélagslega er mjög bagalegt að geta ekki staðfest slíka sölu. Samt munum við senda um 30 000 pör til Finnlands í þess- um mánuði, og fór fyrsta send- ingin utan með síðustu ferð Krónprins Frederik. Auk þess höfum við fengið pantanir frá Bandarikjunum og jafnvel frá Ástralíu, svo að eitt- hvað sé nefnt. Stjórnarformaður fyrirtækis- ins er núna Þorsteinn Þórarins- son. Við kappkostum að auka framleiðni verksmiðjunnar, og m. a. í því skyni er hér nú staddur tékkneskur sérfræðing- ur, og mun hann starfa hér í 4—6 vikur til að yfirfara vélar og þjálfa starfsmenn við prjóna- vélar." Þegar hér var komið sögu í samtali blaðamanna við Inga sýndi hann okkur verksmiðjuna, og kynnti okkur starfsemi henn- ar. Þetta er mikið völundarhús, og lítt skiljanlegt leikmönnum, og þeir tala með virðingu þar efra um vélina, sem búin er að framleiða 38 000 pör af nylon- sokkum, svo að eitthvað hefur sú á samvizkunni. Við sáum, hvern- ig stúlkurnar prófuðu stærð sokkanna, leituðu að göllum þeirra, en það er regla hjá þeim, að ertginn sokkur fari frá þeim öðruvísi en 1. flokks. Allt ann- að er sett á verksmiðjuútsölu og selt fyrir minna en hálfvirði. Þeir eru vandir að virðingu sinni í Evusokkafyrirtækinu. Iútunarverksmiðjan nýja Eftir nokkurra tíma stanz á Akranesi var aftur haldið til höfuðborgarinnar með Akraborg, og þá haldið inn í Skúlatún 4, en þar er til húsa hin nýja lit- unarverksmiðja fyrirtækisins. Þar var nú aldeilis vérið að vinna. Hittum við þar fyrir Þor» stein Þórarinsson stjórnarfor- manri Evu. Sagði hann okkur frá skozku hjónunum, sem þarna vinna. „Þau eru mjög dugleg. Þegar þau byrjuðu hér, voru þau at- vinnulaus, og við hittum þau hjá Brian Holt uppi í sendiráði. Höfðu áður stundað fiskvinnu suður með sjó, og þar gengu þau í hið héilaga hjá séra Birni Jónssyni sóknarpresti í Kefla- vík, en þá unnu þau í fiskinum í Njarðvíkum. Konan er hjúkrunarkona að mennt, en hann er hálfgildings verkfræðingur og hinn mesti list imaður.“ „Hvað heitið þið?“ spyr blaða- maður. „Ég heitd Mike Malcolm Sutherland og þetta er konan min, Agnes Sutherland, fædd Milne. Og okkur fellur hér mjög vel og þénum mikla peninga, en samt erum við innan tíðar á för- um út aftur. Okkur hefur samt liðið hér ágætlega.“ í þessari litlunarverksmiðju fer einnig fram öll pökkun á sokkunum, og þegar þeir mæta augum kaupandans eru þeir i fallegum umbúðum, sem ekki gefa eftir hinum fegurstu frá „úttlandinu", og það sem meira er, eru jafnir að gæðum. Hinu má ekki heldur gleyma að geta um, að fyrirtækið framleiðir einnig sokkabuxur og venjuleg- ar kvenbuxur. Og með það kveðjum við Inga Þorsteinsson, sem af mikilli al- úð og gestrisni hefur leitt okk- ur um sali þessarar einu kven- sokkaverksmiðju á landinu, og það er gaman að kynnast þeirri bjartsýni, sem einkennir allt starf þessarar verksmiðju og for- ráðarnanna hennar. — Fr.S. Vörubifreið til sölu Til sölu er vörubifreið af gerðinni MAN, árgerð 1963. Bifreiðin er í góðu ásigkomu- lagi og með nýrri dieselvél. Góðir greiðslu- skilmálar. Upplýsingar gefur undirritað- ur, mánudag og þriðjudag í Samvinnu- tryggingum, Ármúla 3. Upplýsingar ekki veittar 1 síma. Friðjón Guðröðarson. Erum fluttir frá Frakkastíg 9 að Suðurlandsbraut 10. ATH: Sími okkar er nú 35277. Georg Ámundason & Co. Er traustasta merkið í sjónvarpstækjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.