Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAI 1967.
17
!vX<v!
BLENÐ
Gi<> AKK' i t'KS
Reykjavík.
Skólinn starfaði í 2 bekkjar-
deildum í vetur og hófu 20 nem
endur nám í skólanum s.l. haust.
Starfaði heimavist í skólanum
fyrir utanbæjarnemendur. Fyrsti
bekkur lauk fiskimannaprófi 1.
stigs hinn 31. marz sl., en það
próf samsvarar hinu minna fiski
manaprófi eða 120 tonna rétt-
indum.
Hæstu einkunnir við það próf
hlutu Friðrik Már Sigurðsson
og Bragi Guðmundsson, sem
voru jafnir með 7,31 sem er
ágætiseinkunn, næstur var Sig-
mar Magnússon einnig með ágæt
iseinkunn 7,27 og þá Gunnlaug-
ur Ólafsson frá ísafirði með 7,14,
Ólafur Eggertsson með 7,08.
Skólinn hefur nú starfað í 3
vetur og er útbúinn öllum nýj-
ustu siglinga- og fiskileitartækj-
um, eignaðist skólinn ENAC- lor
an af nýjustu gerð sl. vetur. Hafa
nú verið brautskráðir 42 sjómenn
með skipstjórnarréttindi frá
skólanum, 33 með hið meira
fiskimannapróf og 9 með 120
tonna skipstjórnarréttindi.
Við skólaslitin voru afhent
mörg verðlaun. Fyrir hæstu eink
unn við meira fiskimannapróf
fékk Hilmar Arinbjörnsson verð
laun frá Sjóvátryggingarfélagi
íslands, áletraða bréfapressu
einnig glæsilegan veggskjöld úr
brendum leir, áletraðan: „Sjó-
manaskóli Vestmannaeyja — fyr
ir hæstu einkunn 1967“. Eru
þessi verðlaun frá Einari Sig-
urðssyni útgerðarmanni og at-
vinnurekanda, en hann er gam-
all Vestmannaeyingur sem kunn
ugt er. Á Sjómannadaginn mun
Hilmari verða afhent verðlaun
skipstióra- og stýrimannafélags-
ins VERÐANDA, sem er mjög
vandað armibandsúr, áletrað
„Verðanda-úrið 1967“. Voru verð
laun þessi afhent í fyrsta skipti
í fyrra, en skipstjóra- og stýri-
mannafélagið Verðandj hefur á-
kveðið að gefa þessi verðlaun
frá unphafi skólans og mun Hörð
ur Elíasson, sem var hæstur á
lokaprófi vorið 1965 einnig fá
þessi verðlaun.
Kristján Öskarsson fékk stðra
landabréfabók sem verðlaun fyr
ir aðra einkunn. Úr verðlauna-
sjóði Friðfinns Finnssonar og
Ástu Sigurðardóttur fyrir reklu
semi og ástundun við nám fengu
4 nemendur verðlaun, Þeir Sig-
urjón Óskarsson, Andrés Þórar-
insson, Páll Pálmason og Matt-
hías Guðjónsson.
Kristján og Sigurión eru bræð
ur. synir Óskars Matthíasarson-
ar, sem varð fiskikóngur Vest-
mannaeyja 1966, og hafa þá 3
synir hans útskrifast frá skólan-
um, en Matthías óskarsson lauk
prófi í fyrravor.
Brautkráðir stýrimenn með
hið meira fiskimannapróf eru:
Andrés Þórarlnsson,
Árni Óli Ólafsson,
Hilmar Arinbjörnsson,
Kjartan Guðfinsson,
Kristján Óskarsson,
Matthías Guðjónsson,
Óskar Hallgrimsson,
Páll Pálmason,
Sigurjón Óskarsson og
Þór f. Vilhjálmsson.
í skólaslitaræðu sinni rakti
skólastjóri starf skólans á liðnu
Simi 22822 . 19775.
Pottamold
Blómaáburður
Flest til raflagna:
Rafmagnsvörur
Ileimilstæki
tJtvarps- og sjónvarpstæki
Rafmagnsvörubiíðin sf
Suðurlandsbraut 12.
Sími 81670 (næg bílastæði).
ári. Minntist hann í upp-
hafi drukknaðra og látinna sjó-
manna á liðnu skólaári og hinna
miklu sjóslysa við Vestfirði.
Sjómenn og atvinnufyrirtæki
í Vestmanaeyjum hafa sýnt skól
anum mikinn áhuga og stutt
hann veglega með gjöfum.
Gaf fyrirtækið NET hf. skólan
um 2 mjög vönduð hnattlíkön, þá
hefur Signrður Bjarnason skip-
stjóri í Svanhól gefið sextant og
Sigurður ólafsson í Litla-bæ og
fleiri gefið skólanum gúmmí-
björgunarbát, útgerð Sæfaxa
dýptarmæli. Auk þessa hafa
fjöimargir gefið skólanum margs
konar gagnleg tæki og áhöld við
kennsluna.
Við skólaslit gaf Friðfinnur
Finnsson í verðlaunasjóð 2,500
kr. og hefur hann þá samtals
gefið 12,500 kr. til sjóðsins.
Að loknum skólaslitum var
viðstöddum boðið til kaffi-
drykkju, voru 30 til 40 manns
viðstaddir skólaslitin.
Auk skólastjóra töluðu þar Ó1
afur Sigurðsson, gamall fiski-
kóngur Vestmannaeyjinga, og
Einar J. Gísason eftirlitsmaður
og árnuðu þeir skólanum og ný-
útskrifuðum stýrimönnum heilla.
Kristján Óskarsson flutti skóla-
stjóra og kennurum kveðjur og
þakkir nemenda.
Nokkur vöntun virðist vera á
réttindamönum til utanlandssigl-
inga, því að bátar frá Vest-
mannaeyjum eru nú að hefja sigl
ingar með afla sinn á erlendan
markað, og var hæsti nemand-
in, sem útskrifaðist skráður
strax sem stýrimaður á bát, sem
fór 1 siglingu til Bretlands.
HVAÐ er hin sanna leiklist?
Ég hygg að rétta svarið sé að-
eins eitt; leikgleðin. Og hvað er
leikgléðin? Áreiðanlega ekki til-
búin gleðilæti, eða leikræn- . . .
því síður hömlulaus úthelling
tára eða hlátrasköll. Ekkert af
þessu nálgast það að vera leik-
gleðin. — Þarna finnst aðeins
eitt svar rétt:
Leikgleðin er kyrrlát ljúfsár
tilfinning, sem stígur djúpt að
innan og þess dýpra sem leikar
inn er meiri listamaður. Hreyfi-
afl leikgleðinnar er innileg lotn
ing fyrir lífinu, djúp samú'ð með
öllu sem lífir og kjáist, og fölskva
laus gleði yfir því sem er fagúrt
í miannlífinu. — Leikgleðin —
leiklistin er innri uppljómun, sem
aldrei villir á sér sýn, og alltaf
er hin sama, rétt eins og sólar-
ljósið.
f bvöld (annan hvítasunnudag)
sá ég þá leiklist, sem ég hef ver
ið að leitast við að lýsa nú að
framan. Þ.e. Fjalla-Eyvindur
með þau Helgu Bachmann og
Helga Skúlason í titilhlutverkum
Ég varð að játa, að hvorki heima
eða erlendis hef ég séð leiksýn-
ingu er mér þykir þessari meiri
eða betri, frá hvaða sjónarmiði
sem litið er á málið.
í leikhléinu, yfir kaffinu sagði
einn mætur gáfumaður við mig:
— Að sjá góða leiksýningu
þykir ekki lengur neinn sérstak-
ur viðburður í Reykjavík.
Þessi orð þurfa ekki skýring-
ar við þó vil ég segja þetta: Um
langt skeið hefur megin lífsorka
þjóðarinnar farið í lífskjara-
kapphlaupið, og ræktarsemi við
fagrar menntir og listir oft verið
minni en skyldi. — Þó mun það
víst og satt, að við, sem þjóð,
„verðum úti“ eins og útlagarnir
í hinu stórbrotna leikriti Jóhanns
Sigurj ónssonar, ef fagurmenntir
okkar hætta að vera aflgjafinn,
hinn lífgefandi máttur, í lífsstríði
þjóðarinnar. Þess vegna höfum
við alls engin efni á að segja, að
góð leiksýning sé hætt að vera
sérstakur viðburður í Reykjavík“
eða með íslenzkri þjóð yfirleitt.
Og því má bæta vfð, að „góð
list mun ætíð verða okkur gulli
dýrmætari".
Að lokum þakka ég listafólk-
inu af alhug fyrir ógleymanlega
listtúlkun á erfiðasta leikriti ís-
lenzkra leikbókmennta — og
bið þess að Leikfélag Reykja-
víkur megi enn um langan aldur
standa í fylkingarbrjósti undir
merkjum leikgyðjunnar á ís ■
landi.
Óskar Aðalsteinsson.
I sveitina
Gallabuxur á drengi, stærðir 4—16, verð kr. 145.—
R. Ó. búðin
Skaftahlíð 28 — Sími 34925.
Þrískip tar Ijósaperur
nýkomnar.
Verzlunin Lampinn
Laugavegi 87. - - Sími 18066.
léttir lundí“
Hver stund með Camel
Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar
af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragðl.
BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINIM
Ein mest selda sígareltan í heiminum.
MÁDB 1N U.SJL