Morgunblaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1967.
*
-A.
JP
Síldin ákaflega stygg
á Austurlandsmíðum
en nokkria* bátar hafa
fengið ágæt köst
ÞEGAR fréttamaður MbL hafði
samband við Dalatanga seint í
.gserkveldi höfðu sjö sikip til-
kynnt um afla — 3 sikip til Da.la
tan.ga með samtals 630 tonn og
4 til Rauifarhafnar með samtals
1140 tonn. Gott veður va.r á mið
unium í gær og köstuðu skipin
mikið. — „Síldin“, síldarflutn-
ingaskip Síldar- og fiskimjöls-
verksmiðjunnar, var á leið á
miðin, og var búizt við að það
kæmi þangað í dag.
Fréttam aður Mbl. rabbaði í
gær stuttlega við Hjálmar Vil-
hjiálmsson, fiskifraeðing, sem er
um borð í Ægi. Hann sagði að
fiskiskipin héldu sig nú aðallega
á stóru svæði milli 69“ og 70*
norður breiddar og 6“ og 7*
vestur lengdar. Þar væri tölu-
vert magn síldar en veiðamar
gengu erfiðlega, því að sildar-
tonfurnar væru ákaflega stygg-
ar og dýpkuðu á sér um leið og
bátarnir færu að kasta á þær.
Þó hefðu einstaka bátar fengið
góð köst. Hjálmar kvað Ægi
vera nokkuð fyrir sunnan flot-
ann og þar hefði verið lóðað á
góðar torfur, en síldin væri þar
áka/flega stygg eins og annars
staðar. Sílddarleitarskipið Haf-
þór hiefur nú aftur hafið leit
eftir að viðgerð fór fram á síld-
arleitartæki þess. Hjálmar sagði,
að Hafþór væri nú á milLi 66°
og 67° norður og 8° og 9° vest-
ur, og hiafði Lóðað þar á aLLgóða
torfu. Ætlaði Haiflþár að kanna
hvort þarna væri um venulegt
magn að ræða.
í sdldarfréttum LÍÚ frá sunniu
deginum segir, að veður hafi
venið gott sl. sóLarhring, en ervg-
in veiði. Síldin hafi verið á 70—
100 faðma dýpL f síldarfréttum
frá mánudeginum siegir:
Skipin voru dreifð á sitóru
svæði mill-i 68° 10 m og 69° 30
m norður og um 8° vestur. —
Mældist míkil síld á þessu
svaeðL en hún stóð djúpt og var
siygg.
Fjögur skip tiLkynntu um afla,
alls 588 lestir.
Raufarhöfn:
Júlíus Geirmundsson ÍS 150
lestir, Vigri GK 170 lestir.
Dalatangi:
Ámi Magnússon GK 160 lest-
ir, Jón Garðar GK 108 lestir
veiddar við Shetlandseyjar og
landað í Færeyjum.
- Full aðild
Framhald af bls. 1
manna um aðild að bandlaginu
um miðjan júlímánuð. Aðspurð-
ur hvort það hefði neikvæð
áhrif, að Danir og Norðmenn
sæktu ekki um aðild á sama
tíma, kvað hann það ósennilegt.
Brandt sagði, að tilgangurinn
með ferð hans um Norðurlönd-
in hefði verið sá, fyrst og fremst,
að koma á nánari samvinnu við
utanríkisráðherra í þessum
löndum. Hann og norski utanrík
isráðherrann hefðu til dæmis
orðið ásáttir um að hafa sam-
band bvor við annan um mál, er
vörðuðu hugsanlega aðild Norð-
manna að EBE.
Brandt kvaðst gera sér ljós
þau vandamál, er aðild að banda
laginu hefði í för með sér fyrir
landbúnað og fiskveiðar Norð-
manna. Taldi hann, að verulegir
hlutar Noregs mundu falla undir
ákvæði Rómarsáttmálans um
„sivæðisbundin vandamál" — en
lagði áherzlu á, að sem heild
gæti Noregur auðvitað ekki
talizt „svæðisbundið vandamál".
ef landið óskaði að gerast full-
gildur aðili.
Brandt minnti á, að stefna
Efnahagsbandalagsins í fiskveiði
máltim byggðist enn aðeina á til-
lögum framkvæmdanefndar —
og sagði, að vegna þeirra um-
sókna um aðild, sem nú lægju
fyrir og vænta mætti á næst-
unni, mundi stjórn Vestur-Þýzka
lands hvetja til þess, að banda-
lagið hinkraði ögn með að full-
móta stefnu sína í fiskrveiðimál-
unum. „Þetta mál ætti að bíða
unz öll hin nýju aðiidarríki geta
tekið þátt í mótun framtiðar-
stefnunnar", sagði Brandt.
ísland og EBE
Þá barst talið að fslandi og
hugsanlegri aðild íslendinga
að Efnahagsbandalaginn.
Brandt sagði, að varla kæmi
til greina að fslendingar gerð
nst fullgildir aðilar að
bandalaginu. „Island mun
missa þjóðarsérkenni sín, ef
ákvæðum bandalagsins um
frjálsa tilfærslu fjármagns
og vinnuafls yrði beitt gegn
þessn Iitla landi“ sagði hann,
„þvi er þess ekki að vænta, að
Efnahagsbandalaginu berist
umsókn frá íslendingum um
aðild".
Brandt var að því spurður,
hvort hann teldL að bandalagið
mundi þurfa að láta fara fram
rannsókn á því, hver áhrifin
yrðu innan bandalagsins, ef að-
ildarríkin yrðu fleiri. Vísaði
ráðherrann til Rómarsáttmálans,
þar sem segði, að öll lönd í Bvr-
ópu gætu sótt um aðild að EBE
— en einnig þess, að aðildarríkin
yrðu að vera sammála um inn-
göngu nýrra ríkja. Því væri skyn
samlegt að ræða aðildarumsókn-
irnar innan bandalagsins, ef það
gæti auðveldað lausn. Hinsvegar
væri ekki heppilegt að hafa slík
ar umræður of langdregnar, því
að þá fyrst er beinar umræður
hefðu hafizt yrði hægt að fá
svar við þeim ótal spurningum,
er fram kvæmu varðandi aðild-
ina, fyrr mundu nýju aðildar-
ríkin ekki geta gefið svör við
mikilsvægustu spurningum
bandalagsins.
Aðspurður um hugsanlega að-
ild Breta, kvaðst Brandt henni
hlynntur og sannfærður um, að
unnt væri að yfirstíga þau vanda
mál er rísu þar að lútandi.
Áætlað var, að Brandt færi
flugleiðis til Brussel í kvöld.
-----♦♦♦-------
27 nýjir
kardinálar
Páfagarði, 26. júní — AP — NTB
PÁLL PÁFI VI skipaði í dag
27 nýja kardínála og eru kardín-
álar rómversk kaþólsku kirkj-
unnar þar með orðnir 118 tals-
ins.
Skipanin var tilkynnt við há-
tíðlega athöfn í Páfagarði, þar
sem 35 eldri kardínálar voru
viðstaddir. Við það tækifæri
hélt Páll páfi ræðu, þar sem
hann hvatti til þess að komið
yrði á alþjóðlegri stjórn í Jerú-
salem.
Páfi harmaði ennfremur, að
flóttamenn frá Palestínu skyldu
þurfa að búa við þær þjáning-
ar, sem raun væri á og ítrek-
aði áskorun sina til þjóða heims,
að taka höndum saman um að
hjálpa þessu fólki. Ennfremur
hvatti páfi íbúa Suður- og Norð-
ur Vietnam til að taka hönd-
um saman og lifa í íriði og ein-
drægnL
rc IPPPP® \ 1 w
wÉ' 'M i { .] psilf Sjt » t ♦ « fe; 1 ■ V;:í||
1 . fo'j 5: jjjj (* .V.v.v.v m R
Myndin er frá ráðstefnunni sl. sunnudag.
Vísindamenn
skoðuðu Surtsey
ERLENDU vísindamennirnir
sem hér eru staddir til að
sitja ráðstefnu nm niðnrstöð-
ur Surtseyjarrannsókna, fram
tiðarmarkmið og horfur, fóru
um miðjan dag í gær út í
Surtsey. Skoðuðu þeir eyjuna
undir leiðsögn íslenzkra vís-
indamanna, og komu ekki
aftur til Reykjavíkur fyrr en
seint í gærkveldi.
Ráðstefnan hófst sl. sunnu-
dag og munu um 80-90 manns
hafa setið hana fyrsta dag-
inn. Fyrst fluttu Steingrim-
nr Hermannsson, formaður
Surtseyjarfélagsins, og John
Olive frá bandarísku líffræði
stofnuninni ávörp. Síðan
fluttu dr. Sturla Friðriksson
yfirlitserindi um líffræðileg-
og dr. Sigurður Þórarinsson
ar og jarðfræðilegar rann-
sóknir, sem unnar hafa verið
í Surtsey. Loks var sýnd síð-
asta Surtseyjarmynd Ósvald-
ar Knudsen.
1 gærmorgun skiptust þátt-
takendur ráðstefnunar í tvo
umræðuhópa, annars vegar
um líffræði, en hins vegar
um jarðfræði. Síðari hluta
dags fóru svo þátttakendur
til Surtseyjar, eins og áður
segir.
Podgorny til Moskvu
Oljóst hversu mikla aðsfoð
Rússar veita Egyptum
Mosfcvu 26. júní — AP —
NIKOLAI V. Podgorny, forseti
Sovétríkjanna, kom heim til
Moskvu í dag úr heimsókn sinni
til Kairó, þar sem hann ræddi
við Nasser forseta Egyptalands
um þörf hans fyrir aukna að-
stoð Sovétmanna á sviði hern-
aðar. Á heimleiðinni kom Pod-
gorny við í Júgóslavíu og ræddi
við Tito forseta.
Fátt hefur verið sagt opin-
berlega um viðræður þeirra
Nassers og Podgornys og ekki
Ijóst, hversu mikilli aðstoð for-
setinn sovézki lofaði til end-
urbóta á her Egypta, sem nú er
lamaður eftir átökin við ísraels-
menn. Sumar heimildir herma,
að nokkur ágreiningur hafi ver-
ið með þeim forsetunum — en
í opinberri yfirlýsingu, sem gef-
in var út, að loknum þriggja
daga viðræðum þeirra, sagði það
eitt, að gagnkvæmur skilningur
hefði ríkt þeírra f milli.
AP hefur eftir heimildum í
Moskvu, að Podgorny muni hafa
lofað að byggja upp her Egypta
á ný að því marki, er hann
hafði náð áður en til átakanna
við ísrael kom. Fréttastofan
hefur eftir heimildum I Júgó-
slavíu, að samningur hafi verið
undirritaður en ágreiningur þó
verið um magn aðstoðarinnar.
Fylgdi þeirri fregn, sem höfð
var eftir sovézkum sendimönn-
um, að Podgorny hefði fyrst og
fremst farið þessa ferð til þess
að komast ótvírætt að raun um
hvernig ástandið væri í Egypta-
landi — hversu illa egypski her-
Akureyri, 26. júní.
SKRÁR yfir útsvör og aðstöðu-
gjöld í Akureyrarbæ voru lagð-
ar fram í dag. Alls nema álögð
útsvör kr. 65.830.100.00. Lagt var
á 3.122 gjaldendur, 3023 ein-
staklinga, sem bera 82.120.200.—
og 99 félög, sem bera 3.700.900.—
kr. Útsvörin voru lögð á eftir
gildandi útsvarsstiga, en voru
síðan lækkuð um 5%.
Hæstu útsvör bera: Einstakl-
ingar: Baldur Ingimarsson lyfja-
fræðingur 175.100.— kr., Guð-
mundur Karl Pétursson, yfir-
læknir 108.000.—, Sigurður Óla-
son læknir 155.200.—, og Baldur
Jónsson, læknir 151.200.—. Fyr-
irtæki: Möl og sandur hf.
464.600.—, Ljósgjafinn hf.
223.800.—■, Byggingavöruverzl-
inn hefði verið leikinn og hvers
hann þarfnaðist til þess að kom-
ast á legg að nýju. Þá höfðu
sendimenn þessir sagt, að Pod-
gorny hefði krafizt þess, að Nass
er samþykkti að efnahags- og
hernaðarsérfræðingar frá Sovét-
ríkjunum kæmu til Egyptalands
til þess að fylgjast með því,
hvernig Egyptar notuðu sér að-
stoð Sovétmanna og hjálpa þeim
til þess að láta hana koma að
sem mestu gagni. Nasser hefur
jafnan áður neitað að taka við
Fraimhald á bls. 31
un Tómasar Björnssonar hf.
185.100.—, Amaro hf. 179.500.—,
Nótastöðin Oddi hf. 177.200.—.
Aðstöðugjöld voru lögð á 561
gjaldanda, samtals kr.
16.005.600.—. 432 einstaklingar
bera 2.495.900 og 146 félög bera
13.509.700. —.
Hæstu aðstöðugjöld berat
Einstaklingar: Valtýr Þorsteins
son útgm., kr. 186.800.—, Val-
garður Stefánsson, heildsali, kr.
151.700. —, Pálmi Jónsson, kaup-
maður, (Hagkaup), 132.400.—,
Oddur C. Thorarenssen lyfsali,
110.000.—.
Félög: Kaupfélag Eyfirðinga
4.046.800.—, Samband ísl. sam-
vinnufélaga, 1.671.900.—, Útgerð-
arfél. Akureyringa hf. 660700.—,
Slippstöðin hf. 358.600.—, Am-
aro hf. 346.600.—. — Sv. P.
Útsvör á Akureyri
nema 65,8 milljón kr.
Slóttur hufinn
í Eyjniirði
SLÁTTUR er nú hafinn á stökn
bæ í Eyjafirði, samkvæmt upp-
Iýsingum frá Búnaðarfélagi ís-
lands, en litlar líkur eru taldar
á að sláttur hefjist almennt á
landinu fyrr en á fyrsta lagi
eftir hálfan mánuð.
Nokkuð hefur borið á kali í
túnum eftir veturinn í sumum
landshlutum. Til dæmis hefur
gætt allmikils kals austur í
Laugardalnum og ofan til í
Biskupstungum, svo og í nokkr-
um hlutum Húnaþings. Þá hef-
ur kals líka orðið vart norð-
austanlands
í GÆRDAG var þurrt en Hiti var yfirleitt um 10 stig,
skýjað á landinu. SA-gola og en sums staðar nálægt 15 stig
síðar kaldi var á Vesturlandi um norðan lands.
en hægviðri austan lands.